Færsluflokkur: Lífstíll
Laugardagur, 5. apríl 2008
Dekk á sterum - Úje
Tókuð þið eftir því að heimsóknarteljarinn datt út í dag? Bara hvarf sí svona? Hm.. enginn á vaktinni á Mogganum fyrr en rétt áðan.
Ég er búin að vera bissí í allan dag eftir að ég kom heim úr gönguferðinni. Var eins og dekk á sterum, þreif og pússaði, skúraði og skrúbbaði og hér glansar allt eins og á Þorláksmessu.
Ég var eitthvað mússímússí í dag eftir að hafa talað tvisvar sinnum við Maysuna í London. Ég talaði líka við Oliver. Hann er orðinn algjörlega breskur þessi elska, og svo mikið krútt. Tveim tímum eftir að við töluðum saman, hringdi Maysan aftur. Hún var á klósettinu í IKEA (hvað er það með mína fjölskyldu og þessa blágulu búð? Hvað er það með mig og Svíþjóð svona yfirleitt?). Þau voru að kaupa rúm handa Oliver og mín þurfti að bíða eftir að komast á klóið og hringdi og kjaftaði við mömmu sína meðan hún beið. Krútt og ég sakna svo stelpunnar minnar og fjölskyldu.
Og ég gekk fram af mér og hló að Spaugstofunni. Alltaf þegar ég er búin að afskrifa þessa karla, þegar þeir hafa verið algjörlega misheppnaðir aftur og aftur, þá taka þeir sig til og eru brilljant. Ég ráðlegg fólki að horfa á þá hér. Annars hlýtur að vera gaman að vera í Spaugstofunni þessa dagana. Tilefnin til gríns eru í búntum og kippum.
Nú er ég að lesa aðra bókina sem ég keypti í dag. Ég læðist um og hvísla, það er svo fínt hjá mér.
Ég er bara góð, eruð þið góð?
Það ætla ég rétt að vona.
Sjáumst á loftinu.
Úje.
Laugardagur, 5. apríl 2008
Köllum skóflu, skóflu
Ég var að lesa Moggann. Ég byrjaði á því nánast um leið og ég opnaði augun. Það er fyrirbyggjandi aðgerð hjá mér að tékka á blöðunum um helgar, taka út stöðuna á vígvellinum í Reykjavík, mannfall og áverka, svo ég sé fyrirfram aðvöruð.
Þá sá ég að maður hafi hlotið stungusár í Austurborginni!!! Halló, Austurborginni, þetta gerðist hér í Breiðholtinu.
Fyrir mér sem innfæddum Vesturbæing þá er Austurborgin eða bærinn, hverfið fyrir ofan Hlemm. Á mínum sokkabands voru í gangi bullandi fordómar gegn þessum bæjarhluta. Einfaldlega vegna þess að þar ægði saman fólki úr öllum áttum, þar var byggt og byggt og þar voru krakkar algjörir bölvaðir villingar. Það var til klíka sem hét Austurbæjarklíkan og hékk á Austurbar. Sá "bar" var sjoppa í Austurbæjarbíó. Krakkarnir í þessum bæjarhluta voru bölvuð hrekkjusvín. Strákarnir voru samt ógissla sætir.
Nú er einhver pólitísk rétthugsun að þjá Moggann, ef ég skil þetta rétt. Nú skal varast að bendla Breiðholtið við allt ofbeldið sem þar er framið. Er ekki í lagi heima hjá fólki? Ég bý í Seljahverfinu og hér er allt rólegt, fuglasöngurinn alveg að drepa mig bara, en þetta er stórt hverfi.
Af hverju má ekki segja eins og er. Það var enn einn ofbeldisgjörningurinn framin í Breiðholti í nótt? Hvernig væri að kalla skóflu, skóflu? Ég vil vita hvað gerist hvar, þó ekki væri nema til að taka á mig sveig fram hjá vettvangi glæpsins. Sama hvar er í borginni. En auðvitað geri ég mér grein fyrir að þá færi ég ekki langt. Reykjavík er að verða eins og Harlem, svei mér þá, hvergi vært vegna ofbeldisseggja.
En kæra fólk. Austurbær nær alveg niður í Fossvog, þegar haldið er upp Breiðholsbrautina þá erum við komin í Breiðholtið. Já B-R-E-I-Ð-H-O-L-T-I-Ð.
Góðan laugardag. Líka Austurbæingar.
Konan í hringiðunni talar frá átakasvæðinu.
Yfir og út.
![]() |
Hlaut stungusár í átökum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 4. apríl 2008
Krúttsería
Jæja, nýjar myndir hafa borist í hús af Jenný Unu og Hrafni Óla.
Jenný var að fá nýtt herbergi, hún valdi litinn (bleika tímabilið er í algleymingi) og svo fékk hún svona himinn yfir prinsessurúmið sitt.
Hún er alltaf svo glöð þessi stelpa.
Síðast þegar hún var hérna átti hún að raða saman dótinu sínu.
Amman: Jenný ertu búin að taka til?
Jenný:Já mjög!
Amman: Ha; mjög???
Jenný: Já amma ég er búin að taka mjög, mjög mikið til í herbergi mín.
Ok, þar hafði ég það.
Og Jenný Una er góð og skemmtileg við krúttmolann hann Hrafn Óla.
Og sá litli lýkur þessari krúttseríu.
Og Maysa, inn með myndir af Oliver.
Knús í nóttina.
Hej då!
jajamensan
Föstudagur, 4. apríl 2008
Illa hamingjusamur alki
Á hverjum degi þarf ég að kljást við brestina mína. Þeir hverfa ekki þó ég sé edrú, amk ekki allir.
Það sem reynist mér erfiðast og hefur verið að bögga mig lengi, er frestunaráráttan. Ég hef þjáðst af þessum fjanda ansi lengi og ekki lagaðist það í neyslunni, þar blómstraði kvikindið. En vegna þess að ég var meira og minna maríneruð þá sló ég á frest. Svo komu fráhvörfin og þá var hvert einasta smáviðvik nánast óframkvæmanlegt. Svo vökvaði ég lífsblómið til að losna við spennuna og vítahringurinn hélt áfram að rúlla.
Og enn er ég að kljást við þetta. Sem er tilbreyting í sjálfu sér, því áður lét ég hlutina bara gossa. Ég fresta reyndar ennþá, en bara um dag eða nokkra (já ég er ekki fullkomin), en ég geng í málin á endanum og upplifi þvílíkan létti á eftir, að það er lyginni líkast. Og ég er ekki að tala um einhver stórmál endilega. Bara þessar venjulegu útréttingar í lífinu.
En ég hef svo sem fleiri bresti að berjast við en frestunaráráttuna og mér dettur ekki í hug að blogga um þá að svo komnu máli.
Einn brestur má vera og ég ætla að hlú að honum
Og þó..
Er hvatvísi neikvæð? Já, flestum finnst það. Ég er hvatvís og ég elska hvatvísina nema þegar hún kemur mér í bobba. Ég bregst við hlutum með tilfinningunum. Það er ekki alltaf til góðs en þá er að fara og biðjast afsökunar og ég er ágæt í því. En oftast er ég ánægð með mín flautaþyrilshátt, en það er nokkuð ljóst að ég myndi aldrei rekast í pólitík. Sé fyrir mér gusurnar bara og blæðandi hjörtu.
Jájá, það er að koma helgi. Verkefni dagsins (fyrir utan þessi venjulegu) komið á hreint. Léttirinn talsverður og nú ætla ég að njóta lífsins. Ég reyndar geri ekki annað þessa dagana en að hafa gaman af lífinu, nema þegar ruglið í þjóðfélaginu keyrir um þverbak.
Ég er illa hamingjusöm
Later og úje
Fimmtudagur, 3. apríl 2008
Fokkings hillusvipurinn
Ég þarf að fara í IKEA, mig vantar svo kjötbollur. Djók, með kjötbollurnar, en í IKEA þarf ég að fara.
Ég á jafnan erfitt með að draga húsband með mér í þessa stórkostlegu dótaverslun almúgans, enda er honum í nöp "hillusvipinn" sem hann segir að komi á mig í búðum. Hann heldur því fram að ég detti út, sé ekki áttuð á stað og stund og ég sé vís til að versla stórt. Hillusvipurinn veldur manninum oft martröðum. Só??
En nú vantar gardínur og myrkvunartjöld, vegna gula fíflsins sem mun bráðlega vera á flakki allan sólarhringinn. Ég er kona sem vill sofa í myrkri.
Samtal í hádeginu:
Ég: Nennirðu að koma með mér í IKEA (á innsoginu)?.
HB: (Skelfingu lostinn) Eigum við ekki að bíða með það fram í næstu viku?
Ég: Ertu með frestunaráráttu maður? Förum núna, mig vantar gardínur.
HB: Manni getur ekki VANTAÐ gardínur, ekki fremur en manni getur vantað t.d. styttur og afskorin blóm!
Ég: Jú, ég verð að kaupa gardínur í svefnherbergið áður en sólin fer að vekja mig hér í bítið.
HB: Það er laaaangt þangað til (lesist; við fötum í júní, daginn fyrir sólstöðuhátíðina). Svo sé ég ekkert athugavert við þessar gardínur sem eru fyrir og svo geturðu farið með Söru eða Helgu, ég fæ höfuðverk inni í svona risaverslun. (Hann er búin að sefja sjálfan sig til hita).
Ég: ókí (gaman, mikið skemmtilegra að valhoppa um himnaríki svona ein og sér). Ég geri það krúttið mitt.
HB: Þú ert kona sem hefur gert búðarráp að listgrein. Ég skiletta ekki.
Við tölum ekki saman í augnablikinu.
Eða þannig en ég elska hann samt.
Ójább
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 3. apríl 2008
Fegurðin er fyrir austan og vestan
Það er vora og fegurðin liggur í náttúrunni og fólkinu.
Fegurðin er líka í lýðræðinu, jafnréttinu, málfrelsinu og ferðafrelsinu fuglunum og væntanlegum gróðri.
Að vísu snjóar, andskotinn hafi það, en við búum á Íslandi.
Ég fann í mér vorið þegar ég las Moggann í morgun.
"Two down five to go". Fyrir austan finnst þeim meðalaldur fegurðarsamkeppna vera of lágur.
Svei mér þá ef umræðan um fegurðarsamkeppnir eru ekki bara að skila sér.
Það er liff í Vestfirðingum og Austfirðingum líka.
Ég ríf niður hattinn í virðingarskyni.
Farin að moka frá útidyrunum.
Súmí!
![]() |
Engin keppni um ungfrú Austurland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 2. apríl 2008
Femínistar athugið
Einu sinni ætlaði ég að sækja um í löggunni. Það kom ekki til að góðu. Viðhorf lögreglunnar til heimilisofbeldis og nauðgana urðu kveikjan að þessari bráðsnjöllu hugmynd minni. Við vorum nokkrar sem ætluðum að vaða í lögregluna og þrífa þar út úr dyrum. Það skyldi hrista upp í andskotans feðraveldinu.
Umsóknareyðublaðið var komið í hús og ég settist einbeitt og ákveðin niður með penna í hönd og var tilbúinn að láta blekið frussa.
Og ég fyllti í reitina fyrir nafn, kennitölu, lögheimili, hjúskaparstöðu, fyrri störf.
Svo fór að syrta í álinn. Spurt var um skothæfni. hlaupagetu, sundhraða og gott ef ekki hástökksstatus líka (man þetta ekki út í hörgul, því það er orðið langt síðan).
Ég varð hálf klessuleg þar sem ég sat með umsóknina. Jú, ég gat synt, hlaupið gat ég þokkalega, en sá mig ekki fyrir mér á sprettinum í júníforminu. Ég hata byssur, þannig að þarna dó áhuginn eiginlega alveg.
Svo var spurt um hæð. Jebb, hæð. Ég með mína 162 cm. minnkaði umtalsvert. Svo var ég í grennri kantinum, þannig að hver einasti aukvisi hefði getað kastað mér eins og bolta, beint í mark.
Ég gafst alla leiðina upp. Það var þá sem ég áttaði mig á að líkamleg geta er það sem blívur hjá löggunni, ekki sú geta sem á heimili í höfuðkúpunni. Ég er nú reyndar að fíflast með þetta.
Ég veit að nú eru breyttir tímar. Það er flott að fólk skuli þurfa að sækja lögregluskólann og viðhorfin hjá þessum elskum gagnvart ofbeldisbrotum hafa eflaust breyst töluvert.
Hm.. ætti ég að sækja um? Ég hleyp ekki mikið, syndi eins og fokkings selur og er sexý í svörtu.
Viljið þið rétta mér umsóknareyðublaðið um leið og þið farið út af síðunni.
Danke!
Femínistar á besta aldri, í guðanna bænum sækið þið um í löggunni, það er bráðnauðsynlegt.
Later jejejeje.
![]() |
Auglýst eftir lögreglumönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 2. apríl 2008
Ég er nörður og norn
Ég er svo bloggin í dag. Hausinn á mér snýst í þúsund hringi og ekki mátti hann við miklu. Óþarfi að fokka í því sem aumt er. En nornir þurfa að vera bjútífúl líka. Ég er búin að ræsa "kóstinn" og er á leiðinni í búð.
Ég gerði snögga birgðakönnun á innihaldi snyrtibuddu.
Það fyrsta sem þarfnast endurnýjunar er snyrtibuddan. Hún er forljót, orðin sjúskuð og svo er hún með Burberry-mynstri. Téééékkk og ojbara.
Maskari; aldur óræður, líklegur til að vera búin að syngja sitt síðasta (Frumburður; hvernær varstu í Boston? Það er laaaaaangt síðan er það ekki?), held að hann sé að verða hálfsárs. Téééééékkkk
Augnblýantar; alls konar litbrigði, held ég, en ég á ekki yddara. Ekki nema von að maður sé svart-hvítur til andlitsins. Kaupa yddos. Téékkítékkí.
Varablýantar; tveir, ljótir, held ég líka, sama vandamál. Enginn er yddarinn og litirnir óræðir.
Baugafelari; nýkeyptur í Londres (Í Harrods for crying out loud). Ekkert að kaupa þar. Tékk.
Meik; Nýrr, flott og fyrir aldraðar konur, svo gott að það felur ekki aðeins baugana, það strikar út karaktereinkenni og stífar á mér fésið. Eða nærri því. Verð að þegja með það. Mörgum finnst það plús. Tékkk.
Varalitir; í öllum mögulegum litbrigðum. Með þessu áframhaldi verð ég að nota þrjá í einu. Kaupi samt einn í viðbót. Hafið heyrt um að það eru notaðar fituríkar lýs í varóinn? Nebb, grunaði það. Las það í merkilegri bók.
Svo ætla ég á smá rand með Jenný Unu og húsbandi. Við förum stundum í svona krúttferðir með hana og gerum skemmtilega hluti. Dagskrá opin. Hún talaði viðstöðulaust við foreldra sína í gær um að amma mín og Einar minn sækja mig í leikskóla minn á morgun.
Ég held nú það.
Man ekki eftir meiri sminki í augnabliknu sem mig vantar.
Kona þarf að líta vel út í kreppunni. Þegar ólin er hert, þá herpist saman á manni andlitið og verður eins og gamli handavinnupokinn.
Nörðurinn kveður. Yfir og út.
Úje
Miðvikudagur, 2. apríl 2008
Draumaborgin
Eftir daginn í gær hef ég komist að ýmsu sem ég hafði ekki hugmynd um áður.
Ég hef komist að því að:
..íslenska þjóðarsálin er manísk, því það voru fleiri en eitt og fleiri en tvö aprílgöbb í gangi í gær per fjölmiðil.
..að besta aprílgabbið var ekki gabb. Solla og Geir á einkaþotu upp á hóp af peningum er blákaldur raunveruleiki. Fyrirgefið á meðan ég hendi mér fyrir björg.
Í gær las ég í einhverju blaðanna að "gámahúsin" fyrir útigangsmenn í Reykjavík sem eru á vegum Reykjavíkurborgar og hafa staðið tilbúin síðan í janúar, amk. eru ekki enn komin í gagnið, af því að það vantar staðsetningu fyrir þau. Björk Vilhelmsdóttir frá Samfylkingu var með þetta á teikniborðinu í janúar, en svo var skipt um meirihluta og nú er verið að leita að staðsetningu þar sem hægt er að hafa þau öll saman. Það er auðvitað erfitt í þessari draumaborg sem Reykjavík er, að koma niður húsnæði fyrir fólk sem enginn vill vita af.
Á meðan Jórunn Frímannsdóttir dúllar sér við að stara í gaupnir sér, afsakið, leita að "hentugri" staðsetningu fyrir hús handa útigangsfólki, þá getur þetta lið legið í görðum borgarinnar, eða í einhverri slömmlordahöllinni. Öllum virðist standa á sama.
En mér er ekki sama. Sem betur fer er til fullt af fólki sem vill gera eitthvað í málinu, en við höfum enga prókúru á félagslegar úrbætur. Minnihlutinn í borginni, sem er tekniskur meirihluti sálna sem enginn hefur trú á, sér ekki ástæðu til að flýta sér.
Ég er óvenjulega seinþroska, hlýtur að vera, því ég skil ekki hvernig fólk sem er í aðstöðu til að framkvæma hlutina, getur lifað með sjálfu sér, vitandi af eymd þeirra sem hvergi eiga heima.
Ég mun væntanlega aldrei skilja það.
Og mig langar í byltingu.
Hafið þið það.
Þriðjudagur, 1. apríl 2008
Þar fauk húmorinn - nánari fréttir
Nú jæja, nýjustu fréttir að ÓVERULEGA kostnaðinum sem bætist við hjá okkur skattgreiðendum, við leiguna á einkaflugvélanni hjá Sollu og Geir. Sjáið.
Litlum sex milljónum meira, kostar að leiga einkaflugvél í stað þess að taka almennt farþegaflug.
Ég veit ekki með ykkur en sex millur eru miklir peningar í mínum bókum, sérstaklega fyrir flugfar fyrir pótentáta og þeirra silkihúfur, yfir hafið.
Ég er ekki til í að skrifa upp á þennan reikning. Eruð þið það?
Arg.
Trefillinn hennar Önnu Ólafs hefur verið étinn áður - af henni í fyrra, þegar hún hafði spáð fyrir um að Hrafn Óli hennar Söru minnar væri stelpa.
Ég vona að ég þurfi ekki að éta trefilinn - og þó - ef ég spara með því 6 millur, gjarnan.
Nú varð ég bæði hissa og reið. Og ég týndi húmornum þegar ég las þessa frétt.
Utanríkis- og Forsætisráðherra leigðu sér eitt stykki einkaflugvél til Búkarest. Á einhvern Nató fund til að toppa fyrirkomulagið.
Gréta Ingþórsdóttir, segir að munur á verði við að leigja einkaflugvél og fara með almennu farþegaflugi, sé óverulegur. Og þegar spurt er hver óverulegi munurinn er, þá er það trúnaðarmál!
Flest sem er trúnaðarmál í stjórnsýslunni þolir ekki dagsins ljós.
Ég vil, sem skattborgari fá að vita allt um "óverulega" muninn á verði. Það getur nefnilega verið, að ef hann er pínuponsulítill bara, að þá leigi ég mér svona flugvél í haust, þegar ég og minn heittelskaði förum til Londres.
Svo koma réttlætingarnar á færibandi. Jájá. Ég kaupi það ekki að mismunurinn sé óverulegur.
Nú þegar allt er í kaldakolum og almenningi ráðlagt að herða sultarólina, og hækkanir eru yfirvofandi, taka ráðherrarnir einkaflugvél á leigu og bjóða "völdum" fjölmiðlum sæti í vélinni.
Mikið andskotans bruðl. Mig grunar að nú þykir enginn maður með mönnum í íslenskri valdastétt sem ekki hefur eins og eina einkaflugvél til umráða þegar farið er í heimsóknir.
Í skammarkrók með þetta fólk. Það getur ekki verið í tengslum við íslenskan raunveruleika.
Hvernig væri að ganga á undan með góðu fordæmi?
Svo er ég ógeðisþreytt á að verða alltaf rosa hissa. Ég ætti fyrir löngu að vera búin að ná því að þetta hefur ekkert með réttlæti eða sanngirni að gera.
Það erum við og þau.
Þetta er Lúkas. Ég sverða.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 2988123
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr