Leita í fréttum mbl.is

"Gardarobe no komplít"

bindi 

Fyrir töluvert mörgum árum síðan fór minn ástkæri í flippferðalag með félögum sínum til Póllands.

Þetta var fyrir hrun múrs og kommúnisma og var í sjálfu sér skelfileg upplifun og ekki meira um það að segja að sinni.

En þessir sukkglöðu félagar ætluðu á ball.  Voru í sínu fínasta pússi auðvitað en fengu ekki inngöngu í dýrðina fyrir pólskum dyravörðum og var hindrunin skortur á hálstaui.

Þegar þeir vildu fá útskýringu var svarið stutt og laggott.

"Gardarobe no komplít".

Þeir hörfuðu.  Gagnvart svona rökum stóðu þeir ráðþrota.

Alþingi er að poppa sig upp núna og hefur aflalagt þennan ósóma að heimta bindi um háls allra karlkyns þingmanna.

Nú geta þeir væntanlega verið smá lús í vinnunni og kominn tími til.  Það felst engin virðing fyrir Alþingi í hálstauinu, það eru verkin sem tala.

Svo fremi sem þingmenn eru ekki gauðrifnir eða á náttfötunum, þá er ég sátt.

En það leiðir huga minn að öðru.

Hefur virkilega enginn karlkyns þingmaður sett sig upp á móti þessari asnalegu reglu í gegnum tíðina?

Finnst ekki einn uppreisnarmaður meðal þeirra sem neitaði að vera fórnarlamb klæðareglna?

Mætt í vinnu án bindis?

Og væri svo ætli dyravörðurinn á Alþingi hafi þá stoppað viðkomandi uppivöðslusegg með orðunum:

Klæðaskápur ekki fullnægjandi?

Segi svona.

Sjá Visir.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það verður gaman að fylgjast með því hverjir halda áfram að skrýðast hálstauinu og hverjir ekki... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.5.2009 kl. 12:22

2 Smámynd: Einar Indriðason

Jú, það var einn fyrir nokkrum árum, sem neitaði fyrst, að vera með hálstau... en... "lét sannfærast" eftir smá tíma... Man ekki hvað hann heitir, eða tímabilið, ca.

Einar Indriðason, 13.5.2009 kl. 12:34

3 identicon

Hlynur Hallsson, varaþingmaður VG á norðurlandi eystra.

Ásdís (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 14:41

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég er ánægður með þessa breytingu en ómögulegt er að segja hverjir munu ekki mæta með bindi hér eftir.

Hilmar Gunnlaugsson, 13.5.2009 kl. 15:14

5 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Mér finnst að alþingismenn ættu að sjá sóma sinn í að vera sæmilega til fara í ræðustóli alþingis. Það gæti vegið upp á móti munnsöfnuðinum hjá sumum þeirra að skammast í sparifötunum. 

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 13.5.2009 kl. 15:15

6 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Já örugglega skiptar skoðanir um þetta.  Sjálfri hefur mér fundist bindisvæðing herra, gefa þeim sjéns á að lífga upp á einslitan og litlausan búning þeirra, að öðru jöfnu.  Það eru líka til hellingur af kúl bindum og litagleðin stórkostleg.

Fólk klæðir sig upp, m.a. til að sýna virðingu.  Sjaldgæft er að sjá karla án bindis við jarðarför t.d.  enda er fólk að sýna ástvinum hins látna og minningu hans virðingu og samúð. 

Karlar í rúllukragapeysu geta líka verið virðulegir og kúl, þess vegna er mér slétt sama, ef fólk sýnir starfinu, stofnunni og þjóðinni virðingu.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 13.5.2009 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 2985768

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband