Færsluflokkur: Lífstíll
Laugardagur, 22. mars 2008
Gjallarhornsfíbblið
Jæja, hér er mynd af mér sem húsband tók af mér núna áðan. Það sést kannski ekki, en ég var að versla fyrir páskana. Djók.
Ég er alveg svakalega bloggin í dag, enda hefur dagurinn (með smá undartekningum) liðið við lítið. Ég verð svo undarleg á páskum, veit ekkert hvað ég á að mér að gera.
Ég hitti konu áðan, í verslunarferðinni, hún er hávær og miður skemmtileg, enda þekki ég hana nánast ekkert.
Hún: Ég las það á blogginu þínu að þú hefðir farið í meðferð!! Ertu edrú?
Ég (lágt): Jabb. (Hugsaði: en þú gjallarhornsfíbblið þitt?).
Hún: Þú féllst um daginn sá ég, hvað ertu að pæla?
Ég: Hm.. það var stutt fall og ég fór strax inn á Vog (ég hvíslaði).
Hún: Frusssssssss aumingjaskapur.
Ég: Já finnst þér það.
Hún: Jább, klárlega.
Ég: Gleðilega páska.
Hún: (brosir sínu blíðlega og kallar til Ísafjarðar) Ég elska að lesa bloggið þitt. Það er alltaf eitthvað vesen á þér. Við liggjum yfir því vinkonurnar.
Ég:#%))$)$W)%(#=($%ö
Jájá, gaman að hitta fólk.
Ég hreinlega elska fólk (með örrrrrrfáum undantekningum)
Ekki segja að ég deili ekki með ykkur mínu stórskemmtilega lífi hérna.
Alltsvo yfir og út!
Súmíbítmíbætmí.
Föstudagur, 21. mars 2008
Hinn massívi maður
Ég klikkaði á þessa frétt vegna þess að ég hélt að Michelin hefði verið að framleiða einhver voðadekk sem sættu gagnrýni frá fólki af öllum stærðum og gerðum. Hélt jafnvel að þetta væri ný uppfinning af settöppi sem myndi fljúga á þjóðvegum heimsins, án tillits til líkamsþunga bílstjóranna.
Michelin maðurinn á pláss í hjartanu á mér. Nokkuð stórt enda ekki mikið þar fyrir (djók).
Michelin maðurinn er þessi kraftalegi, stóri maður sem á erfitt með hreyfingar vegna mikils vöðvamassa. Hann er á sterum eða væri það ef hann kynni að afla sér upplýsinga eftir eðlilegum leiðum. Hann er traustur, þögull, massívur og þjónustulundaður. Það er hægt að senda hann eftir allskonar, út um allt, án vandræða. Hann spyr einskis.
Af hverju ætli ég sé búin að troða þessu frummanni inn í hjartað á mér? Jú, það er ástæða fyrir því. Ég á vinkonu sem lenti á séns með þessum manni fyrir margt löngu. Hann var alveg eins og að ofan greinir. Það var jafn auðvelt eða jafnvel auðveldara að vera með Michelin manninn í eftirdragi, heldur en handtösku eða regnhlíf. Hann fúnkeraði eins og lifandi innkaupavagn og flutningsfyrirtæki þessi elska, án þess að ég fari nánar út í það.
Margir hlutir voru keyptir og mikið var flutt á meðan hann stóð við. Auðvitað notaði ég tækifærið á meðan það gafst.
En ég vissi aldrei hvað hann hét, ef hann þá hét eitthvað og var ekki ímyndun ein.
En ég sannfærðist um að upplifun mín hafði verið raunveruleg því ég sá börnin hans í sjónvarpinu um daginn. Mig minnir að það hafi verið Júróvisjón. Allt strákar og allir tónlistarmenn. Ji hvað mér létti.
En fréttin er sem sagt ekki um Michelin manninn. Hún er um veitingahúsagagnrýnendurna Michelin.
Ójá.
![]() |
Gagnrýnendur Michelin af öllum stærðum og gerðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 16. mars 2008
Nýbaðaðir, nýrakaðir og púðraðir
Ég hef átt yndislegan dag. Fermingin var falleg og fermingarveislan frábær og barn dagsins, Jökull Bjarki ljómaði eins og sól í heiði. Myndir birtar síðar. Það er möguleiki á að ég skelli inn nærmynd af fótabúnaði, þar sem margir hafa grátið í mér og beðið mig um að sýna mínar fögru ristar á blogginu.
Hm...
Ég sat hérna við sjónvarpið, sæl og ánægð en örþreytt, enda ekki nema von, búin að hlaupa út um allt á þeim háhæluðu, sósjalísera og vera skemmtileg innan um alla mína eiginmenn.
Mamma sagði við mig í veislunni (dálítið illkvittnislega, að mér fannst, þó hún þvertaki fyrir það konan) að sér fyndist tilvalið að ég léti taka mynd af mér með öllum mínum eiginmönnum, enda þeir mættir til að fagna fermingardrengnum, í sínu fínasta pússi. Allir nýbaðaðir, nýrakaðir og púðraðir, eða þannig. Þessi hugmynd móður minnar fékk góðan hljómgrunn og einn af mínum fyrrverandi stakk upp á að ég myndi síðan láta myndina á bloggið. Minn núverandi glotti kvikindislega og ég var við það að tapa húmornum. Djók, tapa honum aldrei.
...
Svo sat ég hér, sem sagt, eins og klessa og horfði á Gillzenegger hjá Jóni Ársæli. Það gerði ég eingöngu af því ég nennti ekki að teygja mig í fjarstýringuna. Maðurinn kom ekki á óvart, hann var jafn ósjarmerandi og ég var búin að ímynda mér að hann væri. Ég vorkenndi honum eiginlega, svo döll líf að lyfta, éta fæðubótaefni, fara í ljós og vera þykjustutónlistarmaður og vera svo, þar að auki, stútfullur af kvenfyrirlitningu.
En hvað um það..
ég er farin að sofa. Já sofa. Gangið hljóðlega fram hjá verkamannsins kofa og verið ekki með háreysti hérna á síðunni minni.
Knús í nóttina.
Later!
Ómæómæ!
Ég er í kasti hérna. Ætli ég sofni?
Læfistúgúdd!Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Laugardagur, 15. mars 2008
Imelda kjéddlingin - snæddu hjarta!
Í morgun hef ég verið svakalega bissí. Ég hef verið á æfingu. Sko ein, hérna heima hjá mér.
Á morgun er stóri dagurinn hjá Jökli Bjarka, elsku ömmustráknum, en hann fermist á morgun. Það er kirkja, veisla og svo fundur hjá mér á morgun. Nóg að gera.
Þegar svona stórir dagar renna upp, verður maður að tjalda til sínu besta skarti.
Ég keypti mér ógó flotta háhælaða í London í janúar. Jösses hvað þeir eru flottir. Þeir sem eru reglulegir lesendur á síðunni minni vita að ég er með skóblæti. Get ekki átt of marga. Alleg satt.
Þessir skór eru sem sagt ástæða þess að í morgun hef ég verið á æfingu.
Þetta var einhvernvegin svona:
Svartur náttsloppur, svartar náttbuxur (togaðar og teygðar með öflugu hnéfari) og silfurlitaðir háhælaðir með háum tréhæl. Vó hvað ég var ekki að slá í gegn, nema til fótanna.
En hér gekk ég að verkum mínum (lalalalala) í góðu bara, og plammaði um allt, í öllum mínum erindagjörðum. Skórnir eru ekki að svíkja. Þeir eru frábærir í útliti sem og, að notagildi.
Amman mun slá í gegn á morgun, það er á hreinu.
Í péessi vil ég koma því á framfæri að það er synd og skömm að geta ekki gengið um á flottum skóm á þessu landi, alltaf. Ekki að ég hafi látið það stoppa mig í gegnum tíðina, sko veðurfarið. Man t.d. eftir mér á Háaleitisbrautinni á háum hælum í voðaveðri, þar sem skaflarnir náðu mér upp í júnóvott. En ég lét ekki deigan síga og dinglaði mér tíguleg í gegnum hindranirnar án þess að hrasa eða missa kúlið.
Ég er töffari dauðans og Imelda farðu og legðu þig!
Úje
Laugardagur, 15. mars 2008
Krúttköst í samlede verker
Ég er að kafna úr ríkidæmi og hér getið barið fjársjóðinn augum.
Jökull minn, flottasta ungmenni ársins, fermist á morgun. Hér er hann í "heimsókn" í leikeldhúsinu hennar Jennýjar Unu. Tíminn hefur flogið. Það er svo stutt síðan hann kom í heiminn þessi elska.
Amma-Brynja og Tóti afi eru í heimsókn í London og þessi mynd var tekin í fyrradag af Oliver megadúllu. Krúttkast!
Hér eru svo systikinin Jenný Una og Hrafn Óli, svo sæt saman. Jenný er afskaplega góð við litla bróður og passar hann vel.
Að þessu sögðu (sýndu) má sjá að ég er afskaplega auðug manneskja. Er það nema von að ég þjáist af krúttköstum 24/7?
Og á morgun er dagurinn hans Jökuls Bjarka.
Allir í næsta vegg.
Later!
Föstudagur, 14. mars 2008
Svo frábær - æðisleg - og klár
Ég er ofsalega klár og greind kona. Mér þykir ástæða til þess að taka það fram áður en ég skrifa þennan pistil, bara svo fólk fari ekki að halda eitthvað annað. Ég skrifa nefnilega reglulega pistla um hversu utan við mig ég er. Þegar ég læsi mig úti, fer inn í ókunnuga bíla, sem eru öðruvísi á litinn og af annarri tegund en sá sem tilheyrir mér. Já allskonar niðurlægjandi rugl sem ég lendi í þrátt fyrir að vera allsgáð. Ég er sem sagt mjög klár. En bara stundum og ekki orð um það meir.
Ég vaknaði í morgun, já það er í frásögur færandi þegar kona er komin á minn aldur og reykir ennþá eins og mófó.
Það var ekki laust við að ég hugsaði mér gott til glóðarinnar. Ætlaði að fá mér te í rólegheitum og lesa blöðin. Borðtölvan var út. Engin nettenging. Dem, dem, dem, hugsaði ég og fór í lappann. Þar sama. Ég slökkti og kveikti á roudernum sem yfirleitt hefur verið sökudólgur þegar svona hefur gerst. En nógó. Allt við það sama.
Til að gera langa sögu stutta þá hef ég í pirringskasti reynt allar mögulegar leiðir. Nokkuð lengi bara. Að síðustu gafst ég upp eins og sá sanni alki sem ég er og ég leitaði mér hjálpar. Þ.e. ég ætlaði að gera það, en síminn virkaði ekki heldur. Vó, hvað ég pirraðist. Fór í gemsann og hringdi og mér var bent á, af þokkalega almennilegum manni, að það væri sniðugt að hafa símann í sambandi.
Ó, ég roðnaði smá og fylltist svo heilagri reiði út í minn heittelskaða sem var að vinna í nótt og hefur kippt villingasímanum, sem hringir hátt og frekjulega, úr sambandi.
MIKIÐ ROSALEGA SEM ÉG SKAL EIGA VIÐ HANN ORÐ ÞEGAR HANN VAKNAR!! ÓMÆFOKKINGGODD!
Segi sonna. Knúsa hann í kremju þegar hann vaknar og minnist ekki einu orði á farir mínar ósléttar.
Ég ætla ekki að láta það komast í hámæli hvað ég get verið grunn. Þið kæru lesendur farið ekki lengra með það, er það?
Kærar kveðjur frá Jenný Önnu heilafrömuði, sem er alltaf ljúf, alltaf glöð og alltaf góð.
Liveisóbjútíful!
Úje
Miðvikudagur, 12. mars 2008
Algjör lúser
Í dag tókst mér að læsa mig úti.
Ég var ein heima, húsband hjá lækni og ég var að henda rusli. Ég bograðist með ruslið fram á gang og skellti kyrfilega í lás á eftir mér. Fannst einhvernvegin að ég væri að fara eitthvað.
Klæðnaðurinn var geggjaður. Hippakjóll, sandalar og hárið í hnút og allar áttir. Ómáluð, nýkomin úr baði. Jess.
Ég hringdi hjá nágrönnunum, hvergi svar, fyrr en á síðustu hurð. Fékk að hringja og húsband inni hjá lækni lofaði að koma eins fljótt og hann gæti.
Nú kom í bakið á mér þessi regla, að mingla ekki við nágranna mína, en í denn var ég í heví sambandi við þá og ég er enn með köfnunartilfinningu. En nú eru breyttir tímar og fólk löngu hætt að hanga inni hjá hvort öðru. Ég gat engan veginn sest upp hjá ókunnugu fólki, brosti því blíðlega og reyndi að láta sem ég sæi ekki undrunarsvipinn á andliti mannsins sem leyfði mér að hringja, vegna útgangsins á mér.
Mér leið eins og hálfvita.
Ég fór niður í neðstu kjallaratröppu og sat þar í ca. 45 mínútur og mig langaði ógeðslega í sígarettu. Það er varla hægt að vera meiri lúser. Jú annars, ef ég hefði verið í baðsloppnum, sem ég oftar en ekki hendi mér í eftir bað.
Svo kom minn heittelskandi og hann var glottandi. Ég sá það og veit það en hann neitaði að staðfesta viðkomandi munngeiflu. Ég hellti mér yfir hann þegar við komum inn. Hann lagaði kaffi og glotti. Ég beið eftir hinni fleygu setningu sem kemur alltaf þegar ég læsi mig úti eða týni lyklum (gerist nokkrum sinnum á ári) og hún kom fyrr en varði:
"Jenný mín, hefurðu eitthvað pælt í að hengja útidyralyklana um hálsinn á þér?".
Arg og ég hendi mér í vegg.
Súmítúðebón
Úje
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
Miðvikudagur, 12. mars 2008
Konur til sölu
Trúir einhver því að vændiskonur séu í djobbinu fyrir ánægjuna?
Ég trúi því ekki.
Merkilegt, að á sama tíma sem danskir karlmenn taka sig saman gegn vændi þá sá sjónvarpið ástæðu til að taka viðtal við skyggða konu, fyrrverandi hjúkrunarfræðing, sem skipti yfir í vændi og líður svona svakalega vel í djobbinu.
Ég leyfi mér að fullyrða, að alltaf þegar umræður snúast um baráttu gegn vændi þá kemur einhver úr stéttinni og segir ævintýralegar sögur af því hvað vinnan sé skemmtileg, vel borguð og að eigin vali. Konurnar sem talað er við eru alltaf með stórgóða menntun, man eftir lögfræðingi, lækni, félagsráðgjafa og núna var það hjúkka.
Maður þarf að vera illa blindaður af löngun til að normalisera sjúkt ástand, til að trúa þessu.
Allir rannsóknir sem gerðar hafa verið, benda til að stór hluti vændiskvenna séu með laskaða fortíð, þær hafa verið beittar ofbeldi oft kynferðislegu og félagslegt umhverfi þeirra hefur verið slæmt, með afbrigðum.
Ég var ákaflega hissa á þessum vinkli sem Kastljós tók á þetta mál á mánudagskvöldið en þó bættu þeir úr í gærkvöldi. Sjá hér.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, frjálshyggjufrömuður, er hins vegar ekki sammála því að vændi skuli gert refsivert. Hún heldur því fram að þessi "atvinnugrein" snúist um frjálst val einstaklingsins til að fá sér vinnu að eigin vali.
Ég spyr bara; er það réttlætismál að karlar geti keypt sér líkama kvenna (og barna) eins og þeir fjárfesta í sunnudagssteikinni fyrir helgar?
Vill samfélagið að þessi þjónusta sé á boðstólnum?
Spyr sá sem ekki veit.
Jájá
Þriðjudagur, 11. mars 2008
Bálillar bloggfærslur
Hvað er það með mig og jólagardínuna í eldhúsinu mínu?
Ár eftir ár tek ég hana niður með hljóðum, en þó ekki fyrr en páskarnir eru að detta í hús.
Þetta skrifast ekki á reikning frestunaráráttunnar frægu sem ég er að taka á nánast á hverjum degi, nei hér er eitthvað annað og meira undirliggjandi.
Ég var að velta fyrir mér hvers vegna ég væri haldin þessum perrahætti, að hafa jólagardínur í eldhúsinu fram á vor. Kommon, þær eru orðnar frekar dræsulegar í lokin. Eins og liðið sem verður eftir í partíinu og vaknar einhversstaðar, rýkur út í sólina, svo sjoppulegt að höfuð snúast. Þannig eru jólagardínurnar á hverju ári hjá mér. Algjört stílbrot.
Fyrir meðferð 2006 náði þó tímabil jólagardínunnar sögulegu hámarki. Í nóvember kom Ibba vinkona mín í heimsókn og sagði: "Ji en þú dugleg, búin að setja upp jólagardínur!" Ibba meinti þetta sko. Þá skammaðist ég mín smá en greinilega ekki nóg.
Nú í þessum töluðu orðum hanga þessar fínu jólagardínur fyrir eldhúsglugganum. Þær eru hvítar með krúttlegum jólafuglum og rauðu silkibandi. Enda snjórinn fyrir utan gluggann og stemmingin svona frekar jólaleg.
Vorgardínurnar liggja hér á stofuborðinu og grjóthalda munni, en ég á eftir að strauja þær.
Nú opnast hreinlega augu mín upp á mitt enni. Ég veit hvers vegna ég drolla með þetta ævinlega. Ég vil ekki strauja, hef hreina andstyggð á því húsverki.
Svo er ég að þjást af dasssi af leti og innbyggðri andstyggð á húsmóðurhlutverkinu, sem eru leifar frá því í denn og þess vegna algjör tímaskekkja. Það er gaman að stússast heima hjá sér.
En nú er ég búin að kryfja gardínuvandann til mergjar.
Farin að skipta um. Straujárnskrúttið sem mamma og pabbi gáfu mér hérna um árið, er um það bil að fara í noktun!
Lífið er unaður.
Úje
P.s. Ég er ansi hrædd um að þetta sé dagur hinna bálillu bloggfærslna. Ég er að springa á limminu, með ásetninginn um að blogga ekki um þjóðmál af alvöru. Ég finn að það er að hefjast gos í Vulkaníu Jenný Önnu.
Omægodd!
![]() |
Jólaljósin á Austurvelli að víkja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 9. mars 2008
Leiðindabæli
Ætli það sé eftirsóknarvert að búa í friðsælasta bæ í heimi? Nú veit ég ekkert hvar Solund í Noregi er, en svo friðsæll er sá staður, að eina ofbeldið þar í fyrra voru slagsmál tveggja hunda. Það er búið að loka sýsluskrifstofunni, ekkert að gerast.
Allt með KYRRUM kjörum.
Það getur ekki verið mikið liff á staðnum.
Ég myndi drepast úr leiðindum.
Það væri lærdómsríkt að horfa á lókalfréttir í bænum. Hvernig ætli gangi fyrir sig að halda úti fréttastofu í svona dauðabæli?
En að kjarnanum...
..sem er af hverju ég er að blogga um þetta. Ég var í sakleysi mínu að lesa fréttirnar eftir ég kom heim af fundi og ég festist í sunnudagstilfinningunni sem greip mig við lesturinn.
Sunnudagstilfinning er einhvernveginn svona...
Ekki kjaftur á götum og sólin skín. Bónlykt og sími sem hringir og hringir en enginn er til að svara. Það eru allir í berjamó eða andskotans lautarferð.
Ég er ekki í lagi.
En stundum er erfitt að koma orði að því sem maður vill segja. En mér leið strax svona sunnudagsbömmerlega þegar ég las fréttina og ég ætla ekki til Solund á næstunni.
Ég ætla ekki til Noregs einu sinni.
Það er á hreinu.
Hvað hét bónið aftur sem notað var í denn?
Einhver???
![]() |
Friðsælasti bær í heimi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr