Færsluflokkur: Kvikmyndir
Miðvikudagur, 6. júní 2007
LÆKNISHEIMSÓKN
Ég fór til læknisins míns áðan í venjulegt tékk á sykursýki og svoleiðis. Það er svo sem ekki í frásögur færandi en læknirinn minn er "góðkunningi" okkar hjóna og við spjöllum um daginn og veginn á meðan hann sinnir sínu djobbi. Ég hef ekki rýrnað á lengdina. Nananabúbú þeir sem halda því fram að eftir fimmtugt fari maður að styttast í annan endann. Ég er enn 162,5 cm á lengd. Hávaxin og spengileg það er ég. Ok,ok,ok, ég er allavega spengileg. Mér var skutlað á vigtina líka (til að fá eitthvað index vegna sykursýkinnar) og ég er í grennra lagi en mun samkvæmt "indexinu" lifa allra kerlinga lengst (sorry börnin góð), þe ef ég hætti að reykja, hleyp maraþonið, sippa 500 sinnum á dag og tek lýsi.
Ég var læknaritari til margra ára og það í sjálfu sér er heldur ekki í frásögur færandi. Mér varð hins vegar hugsað til allra "eldri" kvennanna sem unnu í sjúkrahúsbatteríinu og höfðu tekið að sér lífvörslu alla lækna sem á deildunum störfuðu. Ég var minnt óþægilega á þetta þegar ég kom að hitta lækninn minn áðan. Í stóru ógnvekjandi glerbúri sátu nokkrar konur og afgreiddu sjúklinga, bæði í eigin persónu og gegnum símann. Meðan ég beið hlustaði ég grannt eftir þegar ein af "lífvörðunum" varða sína lækna með kjafti og klóm. Dæmi:
1. Nei, nei Magnús minn, læknirinn hefur engan tíma í þetta núna. Hringdu í júlí. Símatíminn er í sumarfríi.
2. Læknirinn sagði að þú gætir komið í ágúst Magnúsína ef þú pantaðir þér tíma núna. Nú ertu komin frá Akureyri gagngert? Bíddu augnablik.... Magnúsína..Magnúsína ertu þarna? Læknirinn segir að þú getir fengið að koma á mánudaginn. Þá þarftu bara að vera á hótelinu í tæpa viku og bíða. Heppin þarna Magnúsína mín.
Ég er orðin það sem kallast "miðaldra" en finn ennþá ekki til tilbeiðslukenndar lotningar í návist lækna og hef enga löngun til að vernda þá fyrir öllum vondu/uppáþrengjandi/biluðu/taugaveikluðu/móðursjúku- sjúklingunum.
Góhóðar stundir!
Miðvikudagur, 6. júní 2007
LÉLEGUR STÍLL...
...í besta falli og illkvittnisleg aðför fjölmiðla í versta falli, að manni sem er ábyggilega núna að upplifa sínar erfiðustu stundir. Að nafngreina manninn sem tekin var með kókaín í síðustu viku er ljótt og í raun algjör óþarfi. Upplýsinga- og varnargildi þessa máls felst ekki í hver maðurinn er heldur hversu langt hægt er að komast í hræðilegum sjúkdómi og ég efast ekki um að KB hafi verið neyddur í þessa för til greiðslu á fíkniefnaskuld.
Bubbi var varkár í orðavali þegar hann kom í Kastljósið í gær. Ég er samt ekki sátt við að hann kæmi þarna og segði alþjóð frá skoðun sinni á á KB persónulega. Hvaða neyslu hann hafi verið í þegar þeir voru samskipa í "idolinu" og að hann hefði ráðlagt honum að koma með sér á AA-fundi. Það hefur mér vitanlega ekki verið gefið út veiðileyfi á þennan mann. KB hefur ekki, að því er ég best veit, fyrirgert rétti sínum til persónuverndar enda ekki búið að dæma í málinu.
Nú vona ég fyrir hönd mannsins og allra aðstandenda hans að hann sé tilbúinn til að leita sér hjálpar. Ég ætla að hugsa fallega til hans.
![]() |
Segist telja að fíkniefnasmygl hafi verið vegna fíkniefnaskuldar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 1. júní 2007
ÚTTEKT Á KYNFERÐISLEGRI ÁREITNI..
.. á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka kemur tæpast til að skila miklum sannleika. Ég dreg í efa að konur sem þar vinna og eiga afkomu sína undir starfinu komi til með að gera miklar játningar þegar Vinnueftirlitið gerir almenna úttekt á málinu. En Jóhanna Sigurðardóttir, félgsmálaráðherra, hefur falið þeim að vinna málið.
Sömu tilfinningu fékk ég þegar ég sá í fréttum frá för portúgalska sendiherrans til Kárahnjúka til að kanna þar aðstæður landsmanna sinna. Viðtölin við verkamennina voru ósannfærandi vegna þess að maður veit að þeir eru þarna í vinnu sem skiptir sköpum fyrir afkomu þeirra.
Ég er ein af mörgum sem hef áhyggjur af öllum þeim ljótu fréttum sem berast frá virkjunarsvæðinu varðandi aðbúnað og aðstöðu fólks af erlendum uppruna.
Arg..
![]() |
Ásakanir um kynferðislegt áreiti verða skoðaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 30. maí 2007
BANNAÐ AÐ REYKJA - HÓST - HÓST
Kormákur Geirharðsson er ekki hrifin af væntanlegu reykingabanni sem tekur gildi á föstudaginn. Ég skil hann ágætlega þar sem hann hefur ekki aðstöðu til að byggja skýli fyrir gesti sína. Þrátt fyrir að vera reykingarmaður þá er þetta bann alls ekki alvont finnst mér. Þó finnst mér súrt að geta ekki fengið mér eins og eina síu á kaffihúsi. Þar verður aldrei jafn mikið kóf eins og á skemmtistöðum. Ég sætti mig þó við þetta og mun fara þangað sem reykingaraðstaða er fyrir hendi, úti eða í skýli.
Allir vita um skaðsemi reykinga, um það þarf ekki að deila. Það sem ég á hins vegar erfitt með að skilja hvers vegna reykingamenn eru litnir hornauga allsstaðar á meðan ríkið selur sígarettur og græðir á þeim peninga. Ekki lítil tvöfeldni í þeirri pólitík finnst mér. Ég bíð spennt eftir að sjá hvernig þetta mun ganga. Þorgrímur Þráinsson hlýtur allavega að vera í skýjunum.
![]() |
Reykingabann á skemmtistöðum gæti skilið milli feigs og ófeigs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mánudagur, 28. maí 2007
ÉG ER EKKI HISSA..
..ef þriðja myndin um sjóræningana í Karabíahafi slær í gegn. Hver vill ekki sjá glæsilegasta mannflak í heimi leika sjálfan sig? Ég sem villtur aðdáandi Keith get ekki beðið eftir að berja hana augum. Deep er svo sem enginn aukvisi heldur. Nú er að bíða eftir að myndin komi á vídeó, en þetta er ekki mynd sem ég nenni í bíó til að sjá, þrátt fyrir konunglega nærveru mannflaksins.
![]() |
Sjóræningjarnir stálu senunni í Norður-Ameríku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 21. maí 2007
KOSSASTJÓRNMÁL
Það er búið að vera mikið um kossa í stjórnmálunum undanfarið. Bæði fyrir kosningar og núna eftir að stjórnarmyndunarviðræðurnar fóru af stað.
Í kosningabaráttunni tók ég eftir miklum kærleikum milli stjórnarflokkanna. Einkum og sérílagi myndbirtist þessi eldheita ást og gagnkvæm aðdáun í Kastjóssþáttunum þegar fulltrúar stjórnarflokkanna sátu saman með stjórnarandstöðuna gegnt sér. Þá voru tímar hins andlega sleiks, alvöru opnur, það slitnaði ekki slefan á milli manna.
Núna eru tímar annars konar kossa. Ég hef séð ISG og Þorgerði Katrínu kyssast, sem er ekki í frásögur færandi því ég þekki hana Sollu og hún er hlý og gefandi manneskja og ekki hittir maður hana öðruvísi en að fá knús. Það sem hins vegar gerði mig kjaftstopp af undrun (eða því sem næst því mér verður sjaldnast orða vant) var þegar ég sá þau kyssast, þe ISG og Geir Hilmar Haarde! Þetta er ekki eitthvað sem maður sér á hverjum degi. Það eru KÆRLEIKAR með flokkunum. Það er fínt.
Þessi stjórn mun ávallt heita KOSSASTJÓRNIN í mínum huga.
Smjúts á ykkur börnin góð.
Laugardagur, 19. maí 2007
BONNY ER FUNDIN - LOKSINS!
Lögreglan í Glostrup í Danmörku nappaði konu á áttræðisaldri við að selja hass. Þarna mun vera komin Bonny hin ógurlega að drýgja tekjurnar eftir að hafa sloppið frá lögreglunni hérna um árið. Bonny beibí heldur sér vel þrátt fyrir háan aldur og lögreglan hefur ekki hugmynd um að þarna er þessi alræmda kona á ferðinni.
Nebb bölvuð vitleysa er þetta. En þarna er sum sé eldri dama í fíkniefnabransanum að drýgja tekjurnar með hassölu. Þetta sýnir nú bara fram á að það er hægt að vera glæpsamlega hneigður langt fram á grafarbakka. Konunni var sleppt þar sem hún hafði ekki komið við sögu lögreglunnar áður. Sagði ég ekki? Er ekki stórhættulegt að hafa ellilífeyrinn svona lágan? Það kallar á vandræði get ég sagt ykkur.
Góðan daginn annars.
![]() |
76 ára kona seldi hass |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 1. maí 2007
ER CASTRÓ DÁINN HM..?
Ég er nú í alvöru að pæla í því hvort Castro sé allur. Hann var hvergi sjáanlegur í hátíðahöldunum á Kúbu í dag en margir héldu að hann myndi nota tækifærið og koma fram opinberlega á 1.maí. Karlinn hefur ekki sést frá því að hann gegst undir aðgerð í júlí í fyrra.
Þeir eru svo leyndardómsfullir þarna á Kúbu. Ég hef verið að láta mig dreyma um að komast til draumalandsins áður er karlinn væri allur en nú er hann kannski bara farinn yfir móðuna miklu. Ætili bróðir hans sé búinn að kasta honum í fangabúðir? Kona spyr sig. Endilega segið mér ef þið hafið fréttir af þessu ofurkrútti.
Síjúgæs
![]() |
Kastró hvergi sjáanlegur í hátíðarhöldum á Kúbu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 30. apríl 2007
LISTI II EITUR Í BEINUM VIÐAUKI
Ég fann það út þegar ég skrifaði eiturbeinalistann í gær að ég væri smásmuguleg kona sem gæti látið ótrúlegustu hluti fara í taugarnar á sér. Ég fékk svo skemmtileg viðbrögð frá gestum þessa fjölmiðils að ég sætti mig við vankantana og hugsaði með mér að ég gæti játað það fyrir sjálfri mér og öðrum að þetta væri bara rétt yfirborðið af pirrandi þáttum í lífi mínu. Það eru alveg ótrúlega margir hlutir sem geta gert mig ergilega þegar grannt er skoðað án þess þó að þvælast mikið fyrir mér svona dags daglega. Hér koma nokkur atriði í viðbót.
1. Þegar fólk kallar flokka eftir listabókstöfum með x-i fyrir framan. Segir að XD og XF séu sí og svo en XS, XV eða XF séu svona eða hinsegin. Maður setur X fyrir framan listabókstafinn. Flokkarnir heita ekki X-eitthvað. Arggghhhhh
2. Þegar sumir karlmenn (oft eldri menn núorðið) eru í svörtum dralonsokkum með hnökri og þegar buxurnar kippast upp þegar þeir setjast má sjá í náföla leggi með löngum svörtum hárum. Þá langar mig að.... segekkimeir.
3. Þegar síminn er búinn að þegja allan daginn og maður ákveður að fara í bað. Kveikir á reykelsi og kertum og hendir sér ofan í baðið. Liggur marflatur í góðum fíling og síminn hringir! Ég verð að svara í símann. Ég gæti annars misst af einhverju.
4. Þegar maður er að horfa á geðveikt góða bíómynd og er alveg inni í myndinni og allt í einu tekur maður eftir því að atriðið úti á götu er bara leikið án statista og allir eru að glápa á leikarana. Algjört turnoff.
5. Fólk sem veður að manni í rúminu (vonandi alltaf einhverjir sem eiga fullan rétt á að vera á svæðinu) þar sem maður sefur værum svefni og gargar í umhyggjusömum tón: "Ertu sofandi?"
6. Þegar maður er að máta föt inni í klefa í fatabúð og er búin að strippa niður í næstum ekki neitt og þá sviptir afgreiðslustúlka á prósentum tjaldinu frá þannig að ALLIR sem nálægir eru sjá mann náið og spyr vingjarnlega: "Ætlarðu ekki að máta"?
7. Og talandi um mátunarklefa. Ég hef ekki enn komið inn í þann mátunarklefa (og er þó CV-ið í fatakaupum mínum orðið æði umfangsmikið) þar sem það vantar ekki amk. 5 cm upp á að tjaldið passi fyrir klefann báðum megin. Sko skekkja upp á 10 cm. alveg pottþétt.
8. Stofnanir sem tíma ekki að uppdeita símsvarann og það er sama hvort þú hringir á mánudegi þegar allt er opið eða um helgar til að athuga með opnunartíma eða eitthvað að sagt er á símsvaranum í mjög sannfærandi tón: "Allir þjónustufulltrúar eru uppteknir í augnablikinu þú ert nr. 10 í röðinni. Jafnvel þótt ekki sé kjaftur í vinnunni, allir upp í bústað eða eitthvað og er skítsama þótt þú bíðir vongóður eftir að það komi að þér.
9. Þegar maður rekst á draumaflíkina á herðatrénu í fatabúðinni mátar hana og fellur í trans af hamingju, þrælar sér með blóðbragðið í munninum upp að afgreiðsluborðinu stynur "éætlafáetta" á innsoginu og færð svarið: "Því miður þetta er sýniseintak og er ekki til sölu, varan er uppseld í bili".
10. Þegar maður situr í tómum strætó og inn kemur einhver deli, illa lyktandi kannski, jafnvel fullur eða eitthvað og hlammar sér niður við hliðina á manni í þröngt tveggja manna sætið þar sem nándin við viðkomandi verður gargandi óþægileg og allir halda að þetta sé maðurinn manns eða eitthvað. Sko allir sem eru nottla alltaf að fylgjast með fáum hræðunum í strætó. Mikið af sollis fólki.
Nú kemur www.betaer.blog.is til með að segja að ég sé pirruð. Iss nei Beta mín það er svo gott fyrir óvirka alka að hella pirringnum út á cypertómið og viðurkenna um leið vanmátt sinn til að hafa stjórn á pirringi vegna smámuna.
Síjúgæs
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 02:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 25. apríl 2007
HIN KATÓLSKA KVENNAKÚGUN
Þeir toppa sig sífellt í Vatíkaninu á sjálfum heimavelli katólskunnar. Innan þeirrar kirkju hefur viðgengist aldagömul kvennakúgun og barnamisnotkun eins og nýleg dæmi frá Bandaríkjunum sanna. Konum hefur verið haldið niðri með ofbeldi, að fá ekki að skilja, mega ekki nota getnaðarvarnir né hafa umráðarétt yfir líkama sínum. Heimilisofbeldi á meðal katólskra á Írlandi er gífurlegt vandamál svo einhver dæmi séu tekin.
Næst æðsti embættismaður kenningakerfisins í Vatikaninu fór í dag hörðum orðum um hjónabönd samkynhneigðra og segir þau vera af hinu illa. Fóstureyðingar eru persónugert hryðjuverk segir þessi frómi kirkjunnar maður einnig.
Þessar kenningar og álit Vatíkansins eru slæm fyrir alla. Konur og karla. Það er erfitt að trúa því að þetta viðhorf sé ráðandi hjá svo valdamikilli stofnun sem Katólska kirkjan er árið 2007. Mér verður hálf illt við að lesa þetta.
![]() |
Vatíkanið segir fóstureyðingar vera hryðjuverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 01:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 2987754
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr