Leita í fréttum mbl.is

Ég vil ekki skilja - bara alls ekki

 20080416214727_13

Allir eiga drauma, þar á meðal ég.  Efstur á blaði er að ferðast til Kúbu, áður en allt breytist þar á bæ.  Sáum til með það.

Svo langar mig til Kína og, og, og.  Nóg komið af ferðalagaóskum.  Segi peningaveskið mér satt og rétt frá, þá enda ég í London í haust og má vera heppin með það.  Maður er ekki mógúll, það er nokkuð ljóst.  En ég fer og síkrita á ferðalögin.

Og svo dreymir mig um að eiga lítið hús fyrir austan, þ.e. austur á fjörðum.  Seyðisfjörður kemur sterkur inn.  Jafnvel Eskifjörður eða Kommabærinn.  Ætti ekki að væsa um mig þar.  En nú er útlit fyrir að ég verði að sleppa þessum draumi.  Mig langar nefnilega ekki til að skilja.  Ég las í blöðunum að eitt af hverjum þrem hjónaböndum á Austurlandi endi í slútti.

Ég ætla ekki að síkrita mig í hús fyrir austan, flikka upp á það, mála alla veggi sólgula, og taka fagnandi á móti vorinu, til þess eins að lenda í hávaðarifrildi við mitt elskaða húsband og skilja svo við hann - fyrir austan.  Er komin með upp í kok af skilnuðum enda á ég MARGA að baki eins og öllum lesendum þessarar síðu má vera ljóst.

Tökum þetta aðeins lengra, já sýnið mér þolinmæði hérna.  Ef ég myndi flytja í litla götu, segjum á Reyðarfirði, þá myndi ég byrja á því að banka upp á í þeim tveimur húsum sem lægju upp að mínu.  Ég myndi segja, góðan daginn, hefurðu skilið síðan helvítis álverið varð til?  Segjum að það yrði nei, báðum megin, þá sæi ég sæng mína útbreidda.  Einn af hverjum þrem, það stóð í blaðinu.  Nei sá draumur er hér með út úr myndinni.

Svo á ég þann draum að fá stórt hús til afnota, ekki langt frá höfuðborginni og það myndi ég fylla af börnum sem enginn vill eiga, eða hefur tíma fyrir.  Barnalegt kannski, en maður má láta sig dreyma.  Ég sé alveg fyrir mér sjálfa mig í öflugri uppsveiflu út um tún og engi með fullt af litlum ormum sem myndu prakkarast með mér frá morgni til kvölds.  Mikið rosalega væri það skemmtilegt.

Farin að síkrita hús og börn.

Er reyndar að fara að passa Jenný Unu og Hrafn Óla, en foreldrarnir áttu tveggja ára brúðkaupsafmæli í gær og eru á leiðinni út að borða.  Úje.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Pældu í hvað lífið væri horað ef maður ætti enga drauma...
Og draumar geta ekki ræst ef maður á enga
Svo að ég haldi nú áfram, enda áhuga manneskja um drauma...
Sumir draumar rætast og aðrir ekki, þess vegna borgar sig að eiga ógeðslega marga drauma.
Ég á t.d marga drauma um að verða rík, kannski rætist einn þeirra, meiri líkur ef maður á marga.

Hulla Dan, 7.6.2008 kl. 17:07

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

GÓÐUR DRAUMUR KONA  þú bara finnur þér krúttlegt hús hér fyrir austan fjall, athugar byggingarlagið og naglfestir svo allt nema kallinn hann naglfestir þig   þá get ég farið að heimsækja þig.  Yndisleg myndin af litlu systkinunum.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.6.2008 kl. 17:26

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þennan ,,barnalega" draum um að eiga stórt hús fullt af börnum sem enginn vill eiga hefur mig dreymt líka. Ég sver það að ég hef stundum hugsað það að taka að mér unglinga sem hafa leitað til mín í starfi mínu. Sumir hafa í engin hús að venda, eru á hrakhólum því að jafnvel enginn finnst í fjölskyldunni sem er hæfur til að sinna þeim.

Það eru ótrúlegar sögurnar sem ég gæti sagt ..og veit að þú þekkir líka ýmislegt.

Ég er búin að skilja, nenni því ekki aftur. Er að vísu ekki gift núna og veit ekki hvort ég nenni því heldur aftur!  .. held ég fari ekkert Austur heldur, langar eiginlega meira á Vestfirðina!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.6.2008 kl. 17:33

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hahaha síkrita....tók mig 2 mín að fatta en nú hlæ ég eins og mófó....hei en við eigum sama draum.....KÚBA ég tæki með mér slagverks trommurnar mínar og færi á námskeið hjá innfæddum...hver veit?????

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.6.2008 kl. 18:13

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hahaha, Reyðarfjarðarkönnunin er snilld

annars verðurðu að drífa þig til Kúbu ætlirðu að upplifa Kastróinn og farirðu á Seyðisfjörð þá manstu bara að stilla klukkuna.

Brjánn Guðjónsson, 7.6.2008 kl. 18:21

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Var það ekki ''fráskilin að vestan''...? hvers konar ólifnaður er þetta á henni dóttur þinni. Ef reikningsdæmið er að ganga upp þá hefur þetta fólk sem á brúðkaupsafmæli lifað í synd.. oj. Er ekki eldra barnið orðið tveggja ára fyrir löngu síðan? Aldrei myndi ég haga mér svona.

Jóna Á. Gísladóttir, 7.6.2008 kl. 18:21

7 Smámynd: Himmalingur

Án drauma erum við ekkert! Án martraða erum við ekkert! Án þín er ég ekkert !( ekki taka þessu samt sem bónorði )

Himmalingur, 7.6.2008 kl. 19:55

8 Smámynd: Signý

Ég mæli hiklaust með Kúbu!... helst í gær... fyrir morgunkaffi! Ótrúlega magnaður staður.

Signý, 7.6.2008 kl. 20:46

9 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Af hverju Kúba????

Líst betur á húsið og barnamergðina...baraþar  ekki á Seyðisfirði og því siður Reyðarfirði.....frekar í Skjálftagerðinu...þar ætui þau að vera seif næstu hundrað áriin....

Annars eru uppsveitir Reykjavíkur líka klárlega vel til þess fallnar að ala upp börn...s.s. Selás...Grafarholt og Rimahverfið.......

Let´s go síkrit.....

Bergljót Hreinsdóttir, 7.6.2008 kl. 21:40

10 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Alltaf gott að láti sig dreima ég er alltaf að því .

Gaman að lesa hjá þér og litlu systkinin er bara dúllur. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 7.6.2008 kl. 21:52

11 identicon

Sammála um skilnaði, og vona að við verðum oftar sammála, því þú ert góð kona.  Fyrirgegðu mér hvað ég var harðorður um daginn.

Ólafur B. Jónsson (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 22:30

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ólafur: Ekkert mál, ég er ekki fullkomin frekar en annað fólk og fer oft fram úr sjálfri mér.  Vertu ætíð velkominn.

Allir að síkrita.  Úje.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.6.2008 kl. 22:32

13 Smámynd: Ragnheiður

Nenni ekki að síkrita, prufaði það á flísunum og braut tvær, þær tolldu bara ekki síkritaðar upp á vegg.

Djö líst mér vel á Ólaf B. Það eru bara alvörumenn sem þora að biðjast afsökunar á sinni aumu persónu (aumu er almennt en ekki beint til hans )

Þá er best að ég biðjist sjálf afsökunar á MINNI aumu persónu, ég hef ekki litið við hjá þér eða kvittað eða neitt. Ég biðst afsökunar og lofa að taka mig á.

Gastu ekki skáldað 4-5 ára brúðkaupsafmæli svo Jóna færi ekki á límingunum ? Nú er hún örugglega búin að tuldra tuttugu Maríubænir og Bretinn andvaka !

Knús á þig, góða kona

Ragnheiður , 7.6.2008 kl. 22:50

14 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Er pláss fyrir eitt síkrit í viðbót? - Mig dreymir líka um að fara til Kúpu áður en allt breytist. -  Geturm við ekki bara búið til Kúpublogghóp og safnað í Kúpuferð. -

Finnst líka fallegur draumurinn um fullt hús af börnum upp í sveit, eða út á landi. - Ég veit að þú gætir látið hann rætast, þú ert alveg ótrúleg hetja svona þegar maður skoðar afrek þín.

Svo áttu líka svo falleg börn og barnabörn.  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.6.2008 kl. 22:53

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lilja Guðrún: Í alvöru, gætum við ekki safnað í stelpnahóp og látið Kúbudrauminn rætast?  Takk fyrir falleg orð, ég er í alvörunni að láta mig dreyma um barnahús.

Ragga: Ég veit að þú ferð ekki langt þó ég sjái þig ekki í athugasemdakerfinu.  Hef 20 og eitthvað ára reynslu í því.

Hallgerður: Jabb hér er formlega byrjað að safna fyrir Kúbuferð.

Jóna: Sko af því þú lifir í synd kvikindið þitt þá skil ég áhyggjur þínar esskan.

Bergljót: Af hverju Kúba????? Afhverju ekki??????

Jóhanna: Ég efast ekki um að draumurinn um húsið fyrir börnin á eftir að rætast.

Ásdís: Góð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.6.2008 kl. 23:13

16 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Dagdraumar eru góðir, af því maður hefur sjálfur svo mikið um það að segja hvort þeir rætast.

Yndisleg mynd af fallegum barnabörnum

Sigrún Jónsdóttir, 7.6.2008 kl. 23:36

17 Smámynd: lady

alltaf gott að láta ser dreyma að fara eitthvað ,,en svo er bara spurninginn hvort það rætist,,en samt að lifa í vonina,,en góða helgi  ég er sammála Sigrúnu falleg barnabörninn þín

lady, 7.6.2008 kl. 23:47

18 Smámynd: Beturvitringur

Áður en þú/þið farið til Kúbu, gerðu upp við þig hvort þú vilt skoða Kúbu I, Kúbu II eða Kúbu III.  Þær ERU samhliða, ekki blandaðar.

Láttu ekki planta þér í túristabúr við sól, sand og sjó. Það er allstaðar, en ekki "alvöru Kúba"  Þótt ég hafi heimsótt hana á ég mér draum um að komast þangað aftur, síðustu reynslu ríkari.

Beturvitringur, 8.6.2008 kl. 00:53

19 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Jenný, ég er í alvöru til í að safna í stelpnahóp og fara til Kúpu. - Ég er til í að byrja strax á morgun. - Í alvöru.

Og Jenný, ég trúi því,  að þér sé alvara, með drauminn um barnahús, -  og ég trúi þér til þess,  að láta þann draum rætast. - Í ALVÖRU !

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.6.2008 kl. 02:09

20 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Oh sæt eru börnin - ég er allveg að fara koma með myndir af Magneu minni sem er búin að vera hér í viku eða aðeins meir!

Kúba! Það er margt klikkaðra en það - ég væri til í að leggja í söfnun með þeim fyrirvara að hætta við!

Edda Agnarsdóttir, 8.6.2008 kl. 09:40

21 Smámynd: Laufey B Waage

Ég er búin að vera allt og lengi á leiðinni til Kúbu. Eiginmaðurinn er loksins búinn að samþykkja að koma með mér, en kannski er bara skemmtilegra að fara með ykkur. Legg það í nefnd.

Það er líka komið nóg af hjónaskilnuðum á mínu heimili. Ég hef farið þess á leit við nýjasta eiginmanninn, að hann fylgi mér til grafar þegar ég er orðin allra kellinga elst - og deyji svo úr sorg mánuði seinna.

Laufey B Waage, 8.6.2008 kl. 10:25

22 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Þeir fyrir austan eru víst hættir að auglýsa að þeir vilji fjölga starfsfólki, lítur út fyrir að fólk sé eitthvað að misskilja það... :p

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 8.6.2008 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2985887

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband