Leita í fréttum mbl.is

Kínverjar ættu að vera "eftirlýstastir" í heimi

Glæpamaðurinn Karadizic er fundinn.  Allir áhangendur "auga fyrir auga, tönn fyrir tönn" hugmyndafræðinnar gleðjast ógurlega.  Við hin líka vegna þess að hryllingurinn sem hann stóð fyrir er ópuppgerður.  Fólk þarf uppgjör.

En það eru aðrir betur til þess fallnir en ég að skrifa um þennan mann, ég læt þeim það eftir. 

En á visi.is er hann sagður einn "eftirlýstasti" maður heims.

Excuse moi en ég hélt að maður væri annaðhvort eftirlýstur eða ekki eftirlýstur.

Ég kannast ekki við að vera mjög lítið eftirlýst.

Annars ættu glæpamennirnir í Kína sem nú halda Ólympíuleika með pompi og prakt að vera helvíti mikið eftirlýstir.

En óekki, það verður örugglega seinna.  Þegar allir hafa tekið þátt með glýjuna í augum og á meðan lítum við í hina áttina.  Við erum líka svo spennt fyrir Kína vegna mögulegra viðskipta.  Kína er nýji spútnikkinn í fjármálaheiminum.  Hvaða máli skipta þá mannréttindi?

Þvílíkir tækifærissinnar við erum mannfólkið. 

Er grundvallarmunur á fjöldamorðingjanum Karadzic og kínverskum stjórnvöldum?

Aðferðirnar eru aðeins öðruvísi, það eitt skilur þá að.

Stundum er tvöfeldnin með þeim hætti að mér og fleirum verður óglatt.

Amk. fara Íslendingar ekki með mínu samþykki á Ólympíuleikana í Peking.

En ég hef bara ekkert um það að segja.

Kíkið á þetta.  Hvað finnst ykkur?


mbl.is Karadžic skrifaði um heilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Jamm, ánægjulegt að heyra að fleirum en mér finnst tvöfeldni vera til staðar í þessu máli.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 22.7.2008 kl. 13:47

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Látum oss æla saman.

Svona hræsni, tvöfeldni og yfirdrepshattur er með hreinum ólíkindum og fer versnandi með betri samgöngum, bæði í kjötheimum og syberheimum.

Eins og góðskáldið sagði forðum,   afsakið mig meðan ég æli.

Svo fer þetta fólk með bænirnar sínar og segir börnum sínum, að það er ljótt að ljúga.

Gubb og pest.

Miðbæjaríhaldið

veit að við búum í Mannheimum, hvar breyskleikinn ræður ríkjum.

Bjarni Kjartansson, 22.7.2008 kl. 13:51

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bjarni: Breyskleiki jájá, en er þetta ekki fullmikið af því góða.  Einhverjir væru settir í spennitreyju fyrir minna.

Ingólfur: Takk og ég var að lesa pistilinn þinn og ég hvet fólk hér til að fara inn hjá Ingólfi og lesa.

Af hverju mótmælum við ekki?

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2008 kl. 13:54

4 identicon

Hafið þið komið til Kína?

Ásgeir Jónsson (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 13:57

5 Smámynd: Kolgrima

Þegar ólympíuleikarnir í Moskvu voru sniðgengnir á sínum tíma (út af innrásinni í Afganistan, híhí), hafði ég mikla samúð með íþróttafólkinu sem hafði lagt allt í að vera í sínu besta formi á leikunum. Íþróttir virðast skipta mjög marga mjög miklu máli þótt ég skilji það ekki.

Íþróttir eru ekki pólitískar og úr því að leikarnir eru á annað borð í Kína, þá mega íþróttamenn hlaupa, hoppa, skoppa og stökkva þar fyrir mér.

En ég er brjáluð yfir að íslenskir ráðherrar og sjálfsagt forsetinn skuli ætla með og sitja kampakátir í fyrirmannastúku með völdum vinum í taumlausu óhófi. Gef ekki mikið fyrir það að það sé til að styðja við íslenska íþróttamenn! Vonandi að þetta lið sjái sóma sinn í því að tala ALDREI aftur opinberlega um mannréttindi.

Kolgrima, 22.7.2008 kl. 13:59

6 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Það er auðvitað enginn munur á þessum fjöldamorðum.  Það er hræsni að taka þátt, óvirðing við þá sem þurfa að blæða fyrir þessa uppákomu og þeirra sem fá ekki að koma, t.d. geðfatlaðir eru ekki velkomnir.

Elísabet Sigurðardóttir, 22.7.2008 kl. 14:19

7 identicon

Já, kommúnisminn er svo sannarlega bölvaldur mannkyns

Stefán (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 14:27

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Fyrirgefðu Stefán, hvað kemur þetta allt í einu kommúnisma við? Er ekki viðbjóðurinn hvað mestur í ríkjum Vesturlanda eins og BNA eða í þar sem einræðisherrar ríkja?

Jenný mín frá bær pistill, búin að fara inn til Birgittu, takk fyrir .

Edda Agnarsdóttir, 22.7.2008 kl. 15:18

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

http://heg.blog.is/blog/heg/

'Eg gleymdi að setja þennan link inn áðan um málið!

Edda Agnarsdóttir, 22.7.2008 kl. 15:36

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Edda: Takk fyrir link.

Stefán: Grimmd og mannréttindabrot hafa ekkert með vinstri og hægri að gera.  Dæmin um það eru mýmörg.  Það er barnaskapur að sjá aðeins flísina í auga pólitískra andstæðinga.

Ásgeir: Því miður hef ég ekki komið til Kína og lengi trónaði það land efst á óskalistanum hjá mér.  Enda Kína algjörlega frábært land með ennþá frábærari sögu og menningu.

En það breytir engu þeirri staðreynd að vanvirðing þeirra fyrir mannslífum og mannréttindum, fjöldaftökurnar og allt hitt, gera það að verkum að mér finnast þeir vondur félagsskapur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2008 kl. 15:42

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Alveg sammála þér.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.7.2008 kl. 15:42

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kolgríma: Ég skil ágætlega íþróttafólkið eins og þú og það verður að vera samviskuspurning hjá hverju og einu þeirra hvað þau gera.

En að stjórnvöld taki þátt í geiminu, mæti og sleiki sig upp við þessa morðingja er eiginlega meira en ég afber, en hvað, maður venst öllu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2008 kl. 15:43

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Og nú er forsetinn búinn að þiggja boð á opnunina.

Hvar eru mörkin hjá þessu fólki?

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2008 kl. 17:06

14 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

En að stjórnvöld taki þátt í geiminu, mæti og sleiki sig upp við þessa morðingja er eiginlega meira en ég afber, en hvað, maður venst öllu.

Jenný, þarna er ég þér sammála, aldrei þessu vant. Ég skil ekki þennan sleikjuskap, þó við megum okkur máski ekki mikils í samfélagi þjóðanna er algjör óþarfi að tala um princip kvenfrelsis einn daginn og mæta í búrku þann næsta, tala um mannréttindi einn daginn og fá sér svo Chow Mein með Hu Jintao þann næsta.

En. 

Þá er spurningin; hvað erum við að púkka uppá fullt af morðingjum?

Eigum við ekki líka að slíta stjórnmálasambandi við: BNA, Breska Heimsveldið, Frakka, Þjóðverja, Norðmenn, Dani, Svía, Hollendinga, Rússa, Ítali, Spánverja, Japani, Ástrali, Nýsjálendinga, Perú, Chile, Indland, Ísrael, Palestínu, Egyptaland... raunar öll miðausturlönd... 

... og Ísland var eitt í heiminum.

Það er auðvelt fyrir okkur hérna að nöldra á blogginu um þetta mál, sem er vissulega hvimleitt og asnalegt og óþolandi þessi sleikjuskapur ráðamanna, en hvað getum við gert?

Teljum við virkilega að Íslenska þjóðin, sem í apríl var áætlað að teldi 316,252 einstaklinga geti hrópað nógu hátt til þess að það berist til eyrna 1,321,851,888 (áætlaður fjöldi 2007) einstaklinga  Kínversku þjóðarinnar, og þá sérstaklega þeirra sem þyrftu að heyra skammirnar?

Ég hygg að til þess að aðgerðir hefðu einhver áhrif í þessu máli þyrftu fleiri þjóðir, þá þjóðhöfðingjar fleiri þjóða að sniðganga hátíðina. (Íþróttamennirnir eru alveg löglega afsakaðir fyrir mér (máski eru tækifærin uppurin eftir 4 ár)).

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 22.7.2008 kl. 17:09

15 Smámynd: Kolgrima

Þetta er ekki bara spurningin um að hafa áhrif úti í heimi. Það gæti haft góð áhrif á sjálfsmynd okkar sem þjóð að geta haft einhverja trú á heilindum þeirra sem stjórna þessu landi.

Mér finnst fullkomlega ömurlegt að forseti, ráðherrar og aðrir opinberir starfsmenn skuli ætla á þessa ólympíuleika. Mér finnst ansi lágt lagst fyrir gott partí. Íslendingar leggja sem sagt blessun sína yfir mannréttindabrot Kínverja, samþykkja bann við að ákveðnir hópar megi sækja leikana og gangast sjálfviljugir undir höft á tjáningarfrelsi. 

Það liggur við að mig langi til að taka upp þann sið Jennýja að kasta mér í vegg! 

Kolgrima, 22.7.2008 kl. 18:03

16 identicon

Takk fyrir að svar mér Jenný, en já þegar ég var að lesa þetta, þá bara kom einn setning upp í hug minn:

"Dæmið ekki svo að þér verðið ekki dæmdur", von samt innilega að ég sé ekki að særa nein með þessu commenti mínu.

ÁJ

Ásgeir Jonsson (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 20:10

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ásgeir: Allt í fínu að segja skoðanir sínar hér inni á minni síðu.

 Kolgríma: Veggurinn næsta

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2008 kl. 21:27

18 identicon

Ég er hjartanlega sammála þessum pistli. Ókei og alltílæ að íþróttafólkið skjótist og hlaupi sér inn tölur í skrá en að stjórnmálamenn og forsetinn sjálfur ætli sér að leggja nafn sitt við þessa uppákomu er alveg beyond me.

Ég stóð í þeirri trú að Ólympíuleikarnir væru svokallaðir "friðarleikar" og væru til þess gerðir (endurvaktir frekar) að allar þessar þjóðir kæmu saman í sátt og samlyndi og leggðu til hliðar um stund ágreining sinn. Ég sé að það er ekki inni í myndinni lengur þegar ákveðnu fólki með ákveðnar "óhentugar" skoðanir svo og ákveðnum hópum (sem ekki hafa unnið sér neitt til saka) er meinaður aðgangur.

Ég er eiginlega bara orðlaus yfir því að þessir pólitíkusar skuli látta flattery fara svona með gildin sín. En það er náttúrulega ótrúlega fínt fyrir egóið að vera í boði hinna og þessara á hinum og þessum viðburðum. Skítt með hverjir gestgjafarnir eru.

Kristrún (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 22:50

19 identicon

 

Góðan daginn  Jenný  og þakka þér fyrir þessa áhugaverðu samantekt.

Karadíc  fær nú sinn dóm, en er það nokkur dómur, þó að hann þurfi að sitja í fangelsi það sem eftir er lífsins, í vernduðu umhverfi fangelsis, þar sem hann fær nóg að borða og væntanlega skrifa endurminningar sínar og aðgang að nógum bókum og upplýsingum?

Hitt er annað mál, var hann stórkarl í fjöldamorðum, þegar litið er til sögunnar? Ég held ekki.

Þú minnist á Hitler og Stalín.  Báðir voru þeir broddar og forystumenn pólitískra stefna, sem voru kveðnar í kútinn á tiltölulega stuttum tíma.  Hins vegar höfum við einnig 1400  ára árás  hins pólitíska Íslams ,,Jihad“  á Ekki-Múslíma (Kafírana) sem hefur að baki svo margföld morð, þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir plús eyðileggingu, menningarheima og menningarverðmæta að ekkert þekkist jafn illt  og blóði drifið  í mannkynsögunni.

Eftir fráfall Múhameðs, þá leysti Abu Bakr (faðir Aishu) , sem var fyrsti  Kalífinn, allan guðfræðilegan ágreining með þeirri pólitískri ákvörðun  að drepa þá sem vildu yfirgefa Íslam  með sverðinu (sú stjórnmálalega stefna gildir enn þann daginn í dag).   Úþenslustefna (Jihad) Umars (annars Kalífans, sem var nokkurs konar Guð-Páfa-Konungur)  kom eins og sprengja framan í hina vantrúðu.  Úþenslustefnan (Jihad) eyðilagði hin Kristnu Mið-Austurlönd og hina Kristnu Norður-Afríku. Fljótlega á eftir mættu hinir Persnesku Zoróastriar  og Hindúar Indlands  sömu örlögum  af hendi ,,Jihad“.  Hin stjórnmálalega saga Íslams er eyðilegging Kristnidómsins í Mið-Austurlöndum, Egyptalandi, Tyrklandi og Norður-Afríku.  Helmingur Kristnidómsins tapaðist. Áður en Íslam kom  inn  á sviðið, þá var Norður Afríka  suður svæði Evrópu (sem hluti hins Rómverska ríkis). Um 60 milljónum Kristinna manna var slátrað í þjóðarmorðum á meðan á þessum Jihad hernaðaraðgerðum stóð.

Helmingur hinnar glæsilegu Hindúamenningar var gjöreytt og 80 milljónir Hindúa drepnir.

Fyrstu vestrænu Buddistarnir voru Grískir afkomendur herja  Alexanders Mikla þar sem nú heitir Afganistan. Jihad eyðilagði allan Búddisma með fram Silkiveginum. Um 10 milljónir Búddista létust. Sigurinn yfir Búddismanum er hin raunverulega afleiðing  starfsemi íslamskrar varnar og  friðarbaráttu. (athugið að orð og hugtök íslams eru yfirleitt þveröfug við skilning vesturlandabúa á sömu orðum og hugtökum.)

Zoroastrianismi var upprættur í Persíu.

Gyðingar  urðu eilífðar undirsátar á meðan Íslam ríkti.

Í Afríku hafa yfir 120 milljónir Kristinna manna og elddýrkenda látist s.l. 1400 ára  (Jihad) Krossferða Múslíma.

Um það bil 270 milljónir Ekki-Múslíma týndu lífi s.l. 1400 ár til dýrðar hinu stjórnmálalega Íslam. (Ekki er vitað hve margir Múslímar týndu lífi á altari málstaðar Allah hins mikla  og hve margar ekkjur og munaðarlaus börn þeir létu eftir sig. Innsk. Þýðanda).  Þetta eru allur sá hafsjór tára, örvæntingar og sorgar ,,hinna íslömsku krossferða/Jihad,“  sem ekki er kent um neitt í skólum.

Grundvöllur alls hugmyndaheims Ekki-Múslíma hrundi gagnvart hinum stjórnmálalega íslamska hugmyndaheimi og tvöfölda  siðgæði.  Við  höfum nú þegar minnst á að fyrstu hugsuðir okkar gátu ekki einu sinni nefnt nafn innrásarherjanna,  sem MÚSLÍMA. (Pólitísk rétthugsun er ekki ný uppgötvun dagsins í dag, því síður eru pólitískir afréttarar neitt nýtt á nálinni heldur. Innsk. Þýðanda). Við búum ekki yfir neinni aðferð við að skilgreina Íslam. Við getum ekki komið okkur saman um hvað Íslam er (frekar en Múslímar, innsk. Þýðanda) og vitum ekkert um þjáningar okkar sem fórnarlamba 1400 ára langs  ,,Jihad“ (Íslamskra krossferða).

Sjá:  http://blogg.visir.is/hermdarverk/2008/06/05/hi%c3%b0-stjornmalalega-islam-iv-hluti/

Bestu kveðjur,

 

 

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2985812

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.