Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Menning og listir

Algjört törnoff.

1

Ég er stundum með alveg glataðan húmor.  Mér finnst til dæmis alveg rosalega fyndið að Harvard háskóli í samvinnu við fleiri æðri menntastofnanir, skuli hafa verið að rannsaka hvort dimmraddaðir menn eignist fleiri börn en þeir mjóróma.  Ég tel mig hafa nokkuð öflugt hugmyndaflug á góðum degi, en þetta hefði mér aldrei dottið í hug að einhverjum fýsti að vita.

Hvað um það.  Þeir dimmrödduðu eignast fleiri börn, en börn mjóróma manna eru alveg jafn heilsuhraust.  Ástæðan fyrir barnaláni strigabassanna er talin vera sú að þeir eigi auðveldara með að ná sér í konu.  Þessar upplýsingar hefðum við stelpurnar getað boðið upp á, án þess að það kostaði krónu.  Skrækir náungar eru algjört törnoff.  Ég sá einu sinni einn öflugt flottan náunga úti í London og þegar hann gekk að mér, kiknaði ég í hnjáliðunum, missti glasið og sígarettuna á gólfið (ýkt, mínusið eftir þörfum) og hélt að þarna væri draumaprinsinn kominn ljóslifandi.  Maðurinn horfði djúpt í augu mér, sagði eitthvað gáfulegt, sem ég er ekki til frásagnar um, því ég greip um eyrun vegna hátíðnihljóðsins sem kom úr barka hans.  Hann var geldingur, ég sverða.

Það rann upp fyrir mér ljós, þegar ég las þessa frétt og nú skil ég hvers vegna SUMIR (www.jonaa.blog.is) eru glaðir með Bjögga Halldórs.  Röddin í honum er á stöðugri niðurleið, í þulardjobbinu á Stöð 2.  Samkvæmt umræddri rannsókn, þarf Björgin örugglega á lífvörðum að halda ef svo heldur fram sem horfir.  Íslensk kvenþjóð á eftir að tapa sönsum ef karlinn fer niður um áttund til viðbótar.

Á sjó!


mbl.is Dimmraddaðir menn eignast fleiri börn en þeir mjóróma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er dáðst að okkur víða um heim!

Ég dáist að drykkjuþoli Íslendinga.

Ég dáðist lengi að mínu eigin drykkjuþoli eða alveg þangað til að ég fór í meðferð, þá hafði stemmarinn fyrir því alveg horfið og síðan hefur mér ekki stokkið bros í málaflokknum.Whistling

Það eru ekki bara við sjálf sem dáumst að okkur í drykkjudeildinni - ónei- Pablo Francisco gerir það líka.

Who the f..k is Pablo Francisco?

Hann ætlar allavega á Goldfinger.

Landkynning er alltaf góð sagði einhver, en..

það var áður en Flugleiðir auglýstu "Dirty weekend ferðirnar".

Hádújúlækæsland?

Ójá.

 


mbl.is Dáist að drykkjuþoli Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikhúsferð innblásin af Baltasar

 2

Þegar ég var stelpa var farið með mig á flest allar leiksýningar sem í boði voru og auðvitað elska ég leikhús.

Ég tók sömu aðferð á dætur mínar með ágætis árangri, þ.e. þær elska leikhúsið.

Þegar Maysa mín var 13 ára sýndi hún samt óvenju mikinn áhuga á að komast í Þjóðleikhúsið til að sjá  leikritið um rússnesku kennslukonuna hana Jelenu.  Við drifum okkur mæðgurnar, ekki mátti neita barni um leikhúsupplifunina sem myndi auðvitað stækka vitundarsvið hennar, bæta við tilfinningaflóruna og hvetja hana til enn frekari lesturs bókmennta (omg foreldrar). 

Í miðri sýningu varð mér litið á krakkann og þá sá ég að hún var með augun spennt á einn leikara á sviðinu - Baltasar.  Ég fór að fylgjast með enn betur og í hvert skipti sem Baltasar hreyfði sig, þá hreyfðist höfuð á ungling.  Í hléinu fór ég að spyrja út í verkið og María Greta Einarsdóttir leit á mig og sagði: Mamma ég er að horfa á Baltasar, ég tók ekkert eftir því hvað hinir voru að gera.

Trú mín á mannkyninu beið þarna mikinn hnekki.

Þetta kom upp í huga mér,  þegar ég las um að Baltasar væri með eftirsóttari leikstjórum.

Maðurinn er afburða leikari og afburða leikstjóri.

Verst að hann skuli ekki vera í hvorutveggja.

Og María Greta; skammastuðín, að hafa haft móður þína að ginningarfífli.

Úje!

 

 


mbl.is Baltasar eftirsóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú krullast ég upp..

..miðaldra konanWhistling  Mér finnst ekki par huggulegt að Spaugstofukarlarnir skuli ekki hafa staðið með félaga sínum, Randver, þegar honum var sparkað úr Spaugstofunni, en að fara að safna undirskriftum um málið er ótrúlegt.  Maðurinn hefur ekki einu sinni sýnt fram á neina löngun til að fá djobbið aftur.  Kannski er hann bara dauðfeginn heima hjá sér og þá er eitthvað lið með "samstöðu" að reyna að húrra honum í vinnuna með eða án vilja hans.  Kommon ég er ekki svona illa haldin af samkennd.

Bloggvinkona mín hún Heiða (www.skessa.blog.is) bloggar um þetta líka.  Ég spyr; eru engin stórvægilegri mál sem hvetja fólk til  bregðast við, bara núna í vikunni, svo dæmi séu tekin?  Hvað með dóminn fyrir nauðgunina, sem Hæstiréttur lækkaði? Hvað um að menn geti verið viðstaddir yfirheyrslur í Barnahúsi og verið samtímis grunaðir um barnaníð?  Hvað með húsnæðisleysi einstæðra foreldra? Og svo mætti lengi telja.

Ég las reyndar einhversstaðar að Páll Magnússon, útvarpsstjóri, keyrði um á rándýrum Audi, á kostnað skattgreiðenda.  Ég man þá tíma, þegar fólk sá ekkert athugavert við að borga og reka sína bíla sjálft.  Hvaða snobb og fíflagangur er þetta?

Frusssss, ég á ekki orð og skrifa ekki staf undir undirskriftalistann fáránlega.

Ég er hinsvegar með pennann á lofti þegar réttlætismál í þjóðfélaginu eru annars vegar.

Súmíbítmíbætmí.

Úje


mbl.is Styðja Randver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spaugstofupæling

Fyrir utan skort á samkennd með félaga sínum Randveri, er afskaplega lítið hægt að segja um Spaugstofuna.

Þess vegna skil ég ekki hvernig sumir geta talað sig heita og bloggað með sterkum lýsingarorðum um Spaugstofuna í gærkveldi.  Gamanþáttur verður varla SVO dramatískur, eða er það?

Hef rekist á blogg þar sem fólk talar sér til hita um Spaugstofuna, eins og um þjóðþrifamál sé að ræða.

Auðvitað er húmor mannbætandi.

Mér er ekki ljúft að viðurkenna það, þar sem mér finnast þeir Spaugstofumenn svo leim í samstöðunni með félaga sínum sem var látinn taka pokann sinn, en ég skellihló nokkrum sinnum í gærkvöldi.

Húmor lengir lífið.  Fjandinn hafi það.

Ójá.


Pósturinn hefur endanlega gengið frá félagslífi mínu!

 1

Ég er ónýt, miður mín, að andlegum niðurlotum komin og ég á eftir að eiga ömurlega helgi.

Ég er ekki búin að fá boðskortið frá Landsbankanum en það verður flogið kl. átta í fyrramálið til Ítalíu og þar með er þessi annars skemmtilega ferð til Ítalíu á vegum bankans fallin steindauð til jarðar.

Þó boðskortið frá Kaupþingi berist í fyrramálið í matinn annað kvöld, kemst ég ekki í strípur og klippingu fyrirvaralaust og ég á eftir að versla mér dress.  Get ekki látið sjá mig í áramótadressinu sem ég var í í þyrlupallapartíinu í London á gamlaárskvöld.

Ég veit að þetta er ekki bönkunum að kenna.  Er búin að skipta við alla íslensku bankana í áraraðir og hlýt að vera nokkuð góður viðskiptavinur í tímalengd talið (hóst). 

Það er andskotans Íslandspóstur sem er að klúðra mínu félagslífi algjörlega.

Ég er ZERO happý!

Ég mun eyða helgini algjörlega niðurbrotin, heima í rúmi.

Dem, dem, dem! 


Og litla gula hænan sagði ekki ég...

Skelfing verð ég hallærislega mikill almúgi þegar ég les fréttirnar af því að Randver Þorláksson, verði ekki með í Spaugstofunni í vetur.  Ég er sum sé að drepast úr forvitni sem hinn nafnlausi sjónvarpsáhorfandi.  Mig langar í alvörunni að vita hvað það er sem stendur ekki í fréttunum af þessu máli. 

Það vísar hver á annan hérna.  Randver segir ekkert, Örn vísar á Þórhall og Þórhallur á Randver.  Kommon, hver er ástæðan fyrir því að Randver, sem mér finnst einn af þeim betri í Spaugstofunni, er látinn fjúka?  Og fyrirgefið, má ekki setja upp leikverk, leikþátt, gamanþátt, fjölskylduþátt eða bíómynd án þess að Hilmir Snær skreyti þá með nærveru sinni?´

Mér finnst Hilmir Snær magnaður leikari en þeir eru bara svo margir góðir sem við eigum og suma sjáum við allt of sjaldan. 

Ég tek fram að þetta er svo sem ekkert hitamál hjá mér, enda enginn sérstakur Spaugstofufan síðustu árin, en ég horfi samt þegar ég hef ekki eitthvað annað spennandi að gera.  Mér finnst stelpnahúmor skemmtilegri, enda hefur maður fengið óverdós af karlahúmor í gegnum árin.  En Randver er flottur.  Hvað er í gangi?

Þegar maður segir A þá er það náttúrulögmál að á eftir fylgi B.. og

Komasho


mbl.is Randver hættir í Spaugstofunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OFMAT

Viktoría og Davíð hafa fengið umsögnina "ofmetnasta fólk í heimi". Það má vera rétt, svo langt sem það nær. 

Sjálfstæðisflokkurinn, Bubbi Morthens, Þvagleggssýslumaðurinn, Blönduóslögreglan, Íslensk Erfðagreining, Nylon, Þorramatur, kjötbollur og íslenska þjóðkirkjan, eru líka stórlega ofmetin.

Ég, hins vegar, er hneykslanlega vanmetin.

Væmíollðetæm?

Úje


mbl.is Beckhamhjónin eru „ofmetnasta fólk í heimi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á MÓTI, Á MÓTI, ALLTAF Á MÓTI

3

Ég varð voða glöð þegar ég sá þessa frétt um að ríkisstjórnin hafi samþykkt að tillögu forsætisráðherra að verja 500 þúsund kr. í að samræma mismunandi útgáfur þjóðsöngsins.

Ég hélt í einlægni að nú ætti að laga þjóðsönginn að nútímanum og jafnvel leyfa öðruvísi flutning á honum. 

Ég sá fyrir mér að nú mætti rapp´ann, rythm´ann, dans´ann, smell´ann, dúadúa´ann og djazz´ann.  Ég gladdist alveg ógurlega mikið á meðan ég hélt að ríkisstjórnin hefði vaðið inn í nútímann með þennan sorgarsöng.

Nebb, minn misskilningur eins og sjá má þegar fréttin er lesin.

Annars er ég á móti þjóðsöngvum.  En ég er líka á móti orðum og öðrum borgaralegum vegtyllum, á móti þjóðarrembingi og öllum nasjónalisma.  Gott ef ég er ekki á móti skátafélögum líka.  Sama máli gegnir um stúkur og leynifélög.  Ég er rakið fífl.

Leiðinlegt fyrir Spaugsstofuna þetta með óguðvorslandið, þeir hefðu getað bítlað´ann.

Þíjúgæs.

Úje


mbl.is Mismunandi útgáfur þjóðsöngsins samræmdar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG Á LEIÐINNI Í BÍÓ

Þar sem mér var ekki boðið á frumsýningu Veðramóta, verð ég að koma mér á eigin vegum í bíó og það strax, þ.e. í vikunni.  Myndin fær frábæra dóma í Mogganum, ekki að það skipti máli, svona p.c. ég vil dæma sjálf mínar upplifanir. 

Það var skrifuð sérstök frétt um að börn frægra leikara væru mýmargir í myndinni.  Só?  Skiptir það máli ef fólk er að valda sínu hlutverki?  Mér er sko slétt sama.  Samsæriskenningar, frussssssss.

Myndin hefur verið þrjú ár í vinnslu, samt hittir hún svona gjörsamlega naglann á höfuðið, þ.e. Breiðavíkurmálin tengjast jú efni myndarinnar, þannig að sem slík á hún auðvitað stórt erindi.

Ég er sum sé farin í bíó og ég hlakka til.

Guðný er megatöffari!

Úje


mbl.is Klappað þar til ljósin voru kveikt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.