Færsluflokkur: Lífstíll
Fimmtudagur, 27. mars 2008
Hvað finnst þér?
Um hana þessa?
eða þessa?
Er ekki alltaf verið að tala um að jafnrétti sé náð svona nokkurnveginn?
Allt í góðu, virðingin fyrir konum alveg á góðu róli og staða konunnar öll önnur nú á síðustu og bestu?
Jájá, sæl.
ARG
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Fimmtudagur, 27. mars 2008
Alkinn ég saklaus í þetta skiptið
Getið þið ímyndað ykkur 24,8 milljónir lítra af vökva?
Erfitt? Ekki svo rosalega, en þetta er gífurlegt magn.
Þetta magn rann ofan í áfengisþyrsta Íslendinga á s.l. ári. Ómægodd.
En góðu fréttirnar eru að undirrituð á ekki dropa af brennivínsflóðinu mikla á nýliðnu ári.
Það er af sem áður var.
Dagskammtur hjá mér, síðustu tvö árin sem ég drakk var:
4-6 bjórar á góðum degi, meira um helgar.
Stundum var vínlistinn poppaður upp með rauðvíni ásamt dassi af pillum.
Það þarf enginn að vera hissa þó sumir hafi ætt í meðferð.
Ef ekki þá hefði þessi tala verið mun hærri og það væri mér að kenna.
Jesús minn, íslenskt þjóðarbú á mér ýmislegt að þakka. ´
Ég væri enn að fokka upp sölutölum bæði í Ríkinu og hjá lyfjaframleiðendum.
Hm..
Ég er að minnsta kosti edrú og síðast drakk ég brennivín í ágúst 2006. Svo fuku pillurnar í kjölfarið.
Úúújeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeee
Péess dagsins er sú staðreynd að SUMIR áttu það til að biðja um nótu í Vínbúðinni, til að láta líta út fyrir að verið væri að versla fyrir fyrirtæki. Þvílíkur plebbismi og alkarugl. Þetta var ekki ég sko, ónei, heldur kona sem ég þekki
, hehemm.. sko frænka mín - utanað landi.
![]() |
Áfengissala jókst um 7% á síðasta ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 26. mars 2008
Pirringsblogg - ARG
Í gær var ég að lesa pistil hjá henni Heiðu bloggvinkonu minni, um að notandandinn "Handtöskuserían" hafið beðið hana um bloggvináttu. Ég skildi svo vel að hún væri pirruð. ARG!
Sömu beiðni fékk ég stuttu seinna. Ég opnaði ekki bloggið heldur hafnaði beiðninni umsvifalaust.
Aftur fékk ég beiðni frá Handtöskufólkinu og nú samþykkti ég og eyddi svo í þeirri von að þau tæku ekki eftir að þeim hefði verið hent út. Hehe. Ég ætti ekki annað eftir en að fara að gerast bloggvinur fyrirtækis. Það þarf að vera eitthvað sérstakt á bak við svona blogg til að ég samþykki það. Eins og grasrótarsamtök ýmis konar.
Ég urlast upp af bloggum sem notuð eru til að selja eitthvað.
Man eftir Killer Joe leikritinu, en einhver talsmaður þess setti upp síðu og kommenteraði stöðugt út um allt blogg.
Það er hvergi friður fyrir sölumönnum, allt er notað. Eins og það sé ekki nóg að vera með auglýsingu á bloggsíðunni sinni án þess að hafa beðið um hana.
Ef þið eruð að selja eitthvað, ekki reyna að biðja mig um bloggvináttu.
Verið úti krakkar.
Hóst.
Annars er bloggvinalistinn minn orðinn ansi langur og ég er stöðugt með þá tilfinningu að ég geti ekki sinnt öllum þeim sem eru á honum. Þarf að fara að grisja.
Ogjammogjá.
Það
Miðvikudagur, 26. mars 2008
Markaðstorg hégómans
Þegar ég var átta ára, freknótt með fléttur, leið ég vítiskvalir. Ég sem las allt sem að kjafti kom var komin með þá vitneskju á hreint að ég myndi gifta mig einhverjum manni í fyllingu tímans. Ég hélt að það væri náttúrulögmál. Það giftust bókstaflega allir, bæði í bókum og raunveruleika.
Þetta var í fyrsta skipti (en alls ekki það síðasta) sem hégóminn náði mér og ég engdist og kvaldist. Ég hafði reyndar ekki hugmynd um að fólk gerði dodo, var á því á þessum tíma að almættið setti börn í magann á konum, þannig að ég var alveg róleg hvað varðar fjölgunarprósess mannkyns.
En.. það sem olli mér svona miklum hrylling var tvennt:
Það myndi enginn maður vilja giftast mér út af freknunum. Hugs, hugs, hvernig reddar maður því? Jú, eftir langar andvökunætur kom ég niður á lausn. Amma átti meik og púður. Ég ákvað að þegar ég yrði fullorðin (hehemm) og færi í Hagaskóla, þá myndi ég troða viðkomandi jukki framan í mig og ná mér í mann. Þar náði ég mér í svefnfrið en ekki lengi.
Vandamál nr. tvö sló mig í hausinn, af öllu afli. Hjón sváfu í sama herbergi, ésús minn og þau háttuðu sig fyrir framan hvort annað. Mér sundlaði. Þetta var ekki gerlegt. Maður klæðir sig ekki úr fötunum til að fara í náttfötin fyrir framan ókunnugan mann og ekki kunnugan heldur ef út í það er farið. Ég velti fyrir mér allskyns reddingum á þessum tæknilegu örðugleikum. Herbergi með svölum, nei, ekki hægt, nágrannarnir myndu sjá mig. Alls kyns leiðir voru hugsaðar upp og í lokinn kom ég niður á eina. Ég myndi bara fara á klósettið og hátta mig og segja manninum að ég væri með hættulegan sjúkdóm. Fyrsta lygin fæddist, eða möguleikinn á henni.
Það kom í ljós, merkilegt nokk, öllu síðar, að þetta átti ekki eftir að vera vandamál í mínu lífi. Ég reif umyrðalaust af mér spjarirnar á almannafæri (djók).
Þann dag sem ég læt á mig lifandi blóðsugur í fegrunarskyni, er ég búin að missa það. Ég er til í bótox og lyftingar ef þær bjóðast án fyrirhafnar (án þess að mig langi nokkurn skapaðan hlut í þær) en þar segi ég stopp.
Mikið djöfull er hégóminn öflugur drifkraftur.
Er ekki hægt að virkja risaköngulær í fegrunaraðgerðir? Það væri dásamlegt að láta þær fokka í andlitinu á sér á meðan maður sefur og vakna rjóður og stunginn að morgni, tíu árum yngri en steindauður.
Þetta datt mér í hug þegar ég var að lesa blöðin í sakleysi mínu.
Úje.
![]() |
Notar blóðsugur til að halda húðinni unglegri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Þriðjudagur, 25. mars 2008
Sorgarfréttir
Ég var ekki fyrr búin að skrifa færsluna um áfallakvótann minn í morgun, þegar ég fékk slæmar fréttir. Góður vinur okkar liggur fárveikur inni á spítala og er haldið þar sofandi.
Nú sit ég hér og reyni að senda hlýjar hugsanir og ljós til þessa vinar sem er okkur svo mikils virði.
Lífið er svona, sárt og vont stundum og það eina sem hægt er að gera er að leggja von sína á almættið (mitt persónulega) og hugsa fallegar hugsanir.
Annars hef ég sofið stóran hluta dagsins. Er með hita, hósta og hósta og get NÆSTUM því ekki reykt, en einhvern veginn þræla ég mér í það samt. Hóst, hóst.
Ég gafst sem sagt upp fyrir hita og beinverkjum (einn ganginn enn í vetur) og hugsaði sem svo; "if you can´t beat it, be it". Þannig að nú er ég kvefpest.
Hef ekki margt að segja, er satt að segja andlaus eftir þennan dag, sem ég vil hafa að baki sem fyrst.
Farið vel með ykkur, elskurnar.
Góða nótt úr djúpinu.
Þriðjudagur, 25. mars 2008
Áfallakvóti Jennýjar Önnu
Ég er viðkvæm í dag, enda lasin. Leggst ekki vel í undirritaða. Ég hef verið að hugsa (já huxdagur hér á bæ, hvern fyrsta virkan dag eftir páska) um lífið og tilveruna, tilganginn og getuna til að takast á við það. Ekki lítið verkefni, ég veit það en svona er þetta stundum.
Kveikjan að hugsinu var grein í visi.is um ungbarnadauða. Þið sem þekkið mig vitið að það kemur ekki vel við mig.
Ég kann ekki vel að safna, nema lífsreynslu auðvitað, upp á gott og vont. Enginn fer varhluta af áföllum í lífinu, þau eru mismörg eins og gengur, sum ásköpuð, sum ekki.
Þegar mín persónulegu áföll hafa riðið yfir hef ég haldið, í fullri alvöru, að þetta gæti ég ekki höndlað, alls ekki, ég myndi ekki hafa það af. Ekki séns að ég gæti hafið mig upp á lappirnar að þessu sinni og allur þessi pakki sem fer í gang þegar lífið verður erfitt. En ég er ekki öðruvísi en annað fólk (eins gott að muna það svo mér slái ekki niður af spesveikinni), það er ekki um annað að ræða en að rísa á fætur og þvæla sér í gegnum lífið. Það er nákvæmlega ekkert hetjutengt við að komast af úr áföllum, það eru engir aðrir kostir í stöðunni. Þess vegna fer hetjutalið svolítið fyrir brjóstið á mér.
En svo sit ég hér, á fínum aldri, allt að því hortug og glottandi (ýkjur), af því að ég eins og svo margir aðrir á undan mér, náum okkur eftir áföllin. Við byrjum að brosa á ný, getum gert grín að sjálfum okkur í dramatíkinni sem á undan er gengin og allt er eins og það á að vera.
Svo er það kvótinn. Kvóti á manneskjulega harma. Þegar barnabarnið mitt dó argaði ég á guð og mér fannst að hann hafi farið vel yfir mörkin, varðandi mig og mína fjölskyldu. Svo rann það upp fyrir mér að það er enginn áfallakvóti til og guð var ekki merkjanlegur í áfallateyminu. Þá gerðist ég sjálfstætt starfandi áfallafrömuður og leit til sjálfrar mín og stöku fagmanna í baráttunni við lífið.
Það er kannski þess vegna sem ég er öruggari með að höndla möguleg áföll framtíðarinnar. Minn persónulegi guð er auðvitað með í myndinni, en ég er arkitektinn, skemmtanastjórinn og dyravörðurinn og vei þeim sem ætlar að vera með vesen við heilaga þrenningu.
Ég veit, hugsanir geta kallað á eitthvað, en hvað get ég sagt?
Lagið um minn einka guð er hér og lagið er flutt af dauðlegum manni.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Þriðjudagur, 25. mars 2008
Já ég veit að það er komin nótt...
..og að það á ekki að blogga eftir myrkur en mér er sama, slétt sama og ég geri það samt.
Kl. er 00:41 að staðartíma, veðrið er skítsæmilegt, þvottur ófrágenginn, uppvask líka, en annars er allt í sómanum.
En..
nú er hvunndagur á morgun og ég þarf að vakna í bítið og hvað geri ég þá? Jú ég sit og vaki. En í gær, fyrradag, daginn þar áður og hreint alla páskana hef ég farið að sofa fyrir miðnætti. Nú dauðsé ég eftir því, hef örugglega misst af mikilvægum upplifunum.
Ég er sem sagt á lífi, og núna er ég að vísa til loforðs sem ég gaf fyrr í kvöld, að láta vita af mér, svo fremi sem ekki væri búið að fyrirkoma moi.
ÉG LIFI!
Hvað á ég að gera? Mér líður eins og ég hafi fengið adrenalín í æð.
Sussusussu,
ég get fengið mér te
eða kaffi (strike this one)
farið í bað
út að labba
en ég geri ekkert af þessu.
Ætla að lesa í AA-bókinni og fara svo að sofa í hausinn á mér.
Dreymi ykkur ógeðslega vel og fallega.
Kikkmíonmæhedd!
Péess; húsband keypti ekki handa mér páskaegg, enda engin þörf á því ég get séð um mig sjálf. Ég keypti eitt lítið kvikindi og skilaboðin voru (í boði Freyju):
Svo er auður sem augabragð, hann er valtastur vina.
Mikið skelfing er ég sammála.
Já,já,já, farin að lúlla.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 24. mars 2008
Óreiða á gólfi
Aldrei er maður ánægður (ekki satt er mjög ánægð og sátt við lífið.. en samt). Ég er að drepast úr páskaþreytu. Frá því á fimmtudaginn hefur allt verið í hægagangi og í dag er ég búin að fá nóg af helgidögum í bili.
Fimm dagar er ansi stór biti.
Svo eru allir einhvers staðar finnst mér. Alla heim takk.
Í gær reif Jenný Una heila litabók á gólfið. Það sást ekki í það fyrir pappír. Hún var stolt og ánægð með vel unnið verk.
Amman: Jenný mín ertu búin að rífa niður alla litabókina þína?
Barn: Jabbs. (Stolt með hendur á mjöðmum).
Amman: Það má ekki gera svona.
Barn: Júbb é má það alleg éragera listaverk.
Ók,ók,ók, allt fyrir listina.
Verkið heitir "Óreiða á gólfi".
Stolið og staðfært.
Gleðilega páskarest gott fólk.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 24. mars 2008
Pólverjar vs Pólverjar vs Íslendingar
Pólsk glæpagengi vaða uppi og kúga samlanda sína með ofbeldi, ráðast inn á heimili þeirra og stórslasa heimilisfólkið.
Mér er sama hverrar þjóðar löghlýðnir borgarar eru, þeir eiga rétt á friðhelgi einkalífsins og að vera öruggir innan veggja heimilisins.
Þess vegna má það einu gilda á hvern glæpagengið ræðst, en auðvitað er þetta vatn á myllu þeirra sem vilja ekki útlendinga á Íslandi nema þá norræna menn og túrhesta.
En mikið vildi ég sjá þessa glæpagengismenn hent úr landi.
Ég vildi reyndar sjá á bak öllum ofbeldismönnum frá landinu, hverrar þjóðar sem þeir eru.
Ofbeldislaust Ísland, nokkuð göfugt markmið.
En þannig gengur það ekki.
Flestir útlendingar sem hér vinna, oft fyrir lélegt kaup og lélegan aðbúnað, eru heiðarlegt fólk og hafa bjargað fyrirtækjum fyrir horn, þegar Íslendingar hafa ekki fengist í vinnu.
Við ættum að hafa það í huga og ráðast ekki að heilu þjóðarbrotunum vegna undantekninganna.
En undantekningarnar mættu fara til fj.... fyrir mér. Og allar þær íslensku með þeim.
Svo var nú það.
![]() |
Pólsk glæpagengi herja á aðra Pólverja hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 23. mars 2008
Ok, ok, ok, aðeins páskalegri færsla..
..þar sem bloggvinir mínir eru dálítið slegnir yfir færslunni um Eril, en hann er auðvitað ekki par páskalegur blessaður. Ég viðurkenni það.
Annars er páskadagur ekkert annað en nafn á almanaksdegi fyrir mér, þó ég sé trúarlega sjálfstæð og einstök sem slík. Hafið þið ekki pælt í því með upprisu- og fæðingarhátíð Jesú, hvað þær smella inn á heiðnar hátíðar? En ég veit, píslarsagan gerðist á páskum og ég elska himnafeðga. Þá er það frá.
Í morgun átti sér stað eftirfarandi samtal, á ættaróðali Jennýjar Unu við Leifsgötu hér í bæ.
Mamman: Jenný; hvað ertu að gera með hníf í páskaegginu þínu?
Jenný Una: Éeragera heimsmet!
og..
Jenný Una rýkur inn í herbergi eftir að hafa verið skömmuð fyrir eitthvað smáræði, hún gleymir því og fer að lita.
Mamman: Jenný mín líður þér ekki vel? (Mamman mjög pedagógísk)
Jenný Una: Ekki hafa áhyggjur amér, érra lita.
Mamman spurði mig hvort ég héldi að barn væri búin að kaupa sér íslenskukennslu út í bæ, sem hún vissi ekki um. Hvað veit ég hvað þetta þriggja ára barn er að bardúsa?
Í kvöld er kvöldmaður hjá Söru og Erik. Þangað fer ég, húsband, Frumburður ásamt heittelskaða og Jökla fermingarbarni. Ég ætla að knúsa Hrafn Óla í klessu.
Ég talaði við Maysu mína, en hún Robbi og Oliver gistu við sjálfan Abbey Road í nótt hjá vinafólki sem jafnframt eru vinnuveitendur Maysunnar.
Þau voru á leið í dinner í miðborg Lundúna..
..og það hafði snjóað á þau.
Svona er lífið á páskum.
Ójá
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr