Færsluflokkur: Menning og listir
Sunnudagur, 3. maí 2009
Ég er glötuð!
Þetta vorið hef ég hagað mér algjörlega út úr korti með margt.
Vígin falla hvert af öðru, prinsippunum mínum hent á gólfið og þar hef ég hoppað á þeim og sparkað þeim út í horn, eins og um úldnar borðtuskur væri að ræða.
Þetta er skelfilegt!
Það prinsipp sem minnst er heilagast, þetta með að hata Júróvisjón í verki og horfa ekki á neitt sem tengist því er kolfallið. Algjörlega farið í vaskinn!
Ég gæti tekið "stjórnmálamanninn" á þetta og hent ábyrgðinni á þrálát veikindi sem hafa verið að hrjá mig undanfarið og því haldið mér meira og minna innilokaðri á menningarheimili mínu hér í hjarta borgarinnar, en ég ætla ekki að gera það.
Þetta varðaði bara svona.
En mikill rosalegur urmull af glataðri músík er í þessari keppni.
Algjör ráðstefna fyrir hæfileikalausa lagasmiði.
En það eru undantekningar.
Plebbinn ég féll fyrir Noregi.
Og Jóhönnu Guðrúnu.
Svo horfði ég á sænska panelinn (í þættinum þar sem Eiríkur Hauks sat til skamms tíma og gaf álit sitt), og þar voru menn yfir sig hrifnir af okkar framlagi með Jóhönnu Guðrúnu.
Nema ein kerling, en hún var mjög óaðlaðandi manneskja () hinir fimm féllu í stafi.
Ætli við vinnum?
Nei, en það mun Noregur gera, ekki spurning.
Úff, bara að mér fari að batna, þetta er að eyðileggja töffaraímynd mína algjörlega.
Later og góðan daginn.
![]() |
Íslandi spáð góðu gengi í Moskvu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 1. maí 2009
Ímynduð björgunarþörf og æsandi raunveruleiki á bók
Vitið þið að það mætti bjarga börnunum mínum óteljandi oft úr ímyndaðri hættu vegna misskilnings í staðinn fyrir þann skelfilega möguleika að enginn kæmi þegar á þyrfti að halda og þau í hættu stödd.
En það er bara ég.
Annars er ég að lesa nýjasta bókarkreisið um hrunið; "Sofandi að feigðarósi", eftir Ólaf Arnarson, sem selst núna í bílförmum.
Í bókinni er gerð grein fyrir atburðarásinni sem leiddi til þess að bankakerfið á Íslandi varð gjaldþrota í október síðastliðnum og sagan rakin fram á vor.
Ég hélt að raunveruleikinn gæti seint slegið skáldsagnaheiminum við í lygilegri atburðarrás.
Þar fór ég villur vegar.
Það sem gerðist á þessu landi í haust (og er jafnvel enn að gerast á bak við tjöldin) er mergjaðra en nokkurt ævintýri.
Ég mæli með því að þið lesið þessa bók.
Fræðandi og spennandi, því miður kannski, en svona er lífið.
![]() |
Óþörf björgunaraðgerð í Gróttu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 29. apríl 2009
"Jákvæðir fordómar" - Frussssssssss
Ég á það til að umgangast mitt ástkæra af töluverðu virðingarleysi þegar þannig liggur á mér.
En halló, ég er ekki blaðamaður á Mogganum!
Sko, hafið þið nokkurn tímann heyrt um andlátstilkynningar þar sem dagar hins látna teljast taldir?
Sóandsó Sóandsóson verður jarðsettur í Sóandsókirkju. Dagar hans eru taldir.
Gætu alveg eins sagt, talningu á dögum Sóandsó er lokið. Þeir voru; 34324234 margir.
Frusssssssssssssssss
En..
Ég var að pæla í nafninu mín. Já mig vantar eitthvað að lesa.
Hef of mikinn tíma.
Ég átti nánast engar nöfnur þegar ég var barn. Eina og eina bara, þær hétu þá yfirleitt Jensína.
En núna eru breyttir tímar, ég á nöfnur víða.
Og vitið þið hvað?
Ég er með jákvæða fordóma út í nöfnur mínar. (Ég veit að fordómar geta auðvitað ekki verið jákvæðir, en þið vitið hvað ég meina).
Mér finnst að allar Jennýjar hljóti að vera ofsalega klárar og skemmtilegar.
Framúrskarandi manneskjur alla leið.
Hef ekki enn rekist á neina Jennýju sem eyðileggur þessa tálsýn mína.
En hvað segir þetta um mig?
Við skulum ekki ræða það einu sinni.
Mikilmennskubrjálæði hvað?
En hugsið ykkur að heita Sigríður Jónsdóttir og vera með "jákvæða fordóma" gagnvart nöfnum sínum.
Mér segir svo hugur um að það gæti endað illa.
Jájá, bönin mín í fjöllunum.
![]() |
Dagar Lífar taldir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 29. apríl 2009
Bókin bjargar
Eftir að hafa farið hamförum yfir pólitík, nánast daglega síðan í byltingu, þá er ég í fríi.
Það þarf ekkert minna en nýja stjórn eða stórt spillingarmál til að ég bloggi um þvílík fyrirkomulög.
En að öllu skemmtilegri hlutum.
Ég var að lesa skemmtilega skáldsögu.
Stelpubók fyrir konur á öllum aldri.
Um konu sem á vinkonu og tilvonandi mann.
Vinkonan sefur hjá honum. Úúúú...
Allir fara í sitthvora átt og svo veikist vinkonan sem lúllaði hjá eiginmanni hinnar.
Og um það er bókin, drami, drami, drami.
Frábær tímaþjófur sem mig vantaði sárlega í veikindum mínum yfir páskana.
Svo á meðan ég man.
Ég er að glugga í Dalai Lama líka.
Ef það er ekki þörf á andlegu fóðri á þessum hörmungartímum þá aldrei.
Ég las einhvern tímann bók um Tíbet og fyrirkomulagið í kringum Dalai Lama.
Stórmerkilegt alveg.
Koma svo.
Lesum okkur út úr kreppunni krakkar mínir.
Fimmtudagur, 23. apríl 2009
Geldingur frá Svíþjóð?
Ég er líka hommi innan við beinið.
Líka kall á kassa sem predikar á hornum.
Hattarinn í Lísu í Undra og ólesið handrit sem hefur gleymst ofaní skúffu.
Og margt fleira.
En ég var að hlusta á sænska júrólagið, jájá, hata júróvisjón. Só? Farið ekki að grenja. Þið getið farið í mál við mig, ég er svona, eitt í dag og annað á morgun.
En lagið hefur svo furðuleg áhrif á mig.
Þekkt sópransöngkona syngur og það ótrúlega vel.
Röddin minnir mig á geldingarödd, ekki skrýtið.
Og mér líður eins og ég hafi hafnað í sukkpartíi á 18. öld í Frakklandi.
Ótrúlega heillandi fjandi.
Dæmið sjálf.
![]() |
Hommi inn við beinið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 20. apríl 2009
Darth Vader í símanum
Ég vildi óska þess að ég og fleiri hefðum aðstöðu til að mynda okkur skoðun um ESB út frá forsendum sem ekki eru litaðar af flokkslínum.
Ég hringsnýst í kringum sjálfa mig í þessu máli, veit ekki hvað snýr upp og niður á umræðunni.
Veit sem sagt ekki hvort ég er með eða á móti.
Jóhanna vill setja aðildarviðræður í forgang, kannski er það ágætt bara, þá komumst við að minnsta kosti að því hvað aðildin inniheldur í plús og mínus.
Ég veit ekki með ykkur, en ég er varla búin að ná því að það skuli kosið um helgina.
Úrvinnslugeta höfuðsins á mér er orðin frekar hægt eftir allt sem á hefur dunið.
Ég veit að minnsta kosti hvað ég ætla að kjósa, þarf ekki að velta því lengur fyrir mér.
Svo er bara að reyna að halda haus í gegnum komandi hremmingar.
Annars er ég enn nánast raddlaus.
Hef þó rödd sem er ryðguð og ljót, nánast skelfileg í myrkri.
Elskulegur tengdasonur minn svaraði í símann í gær þegar ég hrindi til að tala við dóttur mína.
Hann kallaði:
Sara; Darth Vader er í símanum.
Jájá.
Eddie Izzard er með þetta. ÓMÆGODDDD.
![]() |
ESB-viðræður í júní? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 17. apríl 2009
Eldhúsguðir, drekar og fíflar (fífl)
Björn myndi flytja þúsund ræður til að "verja heiður Alþingis"!
Hvaða heiður?
Þið eruð búnir að troða þeim heiðri í svaðið kallinn, ef nokkur var eftir þegar allt fór til andskotans.
Þúsund ræður!
Rosalega hljómar það eins og eitthvað úr kínversku ljóði.
Ó þú fjólubláa nótt hinna þúsund eldhúsguða, fimmtánþúsund dreka og hlaupandi fífils.
Jón Baldvin kenndi mér íslensku í Hagaskóla sællar minningar.
Hann sagði að það sem maður gæti ekki sett í x margar setningar, væri ekki þess virði að það væri yfir höfuð sagt.
Eða var það Finnur Torfi kollegi hans?
Æi, man það ekki, annar hvor.
Enda fóru þeir báðir til Ísafjarðar og opnuðu menntaskóla.
Engar fokkings málalengingar þar.
Jabb.
![]() |
Myndi fagna þúsund ræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 17. apríl 2009
Og vitið þið hvað?
Ég var að velta því fyrir mér fyrr í kvöld hvort það væri ekkert líf, ekkert bloggefni, ekkert stuð, fyrir utan pólitík, hústökur og bankahrun.
Jú, víst er það. Það má blogga um ýmislegt.
En þá vandast málið.
Ég get ekki bloggað um drauma, þú treður ekki heilaflippi næturinnar, sem sjaldnar meikar sens, upp á fólk sem rekst inn á bloggsíðuna þína.
Ég get ekki bloggað um veikindi. Ég veit ekkert leiðinlegra en veikindi, þó það megi geta þess hér að ég er raddlaus á sjöunda, með sprungna hljóðhimnu og skapvonsku í sögulegu hámarki.
Ég get hins vegar bloggað um allt og ekkert, skrifað heilu færslunar um eitthvað vísindafokk, en ég er ekki stemmd fyrir fíflagang á meðan ég bíð eftir kosningum.
Sko, þetta með veikindin (gat verið ég er komin á fullt), það er ekkert leiðinlegra en fólk sem lifir í veikindum.
Bloggar um þau.
Talar um þau.
Veltir þeim fyrir sér.
Les um þau.
Er þau.
Hm..
Hef ég sagt ykkur að ég er með sprungna hljóðhimnu?
Var ég búin að segja ykkur að ég get ekki talað?
Gleymdi ég að geta þess að mig verkjar í báðar hnéskeljar eftir bænahald morgunsins?
Örugglega ekki.
Og vitið þið hvað?
Í nótt dreymdi mig draum.
Hann innihélt Bjarna Ben, bókhald Guðlaugs Þórs, John Lennon, hlaðið kökuborð en ekkert kaffi. Leit að fjársjóði, dollara í búntum og týnda skó.
Það má geta þess að Bjarni Ben er vita laglaus samkvæmt draumi.
En ég ætla ekkert að blogga um það neitt.
Þið mynduð ekki skilja upp né niður.
Segi svona.
Góða nótt aularnir ykkar.
"Talk to the hand"
Fimmtudagur, 16. apríl 2009
Skammist ykkar
Það er skelfilegt að sjá hvernig lögreglan mylur niður Vatnsstíginn og það er ekki að sjá nema að það sé gert í algjöru tilgangsleysi.
Að minnsta kosti hefur útskotsglugginn á efri hæðinni ekkert með hústökufólkið að gera.
Löggann slær hann út í heilu lagi eins og ekkert sé eðlilegra.
Lögreglan er einfaldlega að rífa húsið eins og má sjá ef meðfylgjandi myndband með frétt er skoðað.
Hverjum er lögreglan að þjóna hérna?
Það er skelfilegt að horfa upp á eyðilegginguna á þessu gamla húsi.
Hver setti þá í að rífa?
Þetta er hundraða ára gamalt hús og rúmlega það.
Skammist ykkar.
![]() |
Fékk hland fyrir hjartað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 16. apríl 2009
Vogur og Tilræðið
Ég er ein af þessum 19.248 sem hafa lagst inn á Vog.
Þrisvar sinnum meira að segja þegar allt er talið.
Takk Vogur fyrir að hjálpa mér á lappir.
En hvað um það, nýliðnir páskar fóru ekki eins og ég ætlaði mér.
Af því ég var raddlaus með flensu sem sjálfur myrkrahöfðinginn(nei, fíbblin ykkar ég er ekki að vísa í Davíð Oddson) hlýtur að vera höfundur að.
Og af því að flensan rændi mig röddinni (sem enn lýsir með fjarveru) eyddi ég páskum í lestur.
Lestur er minn lífselexír og núna bjargaði hann lífi mínu.
Ég las nokkrar bækur sem ekki verða nefndar hér. Blogga yfirleitt ekki um bækur sem hugnast mér illa.
Ég treysti mér hins vegar til að mæla þúsundprósent með þessari hér, Tilræðinu.
Hún fjallar um Amin Jaafari, virtan skurðlækni í Tel Aviv. Hann og kona hans, Sihem, eru palestínsk að uppruna en ísraelskir ríkisborgar. Þau eru vel stæð, vinamörg í samfélagi gyðinga og hamingjusöm hjón, að því að Amin telur.
Shihem sprengir sig í loft upp á veitingastað þar sem fullt að fólki lætur lífið.
Bókin fjallar í raun um hvernig læknirinn reynir að ná utan um þá staðreynd að kona hans er fjöldamorðingi og örvæntingafulla viðleitni hans til að skilja hvað gerðist.
En fyrst og fremst og það sem situr eftir hjá mér er hvernig höfundi tekst að vekja samúð með málstað beggja, þ.e. Ísraela og Palestínumanna.
Reyndar hefur samúð mín með Palestínu verið heit og langvarandi en eftir lesturinn skil ég Ísraela (borgarana) ögn betur.
Í stríði er bara fólk sem raðast niður á landsvæði, svona tilviljanakennt og á það eitt sameiginlegt að vilja lifa í friði.
Svo eru það andskotans hernaðarmógúlarnir sem eyðileggja allt saman.
Lesið þessa bók. Hún er fanta spennandi og í leiðinni ákaflega fróðlegt innlegg í umræðu sem alltaf er í ný
Ajö,
Alkinn ég.
![]() |
9,4% karla hafa lagst inn á Vog |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.3.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987599
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr