Færsluflokkur: Kvikmyndir
Föstudagur, 20. apríl 2007
NÚ ER ÞAÐ MOTTA!
Það væri nú þokkalegt ef ég ætlaði að fara að dæma fólk undir áhrifum áfengis. Hef ekki efni á því. En fram kemur í þessari frétt að áfengi komi við sögu í mörgum málum sem koma til kasta lögreglu. Þegar áfengið andskotast í blóði sumra, oft með geigvænlegum afleiðingum og vitleysan verður lyginni líkust er stundum ekki hjá því komist að brosa smá. Bjánaskapurinn og ruglið er með ólíkindum. Týna bílnum, halda að honum hafi verið stolið, ráma í að hafa lánað hann fyrir hálfum mánuði osfrv. lesið frétt hér að neðan.
Strákar nú haldið þið ykkur á mottunni. Vogur næsta!
![]() |
Ölæði þolanda og geranda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 20. apríl 2007
HÆ BLOGGVINIR OG AÐRIR GESTIR...
Er búin að fara í heimsókn til allra bloggvina held ég og óska þeim gleðilegs sumars. Þó gæti verið að einverjum hafi ég gleymt. Þess vegna allir mínir bloggvinir og aðrir gestir óska ég ykkur gleðilegs sumars enn og ætíð. Ég vona að glás af björtum nóttum komi í ykkar hlut ásamt "dashi" af sólskini, blómamergð, grillmat og flugugeri (segi sonna) og öðrum sumarsins dægilegheitum. Svo þakka ég öllum fyrir fallegu athugasemdirnar í tilefni hins sex mánaða snúruafmælis.
Lofjúgæs
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 20. apríl 2007
HÚSBANDIÐ SEGIR BLÁTT NEI
Ég elska tjöld og tjaldferðir. Fór mikinn um landið þegar við fluttum heim frá Svíþjóð og stelpurnar voru litlar, með tjöld og annan útbúnað. Samt er ég ekki beinlínis svona "náttúrubarn". Er hrædd við köngulær og öll sollis kvikindi en í tjaldi finn ég til vellíðunar og veit fátt betra en að kúra mig í tjaldi þegar rigningin hamast á tjaldinu. Það er toppurinn. Núverandi húsbandið er hins vegar fremur andsnúinn tjöldum, vægast sagt. Maðurinn ferðast ekki öðruvísi en að eiga vísan næturstað í rúmi sem stendur innan fjögurra veggja og tjöld og tjaldferðalög eru ekki inn í myndinni. Það eru þó nokkuð mörg ár síðan ég fór í tjaldferðalag og vel getur verið að með gífulega auknum þroska (hm) mínum þá myndi mér ekki alskostar líka að liggja úti á berangri. Ég kemst ekki að því nema að ég geti grenjað dætur mínar, systur eða vinkonur til lags við mig úti í náttúrunni.
Hvað um það. Við höfum rætt hina ólíku ferðamáta um landið ég og húsbandið. Ég hef þá reynt að telja hann á að halda "tjaldæfingu" uppi í Heiðmörk eða eitthvað en maðurinn sem annars er sveigjanlegur og með málamiðlunarhæfileika upp á þrjár hæðir og þurrkloft (stolið og staðfært) hefur verið gjörsamlega ósveigjanlegur í málaflokknum. Ég gef honum orðið (eða reyni að hafa eftir honum allt að því orðrétt):
"Var í tjaldi fyrir þrjátíuogeitthvað árum og var að spila í Húsafelli. Tjölduðum í myrkri og sáum ekki rassgat. Vaknaði um morguninn með hendur og lappir upp úr pollinum sem annars huldi líkama og andlit (hóst, hóst). Fram hjá mér sigldu samlokurnar sem amma hafði smurt, gítarinn minn, tannburstinn og fleira bráðnauðsynlegt viðurværi. Þetta nægði mér fyrir lífstíð. Svo hef ég örugglega verið indíáni í fyrra lífi og er búinn með mína tjaldbúsetu æfilangt. Yfir, búið, bless. "End of conversation". Svo mörg voru þau orð.
Málið er enn í járnum. Sá vægir sem vitið hefur meira. Vér munum fara í bændagistingu í sumar...svona til að brúa bil beggja.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 20. apríl 2007
20. APRÍL, SEX MÁNAÐA SNÚRA
Í dag hef ég nánast setið meira og minna með hönd undir kinn. Í andlegum skilningi þó því ég hef haft nóg að gera, haft matargesti, þrifið svalir, fengið gesti í kvöldkaffi og hef hana Jenny mína í næsturgistingu. Reyndar léttist á mér brúnin þegar hún kom í kvöldmat með foreldrum sínum. Skrýtið með suma daga. Þeir renna upp og án sýnilegrar ástæðu vaknar kona við að húmorinn er ekki í farteskinu, lífið er engan veginn eins og það á að vera, jafnvel þótt allt leiki í lyndi og engar ástæður fyrir harmagöngunni séu sýnilegar. Ég var sum sé í sjálfsvorkun að hluta til í dag. Átti svo bágt, búhú. Ég þjösnaðist áfram á geðvonskunni þangað til að ég mundi að nú þegar þetta er skrifað og nýr dagur runnin upp, á ég hálfs árs edrúafmæli!! Þegar mér varð það ljóst hýrnaði nú brúnin á minni og lífið brosti við mér. Svo dásamlegir sex mánuðir þar sem allt hefur komið upp í fangið á mér. Sex mánuðir þar sem ég vakna hvern dag, alsgáð, spennt yfir að fá að lifa daginn, muna hann (hehe) og fá að leggjast edrú til svefns. Ekkert af þessu er sjálfsagður hlutur. Ég hef þurft að vinna fyrir minni edrúmennsku og svo á ég svo góða að sem hafa hjálpað mér mikið. Ég skammaðist mín fyrir hörmungargeðslagið og aumingjaskapinn og mér varð hugsað til þess hvernig mér leið fyrir 8 mánuðum síðan. Ég hlýt að skammast mín. Hver dagur er núna ævintýri líkastur, samt raunverulegur og skarpur og þannig eru bestu dagarnir. Allir dagarnir sem ég hef getað horft skammlaust framan í fólk og mætt augnaráði þess eins og sá sem ekkert hefur að fela. Það eru forréttindi þykir mér.
Nú hvað um það. Inni í stórrrra rrrrrúminu liggur Jenny Una með voffann og "gívaffann" undir kinn og býður eftir að amma komi og lúlli hjá henni í nóttunni. Það ætlar amman að gera um leið og hún óskar sjálfri sér og fjölskyldunni til hamingju með afmælið.
Síjúgæs
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 00:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 19. apríl 2007
MERKISMAÐUR MERKIR FÓLK
Malcom Wicks, ráðherra í bresku ríkisstjórninni sem fer með málefni vísindanna hefur stungið upp á því að eldra fólk, andlega vanheilt, verði merkt með rekjanlegum merkjum eins og dæmdir afbrotamenn. Þannig geti fólkið ráfað um og verið eins og aðrir borgarar. Wicks segir þó að þetta verði gert í SAMRÁÐI við fólkið og fjölskyldur þeirra.
Svo verða aldraðir merktir, svo allir geðröskunarsjúklingar og svo.. og svo áfram og áfram þannig að 1984 George Orwells verði orðin eins og lélegur brandari. Tek þetta til baka 1984 er löngu orðin lélegur brandari.
Er persónufrelsið algjörlega á undanhaldi?
![]() |
Rafræn merking eldra fólks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 19. apríl 2007
SUMARDÚLLURNAR MÍNAR
Nýlegar myndir af ömmubörnum þremur þe Jenny Unu, Oliver og Jökli. Granny-J sendir sumarkveðjur til þeirra allra og amk. eitt þeirra fær hún að sjá seinna í dag. Knús og kram
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 19. apríl 2007
ER LÍFIÐ EKKI HUNDSPOTT?
Uss..uss Húsi ekki þetta orðbragð. Hrönn og þið hinar (ég hvísla því Húsið veldur megapirringi hjá mörgum vinkonum mínum og kona er alltaf að reyna að gera öllum til hæfis). Ekki misskilja mig stelpur mínar. Ég er alls ekki að minna á Hús-lækninn heldur ætla ég að benda á að það eru fín prógrömm á hinum rásunum í kvöld kl. 22 að starðartíma. Flest endurtekin reyndar en kva! Um að gera að vera ekki að horfa á þennan læknismenntaða rudda þegar annað er í boði.
Góða skemmtun
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 19. apríl 2007
GLEÐILEGT SUMAR
Jæja þá er sumarið komið samkvæmt almanaki og sólin skín. Það er náttúrulega bara skemmtilegt. Sumar og vetur frusu saman og það mun vita á gott. Annars er jörðin auð og það er hægt að standa úti án þess að skjálfa úr kulda. Ég ætla samt ekki með flagg og blöðru í bæinn eins og ég hef áður skrifað um en ég ætla hinsvegar að grilla í kvöld. Svona í tilefni dagsins.
Gleðilegt sumar kæru bloggvinir
Fimmtudagur, 19. apríl 2007
KANNTU BRAUÐ AÐ BAKA?
Eftir að ég varð svona alvirk amma sem vil gjarnan hafa barnabörnin eins oft og ég mögulega fæ hef ég skilið nauðsyn þess að fara að smella í karakter. Ég er búin að baka pönnukökur grimmt frá áramótum en móður minni til hrellingar, vissi hún um það, baka ég þær enn eftir uppskrift. Bakarar með meirapróf eru stórhneykslaðir á þessu og finnst ekkert plebbalegra en að geta ekki sirkað í pönnukökudruslur og notað innsæið á magn og innihald. Nú Jenny sem er mikið hjá ömmu sinni er búin að fá leið á að paka pönnukökur. Hún neitaði að taka þátt s.l. sunnudag. Skildi mig eina eftir við baksturinn. Ég sá að fjölbreytni er nauðsynleg til að viðhalda áhuga barnsins og ákvað að skutla mér í djúpu laugina. Pabbi hennar Jenny hann Erik Quick gaf mér sænska uppskrift móður sinnar af kanelsnúðum en sænskar uppskriftir eru ídíótprúf í dl. Þegar ég var með stelpurnar mínar litlar í Svíþjóð bakaði ég brauð og kanelsnúða. Lengra hef ég ekki komist í bökunarheiminum. Tertur og kökur stráfalla af skelfingu reyni ég að baka þær. Ég hef klúðrað Betty Crocker (get svarið það) gleymdi að bæta í vatninu sem er náttulega bara hégómi og algjör óþarfi en það varð til þess að Betty skítféll.
Nú í dag hélt ég generalprufu á kanelbollubakstri með fullu rennsli, til að vera til í slaginn þegar við Jenny bökum um helgina.
14 dl. hveiti 1..2...3...4...7..8..4..sjitt síminn hringdi. Hveiti aftur ofan í pokann og byrjað upp á nýtt. Eins og ég er vel af Guði gerð þá þurfti ég samt að endurtaka þetta þrisvar sinnum áður en ég gat einbeitt mér að talningu.
1 dl. sykur og 1 tsk. salt út í hveitið og þessu blandað saman. Þetta gekk svona líka glimrandi. Algjört sökksess. Jess.
5 dl. mjólk og 150 gr. smjörlíki (brætt) haft ca. 37C°heitt (ekki spyrja mig að því hvernig ég fann út úr hitadæminu það er of flókið) og 1 pakka af geri skutlað út í. Svo stendur að vekja eigi gerið þegar það sé komið út í vökvann. Vaknaðu gerfjári, vaknaðu garga ég ofan í skálina. Síðan geng ég út frá því sem vísu að gerið sé vaknað og klárt í slaginn. Úje það gengur eftir.
Deigið flott og látið hefast í 40 mín. kanelsnúðar gerðir og aftur látið hefast í 15 mín. Snúðar bakaðir. Þeir eru flottastir og bragðgóðir með afbrigðum.
Niðurstaða: Generalprufa ásættanleg. Frumsýning á kanelbollubakstri verður haldinn með Jenny Unu Errriksdótturrr sem hægri hönd bakara um næst komandi helgi.
Adjö mina vänner
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 01:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 19. apríl 2007
MEGAPIRRAÐUR BLOGGARI..
...er ég búin að vera í dag. Arg. Allt er búið að vera í steik á blogginu. Stundum hefur ekki verið hægt að ná í myndir en það lagast inn á milli. Það sem hefur verið að ergja mig mest er að ég er búin að missa heila tvo meistaralega skrifaða pistla (hm hógværðin að drepa mig) út í cypertómið því ekki var hægt að vista alveg sama hvernig ég snéri mér og svo allt í einu bara búmm-pang pistlar horfnir. Þegar ég var að kommenta hjá bloggvinum mínum gat ég það ekki stundum og það sem ég skrifaði hvarf líka út í cyperheiminn. Ef þið sem lesið þetta hafið lent í svipuðu endilega segið mér það hér á kommentakerfinu.
Úff hvað ég er búin að vera örg!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr