Leita í fréttum mbl.is

Blóðfurstinn ógurlegi

Húsbandið á afmæli, hann fékk að ráða sjónvarpsglápi kvöldsins.

Myndin sem "við" ákváðum að horfa á er "The exorcist, the beginning".  Það má svo sem koma fram að það var ekkert nema Yaya sisterhúddið sem seinni valkostur í stöðunni. 

Ég horfði á "The Shining" fyrir misskilning 198-tíuogeitthvað og hef síðan ekki borið mitt barr.  Í fleiri mánuði gat ég ekki gert upp við mig hvort ég ætti að sofa með ljósið kveikt eða slökkt, þar sem ég var skelfingu lostin vegna helvítis myndarinnar.  Here´s Jhonny, hefur meitlast óafturkallanlega inn í sálina í mér.  Þetta leiddi til ákvörðunar.  Aldrei myndi ég horfa á djöflahryllingsmyndir, né aðrar, ef út í það er farið.

En nú skyldi vaðið í særingarmanninn.  Ég tolldi í hálftíma, en þá var mér orðið óglatt, hjartað komið upp í háls og mér varð ljóst að ég var stödd mitt í minni eigin sjálfspyntingu.

Ég: Heyrðu, af hverju erum við að horfa á þennan viðbjóð.

HB: Þetta er spennandi.  Þetta er bara ævintýri.  Þú veist að þau enda öll vel.

Ég:  (pirruð) en ef þau enda vel og við vitum það, getum við ekki bara gert eitthvað annað, mér er óglatt.

HB: Þetta er bíómynd, óþarfi að láta eins og þetta séu aftökur í beinni.

Ég játa það að stundum skil ég ekki karlmenn og alls ekki þann sem ég gekk með upp að altarinu síðast þegar gifti mig.Wizard  Ég vissi ekki að ég væri að giftast blóðfurstanum ógurlega.W00t

En ég er á netinu og afmælisbarnið situr og horfir án þess að skammast sín.  Verð að játa að þetta er nýr eiginleiki hjá manninum, ekki skammleysið sko, heldur áhuginn á særingamanninum.

Nú þori ég ekki að fara að lúlla.  Hvað veit ég nema hann tæti mig í öreindir sínar, þar sem ég ligg blásaklaus í rúminu.  Ég held að hann sé haldinn einhverjum anda.

Muhahahahahahaha!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Til hamingju með húsbandið? Ert þú þá Blóðfurstaynja? hehehe

Edda Agnarsdóttir, 26.4.2008 kl. 23:50

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég hef aldrei getað horft á hryllingsmyndir. Skil ekki hvað fólk fær út úr því að láta hræða úr sér líftóruna.

En til hamingju með karlinn þinn - það er hver síðastur að gratúlera, komið nálægt miðnætti og þá fara furðuverur á kreik... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 26.4.2008 kl. 23:57

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Til hamingju með karlinn þinn elskan. Þú ert nú annars alveg óborganleg Jenný.

Heiða Þórðar, 27.4.2008 kl. 00:10

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég fór einu sinni á mynd sem hét Varðmaðurinn í Laugarásbíó árið 1985 þá orðin 25 ára eftir það fékk ég martraðir í marga mánuði, síðan hef ég forðast hryllingsmyndir  Til hamingju með húsbandið þitt

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.4.2008 kl. 00:46

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Til hamingju með húsbandið þitt Jenný. - Veistu að þetta er tískumyndin í ár, - Litli ömmustrákurinn minn, á 3ja ári, gaf frá sér torkennilegt hljóð og setti upp skrítinn svip, þegar ég var að ná í hann á leikskólann, - Og ég spurði í fávísi minni, hvort hann væri ljón? -  Nei, sagði snáðinn:  Ég er andsetinn! - um leið og hann gaf frá sér andstyggilega hryglukennt hljóð. -  Þá kom í ljós, að drengirnir á deildinni hans voru allir andsetnir í öllum leikjum þessa dagana. -  En amman hans, svaf ekki rótt, nóttina eftir, hryllingsmyndin - The Exorcist sótti á huga hennar, - því hljóðin í leikskóladrengjunum, voru nákvæmlega, einsog þau eru, í minningunni um þessa mynd.- 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.4.2008 kl. 01:23

6 Smámynd: Tiger

Hjartans hamingjuóskir mín kæra með húsbandið þitt. Sjálfur kýs ég að horfa á teiknimyndir, ævintýra- galdra- og yfirnáttúrulegar myndir, en ekki hrollvekjur. Hjartað í mér er sterkt, kraftmikið og gott - en þó það þoli ýmislegt - þá legg ég ekki hrollvekjur á það. Óþarfi að storka örlögunum, þannig séð! Vonandi eigið þið yndislegan Sunnudag saman í kökusvalli og kakóbollum. Sendi heljarmikið knús yfir til ykkar og megi ljósið verða hrollvekjunni sterkara þér til handa!

Tiger, 27.4.2008 kl. 04:12

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jésús almáttugur Pétur....settu hvítlauk um hálsinn Jenný og krossaðu þig bak og fyrir. Hefðir betur horft á Ya Ya sisterhood sem var skemmtileg, ævintýraleg og smá blóðdropum. Mun betra val fyrir konu eins og þig...ekki frá því að það hafi verið dass af feminisma í henni.

Til hamingju með húsbandið....eldaðu gott afmælislæri og settu 300 hvítlauksrif í það. Gerir gott betra og manninn andalausan..

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.4.2008 kl. 08:10

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk börninin góð.

Hallgerður: Ég veit hvað kostur er í skipslegum skilningi, en ég vildi vita hvað sú pólska var að biðja um þegar hún bað um kost.  Ost?

Katrín: Hef séð systerhúddið, þess vegna kom hún ekki til greina.

Takk fyrir að senda hinu hrörlega og blóðþyrsta gamalmenni afmæliskveðjur.  Ætli hann sé ekki ódauðlegur, lifi á blóði og eigi eftir að eiga óteljandi afmælisdaga?  Það mætti segja mér það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.4.2008 kl. 09:41

9 Smámynd: Heiða B. Heiðars

REDRUM REDRUM... las bókina og gekk um gólf og tásurnar á mér krulluðust af spenningi! Velti því fyrir mér hálfa nóttina hvað þessi orð táknuðu.... restin af nóttinni fór í að klára hana! Á myndina og horfi reglulega á hana ....;)
The Shining er einn bestir hryllingur allra tíma...bókin og myndin

Heiða B. Heiðars, 27.4.2008 kl. 12:11

10 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Til hamingju með manninn þinn ! Við hjónin eigum eitt áhugamál af nokkrum og það er að horfa á hryllingsmyndir, því ljótari því betri ! Svonar eru prestsheimili í dag, ó já !

Sunna Dóra Möller, 27.4.2008 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2985766

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband