Leita í fréttum mbl.is

Orðubömmer

Það gengur næst klámi þessa dagana að hafa öðruvísi skoðanir en vei,vei,vei, á handboltafyrirkomulaginu.

Ekki misskilja ég er voða stolt og glöð af strákunum, þetta hefur ekkert með þá að gera.

En ég er ekki hrifin af orðum sko þessum sem fólk hengir utan á sig.  Mér finnst það svo rosalega mikil tímaskekkja þetta prjál og punt sem fólk skreytir sig með. 

Orður eru birtingarmynd hins stéttskipta samfélags að mínu mati, jafnvel þótt venjulegt fólk fái þær fyrir vel unnin störf í þágu ladídadída.

Þetta eru leyfar af konungsríkinu Íslandi.  Burt með það.

Ég vildi óska þess að ÓRG hefði ekki látið sér detta þetta í hug í gleðilátunum úti í Peking.

Að hann hefði heldur látið sér detta í hug að gefa liðinu bara meiri pening til styrktar íþróttinni.

Af því að mér datt í hug að kannski væri einhver þarna innanborðs sem hugsar eins og ég eða: Ef mér yrði einhvern tímann boðin orða þá myndi ég segja "takk, en nei takk, ekki að ræða það".

Það væri dálítið glatað er það ekki fyrir viðkomandi að segja nei í þessum aðstæðum?

Og svo fengu alls ekki allir orðukvikindið.

Einhverjir eru útundan.

En hvað um það, ég ætla ekki á fagnaðarfundinn hjá landsliðinu, ekki frekar en ég fer sjálfviljug á aðrar fjöldasamkomur.

Ég ætla að eyða deginum með frábærum manni.

Maðurinn er 8 mánaða ofurkrútt og heitir Hrafn Óli.

Dada.


mbl.is Orður til á lager
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þakkarorð eru meira virði en orður, það þarf ekki að hengja orðin utan á sig, heldur bera þau innra með sér. Þessar ,,orður"  þurfa ekki að vera sýnilegar öðrum.

Asskotans tungubrjótur er annars þetta orð/orður .. ef sagt nokkrum sinnum í röð!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.8.2008 kl. 11:22

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Mér hefur oft fundist þessar orðuveitingar kjánalegar, sérstaklega þegar fólk er krossað fyrir "vel unnin störf." Þá er kannski átt við 50 ára setu í sóknarnefnd eða eitthvað álíka, svoleiðis orðuveitingar draga þetta bara niður. Við vinnum flest störfin okkar sæmilega, annars yrðum við líklega rekin. Það er bara ekki verðlaunað fyrir hvaða starf sem er. Vinkona mín er hjúkka sem þessa dagana nær varla að setjast niður í tíu mínútur á vaktinni því að það er undirmannað og vegna sumarlokana bætist við slatti af sjúklingum af næstu deild. Þetta er árvisst fyrirbæri og þykir bara allt í lagi. Glætan að hún fái riddarakross.

En mér finnst eitthvað öðruvísi með handboltastrákana. Ef fálkaorðan hefur einhvern tilgang hlýtur hann að vera að heiðra þá sem vinna afrek. Ef ekki núna, þá hvenær?

Jamm, það er nú það.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 27.8.2008 kl. 13:35

3 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Thad eru einhverjir sem hafa fengid verdlaun á OL ádur, hafa their fengiid ordur ?

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 27.8.2008 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband