Leita í fréttum mbl.is

Pólverjar vs Pólverjar vs Íslendingar

Pólsk glæpagengi vaða uppi og kúga samlanda sína með ofbeldi, ráðast inn á heimili þeirra og stórslasa heimilisfólkið.

Mér er sama hverrar þjóðar löghlýðnir borgarar eru, þeir eiga rétt á friðhelgi einkalífsins og að vera öruggir innan veggja heimilisins.

Þess vegna má það einu gilda á hvern glæpagengið ræðst, en auðvitað er þetta vatn á myllu þeirra sem vilja ekki útlendinga á Íslandi nema þá norræna menn og túrhesta.

En mikið vildi ég sjá þessa glæpagengismenn hent úr landi.

Ég vildi reyndar sjá á bak öllum ofbeldismönnum frá landinu, hverrar þjóðar sem þeir eru.

Ofbeldislaust Ísland, nokkuð göfugt markmið.

En þannig gengur það ekki.

Flestir útlendingar sem hér vinna, oft fyrir lélegt kaup og lélegan aðbúnað, eru heiðarlegt fólk og hafa bjargað fyrirtækjum fyrir horn, þegar Íslendingar hafa ekki fengist í vinnu.

Við ættum að hafa það í huga og ráðast ekki að heilu þjóðarbrotunum vegna undantekninganna.

En undantekningarnar mættu fara til fj.... fyrir mér.  Og allar þær íslensku með þeim.

Svo var nú það.


mbl.is Pólsk glæpagengi herja á aðra Pólverja hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Var að blogga m.a. um það sama!

Hef einhvern grun um að þetta sé afar flókið og lögreglan komist ekki átaklaust í gegn um þetta.

Fyrir mér er þetta mafía sem ógnar hér. Samtrygingin algjör og líflátshótanir daglegt brauð.

Edda Agnarsdóttir, 24.3.2008 kl. 10:30

2 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl Jenný, fyrir síðustu kosningar vorum við i Frjálslynda flokknum kölluð rasistar því við vildum að, þeir sem kæmu til landsins til starfa og til langfram, sýndu sakavottorð, vildum að aðbúnaður fólksins væri góður og að þessu fólki væri hjálpað við að aðlagast íslensku samfélagi.  Því miður náði flokkurinn ekki nægilegu fylgi.  Nú stendur þjóðin frammi fyrir þeim vanda sem við vöruðum við.  Í dag býr þetta fólk margt hvert við ömurlegar aðstæður, við léleg laun og inn á milli eru glæpamenn sem eyðileggja fyrir hinu góða fólki sem hingað hefur komið.  Því miður.  Ég hvet alla til að skoða stefnuskrá Frjálslynda flokksins.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 24.3.2008 kl. 10:46

3 Smámynd: Rebbý

Ég vinn með 60 pólverjum og nokkra þeirra er ég farin að þekkja ágætlega.   Búin að heyra um fjölskylduhagi, áhugamál og agaleysið sem þeim þykir vera hér á landi.
Þetta eru fínir strákar og ég verð að segja að þegar ég heyrði þessa frétt þá fór um mig því þetta hefðu alveg getað verið strákarnir mínir, en blessunarlega var svo ekki - allavega í þetta skiptið.

Rebbý, 24.3.2008 kl. 11:01

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Sér er nú hver hamingjan. Ofbeldi er að færast í aukana og var nóg af því fyrir. Vandamálið má ekki fara svona úr böndunum að menn svífist einskis. Þetta er ekki par páskalegt. Peace!

Eva Benjamínsdóttir, 24.3.2008 kl. 11:10

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er bara alls ekki sammála Ásgerði, eða réttara sagt stefnu FF. 

En að böndum sé komið á glæpamenn er sjálfsagt og best væri að glæpamönnum væri ekki hleypt inn í landið.  Þar erum við að vísu sammála.

En þessir herraþjóðartendensar í Íslendingum finnst mér óþolandi.

Pís á línuna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.3.2008 kl. 11:26

6 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Það væri bara ekkert voða erfitt að fá sakavottorð hjá þeim sem hyggjast vinna hér á landi. Mér þætti það alveg sjálfsagt ef ég færi til annars lands  í atvinnuleit, að sýna sakavottorð.

Svala Erlendsdóttir, 24.3.2008 kl. 11:30

7 identicon

Loks rekst maður hér á Moggablogginu á eitthvað annað en helberan rasisma, xenofóbíu eða hreinlega bara erkiheimsku þegar þessi mál eru rædd.  Get ekki annað sagt en að umræðan undanfarið hafi verulega skert trú mína á Íslendingum... og einhvern veginn tekst Frjálslynda flokknum alltaf að troða sér inn í þessa ógeðfelldu umræður, minnir mann helst á söguna af púkanum á fjósbitanum!

Dabbi (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 11:38

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dabbi: Það er ótrúlegt hvað stutt er í kynþáttafordómana á þessu landi.  Ótrúlegasta fólk er farið að tala gegn nýjum Íslendingum.  Ég hefði ekki trúað þessu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.3.2008 kl. 11:42

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það þarf að leggja fram sakarvottorð í Danmörku vegna atvinnu. Ég vann þar eitt sumar eða sumarið 2006 og fannst mér Íslendingnum nóg um allt pappírsflóðið sem ég varð að framvísa.

Ekki veit ég hvernig íslenskir launagreiðendur hafa þetta! Erum við ekki bara að þróa þetta og læra ? Ég er sammála Dabba í því að það lyktar illa þessi viðbrögð nokkurra félagsmanna frjálslynda flokksins, "ég var búin að segja þetta" og "ég vissi þetta" þessi neikvæða uppeldisaðferð og besserismi.

Edda Agnarsdóttir, 24.3.2008 kl. 11:50

10 identicon

Hér eru gagnlegar umræður í gangi - Reyndar eru alltaf  ýmist gagnlegar nú eða skemmtilegar umræður á blogginu þínu nema hvort tveggja sé. Kamst alltaf að því að ég hef misst af miklu þegar ég hef ekki tíma fyrir bloggrúntinn.

Ég held að við þurfum að fara að gera það sem Danir gera, láta þá sem koma hingað frá öðrum löndum, í atvinnuleit, leggja fram sakarvottorð. ég er að verða skelfingu lostin yfir öllum þessum fréttum af glæpagengjum sem virðast koma hingað til þess eins að stunda hér glæpastarfsemi.

Annars: Gleðilega páska og knús á þig og restina af fjölskyldunni

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 12:04

11 identicon

Ég er allsekki rasisti en ég tel að heilbrigð skynsemi verði að vakna hið snarasta svo að íslenska þjóðin fái ekki megnustu andúð á öllum útlendingunum sem búa hér. Fiskisagan hefur flogið.  Það hefur fréttst meðal erlendra glæpagengja að hér væri saklaus þjóð sem hægt er að plata uppúr skónum, láta greipar sópa og hnífana fljúga. HALLÓ!! Wake upp!! Það er ekkert mál að stoppa þetta svo aftur ríki friður og öryggi í landinu!

Ég bjó árum saman í þýskalandi, og ég var útlendingur. Ég bið íslendinga fyrir alla muni að ræskja sig núna og hrópa hátt!!! Það er hægt, og það verður, að ná tökum á þessu núna og henda skemmdu epplunum úr kassanum. Landamæravarsla er bráðnauðsynleg.  Breyting á dómskerfinu. Skítt með Schengen-bandið. Við erum of fámenn þjóð til að ráða við hörmungar´og kræfa glæpi hins stóra heims. Íslensk fangelsi eru fyrir íslenska krimma. Svo einfalt er það. Ég þurfti að sýna sakavottorð allsstaðar sem ég bjó erlendis og það gaf mér öryggi. Eðlilega!

Hvernig væri ef við fengjum tímabundið að láni nokkra þaulreynda Pólska og Litháenska hard core lögregluþjóna??  Menn sem vita hvar Davíð keypti ölið þegar kemur að samlöndum þeirra. Þeir gætu líka spurt saklausa, (oft íslensku-mállausa) "innflutta" fólkið hvað er í gangi og gefið þeim vernd og öryggistilfinningu.

 Vandamál eru duldir möguleikar. Það þarf bara að leysa þau.

anna (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 12:05

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góðar umræður hér í gangi.  Auðvitað er ég á móti þessu ofbeldi, en við leysum ekki vandann með því að banna útlendingum að flytja hingað það er ljóst.  Það þarf bara að taka á öllum glæpamálum en ekki afskrifa heilu þjóðirnar.  Kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 24.3.2008 kl. 12:17

13 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Edda, ég þurfti líka að skila hreinu sakavottorði í DK þegar ég fékk mér vinnu og mér fannst það ekki tiltökumál!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.3.2008 kl. 12:20

14 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl kæra Jenný og aðrir skrifarar.  Hvað er það sem þú er ósammála varðandi stefnu FF.  Ertu ekki sammála að menn sýni sakavottorð og komast þannig hjá því að hingað komi glæpamenn, ertu ekki sammála að erlent vinnuafl hafi mannsæmandi húsnæði, margir búa í gluggalausum rýmum og jafnvel í gámum,ertu ekki sammála að þetta fólk fái markaðslaun í stað þess er þetta fólk snuðað launalega séð. Erlent vinnuafl er auðlind fyrir Ísland en við í FF viljum að komið sé vel fram við þessa nýju íslendinga. Ég skil ekki þennan misskilning á stefnu FF.  Ég hef töluverða reynslu í samskiptum við útlendinga hjá Fjölskylduhjálp Íslands.  Til okkar í FÍ koma útlendingar sem eru atvinnulausir, á veikindabótum , öryrkjar og einstæðir foreldrar ,allt yndislegt fólk.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 24.3.2008 kl. 12:22

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Málið er að fólk hlustar ekki á það sem Frjálslyndi flokkurinn var að tala um.  Les ekki stefnuskrá hans og gerir honum upp skoðanir.  Það er rosalegt að liggja undir því að vera rasisti.  Ég er oft miður mín yfir umræðunni, af því að ég veit að slíkt er ekki hjá okkur.  Þeir sem verst láta út í flokkinn eru ekkert betri en rasistarnir sjálfir, tilgangurinn helgar meðalið hjá þeim að koma óorðí á heilan stjórnmálaflokk og alla sem í honum eru. Það er rosalegt að þurfa að sitja undir slíku.  En það er nefnilega þannig, að það er hægt að minnka hættuna að glæpagengi setjist hér að, ef menn eru krafðir um sakarvottorð.  Það er ekki verið að ráðast að heiðarlegur og góðu fólki, heldur er verið að reyna að aðskilja sauðina frá hörfunum.  Og það verður að hlú betur að því fólki sem hingað kemur til að vinna og setjast að.  Þau eiga sinn rétt á mannsæmandi aðstæðum og sömu launum og íslendingar.  en þar er stór misbrestur á. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2008 kl. 14:02

16 Smámynd: Hugarfluga

Ég upplifi það í fyrsta sinn á ævinni að finnast ég óörugg ef ég er ein á rölti eftir að skyggja tekur. Hef sjaldan lent í því fyrr en nú að mæta karlmönnum í hópum sem pískra og glotta og kalla á eftir mér. Mér stafar ógn af þannig mönnum ... hvort sem þeir eru íslenskir eða ekki.

Hugarfluga, 24.3.2008 kl. 14:13

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ásthildur: Ég man alveg ágætlega eftir umræðunni fyrir kosningar, af sumum talsmönnum FF.  Að stöðva þyrfti óheft flæði útlends vinnuafl til landsins.  Það var talað um að múslimar væru hættulegir og það var ekki bara verið að tala um þessi mál af tillitssemi við útlendinga.  Ég efast ekkert um að þú og Ásgerður hafi þá skoðun sem þið lýsið en þú hlýtur að muna málflutninginn, sem var reyndar tónaður niður þegar nær dró kosningum.

Fluva: Slæmt ástand, það er satt.  Þetta er að verða eins og í stórborg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.3.2008 kl. 14:32

18 identicon

Aðalatriðið er, að framvísa hreinu sakavottorði til að fá atvinnuleyfi hérna. Þetta finnst mér svo einfalt og sjálfsagt.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 14:36

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk kærlega fyrir góðar umræður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.3.2008 kl. 14:40

20 identicon

Þeir sem vinna í sorphirðunni,vísa öðrum á hvar eh góss er að finna,eða hvar líklegt er að geta brotist inn. Þetta hef ég séð. Mér er illa við þessa skeggkalla sem koma upp að svefnherbergisglugganum mínum.Vildi bara geta hætt með ruslatunnu,get séð um að koma frá mér þessu litla rusli sem fellur til hjá mér.

Er ekki búið að byggja nóg,þá fara þeir heim margir. 

Guðrún H (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 14:47

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Guðrúj: Hvaðan hefur þú þessar fáránlegu upplýsingar úr sorphirðunni.  Mér finnst þetta nú vera bullandi fordómar fyrirgefðu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.3.2008 kl. 15:35

22 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hef aldrei kallað FF rasista, en ég set stórt spurningarmerki við umhyggju sumra meðlimanna, fyrir útlendum verkamönnum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.3.2008 kl. 16:01

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei það er rétt sem Jenný segir, hún hefur aldrei mér vitanlega kalla flokkinn rasistaflokk.  Það eru aðrið sem það gera.  Ég skil þessa umræðu og hún er af hinu góða.  Málið er bara að rasistarnir eru ekki í Frjálslyndaflokknum.  Þeir eru samt til og við ættum ekki að vanmeta þá, og það þarf virkilega að fylgjast með ef þeir byrja á innprentun, sem þeir eru alveg vísir með.  Þeir sem þannig hugsa eiga ekki heima í Frjálslynda flokknum svo mikið er víst. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2008 kl. 16:12

24 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Jamm sammála ofbeldislaust ísland . fjarlægur draumur því miður.

Eyrún Gísladóttir, 24.3.2008 kl. 20:46

25 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég tek undir með Ásthildi og bendi "HREINUM" íslendingum (sem ég er ekki, aðein að hálfu)...að mikið af fylgi FFer einmitt frá útlendingum eða útlensk ættuðum, eins og mér sem bera hagsmuni sinna fyrir brjósti!.....FF er ekki "Islendingaflokkur" heldur sennilega sá flokkur sem mest fylgi fær frá venjulegu, fólki, af útlenskum ættum!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.3.2008 kl. 00:20

26 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvernig í ósköpunum getur þú fullyrt þetta Anna, að mikið af fylgi FF komi frá útlendingum?  Ég persónulega hef aldrei séð það í neinni könnun og hver maður er einn í kjörklefa.  Hæpin fullyrðing.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.3.2008 kl. 00:28

27 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Nei Jenný alls ekki hæpin fullyrðing!....Íslendingar gleyma því og skilja það hreinlega ekki að málfluttningur FF er einfaldur (hreint sakavottorð höfðar til útlendinga líka) og það vanda mál með "Pólverja á Íslandi er ekki í raun "íslenskt" vandamál"!...þannig. Allir Pólverjar sem koma til að vinna tímabundið og/eða "græða" VILJA EKKI GLÆPAMENN!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.3.2008 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband