Færsluflokkur: Lífstíll
Laugardagur, 25. apríl 2009
Munið hrunið
Í tilefni dagsins og samvisku minnar vegna vill ég minna á eftirfarandi, vegna þess að nú í dag hefur fólk tækifæri til að tala með atkvæði sínu.
Refsa eða umbuna.
Munið hrunið.
Munið hverjir gerðu það mögulegt.
Sjálfstæðisflokkurinn í boði Framsóknar lengst af, rétti óreiðumönnum fjöregg þjóðarinnar sí svona, eins og ekkert væri sjálfsagðara.
Nú er allt útlit fyrir að næstu kynslóðir verði bundnar á skuldaklafann og það án þess að hafa lyft litlafingri til að orsaka það.
Gangið fram hjá þeim flokkum sem sváfu á verðinum eða tóku þátt í sukkinu.
Ekki hafa á samviskunni áframhaldandi rugl.
Ég kýs VG og þakka fyrir að ég þarf ekki að velkjast í vafa um heiðarleika þess flokks.
Njótið dagsins!
![]() |
Bjarni Ben kaus fyrstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 24. apríl 2009
"Að halda ofaná"
Þvílíkur dagur!
Ég steðjaði af stað til að kjósa.
Röðin var heil eilífð að lengd. Ég kýs því á morgun eins og pöbullinn.
Svo fékk ég gesti, einn frá Englandi. Ekki leiðinlegt.
Svo náðum við í systkinin Jenný Unu og Hrafn Óla.
Pabbinn í stúdíói, mamman að djamma, halda upp á að hún er að ljúka merkilegum áfanga í náminu sínu.
Jenný Una (sest mjög kjaftaleg með hönd undir kinn, við eldhúsborðið): Amma; pabbi minn er gamall.
Amman: Ha? Gamall hann pabbi þinn? Nei, hann er frekar ungur maður.
Jenný Una (ákveðin): Nei, hann er gamall, hann segir vimmig, Jenný Una, ér pabbi gamli.
Amman: Já, hann er bara að grínast.
Jenný Una (hugsi): Já erþa? En amma, þú ert sko gömul þú ert miklu gamlari en pabbi minn.
Takk Jenný Una Eriksdóttir!
Og töluvert seinna.
Jenný Una: Amma, mamma mín er ekki í skólanum sínum. Hún er að halda ofan á að hún er búin í skólanum og fer í annan skóla.
Amman: Halda hvað?
Jenný Una (pirruð á skilningsleysi gömlu konunnar): Hún er að halda -o-f-a-n-á að hún er búin í skólanum.
Tíu mínútum síðar fattaði ég hvað barnið meinti, ég rauk á hana og knúsaði í kremju.
Að halda uppá eða ofaná - lítil sem enginn munur.
Arg.
Myndin er frá síðustu helgi þegar Jenný fór með mömmu sinni, Söru vinkonu mömmunnar og Tryggva í sjóveiði.
P.s. Svo horfði ég á á RÚV kosningaþáttinn, hef ýmislegt um hann að segja, geri það seinna.
![]() |
Hryðjuverkalög á útrásarvíkinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 24. apríl 2009
Heldur enn
Stjórnin heldur enn, segir Mogginn.
Alveg eins og hann hafi búist við hinu gagnstæða.
En betur má ef duga skal.
Allir að kjósa, kjósa rétt og ekki skila auðu.
Koma svo.
![]() |
Stjórnin heldur enn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 23. apríl 2009
Hver er fallegust?
Ég er svo mössí, mössí í kvöld.
Algjör tilfinningakartöflustappa með smjöri.
Svo langar mig til að bresta í söng.
"Vorvindar glaðir", en ég sleppi því.
Örugglega sumarið held ég.
En eitt hefur vantað í kosningabaráttuna.
Það er fegurð kvenframbjóðendana sem hefur ekki enn verið metin, hvað þá um hana kosið.
Það á að raða konum upp eftir fegurð, fallþunga og aldri, þvert á flokka.
Konur eiga ekkert að þvælast í framboð, séu þær yfir/undir kjörþyngd, ómálaðar og með skjúskað hár.
Svo kjósum við auðvitað þann flokk sem á fallegustu konurnar.
Herra Ísland (hver sem það nú er) hefur gert þetta mögulegt.
Hann hefur útbúið lítinn og sætan samkvæmisleik þar sem við getum raðað stelpunum eftir útliti að okkar smekk.
Og hér má kjósa framboðsherrana. Jafnræði. Ávallt jafnræði.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 23. apríl 2009
Mér brá!
Ji, mér brá bara þegar ég sá þessa íþróttafrétt.
Er enn verið að keppa í þessari grein?
Jahérnahér.
![]() |
Valdís Ýr valin ungfrú Vesturland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 22. apríl 2009
Þessu trúi ég - því miður
Stundum hefur maður ekki hugmyndaflug til að skilja eða sjá fyrir sér hversu lágt er hægt að leggjast þegar völd og peningar eru annars vegar.
Við sjáum dæmi um þetta á hverjum degi, stundum oft á dag.
En ég sá þetta inni hjá Dofra.
Samkvæmt þessu þá munu Sjálfstæðismenn ástunda hringingar í unga kjósendur sem ætla að kjósa annað en Sjálfstæðisflokkinn og hvetja þá til að strika Árna Johnsen út.
Þar með er kjörseðillinn ógildur.
Ef þetta er rétt þá er siðleysið innan Sjálfstæðisflokksins meira en mig óraði fyrir og taldi ég það í hæstu hæðum fyrir.
Samanber styrki og prófkjör og annað því um líkt.
En miðað við allt sem upp hefur komið í tengslum við þennan flokk þá trúi ég þessu.
Trúi þessu algjörlega og inn í merg og bein.
Svo fann ég þessa krúttlegu mynd á netinu.
![]() |
Fleiri munu skila auðu og strika yfir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 21. apríl 2009
Kjósa!
Mikið skelfing er ég glöð með velgegni Borgarahreyfingarinnar í skoðanakönnunum.
Minn flokkur er líka í fínum málum.
Jájá, þið sjáið þetta sjálf á meðfylgjandi frétt.
Ég er að hugsa um að kjósa utankjörstaðar, bara upp á öryggið.
Ég gæti vaknað dauð á laugardagsmorguninn og þá er mitt atkvæði farið í súginn.
Ekki bara mitt, húsbandið yrði auðvitað miður sín og færi ekki á kjörstað. Tvö í ruslið.
Dætur mínar, hm.. þær yrðu voða leiðar líka, en frumburður verður í London og búin að kjósa, Maysan í London og má ekki kjósa en Sara færi líka í rusl og myndi gleyma kosningunum.
Þannig að sjá má að það er ekki á vísan að róa með atkvæði þessarar fjölskyldu.
Kannski ég ætti að steðja á kjörstað strax í dag.
Gæti hrunið í kvöld, enginn veit sína ævina fyrr en öll er.
Já, ég er stórskrýtin en ég er með boðskap í þessari færslu hérna.
Það skiptir ÖLLU máli að kjósa. Það er grundvallaratriði og heilög skylda nú eða réttur hvers manns.
Ég set X við V það er nokkuð ljóst.
Ætli það sé ekki best að fara að koma sér í kjörklefann.
Ég er með svo hraðan hjartslátt eitthvað, smá höfuðverk, hvað er í gangi?
Ætli ég sé nokkuð að yfirgefa?
Lalalalalala
![]() |
O-listi fengi fjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mánudagur, 20. apríl 2009
Hótel Ísland?
Fjandinn sjálfur, alltaf eru Íslendingar svo mikið dagurinn í gær eitthvað.
Útrásarvíkingarnir frekar blankir núorðið, að eigin sögn að minnsta kosti.
Nú er búið að opna hótel í Tyrklandi sem slær öllu við, brýr hannaða eftir teikningum Da Vinci, Michelinkokkar og ég veit ekki hvað.
Þarna er árshátíðar- og fundahótel útrásarvíkinganna lifandi komið.
Þeir hefðu getað hætt að djamma á Kínamúr og tungli.
Damn, damn, damn, þeir hefðu keypt þetta hótel á spottinu, ég er viss um það.
Það hefði fengið nafnið Hótel Ísland, krakkar, ég sverða.
D´Angliterre minn afturendi!
![]() |
Hótel sem slær öllu við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 18. apríl 2009
Haldið til haga..
og hér með fært til bókar.
Þessir þrír sögðu nei við nýjum lögum við banni á kaupum á vændi.
Hvað er það við miðaldra (og yfir) jakkafataklædda karlfauska og úrelt kvenfjandsamleg gildi?
Föstudagur, 17. apríl 2009
Og vitið þið hvað?
Ég var að velta því fyrir mér fyrr í kvöld hvort það væri ekkert líf, ekkert bloggefni, ekkert stuð, fyrir utan pólitík, hústökur og bankahrun.
Jú, víst er það. Það má blogga um ýmislegt.
En þá vandast málið.
Ég get ekki bloggað um drauma, þú treður ekki heilaflippi næturinnar, sem sjaldnar meikar sens, upp á fólk sem rekst inn á bloggsíðuna þína.
Ég get ekki bloggað um veikindi. Ég veit ekkert leiðinlegra en veikindi, þó það megi geta þess hér að ég er raddlaus á sjöunda, með sprungna hljóðhimnu og skapvonsku í sögulegu hámarki.
Ég get hins vegar bloggað um allt og ekkert, skrifað heilu færslunar um eitthvað vísindafokk, en ég er ekki stemmd fyrir fíflagang á meðan ég bíð eftir kosningum.
Sko, þetta með veikindin (gat verið ég er komin á fullt), það er ekkert leiðinlegra en fólk sem lifir í veikindum.
Bloggar um þau.
Talar um þau.
Veltir þeim fyrir sér.
Les um þau.
Er þau.
Hm..
Hef ég sagt ykkur að ég er með sprungna hljóðhimnu?
Var ég búin að segja ykkur að ég get ekki talað?
Gleymdi ég að geta þess að mig verkjar í báðar hnéskeljar eftir bænahald morgunsins?
Örugglega ekki.
Og vitið þið hvað?
Í nótt dreymdi mig draum.
Hann innihélt Bjarna Ben, bókhald Guðlaugs Þórs, John Lennon, hlaðið kökuborð en ekkert kaffi. Leit að fjársjóði, dollara í búntum og týnda skó.
Það má geta þess að Bjarni Ben er vita laglaus samkvæmt draumi.
En ég ætla ekkert að blogga um það neitt.
Þið mynduð ekki skilja upp né niður.
Segi svona.
Góða nótt aularnir ykkar.
"Talk to the hand"
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.8.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 2988376
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr