Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Kvikmyndir

Listinn minn og Ljósið sem skín

 woman-computer-heart

Við húsband horfðum á Stones myndina "Shine a light" og hún er frábær.

Hvað um það, við fórum að ræða það í gamni hvaða þekktu persónur okkur langaði til að hitta og hvers vegna, af því húsband langar til að hitta Keith Richards og spyrja hann út í opin  grip (held ég að hann hafi sagt).  Ég myndi vilja hitta Keith líka en það væri þá til að pína hann til sagna um hvað kom raunverulega fyrir Brian Jones.

Stór hluti þeirra sem mig langaði að hitta eru ekki á jörðinni lengur þannig að það taldist ekki með í þessum samkvæmisleik okkar hjóna. Þá er ég að tala um Jesú Krist, Olov Palme, John Lennon, Ghandi,  Ernest Hemingway og Helen Keller,  ekki endilega í þessari röð.

En bíðum nú við.

1. Nelson Mandela er ofarlega á blaði.  Mig langar til að biðja hann um að kenna mér allt um æðruleysi sem hann virðist hafa fengið ótrúlega mikið af.  Hm.. sérfræðingur maðurinn.

2. Hillary Clinton, af því hún er svo merkileg í nútímanum. 

3. Margréti Danadrottningu af því við erum frænkur.  Langar til að sitja og reykja með henni og drekka kaffi og hlægja tryllingslega.

4. Mörtu Stewart, ég er að ljúga, bara að fá viðbrögð.

5. Jamie Oliver.  Ég verð að komast að því hvort hann er svona ofvirkt eldhúskrútt í raunveruleikanum.

6. Yoko Ono, mig langar til að taka konuna út, það fer svo mörgum sögum af henni.  Er hún sjarmerandi eða fráhrindandi?

Og svo alla Nóbelsverðlaunahafana í bókmenntum sem eru á lífi.  Vantar tips frá þeim.  Hvert er leyndarmálið?

Muhahaha.

Og fullt að öðru fólki.  Mugabve er ekki einn af þeim og heldur ekki Hannes Hólmsteinn eða Óskar Bergsson.

Og koma svo, hverjir eru efstir á ykkar lista?

Ég bíð spennt.

 


Þvag í lítratali og sælgæti fortíðar

 kók

Dem, dem, dem, hvað það er ömurlegt að vera vitur eftirá.

Ég er búin að tapa þremur fylgjum í brennsluofn ákveðinna heilsustofnana um æfina og hafði ekki hugmynd um að það væri góð hugmynd að gefa þær til Skógræktarinnar í þessu gróðurvana landi sem fósturjörðin er.

Svo koma svona Einsteinar alltof seint í fjölmiðla og deila með sér af notkunargildi fylgjunnar sem mun koma með hverjum einstaklingi í heiminn.

Og allar þessar konur sem eru búnar að skutla fylgjunum í ruslið í gengum aldirnar.

Munið þið eftir frasanum; eina ískalda kók og kaupa glerið?  Fór maður ekki síðan með glerið og fékk peninginn til baka? Mig minnir það.

Sama hugmyndafræði gæti gilt um fylgjur framtíðarinnar, taka barnið og fylgjuna með heim og gefa hana síðan til aldingarða heimsins. Nú eða selja, ekki leiðinlegt.

Fífl og fávitar.  Ég bíð eftir að þetta sjálfupptekna lið í Hollywood fari að selja úr sér þvagið í lítratali.

En..

Þegar ég fór að skrifa um ískalda kók þá fór ég að hugsa um Krummalakkrísrör, Lindubuff, krembrauð og Bingó.

Og haltukjaftikaramellur og brjóstsykur.

Bazookatyggjó og fimmaurakúlur.

Svo ég gleymi nú ekki Krumma lakkrískonfekti.

Alladín poppkorni og Sínalkó.

Skemmtilegt fyrir mig að detta í namminostalgíu, sérstaklega af því að undirrituð er með sykursýki.

Well þá er ég beisíklí ekki í neinni hættu.

Búið að loka sjoppunni og nammi er löngu hætt að vera spennandi.

Dæs og þungt andwarp.

Úje.


mbl.is Fylgjan verður gróðursett í aldingarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að geraða upp í fjalli - búið bless

 titanic

Ég er í nokkrum vanda stödd varðandi áhorf mitt á kvikmyndir.

Í fyrsta lagi þá nenni ég sjaldan í bíó og bíð svo von úr viti eftir að þær myndir sem ég tel að ég verði að sjá komi á leiguna.  Þar sem ég er í och för sig ekki að flýta mér þá er þetta ekki vandamálið.  Það er hinsvegar reglulegt rifrildisefni hér við hirðina á hvaða mynd eigi að horfa þegar þannig stendur á.

Ég er með ákveðna reglu þegar ég vel mér myndir.  Ég vil ekki kúrekamyndir,  sæens fiksjón, söngvamyndir, bardagamyndir (með örfáum undantekningum) og ég vil ekki sjá ástarvellur.    Titanikk sem ég slysaðist á í bíó hérna um árið drap mig nánast tilfinningalega.  Ég get ekki beygt mig fram til að ná mér í epli án þess að fá leiftur í hausinn og sjá fyrir mér helvítis stafnatriðið (eða var það bakborðinn?) úr þeirri ógeðslegu bíómynd.

Þegar þessar bíómyndakategóríur eru mínusaðar frá úrvali eru ekki margar eftir.  Og aftur og aftur kemur húsbandið heim með myndir sem hann vill horfa á og ég ekki.  Hann reynir alltaf að semja mig niður að sjónvarpinu og fá mig til að þagna og gefa myndunum séns.  Sem ég auðvitað geri af því ég er svo friggings líberal.

Og í kvöld tókst honum það.  Brokeback mounten var mynd kvöldsins.  Hún er kúreka- OG ástarmynd.  Hvað get ég sagt?

Húsband sagði mér að hún hafi fengið þrjá Óskara og ég spurði hvort það ættu að vera meðmæli?

En ég horfði.  Voða kjút þriggja vasaklútamynd með hommum í tilvistarkreppu ríðandi upp í fjalli, með kúrekahatta og hesta.

Mínir hommavinir eru ekki svona rosalega dán eins og þessir.  Myndin er ljúf en hún er hundleiðinleg.  Hver bömmerinn rekur annan.  Ekki ljós punktur nema rétt á meðan þeir geraða.  Svo er farið heim í sitthvort héraðið og bömmerinn heldur áfram.

Má ég þá heldur biðja um Guðföðurinn, Kill Bill. Bird Cage og American Gangster.  Þær eru meðal minna uppáhalds.

Já og ég ætla ekki að sjá Batman.  Hún er ekki í mínum flokki.

Plís komið með góðar hugmyndir.  Mig vantar eitthvað að horfa á.


mbl.is Enginn bilbugur á Batman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voru það sokkarnir - eða jakkinn?

 rbv0110077

Einhver spurði mig um daginn hvað ég hefði á móti Sound of Music bíómyndinni, en ég hafði gefið blankan skít í þá ræmu í bloggfærslu.

Ég þurfti alveg að hugsa mig um, búin að liggja undir feld í marga daga.  Hvað er að "Tónaflóði" hvað er að söngvamyndum svona yfirleitt??

Og loksins datt ég niður á svarið.  (Döh veit nákvæmlega hvers vegna, bara að byggja upp spennu).

Ef mig langar að hlusta á músík, þá skelli ég disk á spilarann eða fer á tónleika.

Ef ég fer í bíó og leikhús vil ég horfa á fólk gera og skera, ég vil alls ekki að það bresti út í söng við allar mögulegar og ómögulegar aðstæður.  Hér eru auðvitað undantekningar, en ekki margar.

Ég og minn heittelskaði ætluðum að horfa á mynd með Johnny Depp um daginn (húsbandi finnst hann góður leikari mér líka plús fullt af öðru sem ekki verður rætt hér) og haldiði ekki að dúllurassinn, sjarmörinn og töffarinn hafi brostið í söng?  Aaaaalgjört törnoff.  Ég fyrirgef ekki manninum, alveg hár og hand.

Varðandi Sound of Music þá tilkynnist það að ég óð í Háskólabíó með systragerið mitt (þær dauðskömmuðust sín fyrir síðu kápuna, lennongleraugun og hnéháu stígvélin) og ástarviðfang mitt þá stundina var með í för. 

Og svo hófst myndin.  Skotmark gelgjuástar minnar söng með helvítis myndinni, hann grét og hann snökkti, hann hló og svo blikkaði hann mig í myrkrinu og sagði; er þetta ekki unaðsleg mynd?  Ef kynhvötin hefði verið farin að kræla á sér fyrir alvöru, hefði hún horfið og aldrei átt afturkvæmt.W00t

Ég labbaði út úr bíóinu 100% minna ástfangin en þegar ég kom inn, með krakkagrislingana, Gretu, Jónu, Guslu og Ingunni á eftir mér, blóðrauðar af skömm.

Ég sagði söngfuglinum upp fyrir utan bíóið.  Hann skildi ekki hvað hafði gerst, voru það sokkarnir?  Jakkinn?

Og síðan þá krullast ég upp yfir söngvamyndum.

Lái mér það hver sem vill.


Hoppsassa på sängekanten

Jæja, nú klæmumst við í góða veðrinu.

Nei, perrarnir ykkar, ekkert klám á minni síðu.

En ég var að heyra að gömlu dönsku "klammararnir" með Ole Söltoft - Hoppsassa på sängekanten og ég er forvitin gul, rauð, blá og marin séu orðnar rosa vinsælar aftur. (Eða voru þær sænskar?)  Ekki út af erótíkinni heldur vegna þess að Dönum finnst gaman að sjá hvernig fólk lifði á þessum tíma.  Þá meina ég settöppið ekki sexið aularnir ykkar.

Ef ég er spurð hvort ég hafi gaman af klámi þá er svarið nei.

Ég hef aldrei skilið gluggagægisþörfina hjá fólki sem nennir að horfa á annað fólk riðlast hvort á öðru undir formerkjunum "The more the merrier".

Ég er ekkert að fordæma þessa erótíkurþörf þeirra sem vilja glápa. (Eða kannski er ég að því, þorrí, er ógeðslega fordómafull í þessa veru).

En ég er á móti klámi, mér finnst það niðurlægjandi fyrir alla innblandaða.

Fyrir nú utan mansalið, ofbeldið og allan pakkann sem virðist fylgja þessum bransa.

Svo er að telja upp að tíu.  Höfum það tuttugu.

Anda inn - anda útDevil inn - út - inn - út.  Ó, þorrí þetta var óvart.Blush

Skeyta svo skapi sínu á veggjum, ekki kommentakerfinu.

Langaði bara að koma þessu snyrtilega á framfæri.Halo


Dagar hvað?

 tropical-drink-with-umbrella-and-fruit-garnish-~-200169699-001

Ég er að drepast úr leti í dag.  Enda hef ég eytt stórum hluta dagsins í að bíða eftir veðrinu.  Góða veðrinu þið vitið, hitabylgjunni sem ekki hefur látið sjá sig hérna ennþá.

Loksins þegar ég er komin í stuð, langar að liggja í sólbaði drekka appelsínudrykki með litlum regnhlífum út í, vera með Channelinn (eftirlíkinguna) á nebbanum og svona, þá er gula fíflið falið á bak við ský.  Svona getur lífið sökkað.  Vandamál lífs míns eru stórkostleg og óleysanleg.

Búhú.

Erill dreif sig úr borginni í morgun og var á Akranesi í nótt, hann er ekki orðinn 23 ára karlinn, má því ekki tjalda og mun hann gera heimamönnum lífð óbærilegt ásamt vinum sínum og bræðrum og syngja Bláhiminn fyrir framan verkamannsins kofa í alla nótt.

Það eru harmonikkudagar, írskir dagar, humardagar, hundadagar, drykkjudagar og bílaumboðsdagar og ég veit ekki hvað og hvað núna um helgina.  Fólk er að daga uppi ég sverða allir á taugum yfir framboðinu.  Hvert skal halda?

Ég ætla ekki rassgat nema út á vídeóleigu og leigja mér einhvern mergjaðan klassíker.  Eru uppástingur um mynd á meðal yðar? 

Ég vil ekki nýlegar myndir.  Þeir eru hættir að framleiða almennilegar kvikmyndir, amk. nú um stundir. 

Undanfarið hef ég horft á Guðföðurinn I, II og III.  Báðar Kill Bill og Goodfellas.  Miðað við að ég er algjörlega laus við ofbeldislöngun og dedd á móti ofbeldi í öllu formi þá er það merkilegur andskoti að á meðal minna uppáhalds kvikmynda skuli blóðið renna frá upphafi til enda, en ég játa að ég loka augunum ansi oft. Það eru þessu örfáu samtöl í ofannefndum kvikmyndum sem höfða svona svakalega til mínHalo.

Hvaða illyrmi eru það sem velja sjónvarpsefni á laugardagskvöldum á sjónvarpsstöðvunum?  Það er eins og það sé verið að kremja úr manni líftóruna ef maður er svo óheppinn að eiga hvorki friggings sumarbústað eða tjald.

Farin að gera eitthvað. ..og á meðan ég man, hafið þið tekið eftir því að allir "dagarnir" hafa í för með sér stórkostlegt næturfokk?  Ég legg til að við köllum skóflu skóflu og setjum nætur í staðinn.

Írskar nætur, Humarnætur, Harmónikkunætur o.s.frv.

Dagar hvað?

 


mbl.is Róleg nótt þrátt fyrir hátíðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðinlegri en rigning

 amd_nicholson

Enn ein aularannsóknin hefur litið dagsins ljós.

Ég hef ekki undan að blogga um rannsóknir sem hefði mátt sleppa að eyða fjármunum í, þar sem niðurstaðan er fyrirfram ljós.  Vegna "live" rannsókna bæði mín og annarra á málefnunum.

En hvað um það, "bad boy" heilkennið er staðreynd, margar konur velja "vonda stráka" fram yfir ljúflingsdúlludúskakrúttin hennar mömmusín.

Ég á vinkonu í Svíþjóð, sem lýsti þessu ágætlega en hún fór út með forríkum náunga, myndarlegum og nánast fullkomnum nema hann vantaði þetta lítilræði sem er húmor og óþekktarblik í auga.

Hún sagði mér að hún myndi aldrei hitta hann aftur.  Hann væri leiðinlegri en rigning.

Og ég sem vildi gjarnan koma henni undir ljúfra manna hendur benti henni á hversu góður hann væri.

Og hún benti mér á, á móti að beljur væru líka góðar en það þýddi ekki að hún væri tilbúin til að eyða ævinni með þeim.

Að vera "vondur strákur" hefur ekkert með vonsku að gera.  Ég ímynda mér að margar konur sjái verkefni í þeim.  Við erum oft svo miklar hjúkkur, félagsráðgjafar, prestar, sálfræðingar og bankastofnanir í okkur stelpurnar á ákveðnu tímabili í lífinu.  En svo komumst við yfir það.

En eitt sit ég uppi með.

Nánast allir af mínum fjölmörgu eiginmönnum voru á einhverju tímabili óknyttadrengir.

En á endanum barði ég það úr þeim.

DJÓK.

Gleðilega Jónsmessu.

 


mbl.is Hvers vegna komast „vondir strákar“ yfir fleiri stelpur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má ekki brosa? Ha?

Ég hef rosalega gaman af Mike Mayers.  Hann er frábær gamanleikari.

Og þá er það frá.

Hindúar í Bandaríkjunum hafa efnt til mótmæla  vegna nýjustu myndarinnar hans "Love Guru" sem þeir segja að muni særa trúartilfinningar milljóna hindúa um allan heim.

Ég er eiginlega komin með upp í kok af húmorsleysi trúaðra manna (kvenna).

Kristnir, múslímar, hindúar og allur pakkinn verður að fara að geta hlegið svolítið að sjálfum sér og guði.

Þeir eru allir orðnir eins og hertir handavinnupokar..

Það má ekki æmta né skræmta, grínast eða hlægja nálægt biblíum og bænahúsum heimsins áður en væluskjóðurnar fara á kreik.  Ég er særður, ég er reiður, mér er misboðið, ég drep þig, lem þig og dæmi þig til eilífarar helvítisvistar. Kommon.

Ef guð hefur skapað manninn í sinni mynd, þá á það væntanlega líka við um geðslagið í okkur.  Allan tilfinningaskalann.

Ég hef ekki nokkra trú á að Gussi sé að fara á límingunum yfir smá fíflagangi.

Ég held að honum finnist það meira að segja hipp og kúl.

Akkúrat núna er ég m.a. að hugsa um ákveðinn Moggabloggara, strangtrúaðan, sem var fastur í óbyggðum þegar guð útdeildi húmornum.

Djöfuls leiðindi.

Farin aftur að lúlla, er með sléttan 38, 780730 í hita.

Úje.


mbl.is Hindúar mótmæla Hollywoodmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á banalegunni

 thecolormoney0jx

Ég álít að blogg sé talmál, eins og ég hef áður sagt. Mér finnst ekki tiltökumál að afbaka, sletta og láta eins og fífl á blogginu og fæ ekki móral yfir því heldur.

En ég vil að dagblöðin sem ég les séu skrifuð á réttu máli.

Í visi.si stendur að Paul Newman "sé á banalegunni". Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að maður liggi banaleguna.  Það er kannski bara ég en þetta að "vera á banalegunni" fær mig til að halda að það sé einhver sérstakur gangur sem heiti banalegan.  Sjá hér.

En hvað um það, PN liggur fyrir dauðanum.  83 ára.  Þessi fábæri leikari og húmanisti er með lungnakrabbamein.

Það vill svo til að í gærkvöldi var ég að horfa á mynd með honum á RÚV, "Blaze, Blaze" frá 1988.  Hún var krúttleg, en þar lék hann eldri mann, fylkisstjóra, sem var óður á greddunni og náði sér í strippara.  Skiljið þið hvert ég er að fara?  Hann var frábær þó þessi mynd hafi nú ekki sest að í hjartanu á mér.

En munið þið eftir "The colour of money"?.  Þvílík snilld.

Og svo kaupið þið auðvitað Newman´s own vörurnar því þær renna allar til góðgerðamála.

Farin í heimsókn á BANALEGUNA.

Sjáumst


Leiðinlegasta bíómyndin - einhver?

newtonjohn1975 

Svo leiðinlegt að Lorezo Odone sé látinn. 

Munið þið eftir myndinni?  Lorenzo´s oil?

Ég veit ekki með ykkur, en ég hef sjaldan séð leiðinlegri mynd.

Jú annars, ég sá mynd sem hét "The invasion of the tomatoes" og var um morðóða tómata.  Tíminn fram að hlé var ansi langur, nokkrir frömdu harakiri í sætunum fyrir framan mig.  Ætli höfundur þeirrar ræmu sé enn á lífi?

Talandi um leiðinlegar bíómyndir.

Úff,  ég hef séð margar en Xanadu með Goldielocks Nítján Tonn og Gibbagibb. Ómægodd. 

Ég kalla hér eftir leiðinlegustu bíómyndunum sem þið hafið séð.

Og allir saman nú.

Ég fer og poppa (í huganum aularnir ykkar).

Xanadu og Tómatahryllingurinn deila 1. sætinu hjá mér.

Þíjú.


mbl.is Drengur sem Hollywoodmynd var gerð um er látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 2987341

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband