Færsluflokkur: Íþróttir
Fimmtudagur, 7. maí 2009
Aumingja Eiður
Ég sem hélt að við Íslendingar værum í vondum málum með kreppuna, fjárhagsvanda heimilanna, yfirvofandi gjaldþrot þjóðarinnar, Icesave og atvinnuleysi og er þá fátt eitt upp talið af hörmungum vorum.
Stundum er nefnilega gott að horfast í augu við sjálfa sig, draga andann djúpt og átta sig á að maður er bara í þokkalegum málum miðað við það sem á suma er lagt.
Aumingja Eiður, ömurlegt að lenda í þessu.
Eiður Smári: Vildi ekki fagna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 23. apríl 2009
Mér brá!
Ji, mér brá bara þegar ég sá þessa íþróttafrétt.
Er enn verið að keppa í þessari grein?
Jahérnahér.
Valdís Ýr valin ungfrú Vesturland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 18. mars 2009
Makedónarnir
Minn heittelskaði er að horfa á handboltann.
Miðað við stóíska ró mannsins í sófanum eru Íslendingar í ágætis málum.
Mér gæti ekki staðið meira á sama enda íþróttahatari.
Sko, boltaíþróttahatari nema þegar Dorrit er á vellinum.
Og hávaðinn, hér heyrist ekki mannsins mál.
En...
Hvað á það að þýða að kalla menn frá Makedóníu, Makedóna?
Eru þeir dónalegri en menn af öðru þjóðerni?
Hvað varð um Makedóníumenn?
Sama ruglið var í gangi þegar þeir breyttu Mexíkönum í Mexíkóa. Ég get ekki lifað með því.
En Dónarnir eru undir.
Það er bót í máli.
Áfram Ísland.
Frábær sigur í Skopje | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 3. febrúar 2009
Kálbögglar, hommar og snertisport
Getur verið að ruðningsgæjarnir í USA séu sumir enn í skápnum bara?
Ruðningur er heví snertisport þar sem þú hoppar,slærð og nuddar andstæðinga/samherja og það er leyfilegt. Ógeðslega matsjó snertisport.
Gæti verið, án þess að ég viti það.
Og í beinu framhaldi:
Í nótt dreymdi mig að ég væri að fara að halda ræðu um kálböggla.
Ég var með áhyggjur af því að gleyma textanum.
Ræðuna átti að flytja eftir JC fyrirkomulagi.
Ég hafði líka þungar áhyggjur af refsistigum.
Þegar ég vaknaði hafði ég hins vega áhyggjur af því að mig skyldi dreyma um ógeðismat.
Ég held að það hafi með kreppu að gera.
En..
Hvað eiga svo kálbögglar, skápar og ruðningur sameiginlegt?
Ekki nokkurn skapaðan hlut.
Þetta varðaði bara svona.
Náin kynni af öðru tagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 1. febrúar 2009
Klikkaður forgangur!
Ég ætla rétt að vona að væntanlegur menntamálaráðherra og afmælisbarn dagsins, Katrín Jakobsdóttir, rétti af forganginn hjá RÚV, sem er ekki ríkisstofnun en samt ríkisstofnun, í bítið í fyrramálið og ekki mínútu seinna.
Ég átti ekki eitt einasta orð áðan þegar ég var að horfa á nýja ríkisstjórn í beinni frá Hótel Borg þegar hætt var að sýna í miðju kafi og bara skipt yfir í beina útsendingu frá handboltaleik! (Afgangur af blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar á að sýna í hléi!)
Halló, ef ég hef einhvern tímann séð klikkaða forgangsröðun þá er það þarna.
Ný ríkisstjórn á örlagatímum þegar allt er í kalda kolum víkur fyrir íþróttaleik!
En að því sögðu þá óska ég nýrri ríkisstjórn alls hins besta í erfiðum verkefnum komandi mánaða.
Frá jafnréttissjónarmiði, sem er líka mitt heitasta baráttumál, skorar þessi ríkisstjórn fullt hús á fyrsta degi.
Koma svo!
Ísland er í sárum eftir nýfrjálshyggjuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 28. ágúst 2008
Erfið varadjobb
Je,je,je. Allir að tryllast úr gleði, orður hengdar í barm eða um háls, allir klökkir, mikið búið að knúsast og kyssa, jájá. Sagan öll?
Í gær þegar verið var að kalla handboltamennina (OKKAR) upp á sviðið einn í einu og þeir kysstu heila röð af prestum og prelátum, var ég alveg að velta mér uppúr Hönnu Birnu og Mennthildi. Í gærkvöldi var ég nefnilega með þungar áhyggjur af því hvort þær hefðu fengið kossakrampa eftir að heim var komið. Þetta eru erfið djobb - þessi varadjobb.
En að efninu. Við Íslendingar elskum að röfla, tuða og bölsótast. Það er bara hin norðlæga lega landsins plús veðurfar sem gerir það að verkum að þetta er okkur jafn nauðsynlegt og að anda.
Ég var farin að sakna þessa eftir alla gleðina.
Er ekki hægt að fara aftur í gírinn eftir alla þessa andskotans hamingju?
Það eru allir brosandi frá eyra til eyra og ég er feimin við fólk bara. Líður eins og ég sé í útlöndum svei mér þá.
Kommon - allir saman nú - aftur í fúll á móti.
Það er svo heimilislegt.
Jájá, yfir og út villingarnir ykkar.
Orðuveiting á Bessastöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
Orðubömmer
Það gengur næst klámi þessa dagana að hafa öðruvísi skoðanir en vei,vei,vei, á handboltafyrirkomulaginu.
Ekki misskilja ég er voða stolt og glöð af strákunum, þetta hefur ekkert með þá að gera.
En ég er ekki hrifin af orðum sko þessum sem fólk hengir utan á sig. Mér finnst það svo rosalega mikil tímaskekkja þetta prjál og punt sem fólk skreytir sig með.
Orður eru birtingarmynd hins stéttskipta samfélags að mínu mati, jafnvel þótt venjulegt fólk fái þær fyrir vel unnin störf í þágu ladídadída.
Þetta eru leyfar af konungsríkinu Íslandi. Burt með það.
Ég vildi óska þess að ÓRG hefði ekki látið sér detta þetta í hug í gleðilátunum úti í Peking.
Að hann hefði heldur látið sér detta í hug að gefa liðinu bara meiri pening til styrktar íþróttinni.
Af því að mér datt í hug að kannski væri einhver þarna innanborðs sem hugsar eins og ég eða: Ef mér yrði einhvern tímann boðin orða þá myndi ég segja "takk, en nei takk, ekki að ræða það".
Það væri dálítið glatað er það ekki fyrir viðkomandi að segja nei í þessum aðstæðum?
Og svo fengu alls ekki allir orðukvikindið.
Einhverjir eru útundan.
En hvað um það, ég ætla ekki á fagnaðarfundinn hjá landsliðinu, ekki frekar en ég fer sjálfviljug á aðrar fjöldasamkomur.
Ég ætla að eyða deginum með frábærum manni.
Maðurinn er 8 mánaða ofurkrútt og heitir Hrafn Óli.
Dada.
Orður til á lager | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 24. ágúst 2008
Dorrit tók gullið
Ég hef bloggað um það áður að ég var alin upp af sjálfmenntuðu og kærleiksríku alþýðufólki og ég er afskaplega stolt af uppruna mínum.
Mér var innrætt með hafragrautnum að allir væru jafnir þegar þeir kæmu í heiminn og enginn ætti að hreykja sér yfir annan. Ergo: Mitt fólk gerði sig ekki til, bukkaði sig ekki og beygði fyrir svokölluðu heldra fólki, en það kunni sig var kurteist og gerði aldrei greinarmun á fólki eftir stöðu þess í þjóðfélaginu.
Ég hef fengið þetta í arf þó ég verði að viðurkenna að ég hef átt mín laumusnobbstímabil í gegnum árin.
Ég er ekki stolt af því enda var ég í felum með það eins og svo margt annað en það er önnur og subbulegri saga sem ekki verður sögð núna. Hvað get ég sagt, ég er smali í eðli mínu.
Hvað um það, nú er fólk farið að blogga um forsetafrúna. Hún er ekki nógu settleg. Hún er borin saman við Margréti drottningu Dana og það ekki okkar konu í vil. (Lesið sérstaklega kommentin við færsluna).
Sumum finnst ekki sæma að forsetafrú þessa örríkis sem samanstendur af venjulegu fólki, þó margir hverjir telji sig eðalbornari en aðra, hagi sér eins og dauðleg kona. Hún á að kunna sig og í þessu tilfelli er þá væntanlega átt við að hún sé þrædd upp á prik, nikki og hneigi og sé með fjarræðan drottningarsvip á andlitinu. Eitthvað í þá áttina amk.
Í mínum huga er svoleiðis forsetafrú steingeld, vakúmpökkuð og tilbúin til útflutnings.
Ég vil ekki sjá það.
Hitt er svo annað mál að ég vil helst engan forseta hafa, og engin puntembætti yfirleitt en ég er nú hálfgerður anarkisti í svona málum.´
Mér finnst nefnilega flott að vera alþýðlegur og laus við silkihúfutilgerð. Ég hef skömm á orðusöfnurum sem labba um eins og mörgæsir í þeirri vissu að þeir séu meiri og betri en venjulegt fólk.
Mér finnst forsetafrúin kynna okkur á skemmtilegan hátt, eins og við höfum húmor fyrir sjálfum okkur og kunnum að gleðjast.
Eða erum við ekki þannig þjóð?
Öll eigum við ættir okkar að reka til fjósa, torfkofa og súrmetis. Hvernig væri að átta sig á því.
Ég myndi hins vegar skilja pirringin ef konan væri á felgunni, rífandi kjaft í sleik við aðra þjóðhöfðingja og svona, halló, er í lagi á heimastöðvum?
Ég þekki ekki forsetafrúna (merkilegt mér er aldrei boðið í mat eða kaffi) en hún birtist mér sem hlý og manneskjuleg kona sem kann að hrífast með. Ég held að Dorrit sé stemmingsmanneskja.
Þannig á fólk að vera.
Svo geta allir tréhestarnir hneggjað úti á túni bara.
Og látið sig dreyma um hallir, kónga og krínólín.
Frussss en til hamingju Ísland!
Til hamingju Ísland! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (85)
Sunnudagur, 24. ágúst 2008
Silfur, silfur, silfur, minn málmur ekki spurning
Ég ætlaði að sofa af mér leikinn - skemmst frá því að segja þá sat ég hér í spennu og taugaveiklun.
Þetta er smitandi fjári.
Fínt að fá silfur, mér fannst leikurinn bara svo höktandi, ekkert flæði.
En þrátt fyrir smá vonbrigði (annarra en mín sko, ég er kúl) þá er þetta frábært.
Það frábærasta er að nú er þetta íþróttabull búið í bili.
Og rauðir dagar fram að jólum allir uppurnir.
Næsti rauði dagur á almanakinu er aðfangadagur jóla. Jájá, ekkert slugs börnin góð.
Ég held að það sé 121 dagur til jóla, ég fer að byrja undirbúning.
Mikið skelfing ætla ég að fara og leggja mig.
Heimurinn verður að vera án mín á meðan.
Ég er hrifnari af silfri persónulega, þannig að ég er ánægð.
Síjúsí.
Ísland í 2. sæti á ÓL | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 23. ágúst 2008
"No bullshit" aldurinn
Ég held að það sé ekki vottur af hópsál í mér. Hjarðeðli kannski, veit það ekki, sumir vilja meina það vegna minna fjölmörgu eiginmanna.
En..
Það viðurkennist hér með að ég fer ekki lengur á stórviðburði eins og það kallast.
En mér finnst vel skiljanlegt að aðrir hafi gaman, ég var þarna sjálf einu sinni. Sá tími er bara liðinn.
Ég sé akkúrat ekkert sjarmerandi við 17. júní eða Menningarnótt, ljósanætur og hvað þetta nú heitir allt saman. Ég elska hins vegar leikhús og listviðburði þar sem ég sjálf ræð ferðinni og er ekki meðal þúsunda.
Ég veit, það er skömm að þessu.
Ég var ekki svona, var alls staðar mætt í denn þar sem fleiri en þrír komu saman enda var það partý.
En eftir að ég komst á "no bullshit" aldurinn sem reiknast vera frá og með fjörtíuogeitthvað, þegar maður nennir ekki að aðlaga sig fjöldaskoðunum lengur, þá stræka ég á að gera svona hluti ef mig langar ekki til þess.
Varðandi "no bullshit" tímabilið þá er það öllu þægilegra og minna tímafrekt en þegar maður setti sig í stellingar og lét fólk komast upp með allan fjandann bara af því maður vildi vera alls staðar til lags.
Tíminn er allt í einu orðinn svo dýrmætur þannig að ég á það til að biðja fólk að koma sér beint að efninu þegar mig er farið að syfja óþægilega undir orðaflaumi um lítið sem ekkert. Inngangar að erindum eru stórlega ofmetnir.
Ég er í því núna að vera sjálfri mér og þeim sem mér þykir vænt um til lags, í því felst mín hamingja.
Nú er ég í samskiptum við þá sem ég hef áhuga á, ég fer og skemmti mér þar sem mér finnst gleðina vera að finna, sem er nú yfirleitt ekki fjöldasamkomum.
Þess vegna fer ég ekki á Menningarnótt, ofan í bæ á 17. júní nema ef barnabörnin biðja mig, og ég nenni ekki að standa í búllsjitt samræðum og samskiptum við þá sem ekkert gefa af sér.
Þessi aldur er "hipp og kúl" aldurinn, það er að renna upp fyrir mér núna.
Lífið er svo frábært og skemmtilegt.
Gull í sjónmáli - úje.
Péess: Hrönn hljóp Maraþonið - en komst hún í mark þetta dreifbýliskrútt - það er stóra spurningin.
Breskur sigur í Reykjavíkurmaraþoni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr