Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ferðalög

Og ég hóta með söng

Ég les nánast aldrei neitt sem ég rekst á um Beckhamgengið.  Þau fara svo ógeðslega í taugarnar á mér með sínu póstkortalíferni, útlitsdýrkun og yfirborðsmennsku.

Ég veit ekki afturenda um hver Mark Whalberg er og ég held að það hafi engu breytt lífi mínu til þessa, að vera ómeðvituð um tilvist mannsins.

En...

Nú er ég að hugsa um að skrifa honum.  Eða hringja í hann og bjóða fram stuðning minn í því vandamáli sem er að hrjá hann.

Hann vill Beckham´s í burtu úr sínu hverfi.  Enginn andskotans friður (fyrirgefið hvað ég blóta, hitinn skiljiði) fyrir hrossabrestunum frá Bretlandi.

Ég gæti farið og sungið fyrir utan hús hjónanna.  Þau eru varla öðruvísi en annað fólk, það taka allir til fótanna þegar ég syng.  Háir sem lágir, trúið mér.

Málið er að ég skil Mark vinninn Wahlberg alveg inn að innstu hjartans rótum.

Hver vill ekki fá Beckham´s á brott?

Þó ekki væri nema vegna skrækrar raddar fótboltakappans.

Þvílíkt törnoff.

Mark segir að Bretarnir vilji þau ekki heim.  Harðneita að taka við fjölskyldunni.  Hm...

Já ég er farin að sofa.

Og ég brest út í söng.


mbl.is Vill losna við Beckhamhjónin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Condi segir "ekki satt"

Hvað er Mannréttindavaktin, "Human Rights Watch" að ibba sig vegna mögulegra andlegra veikinda fanganna í Guantanamó flóa?

Af hverju tala þeir ekki við Condi Rice og láta hana segja sér það sama og hún sagði Sollu og okkur í leiðinni þegar hún kíkti í kaffi hérna um daginn?

Ég meina konunni var stórlega misboðið yfir fordæmingu Alþingis Íslendinga á aðbúnaði fanganna á Kúbu.

Þar eru engar pyntingar af neinu tagi, sagði Condi og var þung á brún og brá.  Bush myndi aldrei líða illa meðferð á fólki, sagði hún og sló hnefa í ræðupúltið.  Eða nærri því.

"Samkvæmt upplýsingum frá Mannréttindavaktinni búa um 185 föngum af 270 við hámarks öryggisgæslu þar sem þeim er haldið í klefum sínum 22 tíma á sólarhring. Þeir fá að fara úr klefum sínum til þess að fara í sturtu og undir bert loft í tvo tíma."

En þessi stórkostlega vinaþjóð okkar og bandamenn í Íraksstríðinu, og jafnframt sú vænisjúkasta og bardagaglaðasta, telur sig ekki þurfa að fara eftir alþjóðasamningum um mannréttindi fanga. 

Þeir eru í heilögu stríði, hefur einhver eitthvað við það að athuga?

Æ dónt þink só.

Eigum við ekki að segja þetta gott bara?

Farin að lyfta.

Private Jenný


mbl.is Óttast um andlegt heilbrigði fanga við Guantanamó flóa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klígjulistinn

 394px-Green_face_circled_svg

Ég er hræðilega klígjugjörn og stundum blogga ég um það. 

Vá hvað það getur farið í taugarnar á fólki að mig klígi við tilhugsunina um lýsi.  Fólk flippar út, lýsi er svo hollt.  Ég geri gott betur en að láta lýsi framkalla grænar bólur á húðinni, ég neita að hafa það í mínum ísskáp.  Gæti smitað frá sér.  Og húsband sem tekur selalýsi verður að gera það svo ég sjái ekki til.  Magnaður andskoti. 

Segðu mér við hverju þér klígjar og ég skal segja þér hver þú ert.

Mig klígjar við lýsi, lifur, hrognum, soðinni ýsu og öðru linu og druslulegu sjávarfangi.

Ekki má gleyma hnoðmör, hamsatólg og annarri fljótandi fitu.  Eruðekkiaðdjókaímér?

Tóm glös með mjólkurleyfum kalla á ælukast.

Fita sem myndast ofan á vatni fær mig til að óska mér yfir móðuna miklu.

Hrossakjöt, ég einfaldlega gubba.

Innmatur, allur, án undantekninga snýr við í mér maganum og heilanum.  Ég verð óhuggandi finni ég lyktina af þeim andskotans viðbjóði.

Og borðtuskur, sem hafa verið notaðar til að þurrka upp mjólk og fleira smátt og gott, eru svo látnar liggja við herbergishita og mynda lífríki innan um mat og eldhúsgræjur.  Löggan, hvar er löggan.  Hafið þið fundið lyktina?????

Og það sem er hvað ógeðslegast er smjör sem er fólk gleymir á eldhúsborðinu og er orðið heiðgult og fallegt.  Hvar er aftökusveitin, þetta kallar á að ég fremji eitthvað.

Listinn er lengri, mun lengri en ég legg ekki meira á mig að sinni.

Farin að kasta einhverju (upp).

Súmí.


Ég tek fegurðardrottninguna á málið

Það er mánudagur og ég er blúsuð.

Það má. 

Ég sakna Olivers og Maysu minnar, ég hef ekki séð þau síðan í janúarlok.

Á morgun fara Oliver og Maya með ömmu-Brynju, afa-Tóta og fleira fólki til Marbella á Spáni.

20080517235938_7

Robbinn verður að vinna hér með einhvern atburð á meðan. 

Mig langar svo að knúsa litla krúttmolann minn en að líkindum sé ég þau ekki fyrr en í ágúst.  Svona getur þetta verið snúið þegar fólk býr "alla" leið úti í Londres.

Þá verður mamman þrítug og ég ætla rétt að vona að hún haldi upp á herlegheitin hérna heima.

20080518205548_7

En ég get þó verið glöð yfir því að amma-Brynja er flott á myndavélinni og er dugleg við að hlaða inn myndum fyrir Granny-J.

Það er þó lán í óláni.

Ég sem bloggaði um daginn um að mánudagar væru góðir dagar.  En ég vaknaði svona sorgmædd í morgun en það þýðir ekki að vola og skæla.

Farin að æ...

Segi svona.

20080517233312_14

Ég held að ég brosi bara í gegnum tárin og taki fegurðardrottninguna á daginn.

Later.


Ég vil ekki skilja - bara alls ekki

 20080416214727_13

Allir eiga drauma, þar á meðal ég.  Efstur á blaði er að ferðast til Kúbu, áður en allt breytist þar á bæ.  Sáum til með það.

Svo langar mig til Kína og, og, og.  Nóg komið af ferðalagaóskum.  Segi peningaveskið mér satt og rétt frá, þá enda ég í London í haust og má vera heppin með það.  Maður er ekki mógúll, það er nokkuð ljóst.  En ég fer og síkrita á ferðalögin.

Og svo dreymir mig um að eiga lítið hús fyrir austan, þ.e. austur á fjörðum.  Seyðisfjörður kemur sterkur inn.  Jafnvel Eskifjörður eða Kommabærinn.  Ætti ekki að væsa um mig þar.  En nú er útlit fyrir að ég verði að sleppa þessum draumi.  Mig langar nefnilega ekki til að skilja.  Ég las í blöðunum að eitt af hverjum þrem hjónaböndum á Austurlandi endi í slútti.

Ég ætla ekki að síkrita mig í hús fyrir austan, flikka upp á það, mála alla veggi sólgula, og taka fagnandi á móti vorinu, til þess eins að lenda í hávaðarifrildi við mitt elskaða húsband og skilja svo við hann - fyrir austan.  Er komin með upp í kok af skilnuðum enda á ég MARGA að baki eins og öllum lesendum þessarar síðu má vera ljóst.

Tökum þetta aðeins lengra, já sýnið mér þolinmæði hérna.  Ef ég myndi flytja í litla götu, segjum á Reyðarfirði, þá myndi ég byrja á því að banka upp á í þeim tveimur húsum sem lægju upp að mínu.  Ég myndi segja, góðan daginn, hefurðu skilið síðan helvítis álverið varð til?  Segjum að það yrði nei, báðum megin, þá sæi ég sæng mína útbreidda.  Einn af hverjum þrem, það stóð í blaðinu.  Nei sá draumur er hér með út úr myndinni.

Svo á ég þann draum að fá stórt hús til afnota, ekki langt frá höfuðborginni og það myndi ég fylla af börnum sem enginn vill eiga, eða hefur tíma fyrir.  Barnalegt kannski, en maður má láta sig dreyma.  Ég sé alveg fyrir mér sjálfa mig í öflugri uppsveiflu út um tún og engi með fullt af litlum ormum sem myndu prakkarast með mér frá morgni til kvölds.  Mikið rosalega væri það skemmtilegt.

Farin að síkrita hús og börn.

Er reyndar að fara að passa Jenný Unu og Hrafn Óla, en foreldrarnir áttu tveggja ára brúðkaupsafmæli í gær og eru á leiðinni út að borða.  Úje.


Þær voru hoknar af reynslu en gátu ekki brosað

 ist2_2592411_fat_woman_at_the_beach

Þær voru hoknar af reynslu

þær höfðu flogið heiminn á enda, marg oft

þær höfðu beygt sig og bukkað

og borðað ógeðslega mikið í hádeginu, af því maturinn var innifalinn í kaupinu.

Og nú mega þær ekki fljúga vegna of margra kílóa.

Enda löngu hættar að brosa.

Mikið djöfulli er lífið óréttlátt.

Dem, dem, dem!

P.s. Sungið við lagið "Fly on the wings of love"

Úhúje!

P.s Fyrirgefið en sú staðreynd að konur eru farnar að missa vinnuna vegna holdafars er svo geðveik að ég get ekki gert neitt annað en að gera grín að ruglinu, nú eða þá henda mér í vegg.


mbl.is Of feitar til að fljúga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórhneykslaðir bloggarar

Nú gengur mótmælahrina yfir Evrópu.  Bílstjórar mótmæla hækkun á eldsneytisverði með ýmsum hætti.  Eins og t.d. með að gera það sama og okkar bílstjórar gerðu.  Þeir hljóta stuðning almennings, enda vita flestir í Evrópu að við erum öll á sama báti.

Þannig að Sturla og co. voru fyrstir.  Fólk má eiga það sem það á.

Ég fölnaði í baráttunni þegar farið var að tala um að það ætti að laga til fyrst heima og svo hjálpa í útlöndum.  Sama kjaftæðið og í Magnúsi Þór og ég gef ekki einseyring fyrir svona bull.

En það breytir ekki því að ég skil málstaðinn, eldsneytisverð er stór biti í heimilisútgjöldunum.  Hvað þá hjá atvinnubílstjórum.

Nóg um það, en tilefni þessarar færslu eru blogg sem ég hef verið að lesa í dag.

Fólk er svo stórhneykslað á því að Sturla ætli að stofna stjórnmála afl/flokk.

Sko, ef þið vitið það ekki gott fólk þá segi ég ykkur að við búum í lýðræðisþjóðfélagi og það er andskotann ekkert að því að fólk sem finnst það ekki eiga málsvara í þeim flokkum sem fyrir eru, stofni nýja.  Það er bara heilbrigt lýðræði og ekkert að því.

Ég myndi aldrei kjósa Sturla og co. en ég virði svo sannarlega rétt annarra til að gera það.

Annars vona ég að þeir muni ekki hafa útlendingaandúð á stefnuskránni, vel falda undir búllsjitti með fyrirvörum.

Einn svoleiðis flokkur er nóg.  Mikið meira en nóg.

Súmí.

 


mbl.is Vörubílstjórar á Spáni mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pappírslögheimili

Ég heyri reglulega sögur af fólki sem skilur á pappírunum og flytur í sundur.  Þetta skilst mér að fólk geri oft vegna bágs fjárhags.

Hvað um það, ef einhver verður uppvís að svona, þ.e. að eiga falskt lögheimili, þá varðar það sektum og bölvuðum óþægindum. 

Það er nefnilega bannað með lögum að eiga pappírslögheimili og búa annars staðar.

Ætli Árni Mathisen viti af þessu?

Ég held ég hringi í karlinn.  Hann er örugglega ekki að leika sér að því að brjóta landslög.

Erþanokkuð?

Hm....?


mbl.is Segja ráðherra brjóta lög með rangri lögheimilisskráningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1984 hvað?

Big-Brother-is-Watching-You-Poster-Card-C10204521 

Skáldsagan 1984 eftir Orwell þótti klikkuð þegar hún kom út á sínum tíma.  Sjónvarp á heimilum sem fylgdist með fólki var svo fjarlæg hugmynd að það tók því ekki að velta því fyrir sér einu sinni.

Það hefur heldur betur komið í ljós að 1984 var barnaleikur miðað við raunveruleikann sem við búum við í dag.

Það eru alls staðar myndavélar, hlerunartæki og skráningar á persónulegum högum fólks.

Það er alltaf verið að ganga lengra með að móta alla einstaklinga í sama form.  Ef þú reykir þá ertu óalandi og óferjandi.  Ég er t.d. með það á hreinu að það er ekki langt í það að reykingar í einkabílum verði bannaðar.  Svo verða það svalirnar, og á endanum íbúðirnar.  Á meðan selur ríkið tóbak sem aldrei fyrr og neitar allri ábyrgð á ósómanum. 

Og svo eru það ofsóknirnar á hendur fólki sem smellur ekki inn í vigtarkvótann.  Auðvitað veit ég að offita er stórhættuleg mannfólkinu, eins og reykingarnar, en ég er meira að tala um þyngd svona almennt.

Nú hefur komið til tals að láta fólk borga flugmiða eftir vigt.  Er ekki í lagi?  Rosalega er heimurinn að verða grimmur.

Þú þarna feitabollann þín, það verða 200.000 þús. krónur fyrir þitt feita rassgat en þú þarna nástrá og anorexíusjúklingur átt að borga 20.000 þús. Og góða ferð fíflin ykkar.

Ég þarf ekki að hafa áhyggjur, enda í eðlilegum holdum, en þetta snýst ekki um mig.  Þetta snýst um heim sem verður æ miskunarlausari gagnvart fólki sem passar ekki í hið fyrirfram gefna norm.

Krakkar klár í bátana, nú verður siglt í sumarfríið.

Úje.


mbl.is Farmiðaverð eftir þyngd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hemlar í heilanum

 Heiða var að blogga um aðkallandi mál.  Ég vil biðja ykkur að fara inn hjá henni og lesa þessa færslu og svo megið þið linka á hana líka.

Við megum ekki láta setja upp olíuhreinsunarstöð fyrir vestan.  Bara alls ekki.

En að öðru og skemmtilegra máli.  Fyrir mig eða þannig.  Miðað við heilastarfsemina stundum mætti halda að ég væri með hemla í heilanum.

 Það verður seint um mig sagt að ég þekki bíla. Hef reyndar bloggað um kunnáttuleysi mitt hér áður.  Stundum verður vitneyskjuleysi mitt auljósara öðrum en aðra daga.  Ég er nefnilega þeirrar skoðunar að leggja ekki á mig mikla vinnu við að kynna mér það sem skiptir litlu máli.  Ég hef samt verið að reyna.

Í dag áttu eftirfarandi orðaskipti sér stað á kæleiksheimilinu:

Húsband: Var xxxx ekki að kaupa sér bíl?

Moi: Jú, hún fékk hann í gær, hann er ógeðslega flottur.

Hb: Já er það, hvaða tegund?

Moi: Ha, tegund, æi hann er svona silfurgrár, frekar langur!

Húsband: #%%&/%"$=/&$%! Þú ert ferleg, hvað heitir bíllinn okkar?

Moi: (Góð með mig, lagði það á minnið um daginn) Honda Civick

Hb: Jenný, ertu ekki að fíflast (orðinn æstur alveg), hann heitir H-y-o-n-d-ay Sonata. (Örugglega vitlaust stafað). 

Moi: Já ég vissi að það var eitthvað sollis.

Síðan hefur húsband ekki sagt orð.

Ekki halda að ég sé svona tornæm, áhuginn er bara ekki til staðar.

Farin í bíltúr á Hondunni.  Lalalalalala

Cry me a river


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2987754

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband