Færsluflokkur: Menning og listir
Mánudagur, 1. júní 2009
Lausnamiðað uppgjör á kærleiks
Er ekki ófrávíkjanlegt, innmúrað og öruggt að það sé komið sumar?
Fyrsti júní og svona, það hlýtur að vera.
Það kallar á framkvæmdir.
Ég hef bloggað um nokkuð nýlega uppkomna andúð mína á gasgrillum en eins og þið vitið þá skildi ég ferlíki kærleiksheimilisins eftir á svölum þegar við fluttum í haust.
Fannst ekkert útivistar við að steikja á gaseldavél.
Þess vegna ætlum við (lesist ég) húsband að fjárfesta í nostalgíunni og kolagrilli.
Málið er að það brjótast ekki beinlínis út fagnaðarlæti hjá húsbandi við svona framkvæmdir en hann lætur sig hafa þetta með töluverðum harmkvælum.
Alveg: Þetta er svo mikið vesen og stúss, eldum inni (lesist elda þú inni).
Þetta kallar á villtar samræður, enda málið alvarlegt og getur stofnað heiminum í hættu ef ekki fæst lausn og það fyrir sólarlag.
Samtal í morgun hvar ég sat við tölvuna inni í eldhúsi, hann var inni í stofu eitthvað að bauka útspilaði sig á eftirfarandi hátt (Strindberg hvað?):
Ég: Elskan, ég er búin að finna kolagrill handa okkur. Kostar skít og ingenting.
Hann: Hmrpf (heyrði ég greinilega).
Ég: Hér er mynd komdu og sjáðu.
Hann (svarar með söng, hátt): When I wake up early in the morgning, lalalalala, I´m still yawning.
Ég: Hættu að láta eins og bjáni og komdu aðeins (finnst þetta stönt ekki fyndið).
Hann (hærra): Please don´t wake me, I´m only drííííííming.
Ég (rýk á fætur og segi eftirfarandi dálítið hátt svo gestir í Laugardalslaug fái líka að vera með í lausnamiðuðum uppgjörum á kærleiks): Alveg er þetta merkilegt að þú skulir geta látið svona Einar. Þú ert eins og staður asni í hvert skipti sem ég ætla að gera eitthvað skemmtilegt. Má ekki hafa gaman á sumrin? Eigum við að loka okkur inni fram á haust? Þú villt kannski rífa gleðina úr brjósti mér? Ha? Þú vilt kannski borða SVIÐ í allt sumar?
Hann (lítur upp, eitt spurningarmerki í framan): Ha? Það þýðir ekkert að tala við mig þegar ég er með heyrnartólin i eyrunum! Hvað varstu að segja?
Ég: Ekkert sko, er bara á leiðinni út að reykja.
Sjitt
En þetta er lagið sem hann söng.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 31. maí 2009
Vá; að nenna þessu
Það er örugglega lágmenningarlegt af mér að gapa yfir verðinu á ljósmynd eftir Sigurð Guðmundsson, Mountain (gjörningur) sem Listasafnið er að kaupa fyrir tíu milljónir, en það verður að hafa það.
Mitt mat á list er einfalt. Hrífur það mig, snertir mig á einhvern hátt og tekur sér bólfestu innan í mér, þá er það list.
Þetta mat mitt á við um allt litróf listar, í myndum, tónum, tali og riti.
Þessi mynd hreyfir ekki við mér á þann máta.
Í besta falli þá hugsa ég; vá, að nenna þessu!
Er þetta ekki að kæfa manninn allt þetta farg á brjóstinu á honum?
En ég er heldur enginn sérfræðingur.
Kannski er þettta Mona Lisa nútímans en fyrirgefið, hún mætti enda á geymsluvegg mín vegna.
Tíu millur fyrir þetta verk á krepputímum gerir mig undrandi og pirraða.
En ég veit að listaelítan sem situr og ákveður hvað sé list og hvað ekki er í mörgum tilefellum alls ekki sammála mér.
Ég hef það meira að segja á tilfinningunni að þeir glotti út í annað stundum þegar þeir meta hvað sé góð list og hvað ekki.
Kannski er það heilbrigðismerki að vera ekki sammála þessu mati.
Ég held að ég kalli þetta bara listrænan ágreining milli mín og þeirra.
Dæs.
![]() |
Dýrasta verkið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 29. maí 2009
Er´ann hommi?
Hvernig getur fólk látið sér detta annað eins í hug?
Að þessi drengur sé samkynhneigður?
Meira ruglið í Ameríkönum.
Fimmtudagur, 28. maí 2009
Dugir ekki að sitja heima og lesa?
Dugir ekki að sitja heima og lesa sagði stórskáldið um leið og hann klæddi sig í bomsuúlpuna og vaðstígvélin og rauk í fjárhúsið.
Það dugir víst að sitja heima og lesa. Mér að minnsta kosti.
Í gær horfði á hryllingsmynd eða krimma, en því miður þá var það ekki skálduð glæpasaga heldur blákaldur raunveruleikinn um einkavæðingu.
Gaddagylfa: Snæddu innmat.
Myndin á R.Ú.V. í gærkvöldi er skylduáhorf þar sem við erum komin undir stjórn AGS.
Svo gat ég ekki sofnað.
Og ég teygði mig í bók sem ég var hálfnuð með.
Það var þessi hér:
Það er skemmst frá því að segja að þessi glæpasaga er svo spennandi að ég las hana til enda.
Gleypti hana í mig.
Ef þessi verður ekki kvikmynduð með þöglu týpunni með titrandi neðrivör, a la Bruce Willis í aðalhlutverki, þá er ég illa svikin.
Ég þoli reyndar ekki þann karl en það kemur ekki að sök því ég forðast eins og heitan eldinn að horfa á bíómyndir gerðar eftir bókum sem ég hef lesið.
Ég bý mér til mitt sögusvið, mína leikmuni, mitt fólk og ég læt ekki eyðileggja það fyrir mér af fólki sem hefur allt aðrar hugmyndir.
Bókin: Einfarinn og ofurtöffarinn Jack Reacher á hvergi heima og notar hvorki síma né tölvupóst. En þegar hann fær undarleg dulmálsboð gegnum bankakortið sitt veit hann hvaðan þau koma; frá félaga úr rannsóknarsérsveitinni sem hann eitt sinn stýrði. Tíðindin eru ógnvekjandi; einn úr hópnum hefur hlotið skelfileg örlög og flest hinna virðast horfin. Þau sem eftir eru safnast saman í Los Angeles til að grafast fyrir um örlög félaga sinna en flækjast brátt í þéttriðið net samsæris þar sem óþekktur óvinurinn er alltaf skrefi á undan.
Eftir þessa gjörninga, áhorf og lestur, er ég með bauga niður á kinnar og með timburmenn sem eru EKKI verðskuldaðir.
Því ég drakk ekki dropa.
Í rigningunni og í ferðalaginu um komandi helgi ráðlegg ég fólki að háma í sig spennubækur.
Þessi er kjörin í verkefnið.
Úje.
![]() |
Ingvi Þór hlaut gaddakylfuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 24. maí 2009
Frávik vel þegin
Ótrúlegt hvað vel hefur tekist til að koma staðalímyndum inn í höfuðið á okkur.
Hvernig fólk á að vera, líta út, klæða sig, mála og greiða til að það standist kröfur okkar.
Evrópa (ef ekki heimurinn allur, svei mér þá) fór á límingunum yfir Susan Boyle þegar hún söng vel skaplega í Britain´s Got Talent um daginn.
Símasölumaðurinn og Susan eru frávik.
Hann var feitur, feiminn, með skakkar tennur, gekk með veggjum og gat svo sungið óperur eins og engill.
Susan er búttuð, með hár eins og hún búi í sænska vindvélarherberginu og hún er plebbi. Mögulega jómfrú. Hversu einstakt er það ekki í bransanum?
Sussí vinkonan komst áfram, þrátt fyrir að hafa ekki látið frissa á sér hárið og klæði sig eins og hún hafi ótakmarkaðan aðgang að klæðskerum Bretadrottningar.
Hvað liggur að baki?
Hún syngur ekki eins og Maria Callas, en það mætti halda að hún væri Jenny Lind endurborin.
Sko af því að útlitið passar ekki við röddina því meiri aðdáun yfir barka Sussíar. Fagur barki, álappaleg kona.
Ég er sannfærð um að hefði Susan Boyle verið standard í útliti, þ.e. í kjörþyngd eða minna, verið korrekt í tauinu og máluð upp á þrjá og þurrkloft, þá hefðu öll þessi læti í kringum hana aldrei orðið.
Þó sennilega hefði hún komist áfram, hún syngur eins og engill.
Hvað gerist svo eftir makeóver hjá konunni?
Þegar útlitið á eftir að passa við röddina?
Ætli hún endi ekki sem primadonna með attitjúd og fari jafnvel á séns eða eitthvað?
Þá mun markaðsgildi Susan Boyle snarlækka.
Djöfull sem þetta er erfiður heimur að búa í.
![]() |
Susan Boyle komin í úrslitin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 22. maí 2009
Í nafni breytinga
Hæ krakkar mínir södd og sæl.
Ég er ofboðslega bissí, er með tvö lítil systkini í pössun, litlu krúsídúllurnar mínar Jenný Unu og Hrafn Óla.
Ofboðslega gaman og mikið fjör.
En..
Eitt af mínum uppáhaldslögum er "Stand by me". Jájá.
Ég fékk þetta frábæra vídeó sent frá vini en þar eru götulistamenn að taka þetta fallega lag og þeir spila það saman en eru staddir víða um heim.
Ég banna ykkur, harðbanna meira að segja, að læðast út af síðunni án þess að hlusta.
Lagið er spilað í nafni breytinga, halló, það er allt í bullandi breytingarfasa.
Úje.
Gjörið svo vel og um ykkur mun hríslast unaður.
Gott ef ekki gæsahúð um allan kroppinn.
Ég kem síðar.
Ajö.
Þriðjudagur, 19. maí 2009
Kjólar syngja ekki
Ég sagðist hafa bloggað mitt síðasta blogg um Evróvisjón á þessu ári, en var auðvitað að ljúga.
Samt lagði ég ekki upp með það, ónei.
Málið er að önnur hvor frétt á miðlunum þessa dagana eru tilvitnanir í hina og þessa út í heimi.
Einum þótti kjóllinn hennar Jóhönnu eins og brúðarmeyjarkjóll frá áttatíuogeitthvað.
Annar hélt að gjaldþrota slæðukaupmenn hefðu komist í saumavélina með lagerinn og látið það eitt vera markmiðið að klára uppsafnaðan slæðuvanda í kjólinn (ókei, ekki alveg en ég túlka þetta svona).
Það nýjasta er að einhverjum Breta sem kommenterar á keppnina fyrir BBC finnst Jóhanna Guðrún svo lík Scarlett Johansson.
Fyrirgefðu Breti en Jóhanna Guðrún er milljón sinnum fallegri en Scarlett (mér er misboðið).
Varðandi kjólinn þá slakið á umheimur. Hann kom að minnsta kosti ekki í veg fyrir frábæra frammistöðu okkar konu á sviði.
Kjólar syngja ekki og það sem meira er um vert og mætti skila til annarra (sumra) keppenda í þessari uppákomu, að brjóst, læri og kynfæri gera það ekki heldur.
Þú vinnur einfaldlega ekki Evróvisjón með því að láta sjást í klobba.
Hvað er annars að mér?
Er ég að breytast í Evróvisjonfífl?
Mér gæti ekki staðið meira á sama um þessa keppni nema til að láta hana fara í mínar fínustu.
En svo kom Jóhanna Guðrún og sló mig út af laginu.
En í guðanna bænum Moggi og aðrir miðlar, keppnin er búin gætum við fengið frið þar til að ári?
Þá skal ég blogga um þessa keppni eins og enginn sé gærdagurinn.
Að tala um að blóðmjólka og gott betur?
Jabb, það er að minnsta kosti á hreinu.
![]() |
Líkti Jóhönnu við Scarlett Johansson |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 17. maí 2009
Er það satt, eretta búið?
Miðað við hvað ég er lítið hrifin af Eurovision þá er það algjör hvalreki fyrir bloggarann í mér.
Ég hef bloggað um þessa "keppni" frá öllum mögulegum vinklum og sjónarhornum.
Stórskemmtilegt alveg.
Þetta er náttúrulega samkoma sem býður upp á ótrúlega fjölbreytt bloggefni.
Ég gladdist líka í forhertu hjarta mínu við að sjá Jóhönnu á Austurvelli og allt fólkið sem tók á móti henni, sólin, veðrið og gleðin var skemmtileg tilbreyting.
En af því ég er að kafna úr jákvæðni þá verður að neikvæðnijafna.
Ég og Sara dóttir mín hugsuðum (og sögðum, ekki mikið fyrir að brenna inni með hugsanir okkar við mæðgur) strax það sama: Vá, þvílíkur fólksfjöldi, hvar var allt þetta fólk í Búsáhaldabyltingunni?
Og ég er enn að velta því fyrir mér.
En...
Eftir að hafa hlustað á "Er það satt, eretta búið?" með Jóhönnu Guðrúnu "okkar" og "Farytale", með geistlega Alexander "þeirra", svo oft að ég get ekki talið það, ja þá myndi ég ekki gráta það að heyra hvorugt lagið aftur í þessu lífi og jafnvel því næsta.
Ekki miskilja mig, ég er hrifin af laginu hennar Jóhönnu og Norska lagið kom mér í gott skap, en það var fyrir ca. milljón skiptum síðan.
Sko, á milli þess sem er óhóflega mikið annars vegar og geðveikri ofspilun hins vegar, er hárfín lína (----------) .
Hér og í Noregi hefur verið böðlast yfir þessa línu.
Stopp, anda, stanga úr tönnum og fara að gera eitthvað annað.
Hefur einhver heyrt um meðalhófið?
Og gleymdi ég að segja ykkur að mér er illt í eyrunum?
Já, gleymdi ég því.
Okei, mér er hryllilega illt í eyrunum.
En af því að við nærriþví unnum Eruovision, veðrið er dásamlegt, Jóhanna Guðrún yndisleg og ég hef átt dásamlegan dag algjörlega fyrirhafnarlaust, þá hefur þessi dagur líka haft stóra þýðingu fyrir mig og minn kærleikshelming í jákvæðum skilningi.
(Nei, leyndó, ekki orð).
Ergó: 17. maí mun mér seint úr minni líða.
Og nú verður haldið munni um Eurovision þar til næst.
Og þetta er ekki loforð, þetta er hótun.
Is it true, is it over?
Jabb, algjörlega þangað til næst.
![]() |
Sérstök móttaka fyrir Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 17. maí 2009
"Don´t let the sun go down on me"
Ég er búin að sitja í garðinum í nær allan dag.
Úff, rosalega var mig farið að þyrsta eftir sumrinu.
Ég held samt að ég sé að þroskast.
Hvernig fæ ég það út?
Jú, vegna þess að ég hoppa ekki hæð mína í hvert sinn sem humla flýgur inn í götuna eða bara inn í friggings Teigahverfið.
Það þurfti ekki meira til meðan ég var seinþroska og óttaslegin miðaldra kona. (Lesist í fyrrasumar).
Ég er ekki rjómahvít lengur. Það gera mín frönsku gen. Sólinni líkar við Frakka.
Búkú. Qua?
Annars var partí í garðinum við hliðina.
Þar voru allir sippandi. Þó aðallega fullorðna fólkið.
Við Íslendingar erum svo sólarþyrstir eftir veturinn að við flippum út.
Ég til dæmis, batt mig löngum við hinar og þessar svalir í þeim íbúðum sem ég hef komið nálægt og lá þar í roki og ískulda.
Sólin skein, kommon, það voru engir ljósabekkir og engin brúnkukrem
Úff, jú annars, nú man ég eftir brúnkukreminu, því eina sem var til.
Quick Tan.
Halló, það reif í maður minn. Við urðum svartar vinkonurnar.
Sko svartröndóttar.
Það var ekki séns að ná sentímetersfleti á húðinni jafnlitri.
En þetta var í gamla daga.
Svo man ég eftir mér úti í Nauthólsvík.
Sami kuldinn, sami bömmerinn, en sólin skein.
Ég held að ég myndi binda mig við flugvél ef hún elti sólina.
Don´t let the sun go down on me.
Elton er með þetta.
Hárkollan er alveg að gera sig líka.
Tók út Elton og setti stuðlagið "I won´t let the sun go down on me" fyrir hann Brján.
Þið sem viljið hryggjast með Elton - þið getið bara farið inn á YT og náð í það sjálf.
Sagði ég mjög elskuega.
![]() |
Hitinn nálgast 20 stig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 17. maí 2009
Gerðu gjaldþrota slæðukaupmenn kjólinn?
Við getum heldur betur montað okkur af að hafa orðið fyrst í undanúrslitunum.
Ég veit ekki hvað er með mig, veltandi mér upp úr minni hötuðu Eurovision.
Og ég er hér með hætt.
En í Svíþjóð eru menn ekki glaðir.
Ég veit ekki hvort þeir eru reiðari sjálfum sér eða Evrópu.
Þeir eru komnir með könnun á miðlunum.
Eigum við að hætta í Euro?
Þeir pirra sig líka á kjólnum hennar Jóhönnu.
Eru eitthvað að djóka með að það væru slæðukaupmenn sem væru farnir á hausinn og hefðu búið kjólinn til úr lagernum.
Að það væri eins gott að Ísland hafi ekki unnið. Við værum skítblönk.
Það kemst ekki hnífurinn á milli Svía og Íslendinga hvað varðar sært þjóðarstolt.
Bresku þulirnir höfðu móðgað Svíana illilega þegar þeir görguðu úr hlátri yfir aumingja Malenu.
Alveg: HVAÐ er þetta? Er þetta stökkbreyting á milli manns og konu?
Eða: Það gerir ekkert fyrir andlitið á þessari sænsku að fara upp á háu tónana.
Svíarnir eru eins og ég segi dálítið súrir yfir að lenda í 21. sæti.
Hvað um það.
Ég hata Eurovision.
![]() |
Ísland varð efst í undanúrslitunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 17
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 2987148
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr