Færsluflokkur: Ferðalög
Fimmtudagur, 31. júlí 2008
Óli pres ekkert ves
Góða veðrið og hitinn er farinn að segja til sín með hinum alkunna varmapirring. Fólk lætur allt fara í taugarnar á sér og getur orðið hættulegt umhverfi sínu, amk. þeim sem næstir standa þegar pirringurinn nær hámarki.
En ég er aldrei pirruð, alltaf ljúf, alltaf góð og ég elska lífið og allt sem andann dregur. Og ekki má gleyma því að hógværðin er einn af mínum helstu kostum.
En, en, en, pirringurinn bitnar á aumingja Ólafi pres. sem er að taka við embættinu sem hann nú þegar gegnir, á morgun.
Það á að loka götum.
Hvað er fólk að fara á límingunum yfir því? Verður ekki allt svona eðalslekti að fá að klæða sig upp reglulega?
Ég sé ekkert að því að Ólafur taki sitt korter á Alþingissvölunum með Dorrit, sem btw er flott og fín.
Það er væntanlegt ferðalag þessa forseta sem ég geri athugasemd við til glæpamannanna í Peking þar sem ferðafélaginn verður sú mæta kona Þorgerður Katrín, menntamála.
Ætli það eigi ekki eftir að verða óþægilegt að monta sig í stúkunni með mannréttindabrotsfrömuðunum í Kína?
En svo er ég með smá uppástungu. Er ekki hægt að gera við forsetann venjulegan ráðningasamning sem er svo endurnýjaður með undirskrift á fjögurra ára fresti? Ekkert ves, engar lokanir, engin spariföt.
Kúl.
![]() |
Götum lokað vegna embættistöku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Þú ferð ekki fet Jenný Anna
Þegar maður lítur yfir blöðin sést að Íslendingar eru með veður á heilanum, sem er skiljanlegt.
Ég var reyndar alveg að fá mig fullsadda fyrr í dag þegar ég sat og lak nánast í gras þar sem ég sólaði mig eins og fín dama. Og nú er ég hætt. Ætla ekki að verða að efni í leðursófasett.
En varðandi verslunarmannahelgina sem er að bresta á. Ég fékk aldrei að fara á meðan ég hafði ekki þroska til að gera það og löngunin var hvað sterkust og þegar ég var komin með þroskann þá var löngunin horfin alveg eins og lög gera ráð fyrir.
Ég vann allt árið að því. þegar ég var 15 ára, að fá pabba til að hleypa mér í Húsafell. Maðurinn var algjörlega ósveigjanlegur. Ekki að tala um. Og ég grét og grét, bæði hátt og í hljóði. Faðir minn horfði á mig algjörlega ósnortinn af harmi mínum og sagði uppörvandi röddu: "Þú mátt fara í dagsferð til Þingvalla, ég skal keyra þig og vinkonurnar og ná í ykkur eftir kvöldmat". Ég nánast small í gólf. Maðurinn hafði aldrei verið ungur og hann var grimmur og gegnvondur.
Ég reyndi að útskýra fyrir höfundinum að mér, án þess að sýna hvað mér var stórlega misboðið, að það væri erfitt að framkvæma þessa snilldarhugmynd. Fyrir það fyrsta væru vinkonurnar á leiðinni í Húsafell, þær ættu foreldra sem TREYSTU þeim og málið því dautt.
Baldur Guðmundsson sagði þá nokkuð glaðklakkalegur: "En Jenný mín þú tekur bara systur þínar (5eða 6) með þér í ferðina (á bak við hann heyrðist í frú Önnu hlægja kvikindislega ofan í bringuna á sér).
Merkilegt, þetta þaggaði niður í mér það árið og það næsta líka. Og svo kúldraðist í einhverja plebbaferð með foreldrunum og unglingaveikin heltók mig sem aldrei fyrr.
Svo fékk ég rapport frá vinkonunum. Hver byrjaði með hverjum. hver hætti með hinum og allan þann pakka.
Ég hafði hins vegar ekki frá neinu að segja.
En takk samt mamma og pabbi, ég þurfti að láta bjarga mér frá sjálfri mér.
![]() |
Útlit fyrir ágætis veður um verslunarmannahelgina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Misheppnaður fíflahúmor
Sumum finnst ekki par sniðugt að hver sem er geti bloggað. Pirra sig rosalega á bloggandi almúganum. Allir eru í fullum rétti með þá skoðun sína. Sleppa að lesa bara, málið er leyst.
En svo eru það blöðin. Þar skrifa stundum hálfvitar sem taka sjálfa sig hátíðlega og þeir koma á framfæri vitleysunni í sjálfum sér án þess að fólk depli augnhári, þá eru það ekki vitlausir bloggarar sem eru með lyklaborðið í kjöltunni heldur blaðamenn sko, allt annar Eyfi.
Ástráður, forvarnarstarf læknanema ætlar að dreifa smokkum um verslunarmannahelgina á fjölförnustu stöðum landsins. Gott mál. Ekki mun af veita þegar (st)ríðandi íslensk æska fer að draga sig saman.
Talsmaður Ástráðs segir eftirfarandi í viðtengdri frétt:
"Mér finnst fjölmiðlar stundum gefa röng skilaboð. Í grein í nýjasta hefti Reykjavík Grapewine er t.d. sagt eitthvað á þá leið að Íslendingar séu svo afkastamiklir um verslunarmannahelgina að þar komi flest börn undir og flestar nauðganir eigi sér stað þannig að hvort sem fólk langi til að skemmta sér eða verða líkamlega misnotað sé þessi helgi vel til þess fallin. Þarna er verið að gantast með jafn alvarlegan hlut og nauðganir og kynferðislegt ofbeldi sem mér finnst mjög alvarlegt þegar umræðan ætti að snúast um ábyrgð í kynlífi! segir Ómar Sigurvin."
Grapewine er blað fyrir útlendinga. Svona nokkurs konar "What´s on in Reykjvík". Ég efast um að þeir útlendingar sem hingað koma sem ferðamenn hafi húmor fyrir þessu nema að þeir séu sömu hálfvitarnir og láta þetta ógeðisviðhorf frá sér fara í formi fjölmiðils.
Þetta gerir Baggalút að væmnum sunnudagaskólakennurum.
Þeir eru ekki hálfdrættingar á við Grapewine ógeðismennina, sem skrifa á ensku.
Bullið í Baggalúti er þó á íslensku og sungið í þokkabót þannig að textinn fer væntanlega framhjá mökkdrukknum útihátíðarþátttakendum.
Mikið rosalega er mér misboðið fyrir hönd allra kvenna og barna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.
Mig er farið að langa fremja ólöglega verknaði sem skilja eftir sig polla í lit.
Og ég er friðsöm manneskja og ég trúi ekki á ofbeldi.
Og ég ætla rétt að vona að allir komi heilir heim eftir geðveikina sem er að skella á í fjöldasukki íslensku þjóðarinnar.
Arg.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Þriðjudagur, 29. júlí 2008
Á útihátíðina og klósettið með vini og óvini
Samkvæmt henni Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur, fyrrverandi hægri hönd borgarstjóranefnunnar í Reykjavík, skulu heilindi borgarstjóra ekki dregin í efa. Absólútt ekki. Fyrir utan þennan fáheyrða hroka karlsins í brúnni og gleði hans með eigið ágæti, þá hefur þessi stuðningsmaður hans nú vikið fyrir öðrum sem hann treystir betur þessa dagana.
Mér þætti forvitnilegt að vita hvort Ólöf Guðný er enn á því að borgarstjórinn í Reykjavík sé hafinn yfir gagnrýni á störf sín og heilindi hans séu enn jafn óumdeilanleg eftir þennan gjörning.
Það fækkar í fanklúbbi karls.
Ég þekki mann fyrir norðan (bloggvinur minn) sem stendur með Ólafi. Svo er það Jakob Frímann og væntanlega Magnúns Skúlason, arkitekt sem verður varaformaður í skipulagsráði Reykjavíkur í staðinn fyrir Ólöfu Guðnýju. Ég veit ekki um fleiri en þeir eru ábyggilega einhverjir. Það fer að verða fátt um fína drætti.
Það eru ekki margir eftir til að dissa.
Ekki gamanmál.
Embættissaga borgarstjórans í Reykjavík gefur manni tilefni til að grínast með þróunina, en auðvitað er þetta grafalvarlegt mál. Það er ekki eins og maðurinn sé skrifstofustjóri á tveggja manna kontór, hann er æðsti yfirmaðurinn borgarinnar.
Ólafur má lýsa því yfir munnlega og skriflega oft á dag hversu rosalega hann er hafinn yfir allan vafa þegar kemur að heilindum, mín vegna, ég tala nú ekki um ef það færir honum sálarfrið. En ég eins og fleiri trúum honum ekki augnablik. Bara sú staðreynd að hann telji sig knúinn til að minna stöðugt á viðkomandi heilindi, segir heilmikla sögu.
Ég sá ekki betur en að þeir félegar Kobbi og Óli væru í sjónvarpinu þegar sýnt var frá Borgarfirði eystra um helgina.
Þá datt mér í hug gömul speki..
Hafðu vini þína nálægt þér en farðu á útihátíðir og á klósettið með óvinina (hehemm).
Fýkur Kobbi næst??
Segi svona
![]() |
Borgarstjóri skiptir um varaformann skipulagsráðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 28. júlí 2008
Selbitarnir í lífi mínu
Ég hefði gjarnan viljað að lundinn sem beit leiðindaeiturbrasarann Ramsey í nefið, hefði bitið hann fast í rassinn og fengið til liðs við sig alla fjölskylduna.
Þar fyrir utan er mér slétt sama um þennan karl. Mér er slétt sama um Mel Gibson og alla aðra Íslandsvini, nema hvað ég vona að þeim líði vel hérna, eins og öllum öðrum ferðamönnum.
En ég fékk alveg í magann í fyrra þegar ég keyrði fram á Jodie Foster í miðbænum. Hún er ein af mínum uppáhalds.
Ég fór í öreindir mínar í framsætinu (ók, ég tók þessu með stóískri ró), en ég sá konuna áður en blöðin vissu að hún var hér. Nananabúbú.
Og við höldum áfram. Ég hitti Freddy Mercury í Oxfordstreet og bókstaflega hnééé að fótum hans. En ég lét samt eins og ég hefði dottið heiðarlega, af því að ég myndi aldrei, aldrei, vilja sýna einhverjum selbitum að ég væri svag fyrir þeim. Það skal tekið fram að þetta var áður en ég vissi að hann væri hommi, maður bar enn vonir í brjósti. Muhahahaha.
Annars hef ég áður bloggað um hittinga mína við hetjurnar í lífi mínu, en aldrei er góð vísa of oft kveðin. David Bowie á Marquee klúbbnum og á Speek Easy. Ómæfokkinggodd hvað hann var bjútífúl.
Ég hékk inni á Vanilla Park í heilt kvöld til að bíða eftir Bítlum, þeir komu ekki en mér leið eins og þeir hefðu gert það. Jájá, þurfti ekki mikið til að gleðja mann í þá daga.
Og ég sá Gilbert O´Sullivan (leim) spila á hvítan flygil á efstu hæð í Biba í Londres hérna um árið.
Dubie Brothers voru á Speak Eeasy og ég horfði á þá með fyrirlitningu. Til að hemja aðdáunina. Alltaf kúl, sko alltaf í öllum aðstæðum hún Jenný Anna.
Svo leið bara yfir mig uppi á herberginu mínu á Regent Palace þegar engin vitni voru til staðar.
Ó mín elskaða "Swinging London" hvernig er komið fyrir yður?
Meira seinna,
Farin að leita að stórstjörnum á Laugaveginum.
I´m so excited.
Úje
![]() |
Óblíð náttúra og lundar hrelldu Ramsey |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Sunnudagur, 27. júlí 2008
Elskulegheit er miðnafnið mitt - úje
Ég ætla að vera elskuleg - í 101 um næstu helgi.
Ég er svo mikill innipúki að ég fer ekki einu sinni á innipúkahátíðina, vill bara vera heima.
Það er auðvitað þessi eiginleiki minn að vera sífellt á skjön (segir pabbi) sem gerir það að verkum að þegar allir fara út - nú - þá fer ég inn.
Þegar allir fara í ferðalög - læsi ég dyrunum og hendi lyklinum.
En sumarið er búið að vera frábært. Mín frönsku gen hafa stokkið í húðina á mér og nú er spurning um hvort mér verður ekki vísað úr landi, ef einhver frá Útlendingastofnun gengur í flasið á mér. Ég er búin að búa í garðinum á Leifsgötunni þar sem hitinn er ólýsanlega mikill unaður.
Ég held áfram að passa hús dóttur minnar og í Sverige er 30 stiga hiti.
Jenný Una týnir ber og blóm og baðar sig á strönd. Hrafn Óli kemur bara með agíar hinn ánægðasti.
Kisan Núll er dálítið pirrandi þegar hún stekkur á mig á nóttunni en æðruleysi mitt kemur í veg fyrir að það gerist hlutir.
Jökklinn minn, elsta barnabarnið er á leið með afa sínum í sólina í Króatíu. Ekki leiðinlegt.
Annars vona ég að Akureyringar fái svefnfrið um Verslunarmannahelgina og að allir verði glaðir og ánægðir, að kaupmenn þéni mikla peninga, að gleðisafinn í Vínbúðinni seljist ekki upp, að allir dílerar detti á hausinn og fótbrotni og að andi almættisins svífi yfir vötnunum.
Vestamanneyingar mega líka nota þessi áhrínisorð.
Farin að ...
æi ykkur kemur það ekki við. En það er djúsí - bílív jú mí.
Úje
![]() |
Þemað er elskulegheit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Miðvikudagur, 23. júlí 2008
Alvarlegt líf
Ég er ekki hrifin af Iceland Express flugfélaginu. Einfaldlega vegna þess að reynsla mín af þeim er ekkert sérstök. En hvað um það, þeir geta alltaf bætt sig.
En húmorinn í blaðinu þeirra finnst mér frábær. Enda er það Íri sem semur textann.
Borg Flóttans, Keflavík, fær mig til að brosa allan hringinn.
Manni í Reykjanesbæ finnst húmornum alvarlega misbeitt.
Kannski er þetta alveg á grensunni, ég veit það ekki, en ég veit að mér þætti ekki verra að versla við fyrirtæki sem kæmi mér til að hlægja.
Svona erum við misjöfn.
Lára Ómars kynningarfulltrúi telur að svona kaldhæðinn húmor eigi jafnvel ekki við í svona blaði.
Ég er því ekki sammála, frekar en Reykjanesmanninum sem finnst að þeir sem vinni að landkynningu eigi að taka starf sitt alvarlega.
Ég er í kasti eftir að hafa fengið smá innsýn í innihaldið.
Borg Flóttans (eða please get me out of hear) Keflavík.
City of Near (Borgarnes)
City of Bear (Vík í Mýrdal)
City of Tears (Akureyri, og sagt óhjákvæmilegt að bresta í grát þegar þangað sé komið því ef enn hefur ekkert slæmt gerst ertu ekki að taka þessa hringferð nógu alvarlega").
Ómæ, ég held ég endurskoði viðhorf mitt til þessa kaldhæðna flugfélags og gefi þeim séns.
Þeir eru krútt.
![]() |
Saklaust grín eða ferðamannafæla? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 22. júlí 2008
Kínverjar ættu að vera "eftirlýstastir" í heimi
Glæpamaðurinn Karadizic er fundinn. Allir áhangendur "auga fyrir auga, tönn fyrir tönn" hugmyndafræðinnar gleðjast ógurlega. Við hin líka vegna þess að hryllingurinn sem hann stóð fyrir er ópuppgerður. Fólk þarf uppgjör.
En það eru aðrir betur til þess fallnir en ég að skrifa um þennan mann, ég læt þeim það eftir.
En á visi.is er hann sagður einn "eftirlýstasti" maður heims.
Excuse moi en ég hélt að maður væri annaðhvort eftirlýstur eða ekki eftirlýstur.
Ég kannast ekki við að vera mjög lítið eftirlýst.
Annars ættu glæpamennirnir í Kína sem nú halda Ólympíuleika með pompi og prakt að vera helvíti mikið eftirlýstir.
En óekki, það verður örugglega seinna. Þegar allir hafa tekið þátt með glýjuna í augum og á meðan lítum við í hina áttina. Við erum líka svo spennt fyrir Kína vegna mögulegra viðskipta. Kína er nýji spútnikkinn í fjármálaheiminum. Hvaða máli skipta þá mannréttindi?
Þvílíkir tækifærissinnar við erum mannfólkið.
Er grundvallarmunur á fjöldamorðingjanum Karadzic og kínverskum stjórnvöldum?
Aðferðirnar eru aðeins öðruvísi, það eitt skilur þá að.
Stundum er tvöfeldnin með þeim hætti að mér og fleirum verður óglatt.
Amk. fara Íslendingar ekki með mínu samþykki á Ólympíuleikana í Peking.
En ég hef bara ekkert um það að segja.
Kíkið á þetta. Hvað finnst ykkur?
![]() |
Karadic skrifaði um heilsu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 22. júlí 2008
Snúðar og kókómjólk - eðaggibara?
Við systurnar eigum langa og skrautlega ökusögu.
Hver á sinn máta.
Ég keyri ekki vegna dekksins sem losnaði undan bílnum í fyrsta skipti sem ég fór í bíltúr með börnin mín. Ég fæ enn þakkarkort frá umferðadeild lögreglunnar á hverju ári vegna þeirrar ákvörðunar minnar að keyra ekki bíl framar í þessu lífi.
Sumar systur af sex keyra eins og brjálæðingar. Blóta og sverja yfir fíflunum í umferðinni. Eru sum sé eðlilegir íslenskir ökumenn.
Gusla systir mín sneiddi baksýnisspeglana af Fíatbílnum mínum fyrir margt löngu þegar hún var minn einkabílstjóri á sumri ástarinnar. Við krúsuðum líka góða stund í sama bíl á götum borgarinnar í ýmiskonar snatti og við sáum ekki rassgat út úr augum vegna þoku. Þokan reyndist vera gufa vegna slitinnar reimar í bíl, Gusla var mjög hissa. Viftureim what? Var það ekki veðrið? Ég hló mig máttlausa, Fíatinn hafði ekki húmor fyrir þessari vankunnáttu og pabbi ekki heldur.
Ingunn systir mín skrapp í bakaríið 198tíuogeitthvað á risastórum kagga sem þau hjón höfðu fjárfest í. Hún steig á bensínið þessi elska í staðinn fyrir bremsur þegar hún keyrði upp að húsinu sem var einn stór glerveggur. Inn um gluggann fór hún og rann snyrtilega upp að afgreiðsluborðinu.
Alvöru kona reynir að halda andlitinu í öllum aðstæðum. Hún missir ekki kúlið. Þarna sat systir mín með stálbita á húddinu, glerlufsur í hárinu, brauð og kökur í framsætinu og bílinn sinn nánast óskaddaðan, og hún brosti breitt.
Bakarinn varð árásargjarn og gargaði og veinaði yfir nýja veggnum og innréttingunni. Systir mín sá bara eitt í stöðunni, hún gat ekki bakkað út og keyrt á brott vegna byggingarefnis af ýmsu tagi sem fylgdi innkomunni. Hún gerði það eina rétta í stöðunni. Hún bað brosandi um tvo snúða og kókómjólk
Hún rankaði reyndar við sér með hendur bakarans um hálsinn á sér í krampakenndri tilraun til að binda endi á líf hennar eða allt að því. En það skiptir ekki máli, hún hélt kúlinu.
Systurnar Önnu og Baldursdætur eru umferðarlögreglunni stöðug hvatning til að gera betur.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 09:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Þriðjudagur, 22. júlí 2008
..á Jamaica man
Mig hefur oft dreymt um að lenda í framandi landi, þegar ég flýg á mína venjulegu og hversdaglegu staði, eins og t.d. Köben. Að fara til Kaupmannahafnar er eins og að skreppa inn í Fossvog í kaffi til mömmu og pabba, tekur aðeins lengri tíma bara.
En ég elska þá borg.
Ég er líka fullkomlega og algjörlega ástfangin af minni elskuðu Svíþjóð, aðallega þó þegar ég á ekki heima þar. Var ekki alveg eins hrifin þegar ég bjó þar, sem von er. Það er bara kjaftæði að grasið sé ekki grænna hinum megin við lækinn, það segja þeir sem eru í hlekkjum heima hjá sér.
Merkilegt, mig langar alltaf þangað sem ég er ekki og þó er það ekki svo merkilegt, manni getur ekki langað þangað sem maður er staddur. Þorrí, þillí mí.
En að efninu. Það væri ekki leiðinlegt að vera með góðan pening og slatta af plasti og lenda á Bahamas eða í einhverju framandi landi sem er ekki með eitraðar köngulær. Jafnvel þó maður hafi í sakleysi sínu verið á leiðinni til Þórshafnar í gönguferð eða eitthvað alveg æsingarlaust.
Nú virðist þetta vera að ganga. Svíi frá Värmland var ásamt konu sinni á leið á ráðstefnu í Reykjavík en dummisen bókaði þau til Rijeka í Króatíu. Maðurinn keypti miðana á netinu og hélt að þetta væri skammstöfun á Borg Óttans. Rijeka - Reykjavík, ég get skilið manninn. Jeræt.
Og svo voru það velsku hjónin sem voru á leiðinni til Kanarí lentu í Tyrklandi. Kíktu ekki á brottfararspjöldin í lúkunum á sér.
Ég held að þetta sé hipp og kúl ferðamáti framtíðar. Þú bókar A og lendir B.
Þú kaupir miða til Englands og lendir á Jamaica man.
Kúl sjitt.
Úje
![]() |
Ætluðu til Reykjavíkur - lentu í Rijeka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2987751
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr