Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

Líf mitt er æsilegt og viðburðaríkt

 

Vá, hvað ég er búin að vinna mér inn fyrir fæði og uppihaldi hjá sjálfri mér í dag.

Ég byrjaði á að klúðra símanum aftur, í gær, hann virkaði ekki og Hive kannaðist ekki við bilun.  Húsband óð með nýlegan síma í búðina, eftir að ég hafði fullvissað hann um að hann væri í sambandi í þetta skiptið og bara stórgallaður.  Síminn var í lagi.  Eftir að hafa hundskammað Hive, á kurteislegan hátt, varð ég uppvís af að hafa kippt einhverju úr sambandi. Sko á símanum.  Svo ég gerði það aftur.  Sko fíflgerði sjálfan mig, varðandi þetta nauðsynlega heimilistæki.

Só???

What the fuck, mig langar að blóta svona alvöru í tilefni dagsins og nú er ég búin að því.  Þess vegna líður mér dásamlega.

Ég fó í Bónus, jájá og þar fuku 15 þúsund nýkrónur.  Fór létt með það.

Svo fór ég í Hagkaup til að kaupa kjöt, krydd og fleiri fína hluti, þar fuku 11 þúsund af gulli.

Það er ekki fyndið, hversu dýrt það er að safna forða inn á heimilið.

Og smá neytendakvörtun hérna.  Mig vantaði estragon.  Ekki til ferskt, ég keypti pottagaldra, engin efni innblönduð þar, sem maður þarf að skammast sín fyrir.  En hvað haldið þið?  Jú, galdrarnir eru horfnir úr pottunum hjá þeim því nú setja þeir kryddið í plaststauka.  Krydd í plasti, ég vil ekki sjá það.  Afturför.  Arg.

Og rósakálið maður minn. Vitið þið að konan í Hagkaup sem djöflaðist við að stafla upp ananas í grænmetinu,. horfði á mig eins og hálfvita þegar ég spurði um ferskt rósakál?  Hún sagði ískaldri röddu, um leið og hún ruddi vesalings hunangsmelónunum út í kant, til að koma yfirstéttaananasinum fyrir á fyrsta farrými; rósakál er aðeins til ferskt fyrir jólin fíbblið yðar.  Síðustu tvö orðin sagði hún reyndar í huganum. Líf mitt toppar allt sem er spennandi og geggjað. 

Og ég kom heim eftir þessar hörmungar og ég leit í spegil.  Þar blasti við þessi fullkomna persóna sem ég er, að utan sem innan og ég hugsaði:  Guð hlýtur að vera til, enginn mannleg vera hefði getað skapað þessa dásemd sem ég er.  Ég var yfirkomin af þakklæti fyrir þessa úthlutun almættisins mér til handa.

Farin að elda í allri minni fegurð og yndisleika.

Úje.

Ég er svo hoppandi glöð.

 


Allir í Vesturbæjarlaugina..

 

..kl. 17, 00 í dag þar sem Femínistafélagið mun mótmæla hlutgervingu kvenna með því að fara í sund, berar að ofan.

Þar sem ég er brjóstalaus nánast, veit ég ekki hvort ég get lagt til málstaðarins, "but I´ll be damned" ef ég tek ekki þátt.

Allar vinkonur mínar mæta, ungar og gamlar og nú er lag að gefa skít í graðnaglana sem vaða um göturnar á fullu flaggiW00t og líta á konur eins dúkkur og þaðan af verra.

Vona að allir mæti þó kominn sé fyrsti apríl og allir að borga og svona.

Vörubílstjórar, snæðið hjarta.

Toppið þetta.


Reikningsraunir alkans

95 

Ég er stundum ekki alveg í lagi.  Það játast hér með.  Ég nefnilega stend mig að því að gera vandamál úr ótrúlegustu hlutum.

Eins og snúruafmælið mitt.  Hvernig á ég að telja edrúmennskuna?  Voðalegt vandamál, en það fannst mér í morgun a.m.k. þegar ég var að velta fyrir mér edrútímanum mínum.

Hm... ég drakk áfengi síðast um verslunarmannahelgina 2006.  Nei ég var ekki á útihátíð, ekkert svo stórfenglegt og dramatískt, ég var heima hjá mér og orðin svo veik að ég sá ekki fram á að lifa mikið lengur.  Ég gat ekki sofið, martraðirnar voru skelfilegar og ég gat ekki vakið því raunveruleikinn var beinlínis kvalafullur.  Ég sat og starði á stofuvegginn og beið eftir að hann opnaðist, eða réttara sagt að ég var að gæla við hugmyndina um að ég myndi detta niður dauð.

Svo hætti ég að drekka.  En þá voru pillurnar eftir.  Það var erfiðara.  Sykursýkinn sló mig í hausinn og ég grenntist um 20 kg. á mettíma.  Allur pillu og bjórlopinn rann af. 

Ég fór á Vog 5. október 2006.  Síðan hef ég verið edrú, mínus 12 daga í janúar þegar ég féll í pillurnar.  En.. inn á Vog hentist ég aftur og náði eitrinu úr mér á 11 dögum.  Takk Vogur fyrir lífgjöfina enn og aftur. 

Sko, nú er ég búin að misþyrma lyklaborðinu með þessum smámunum, hvernig skuli telja. Frussss!!  Eins og það skipti máli.  Það sem skiptir máli er dagurinn í dag og hversu þakklát og glöð ég er að vera á lífi, edrú og fær í flestan.  Fyrir utan flensur og reykingahósta auðvitað.

Hm.. ég hef verið edrú frá 4. október 2006 mínus 12 dagar.  Hva?

Er það ekki málið?

Ég segi það, gerðu úlfalda úr mýflugu Jenný Anna á meðan heimurinn rambar á barmi örvæntingar.

Og svo skrifaði ég lista fyrir verslunarferðina á morgun.  Hann var langur og ég var sátt.

Ég er það ennþá.

Flott útsýnið á minni snúru.

Úje!


Hvatning til borgaralegrar óhlýðni

Við Íslendingar eru góðir í að kvarta og kveina yfir hlutum sem vissulega geta betur farið.  Við erum tuðskjóður, eins og amma mín hefði sagt.

En aðgerðir til að breyta vondu ástandi, eins og t.d. verðhækkunum, byrja og enda yfirleitt með kvartinu og kveininu.  Á kaffistofum, í eldhúsum, hvar sem fleiri en einn koma saman (þar er mótmælafundur hehe), er nöldrað og rosalegri orku er eytt í það.

Núna eru vörubílstjórar búnir að taka listform Íslendingsins, að mótmæla ofan í bringuna á sér, upp á æðra plan.  Þeir eru að gera eitthvað í málunum.  Borgaraleg óhlýðni er dásamlegt fyrirbrigði og í þessu tilfelli, algjörlega nauðsynlegt.

Nú bíð ég eftir að allir atvinnubílstjórar sameinist vörubílstjórunum og að hinn almenni borgari fylgi svo í kjölfarið.

Ég er oft að velta því fyrir mér hvort fólk átti sig ekki á, hversu beitt verkfæri samstaða er?

Fyrir áratug eða svo, var mjólkin hækkuð í Danmörku.  Fólk tók sig saman og hætti að kaupa mjólk.  Það reddaði sér öðruvísi.  Einfalt mál.  Mjólkin var lækkuð. Ekki orð um það meir. Spurningin snérist einfaldlega um að hella niður mjólk eða fá fyrir hana peninga. 

Olíu og bensíni verður vísast ekki hellt niður en þeir gætu lent í geymsluörðugleikum á meðan á aðgerðum stæði.  Prufum, setjum aðgerðir í stað orða.

Og svo eru það matvörukaupmenn, sem ætla að hækka einhver býsn og nota sér efnahagsástandið. Mjólkin á líka að hækka.  Gerum eitthvað.  Verum óhlýðin og uppskerum amk aukna sjálfsvirðingu fyrir tiltækið.

Ég er orðin svo þreytt á að borga brúsann fyrir fólk sem veit ekki hvað lífsbarátta er og lifir lúxuslífi á kostnað venjulegs fólks sem möglunarlaust lætur bæta á byrðarnar.  Aftur og aftur.

Nú er lag.  Gerum eitthvað.

Sagði ekki einhver spekingur í Ameríku einu sinni: "Put your money where your mouth is"?

Það held ég nú.


mbl.is Sátt náðist í Ártúnsbrekku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá sýnishorn

Nú ég var búin að lofa myndum af fermingadrengnum Jökli Bjarka og nú eru þær dottnar í hús.  Ég set fleiri inn á albúmið á næstu dögum.

Hann er flottastur drengurinn, algjör töffari og bjútis.

Það er ekki á hverjum degi sem það næst mynd af mér í kirkju og ég og frumburðurinn erum báðar alveg svakalega háheilagar  á myndinni.  Ég í trans.  Hehe

Og Jenný Una var ekki viss um að hún vildi vera með á mynd, hún var því með til hálfs.

Annars er ég farin að lúlla.

Ég er svo ánægð með lífið þessa dagana.

Það er eitthvað í loftinu.

Hvernig ætti ég að geta verið annað en ánægð með allt mitt fólk.

Knús í nóttina.

Jamm.


Brúðir Krists

Ég er ekki höll undir kaþólska trú, og reyndar ekki undir nein trúarbrögð svona yfirhöfuð, þannig að ég ætla ekki að fara mæra hana, aldeilis ekki.  Fyrr dett ég dauð í gólf.

En þessar nunnur, sem eru búnar að vera hérna frá því 1952 eru algjörar dúllur.

Samt finnst mér sorglegt að einhver gangi um og trúi því að lífinu sé best lifað í ektastandi með Guði almó.  Það er eitthvað svo snubbótt.

En ég skil ekki allt og þó ég nái ekki þessu elementi í fólki sem "gefur" sig Guði á meðan það er enn í jarðvist, þýðir auðvitað ekki að það sé ekki bara í góðu.   Þannig að ég er ekki að fordæma eitt né neitt.

Mig rámar í mynd um nunnu með Audrey Hepburn, sem ég sá í Nýja Bíó þegar ég var 10 ára og það grét allt bíóið.  Ég líka.  Þá man ég eftir að mér fannst þetta nokkuð fýsilegur kostur, þ.e. að vera bara einn og sjálfur með Drottni í botni, enginn eldri maður um tvítugt myndi fokka upp lífi manns um leið og gelgjunni slægi inn.

Þetta átti eftir að breytast snarlega og ég hef skilið minna og minna í trúarbrögðum eftir því sem ég verð eldri.

Er það þroska- eða vanþroskamerki?  Ég hallast að báðu.

En þessu nunnukrútt eru örugglega búnar að gera helling til góðs í Stykkishólmi.

Fari þær í Guðs friði.

Amen.


mbl.is Gaman að koma en ekki að fara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland best í heimi - jeræt!

Við Íslendingar erum bestir í svo mörgu.

Við gerum allt út í hörgul, sama hvað er, bæði gott og slæmt.  Við virðumst a.m.k. vera æðisleg, sko miðað við höfðatölu.

Arg.

Hér er dæmi um dásemdina.

"Um hundrað verkamenn bygginga- og verkfræðifyrirtækisins Stafnáss hafa ekki fengið greidd laun frá því í janúar. Langflestir þeirra eru Pólverjar, en þeirra á meðal eru einnig Litháar og örfáir Íslendingar."

Er engin sem getur stöðvað gróf brot á útlendingum sem eru að vinna fyrir íslensk fyrirtæki?

Svona mál eru alltaf að koma upp, einstaka sinnum koma þau í fjölmiðlum, við fussum og sveium og svo heyrum við ekki meir.

Ég er farin að hallast að því að það sé ekki nægur vilji til að laga þessi mál.

Ísland er best í heimi,

fyrir kverúlanta sem reka ýmiskonar fyrirtæki.

Þetta er hið eiginlega útlendingavandamál, þ.e. meðferðin á erlendum verkamönnum sem enginn virðist geta eða vilja stöðva.

Ég skammast mín f.h. þeirra sem hafa ekki vit á því.


mbl.is Sviknir um laun í tvo mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aljör B-O-B-A - BOMBA

zx 

Þrátt fyrir bágt heilsufar og almenna öldrun, sem ég stríði við af og til, þarf ég að fara í útréttingar.  Lesist auðvitað; á leið til læknis, nema hvað?

Þá þarf að huga að áttfitti sem dregur fram fegurðina (sem kemur að innan, stendur í biblíunni), mála mig, og klæða mig til heilsu.  Ég er góð í því.

Hugs, hugs, fyrir framan troðfullan fataskápinn, sem hefur beinlínis tútnað út eftir Londonferðina í janúar og góður hluti innihaldsins er enn með miðunum á. Hm.. í hvað skal fara.  Onassissdragtin er tekin út og skoðun.  Já það er hægt að skoða gaumgæfilega svarta dragt.  Ætti ég að demba mér í Jackie?  Húsbandið segir að þegar ég klæðist henni, líti ég út eins og kona sem seldi hlutabréfin sín í FL-Group ÁÐUR en þau féllu.  Það gæti virkað.

Eftir að hafa farið í gegnum diverse klæðnaði verður Jackie fyrir valinu.  Svartar sokkabuxur, svartir skór og okkurgulur klútur um háls, af því að frumburður segir að ég líti út eins og grísk grátkona, brjóti ég ekki upp svertuna.

Nú, ég steðja inn á bað.  Blæs hár, blásí,blásí.  Ég skoða mig gagnrýnin í speglinum.  Ok, so far so good.  Nú er það sparslið.  Málí,málí.  Ég mála augnahárin upp í heila, svo ég geti dinglað þeim framan í doksa.  Varaliturinn er smurður á, ég fer í sleik, ok ég kyssi spegilmynd mína, yfirkomin af hrifningu.  Kannski ekki alveg en sirka bát.

Svo bíð ég eftir einkabílstjóranum og reyki í rólegheitum.  Ég er droppdeddgjorgíus"

Ég velti fyrir mér af hverju mér er fyrirmunað að klæðast öðru en gráu og svörtu.  Oh ég er svo mikil týpa.  Fólk er að segja mér að ég sé íhaldssamari en fjandinn fimmtugur.  Og þá man ég að ég keypti mér einu sinni köflóttan kjól, úr höri í gömlu góðu Evu, guð blessi hana Mörtu, og ég fór í honum í afmæli.  Hann krumpaðist upp í heila og það sáu það allir.  Hefði hann verið svartur, þá hefði hann runnið saman við svörtu sokkabuxurnar og ég hefði haldið kúlinu.  Fyrir utan að það er beinlínis glatað að geta ekki fengið tertur í fangið og allskyns drykki, án þess að þurfa að fara heim úr partíinu.

Nú eru allir karlkynslesendur mínir annaðhvort lagstir í rúmið af leiðindum eða þá komnir með meirapróf á blúndulagaðar hugsanir kvenna á Íslandi anno 1952-2008.

Meijúrestinpís.

Úje

 


Í spennitreyju á víðavangi

Hér á átakasvæðinu Breiðholti er allt með kyrrum kjörum, kl. 08,26 að staðartíma.  Hér hefur ekkert verið skemmt, allir gluggar eru óbrotnir og að þessu sinni liggja engin fórnarlömb átaka við útidyrnar mínar.

Þegar Breiðholtið var byggt, var það kallað Gólanhæðir, eftir einu af átakasvæðunum í Ísrael. Nú eru flestir búnir að gleyma því, en ekki ég, og þrátt fyrir búsetu mína hér í Seljahverfi, þá er ég með bullandi fordóma út í viðkomandi svæði.  Enda er ég borinn og barnfæddur Vesturbæingur og áður en ég hafnaði hér, fór ég helst ekki yfir Rauðará.  En enginn veit sína ævina og allur sá ballett.

Ég hef fengið það í andlitið, oftar en ég hef tölu á, að manni er vísast að vera spar á yfirlýsingarnar sem fela í sér fullyrðingar eins og alltaf og aldrei.  Ég var lengi vel mikill yfirlýsingsérfræðingur og fullyrti gjarnan að:

Ég ætlaði aldrei að hætta að reykja.

Ég myndi aldrei búa í Breiðholtinu.

Ég ætlaði aldrei að blogga (hafði reyndar aldrei lesið blogg).

Ég ætlaði alltaf að búa í Vesturbænum.

Og ég ætlaði aldrei að verða alkóhólisti og því síður sykursjúk.

Ég ætlaði líka alltaf að kjósa Alþýðubandalagið (nokkrir tæknilegir örðuleikar á því gott fólkWhistling).

Og ég ætlaði alltaf að búa í GautaborgW00t

En svo "varðaði" það öðruvísi.  Hlutirnir æxluðust þannig að ég bý í nokkuð örguggum hluta Gólanhæða, en mér er satt best að segja, hætt að standa á sama.

Ég myndi eyða ævinni íklædd spennutreyju ef ég yrði tekin með ofbeldi og látin inn í bíl og það yrði spænt með mig áleiðis til Keflavíkur (ég meina Keflavíkur!!) eða í Þvaglegginn.

Þá myndi standa í Mogganum: Kona íklædd spennitreyju fannst á víðavangi.

Ég ætla aldrei að láta það gerast.

Ég er farin að líta í kringum mig.

Minn elskaði vesturbær; hír æ kommmm!

Úje og amen á eftir efninu.

 


mbl.is Þrír rændu manni í Breiðholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæklaður og lyklalaus bakari

p

Ég er að missa glóruna, ég sver það.  Hér húki ég á fimmta degi eða eitthvað, án þess að komast út úr húsi, með bronkitiz í annað skiptið á stuttum tíma.  Ekki segja, þú ert ansi oft lasin.  Ég veit það og ég veit út af hverju.  Ég á að hætta að reykja og hananú.  Verst að það er of langt þangað til, eða þ. 12. maí (á afmælinu hans Olivers).  Það er ekki hægt að fokka endalaust með dagsetningar og þess vegna neyðist ég til að hanga á rettunni þangað til.Whistling

Það misheppnast allt hjá mér í dag.

Ég er búin að týna þvottahúslyklunum.

Ég ákvað að baka kanilsnúða og þá vildi ekki betur til en svo að ég gleymdi að vekja gerið.  Ég er vön að garga; vaknaðu ger, vaknaðu, (Hrönnsla mannstu?) en nú gleymdi ég því og kanilsnúðarnir kolféllu.  Hlýtur að vera vegna gers í dvala.

Ég rak mig illilega í borðstofuborðið, hornfjandann á því, nánara tiltekið og nú haltra ég um allt.

Hvað segist um lyklalausan og bæklaðan áhugamannabakara?  Paþettikkkk! 

Já húslyklarnir eru á þvottahúskippunni.

En það má einu gilda, ég fer andskotann ekki neitt.

En á morgun kemur fínn dagur.  Hún Jenný Una kemur til gistingar og þá gleymi ég sorgum mínum.

Farin að reykja.  Vonandi læsi ég ekki svaladyrunum á eftir mér.  Til vonar og vara tek ég símann með mér.  Það hlýtur að vera fólk að handan að gera líf mitt að skemmtilegri upplifun.

Þetta var svona dagur.

Júllíjæ.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband