Færsluflokkur: Kvikmyndir
Mánudagur, 23. apríl 2007
MATARSTULDUR FYRIR 5089 KRÓNUR
Það kallast varla þungur fangelsisdómur að fá þriggja mánaða fangelsi fyrir endurtekin búðarhnupl en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi karlmann fyrir að hafa í febrúar s.l. stolið matvöru að andvirði 5089 króna úr verslun Hagkaupa í Kringlunni.
Og þó.. miðað við fangelsisdómana sem barnaníðingar og nauðgarar eru að fá þá er í þessu hreint æpandi ósamræmi. Ég er ekki að mæla búðarstuldum bót, svo langt frá því en misræmið í dómum eftir alvarleika brota er með ólíkindum.
![]() |
Þriggja mánaða fangelsi fyrir búðarhnupl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 23. apríl 2007
SKIPTIR ÞAÐ EINHVERJU MÁLI..
..hvort Simon Cowell ranghvolfir augunum eða gerir sig rangeygðan í framan? Ég spyr vegna þess að á meðan fjöldi fólks er að deyja úr hungri, vosbúð, sjúkdómum svo maður tali nú ekki um mannfallið í Írak og aftökurnar í Saudi-Arabíu sem eru í fréttum dagsins. Skotárásin í USA var skelfileg en nánast samtímis féllu um 170 manns í stríðinu í Írak. Það virðist ekki vekja nándar nærri eins mikil viðbrögð og fjöldamorðin í USA. Líf er líf. Uppúrveltingur fólks varðandi augnaráð Colwells þegar talað var um morðin í Virginu er einkennandi fyrir rörsýn okkar vesturlandabúa. Hverjum ætti ekki að standa á sama hvað þessi oflaunaða sjónvarpsdíva er að hugsa svona yfir höfuð? Mér gæti ekki staðið meira á sama.
![]() |
Simon ranghvolfdi ekki augunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 23. apríl 2007
HINN VAFASAMA GULLMOLA DAGSINS HLÝTUR...
...sá góði maður Jón Baldvin Hannibalsson sem í Silfri Egils kallaði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, "ljóskuna í Menntamálaráðuneytinu". Eins og JBH er skemmtilegur maður og klár þá missti hann heldur betur andlitið og opinberaði kvenfyrirlitningu sína.
Fyrir utan þetta virtist sem JBH væri það ákaflega hugleikið að vinstri flokkarnir næðu að fella ríkisstjórnina en samt byrjaði hann á því að úthúða Steingrími J. og stefnu VG. Jón ertu að koma eða fara? Halló!!
Annars er alltaf gaman að hlusta á "gráhærða karlinn í Mosfellsbænum". Hann er enginn geðluðra fyrir nú utan það hvað hann er fjári skemmtilegur. Ég var þess heiðurs aðnjótandi að hafa hann sem kennara minn í íslensku og ensku við Hagaskóla í denn og ég bar fyrir honum óttablandina virðingu. Honum tókst að fá mig til að læra zeturegluna þannig að hún hverfur mér ekki úr minni, með því að setja mig í skammarkrókinn og láta mig sitja þar og þylja zetu-fyrirkomulagið eftir að ég tilkynnti honum að ég þyrfti engar reglur að læra. Til að fullkomna glæpinn lét hann mig syngja "Máríá mild og há, móðir Guðs á jörð" en þeir sem hafa heyrt mig syngja fórna höndum og langar að hverfa til Timbúktú.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 01:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 22. apríl 2007
ALVEG ÓTRÚLEGUR HÓPUR AF FÓLKI..
...29.941 svo nákvæmlega sé talið hafa heimsótt síðuna mína á þessum tveimur mánuðum sem ég hef bloggað. Það er skemmtileg tilhugsun að svo margir hafi gengið um á mínu bloggi og vel flestir án þess að gefa sig til kynna. Það setur reyndar að mér smá hroll við tilhugsunina. Verður kona þá ekki að vera grafalvarleg og skrifa málefnalega um alvarlega hluti? Júbb og Neibb. Ég ætla að halda áfram að vera grallari stundum, háalvarleg þegar við á og láta játningarþörfina fá útrás þegar mér líður þannig. Nú kemur gestur nr. 30.000 að líkindum í dag. Værir þú heiðraði blogglesari til í að kvitta fyrir komu þinni. Höfundinum til ánægju og yndisauka.
Lofjúgæs
Sunnudagur, 22. apríl 2007
JÚRÓ, KOSNINGAR OG STÓRAFMÆLI
...allt þann 12. maí nk. Þá verður fallegasti smádrengurinn í heiminum tveggja ára. Hann verður fjarri góðu gamni þetta krútt af því að hann er búsettur í heimsborginni London. Amman ætlar samt ekki að sleppa afmælispartíinu því hún ætlar að grilla, bjóða upp á íþþþ og fleiri ullabjökk. Það verður ekki nærri því eins gaman og ef Oliver væri hér, en við látum ekki svona stórafmæli líða án þess að halda upp á það þrátt fyrir að afmælisbarn dagsins sé svona fjarstaddur ásamt mömmunni og pabbanum. Rosalega er yngsa ömmubarnið orðið stórt. Úff Maysan ég veit að þú ert daglegur lesandi bloggsins hennar mömmu þinnar. Komdu heim!!!
Það erum ekki bara við amma-Brynja sem teljum afmælið hans Olivers einn merkasta dag ársins. "The eurovision song contest comitee" sér ástæðu til að halda upp á daginn með söngvakeppninni í Finnlandi. Hið íslenska kosningabatterí var líka með Oliver í huga þegar kosningadagurinn var ákveðinn. Kæra fólk þið getið líka tekið þátt í afmælinu hans Olivers Einars. Þið farið og kjósið rétt, hlammið ykkur svo niður fyrir framan sjónkann og horfið á Eirík taka söngvakeppnina með vinstri.
Elska ykkur litla fjölskylda.
Og að lokum nokkrar myndir frá því að Maysan var hér í mars sl.
Ímó, Andrea, Maysan og Oliver Maysan ofvirka á hlaumpum Andreasan og Mayshildur Djóns
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 22. apríl 2007
HILLARY MEGABABE!
Hillary Clinton er töffari sem ég myndi vilja sjá sem næsta forseta Bandaríkjanna. Hún er eldklár kona með mikla reynslu að baki og svo hefur hún húmor fyrir sjálfri sér sem margir karlar í póltík mættu taka til fyrirmyndar. Nú segir Hillary að hún muni gera eiginmann sinn að farandsendiherra og að hún geti ekki hugsað sér betri leið til að bæta ímynd Bandaríkjanna. Hún segir að húsbandið Bill Clinton sé besta klappstýra sem hún geti hugsað sér fyrir USA. Ég skil hana. Heimurinn er ekki beinlínis ástfanginn af Bandaríkjunum vegna stríðsbröltsins í Írak og almennrar stórslysastefnu Bush forseta.
Áfram kona!
![]() |
Vill nýta vinsældir Clintons til að bæta ímynd Bandaríkjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 21. apríl 2007
KONUR OG VARALIÐ
Athyglisvert finnst mér að konur skuli vera í meirihluta þeirra sem vilja varaliðið hans Björns. Mér finnst það svo úr takti. Mín reynsla er sú að karlmenn trúi frekar á myndbirtingu valdsins. Ég skrifaði færslu um þessa hugmynd Björns fyrir einhverju síðan og ég tók þessu alltaf sem hálfgerðum brandara í héraði. Fannst eins og Björn væri að neyta allra ráða til að koma á fót herliði. 50,9% þeirra sem tóku afstöðu voru hlynnt því að varaliði lögreglu verði komið á fót.
Mesta andstaðan við varaliðið hans Björns er hjá VG en 57,8% þeirra eru andvígir. Ég get auðvitað stólað á mitt fólk. Ég hef ekki trú á hernaðarlegum tilburðum ráðherrans. Ég held að vinstri-grænir, sem eru á móti öllu stríðsbrölti og viðlíka hlutum hugnist þess vegna ekki hugmyndin. Það er mín afstaða sem friðarsinna sem gerir það að verkum að um mig fara ónot. Nær væri að taka þátt í kostnaði björgunarsveitanna og efla þær en þær vinna ómetanlegt starf í þágu okkar alla.
Ég minni svo á bara í framhjáhlaupi að það er EKKI vitlaust að setja X við V þ.12.maí n.k.
![]() |
Meirihluti hlynntur stofnun varaliðs lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 21. apríl 2007
FURÐULEGT SVO EKKI SÉ MEIRA SAGT!
Furðulegur tvískinnungur í dönskum lögum varðandi barnaklám. Danska lögreglan rannsakar ekki mál þar sem fólk er grunað um að skoða barnaklám á netinu, þar sem slíkt er ekki ólöglegt. Aðeins er ólöglegt að vista slíkt efni á tölvum og kaupa aðgang að því. Hver er eiginlega munurinn? Ég sé hann ekki. Þessi staðreynd kemur fram í svari dómsmálaráðherra Danmerkur við fyrirspurn frá þingmanni sósíalista, P.V. Bagge.
Ég fæ seint skilið allar þessar hliðargötur sem ligga að óþveranum. Hvernig væri að banna yfirleitt með lögum allan aðgang að barnaklámi? Er nokkuð eðlilegra eða eru það brot á mannréttindum? Kona spyr sig.
![]() |
Ekki ólöglegt að skoða barnaklám í Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 21. apríl 2007
AMMA MEGATÖFFARI
Á morgun er fæðingardagur langömmu minnar, Helgu Óladóttur, sem fæddist 22. apríl, 1879 við Reyðarfjörð. Ég ólst upp hjá þessari ömmu minni og hún er sú kona sem mótað hefur mig hvað mest og ég hef haft að fyrirmynd umfram aðra. Amma var komin hátt á áttræðisaldur þegar ég kom til hennar og Óla frænda en hann var elsti sonur hennar og þau héldu saman heimili. Amma var yndisleg kona, hrein og bein, alls ekki allra en þegar börn áttu í hlut var hjarta hennar meyrt og hún var okkur öllum undur góð. Hún ól upp sín eigin börn, sum barnabörnin bjuggu hjá henni í lengri eða skemmri tíma og svo ég að lokum.
Amma Helga hafði upplifað stórkostlega hluti. Hún var "live" mannkynssaga. Hún sá þegar rafmagninu var veitt á Seyðisfjörð, var með þegar útvarpinu, símanum og öðrum stórkostlegum uppfinningum var hleypt af stokkunum. Hún var á Alþingishátíðinni á Þingvöllum, var heilan dag á leiðinni þangað (var endurtekið með umferðastíflunni miklu 1994) í kerru og var að öllu leyti í hringiðu atburðanna.
Amma Helga hafði þurft að hafa fyrir lífinu. Hún var sett til "vandalausra" 9 ára gömul þegar pabbi hennar dó og heimilið var leyst upp. Hún var ein af þessum fátæku alþýðukonum sem létu ekkert stöðva sig þegar kom að börnunum hennar og hún og afi minn Jón Jónson frá Vogum héldu úti heilli verstöð að Skálum á Langanesi þar sem hún eldaði, þreif, þvoði og gerði allt það sem kona gerði á þessum árum og meira til.
Föðuramma mín Jenny Andea Jónsdóttir (jabb þaðan kemur nafnið) var yngsta dóttir hennar. Amma Helga átti sex börn. Þau voru öll flott úr garði gerð, flest sjálfmenntuð og spennandi karakterar. Frú Helga var megatöffari. Hún sagði mér að hún hefði gjarnan viljað vera sjómaður og geta silgt um höfin og séð framandi lönd. Í staðinn gerði hún aðra tilfallandi hluti fyrir utan að vera með stórt heimili. Hún lék með leikfélaginu á Seyðisfirði og hún tók á móti börnum þegar þess þurfti og var sálusorgari allra þeirra kvenna sem um sárt áttu að binda. Hún var verndari allra þeirra sem minna máttu sín og var eðalkrati í hjarta sínu.
Hún var hvöss, hreinskilin, stundum óþægilega hreinskilin og vei þeim sem hölluðu orði að "skjólstæðingum" hennar. Hún var kona sem gustaði af. Hún vissi símanúmerið í Glaubæ og í Æskulýðsráðinu þegar ég var farin að stelast þangað og lét pabba hringja og láta kalla mig upp!! Barnið skyldi ekki í sollinn. Við fengum kanasjónvarpið þegar ég var tíu ára og krúttið hún amma sat í stofudyrunum, eins langt frá sjónvarpinu og hún mögulega gat, með sólgleraugu og horfði á elskuna hann "Lárens Velk" og hann "Litla Djó" í Bónansa og var guðdómlega fyndin og bara krútt. Þetta er nú að fá leikhúsið heim í stofu fannst henni. Hún blótaði ekki fyrir framan börn en notaði "prímotans átjándinn" í staðinn en hún hélt því fram að þetta væri góð og gegn formæling austan af fjörðum.
Þessi kona var þungamiðjan í lífi mínu þar til hún lést 93 ára gömul. Kærleiksríkari konu hef ég ekki enn rekist á. Í dag er hún sterk í huga mér. Hún framkallar bara góða hluti og hún gaf mér yndislega bernsku sem ég bý að enn í dag. Smútsj á þig ömmukrútt.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 21. apríl 2007
FLEIRI TJALDÓÐIR EN ÉG
Ég á mér greinilega andlega bræður í tjaldheiminum. Lögreglan var kölluð í austurborgina í gærmorgun og þar var útlendingur búinn að tjalda á einkalóð (krútt!) og var að snæða morgunmat þegar löggan kom og tilkynnti honum að hann mætti ekki vera þarna. Löggudúllurnar leyfðu ferðamanninum að klára matinn áður en hann pillaði sig. Tjaldstæði eru yfirleitt ekki opnuð fyrr en um miðjan maí (halló það er formlega komið sumar) og nú er ekki vitað hvar maðurinn hefur holað sér niður. Ég skil þennan ferðalang all svakalega vel. Sbr. færslu hér að neðan.
Adjö!
![]() |
Tjaldað í austurborginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 2987754
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr