Færsluflokkur: Menning og listir
Laugardagur, 16. maí 2009
Við unnum!
Við unnum!
Eða hefðum gert ef Noregur hefði sent Jan Teigen eða eitthvað annað nörd.
En aðalbaráttan var um annað sætið og við tókum það.
Gott mál, kominn tími á smá smurningu á þjóðarsálina.
Nú var þetta Norðurlandasigur en Danirnir hefðu betur sent Heru. Ha?
Nanafriggingsbúbú.
Svíþjóð; greyið Malena.
Finnland áttu að fá meira þeir voru skemmtilegir.
"And that includes the votes from the Iceland jury."
Ha?
![]() |
Ísland í 2. sæti í Moskvu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 16. maí 2009
Í villtu klobbaswingi.
Ég veit að áhugi á Júró er í hámarki og allir að pissa á sig úr spenningi.
Grillin verða tekin fram og fólk brennir dýraleifar eins og enginn sé þriðjudagurinn.
Til hamingju Ísland og ekki drekka ykkur rænulaus og missa af úrslitunum.
En þýska lagið hef ég séð. Það er swing, nokkuð laglegt bara.
En Þjóðverjar eru auðvitað á því eins og margir (með réttu), að lagið sé ekki aðal issjúið.
Lúkkið, fötin, og dansararnir (aulahrollur) geta haft úrslitaáhrif.
Vitið þið að miðað við vægast sagt martraðakennda tónlistarsmíð í þessari "keppni" þá skil ég vel að sumir skuli grípa til örþrifaráða.
(Já Jóhanna er flottust og Norsarinn líka).
Þýska júrónefndin (eða eitthvað) hefur fengið burlesque drottninguna Ditu von Teese til að sveifla píkunni í takt við lagið.
Það er pottþétt leið til að fá fólk (lesist menn) til að hætta að hlusta og byrja að horfa.
Dita er fræg fyrir að sýna hálfan klobba hér, hluta úr brjósti þar, rasskinn og rasskinn á stangli.
Munið þið eftir laglínunni úr frábæru lagi úr revíunni Búbónis?
"Og næfurþunnum náttkjólum hún klæðist - svo næstum sést þar allt í gegn"?
Þarna settu þeir bræður Jón Múli og Jónas Árnasynir ómeðvitað af stað skemmtilegan kynfærafeluleik.
Það sást næstum því en ekki alveg. Úje.
Ég legg til að í næsta Júró verði lögin öll á playbacki, söngvararnir líka og svo geta þeir mæmað úti í horni bara og við fáum inn atvinnuklobbadísir og sveina til að kitla atkvæðagreiðslufingurnar.
Þá fyrst stendur Júró undir nafni.
Enda hata ég Júróvisjón og ætla að horfa í kvöld.
Þetta er himnaríki þeirra sem elska að fá þykkan, gerðarlegan og langdreginn aulahroll.
Fullnæging hvað?
Hér er svo þýska lagið sem mér finnst bara ágætt en án Ditu perrarnir ykkar. Hún á heima í Ameríku og getur ekki verið að dingla sér til Þýskalands í einhverja undankeppni. Brjálað að gera í nektinni sko.
![]() |
Nektardansmær í Evróvisjón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 15. maí 2009
Vindvélaheilkennið aftur
Eru vindvélarnar í Júróvisjón að koma sterkar inn í ár?
Mér fannst vel flestir keppendur (ekki okkar samt) standa í ofsaroki á sviðinu núna eins og ég bloggaði um í morgun.
En enginn, ég ítreka enginn, hefur verið meira svag fyrir vindvélum en Svíarnir.
Ég hef ekki tíma til að ná í mörg dæmi, er bissí sko, en skelli hér inn einu.
Samt eru Svíar alls ekki svona Títanik-standa-í-stafni-og-grenja-manneskjur, en það virðist einhver væmni heltaka þessar elskur þegar blásið er til Júróvisjón.
Guð var með hina sænsku Carolu í huga þegar hann hannaði vindvélina en hin trúaða Carola hefur barist öðrum fremur við manngerða veðurguði á Júrósviðum í gegnum tíðina. Svo rammt hefur kveðið að þessu að hún flutti óð til stormsins árið 1991 sem heitir bókstaflega; "í miðju stormsins" sem er hundleiðinlegt melódía, en þá bar svo við að vindmaskínan var lítið notuð. Hins vegar fékk klæðaburður Carólu og dansspor marga Júrónöttara til að teygja sig í sjálfsmorðskittið.
Ég þoli ekki leikmunaveðurfar.
Svo ógeðslega væmið og yfirborðskennt.
Hér er Carola í 14 vindstigum og stendur sig eins og hetja.
Það má sjá að konan hefur þokkalega trú á manngerðu roki.
Annars var ég að leita að rokvídeóinu með Eyfa þegar hann barðist hetjulega við að halda hárinu föstu við hið guði gerða statíf sem tókst að einhverju leyti en ekki öllu. (Forkeppnin áttatíuogeitthvað. Hverjum er ekki sama?)
Því næst þegar ég sá hann (löngu seinna reyndar) var hann orðinn mörgum hárum fátækari.
Vídóið með rokinu fannst því miður ekki.
En hér hins vegar paródía á Nínu hans Eyfa sem einhverjir Júrónöttarar í Noregi gerðu og er tær snilld.
Úje.
Later.
![]() |
Eurovision-keppandi skelkaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 13. maí 2009
"Gardarobe no komplít"
Fyrir töluvert mörgum árum síðan fór minn ástkæri í flippferðalag með félögum sínum til Póllands.
Þetta var fyrir hrun múrs og kommúnisma og var í sjálfu sér skelfileg upplifun og ekki meira um það að segja að sinni.
En þessir sukkglöðu félagar ætluðu á ball. Voru í sínu fínasta pússi auðvitað en fengu ekki inngöngu í dýrðina fyrir pólskum dyravörðum og var hindrunin skortur á hálstaui.
Þegar þeir vildu fá útskýringu var svarið stutt og laggott.
"Gardarobe no komplít".
Þeir hörfuðu. Gagnvart svona rökum stóðu þeir ráðþrota.
Alþingi er að poppa sig upp núna og hefur aflalagt þennan ósóma að heimta bindi um háls allra karlkyns þingmanna.
Nú geta þeir væntanlega verið smá lús í vinnunni og kominn tími til. Það felst engin virðing fyrir Alþingi í hálstauinu, það eru verkin sem tala.
Svo fremi sem þingmenn eru ekki gauðrifnir eða á náttfötunum, þá er ég sátt.
En það leiðir huga minn að öðru.
Hefur virkilega enginn karlkyns þingmaður sett sig upp á móti þessari asnalegu reglu í gegnum tíðina?
Finnst ekki einn uppreisnarmaður meðal þeirra sem neitaði að vera fórnarlamb klæðareglna?
Mætt í vinnu án bindis?
Og væri svo ætli dyravörðurinn á Alþingi hafi þá stoppað viðkomandi uppivöðslusegg með orðunum:
Klæðaskápur ekki fullnægjandi?
Segi svona.
Sjá Visir.is
Miðvikudagur, 13. maí 2009
Ég er líka hrædd við Jóhönnu
Ég er líka skíthrædd við Jóhönnu.
Hvaða Jóhönnu?
Frænku mína utanaf landi offkors.
Hún er kolgeggjuð í skapinu.
Rólegir á Jóhanna þetta, Jóhanna hitt, Jóhanna, Jóhanna, Jóhanna.
![]() |
Óttast Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 12. maí 2009
Af hverju ekki Búlgaría? - Fjandans óréttlætið
Ég skil þetta ekki!
Búlgaría, mitt uppáhaldslag komst ekki áfram.
En Jóhanna flaug inn en náði einfaldlega ekki með tærnar þar sem þau höfðu hælana.
Hvað er að Evrópu?
Heyrði fólk ekki tærar og samstilltar raddir Rúmenanna?
Ég ætla að henda sjónvarpinu út um gluggann.
Ísland sökkaði.
Farið ekki að grenja, auðvitað komumst við áfram. Stúlkan söng eins og engill.
En lagið á undan okkar, Búlgaría. Ég hélt að ég myndi látast úr skömm fyrir þeirra hönd.
Einsogværiveriðaðsagasundurketti.kvikindinykkar.
![]() |
Ísland komið áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Þriðjudagur, 12. maí 2009
Og Noregur vinnur
Benny gamli Anderson horfir ekki á Eurovison.
Hann segir að keppnin hafi enga tónlistarlega þýðingu lengur en sé frábært sjónvarpsefni, ef maður nenni að sitja svo lengi.
Ég er algjörlega sammála honum. Eurovison er ágætt sjónvarpsefni ef maður hefur vit til að nota "mute"-takkann grimmt eins og t.d. ég geri.
En ég horfði í fyrra og ætla að horfa núna líka.
Af því að Jóhanna er falleg, með ágætis lag og kjólinn hennar er æði.
Ég las um það á DV að Sverrir Stormsker væri að klæmast á kjólnum hennar Jóhönnu.
Kallaði hann borðtuskur.
Vá, hver er miður sín yfir hvað Sverri Stormsker finnst um föt?
En varðandi Euro, þá hefur þetta lítið með sjálfa tónlistina að gera og hefur ekki gert lengi.
Þegar Abba unnu, Dana frá Írlandi og svona, þá urðu lögin algjörir hittarar.
Man einhver sem ekki er agljörlega klikkaður Eurovisionfan eftir lögunum sem hafa unnið undanfarin ár?
Ég þakka guði fyrir að ég man ekki rússneska hroðbjóðinn með skautaatriðinu sem vann í fyrra.
Eða þetta í hitteðfyrra, rútan frá Serbíu í jakkafötunum? Þvílíkar misþyrmingar á eyrnasetti mínu að minnsta kosti.
En Jóhanna og Svíþjóð fá hlustun.
Jóhanna af því að hún er íslensk og með flott lag.
Svíþjóð af því að ég elska það land og alla vini mína þar.
Jafnvel eitt til tvö önnur, hinum þagga ég persónulega niður í með mínu appírati.
Og Noregur vinnur keppnina.
Það veit ég með vissu, þið getið sleppt aðalkeppninni.
En Abba vann í denn.
![]() |
ABBA-stjarna horfir ekki á Evróvisjón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mánudagur, 11. maí 2009
Ótímabær taugaveiklun
Það er rosaleg taugaveiklun í gangi sem gengur út á þann möguleika að menntamálaráðherra ráði Kolbrúnu Halldórsdóttur í starf Þjóðleikhússtjóra.
Eigum við ekki að bíða og sjá.
Það væri skynsamlegt að bíða með samsæriskenningarnar og hamaganginn þar til konan hefur sótt um og í framhaldi af því fengið stöðuna.
Ég gef mér sem kjósandi VG að við ráðningu Þjóðleikhússtjóra verði farið eftir faglegum verklagsreglum og sá umsækjandi sem hæfastur er verði ráðinn en ekki sá sem er með flokksskírteini upp á vasann.
Auðvitað á fólk heldur ekki að gjalda fyrir að vera í pólitík en ég held að það séu afskaplega margir hæfir einstaklingar sem muni sækja um þessa stöðu.
Okkur hefur verið lofað gegnsæi í vinnubrögðum á Nýja Íslandi. Okkur hefur jafnframt verið lofað að tími kunningja- og flokkssystkinareddinga heyri til fortíðar.
Að pólitískum ráðningum verði sagt stríð á hendur.
Þess vegna hef ég ekki minnstu áhyggjur af þessu máli.
Ég trúi því einfaldlega þar til annað kemur í ljós að mitt fólk standi við stóru orðin.
Þess vegna kaus ég þá.
Og slakið þið síðan á elskurnar mínar.
![]() |
Kolbrún í Þjóðleikhúsið? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Laugardagur, 9. maí 2009
Ég hata Eurovision!
Af því ég er yfirlýstur Eurovisonhatari sem elskar að hatast við fyrirbærið, þá fylgist ég með útundan mér, kíki á kjólinn hennar Jóhönnu, sem er bara flottur, hlusta eftir því hvað útlendingarnir segja um lagið og svona, hvernig veðbankarnir raða upp laginu, haldið þið að það sé, og nýt þess í leiðinni að krullast upp.
Hvað get ég sagt?
Ég er fífl.
Fyrir hverja keppni segja Íslendingarnir að nú skuli farið af stað með raunhæfar væntingar að leiðarljósi, minnugir Gleðibankavonbrigðanna. Þegar Ísland vann hér heima en tapaði stórt í keppninni.
En eftir því sem nær dregur byrja draumarnir, þjóðarstoltið og löngunin til að vinna að taka yfirhöndina.
Í morgun var skrifuð heil frétt í Fréttablaðið um að Andrew Loyd Webber væri yfir sig hrifin af laginu, teldi það aðalkeppinaut breska lagsins sem ég hef auðvitað ekki heyrt. (Hlusta bara á ákveðin lönd).
Það má lesa um að á æfingunum hafi ekki verið klappað fyrir þeim sem voru á sviðinu en fyrir Jóhönnu Guðrúnu var risið úr sætum og klappað um leið og hún lét sjá sig.
Ómæ, svo verða vonbrigðin svo sár þegar við töpum.
Fyrir mér er þetta leikur.
Eurovision er upp að nítíuprósentum algjört moð, ég meina hver setur rússneska lagið frá því í fyrra á geislann og hlustar sér til ánægju? Það hlýtur að vera öflug sjálfspyntingahvöt sem fær fólk til þess.
Svo hlýtur hver maður að sjá að það er ekki hægt að keppa í músík.
Eða listum yfir höfuð ef út í það er farið.
Halló!
En ég held samt áfram að kíkja með öðru, hatast við lágkúruna og óska Íslandi alls hins besta.
Ég meina, hvað annað getur maður gert?
Þó að maður beinlínis sé í langdrengnum andskotans aulahrolli og hendist um allt í verstu krömpunum?
La´de swinge!
![]() |
Bjóst við meiri móðursýki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Sunnudagur, 3. maí 2009
Muniði?
Ég man aldrei eftir að það væri talað um kynlífsfíkla þegar ég var barn, unglingur, ung kona og alveg þangað til núna nýlega, svei mér þá.
Það var heldur aldrei talað um átfíkla, spennufíkla eða fólk með lesti og bresti, sem um sjúkdómsástand væri að ræða.
Lengi vel var heldur ekki talað um fíkla varðandi ofnotkun (misnotkun) á vímuefnum.
Það voru einfaldlega til skilgreiningar eins og rónar, dónar, fitubollur og önnur hlýleg lýsingarorð á borð við slík, sem bar vitni opnum huga og miklu fordómleysi samfélagsins.
Hm...
Ég man reyndar bara eftir Leibba dóna, ef við tökum kynlífselementið sem dæmi, sem var svo alls enginn dóni þegar á reyndi heldur áhugamaður um armbandsúr og örlítið nærsýnn með því greyjið.
Svona var lífið einfalt.
(Sem það var auðvitað ekki, allt í felum á bak við byrgða glugga auðvitað).
En ég hékk í volæði mínu inni á ljósmyndasafnsvefnum í dag og rakst þar á nokkrar myndir af fólki frá sólbekkjabrjálæðistímabilinu.
Áttatíuogeitthvað.
Munið þið hversu viðurstyggilega brúnir allir voru þá?
Með sítt að aftan?
Og herðapúða dauðans?
Ég var nefnilega brúnkufíkill. Vissi það auðvitað ekki þá, það er bara núna sem það er að renna upp fyrir mér.
Ég hefði sennilega hent matarpeningunum í ljósabekkinn hefði ég þurft að velja (jabb).
Komst ég ekki í mína nánast daglegu ljósatíma leið mér eins og vélritunarblaði í óopnuðum pakkanum.
Eða eins og Snæfinni Snjókall nýkomnum úr yfirhalningu.
Þá sjaldan sem ég komst ekki í ljósin gat ég ekki beðið með að komast í tíma daginn eftir og þá tvo.
Svo hlustaði ég aldrei á músík á meðan ég lá í bekknum.
Mér fannst einhvern veginn að athyglin á brúnkuvinnunni yrði að vera hundraðprósent, ekkert mátti leiða hugann frá verkefninu.
Svona jafn gáfulegt og að taka sér frí úr vinnunni til að safna hári.
Er þetta ekki bilun?
Minnir mig á þessa elsku hér.
Sjitt, svona læt ég þegar ég hef lofað sjálfri mér að blogga bara fíflafærslur.
Mun leita mér hjálpar hið bráðast.
Jeræt.
![]() |
Kynlífsfíklum fjölgar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.3.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr