Leita í fréttum mbl.is

Þú ferð ekki fet Jenný Anna

 hippie-girl

Þegar maður lítur yfir blöðin sést að Íslendingar eru með veður á heilanum, sem er skiljanlegt.

Ég var reyndar alveg að fá mig fullsadda fyrr í dag þegar ég sat og lak nánast í gras þar sem ég sólaði mig eins og fín dama.  Og nú er ég hætt.  Ætla ekki að verða að efni í leðursófasett.

En varðandi verslunarmannahelgina sem er að bresta á.  Ég fékk aldrei að fara á meðan ég hafði ekki þroska til að gera það og löngunin var hvað sterkust og þegar ég var komin með þroskann þá var löngunin horfin alveg eins og lög gera ráð fyrir.

Ég vann allt árið að því. þegar ég var 15 ára, að fá pabba til að hleypa mér í Húsafell.  Maðurinn var algjörlega ósveigjanlegur.  Ekki að tala um.  Og ég grét og grét, bæði hátt og í hljóði.  Faðir minn horfði á mig algjörlega ósnortinn af harmi mínum og sagði uppörvandi röddu: "Þú mátt fara í dagsferð til Þingvalla, ég skal keyra þig og vinkonurnar og ná í ykkur eftir kvöldmat".  Ég nánast small í gólf.  Maðurinn hafði aldrei verið ungur og hann var grimmur og gegnvondur.

Ég reyndi að útskýra fyrir höfundinum að mér, án þess að sýna hvað mér var stórlega misboðið, að það væri erfitt að framkvæma þessa snilldarhugmynd.  Fyrir það fyrsta væru vinkonurnar á leiðinni í Húsafell, þær ættu foreldra sem TREYSTU þeim og málið því dautt. 

Baldur Guðmundsson sagði þá nokkuð glaðklakkalegur: "En Jenný mín þú tekur bara systur þínar (5eða 6) með þér í ferðina (á bak við hann heyrðist í frú Önnu hlægja kvikindislega ofan í bringuna á sér).

Merkilegt, þetta þaggaði niður í mér það árið og það næsta líka.  Og svo kúldraðist í einhverja plebbaferð með foreldrunum og unglingaveikin heltók mig sem aldrei fyrr.

Svo fékk ég rapport frá vinkonunum.  Hver byrjaði með hverjum. hver hætti með hinum og allan þann pakka.

Ég hafði hins vegar ekki frá neinu að segja.

En takk samt mamma og pabbi, ég þurfti að láta bjarga mér frá sjálfri mér.Heart


mbl.is Útlit fyrir ágætis veður um verslunarmannahelgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Ég fékk að fara í Galtalæk með vinkonu minni og fjölskyldu hennar, en við fengum að tjalda á unglingasvæðinu...... einmitt.

Linda litla, 30.7.2008 kl. 17:46

2 identicon

 ég fór í mína einu útilegu 1974.Á Laugarvatn.22 voru í mínu 5 manna tjaldi.Og þetta var í fyrsta og eina sinn.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 18:13

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég fór einu sinni þegar ég var unglingur í Galtalæk svo aldrei meir

Kristín Katla Árnadóttir, 30.7.2008 kl. 18:19

4 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Pabbi minn keyrði mig í Galtalæk á bindindismót með vinkonum mínum sumarið sem ég var fermd. Mikið var gaman og mikið var pabbi gamli nú góður. Því hann var nú alltaf frekar strangur og reynir að vera það enn..

Brynja Hjaltadóttir, 30.7.2008 kl. 18:46

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég fór í Vaglaskóg þegar ég var 15 ára, skil ekki enn að ég hafi fengið leyfi, man ekki eftir að það hafi verið nokkuð mál, enda hvorki reykti ég né drakk á þessum tíma og því ekkert mál að gefa leyfi. Voðalega fannst mér samt margt ungt fólk haga sér illa.  held ég hafi bara ekki fattað tilganginn með þessari helgi þá, en það breyttist svo.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.7.2008 kl. 19:32

6 Smámynd: Hulla Dan

Ég elska hann pabba þinn kona!!!

Mamma leyfði mér að fara á Laugar hátíð þegar ég var bara 14 ára. Guð má vita afhverju??? Held að hún hafi verið aðframkomin af uppeldi. Hún ER góð.

Ég leyfi ekki mínum börnum að fara eitt né neitt.
Samt er eldri orðin 21 árs (ojjj hvað ég er old) og sú yngri 18 (gerir mig ekkert yngri)
Þær gera það sem þeim sýnist, en ekki með mínu samþykki.
Sonum mínum á ég ekki eftir að hleypa handfet!

Knús og kram

Hulla Dan, 30.7.2008 kl. 19:35

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.7.2008 kl. 19:37

8 identicon

Guð minn góður - ég fór einu sinni á svona rokkhátíð í Húnaveri ca. 17 ára og eftir þá reynslu læknaðist ég það var rigning og moldardrulla, ég mundi varla neitt fyrir blakkáti og þurfti í þokkabót að sitja drulluþunn í rútu suður til Rvk. með þýskum síblaðrandi og síhlæjandi túristum (það er það allra versta sem hægt er að upplifa þunnur, með hausinn og magann á hvolfi)

Afréttarinn kom svo 2 árum seinna þar sem ég fór með félögum á edrúhátíð á Staðarfelli - mun betra val!

Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 20:19

9 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Þessi vann í Þorlákshöfn

síðasliðið sumar

ég nefni engin mannanöfn

hún var að vinna í humar.

Orti vistmaður á Kleppi til mín síðsumars, árið sem ég fór á Þjóðhátíð í Eyjum. Ég var á sextánda ári og skellti mér bara með stelpunum. Þegar ég hringdi til mömmu úr Eyjum varð hún alveg undrandi á þessum þvælingi, en bætti við full af trausti: Guð fylgi þér elsku barn.

Eva Benjamínsdóttir, 30.7.2008 kl. 20:28

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég fór í Húsafell 17 ára og skemmti mér alveg rosalega vel.  Af einhverjum ástæðum var ég samt hrikalega óróleg þegar drengirnir mínir fóru að fara á Þjóðhátíð, báðir eftir 19 ára aldurinn.  Nú er sá pakki búin............þangað til barnabörnin byrja að verslunarmannahelgast

Sigrún Jónsdóttir, 30.7.2008 kl. 20:37

11 identicon

Guðrún B. (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 22:48

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Erum við að rifja upp gamlar verlzunarmannahelgar?

Hrönn Sigurðardóttir, 30.7.2008 kl. 23:23

13 Smámynd: Sigríður Þórarinsdóttir

Ég man eftir ferð í Þjórsárdal þegar ég var 16 að verða 17. Við vinkonurnar vorum að vinna á laugardeginum og fjölskylda hennar var svo yndisleg að fara með tjaldið og græjurnar og tjalda fyrir okkur og svo kæmum við með rútunni um kvöldið. Við fórum auðvitað beint á ball í Árnesi og vorum svo að reyna að finna tjaldið um nóttina. Við gengum um og spurðum alla sem á vegi okkar urðu hvort þeir hefðu séð tjald með blómum og erni á. Svörin sem við fengum voru sum á þessum nótum: Nei en við sáum bleika fíla.  Málið var að fína gamla fjölskyldutjaldinu hennar vinkonu minnar hafði verið tjaldað á fjölskyldusvæðinu en ekki partýsvæðinu og við fundum það daginn eftir með þessari fínu tertu í. Sætt af foreldrum og ömmu vinkonu minnar að hugsa svona vel um okkur. 

Sigríður Þórarinsdóttir, 30.7.2008 kl. 23:32

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Anna: Góð.

Takk fyrir frábær innlegg.  Ég er í kasti.  Erum við allar svona skrýtnar?

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.7.2008 kl. 23:56

15 Smámynd: Steingrímur Helgason

Jamm, þið eruð það ...

Steingrímur Helgason, 31.7.2008 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.