Færsluflokkur: Menning og listir
Föstudagur, 5. október 2007
Kæri Dr. Gunni
Mikið skelfing finnst mér leiðinlegt að það sé búið með skýrum og óyggandi hætti, að skipa þér, sjálfum poppsérfræðingnum, á bekk með okkur, nafnlausa og andlitslausa múgnum.
Ég "in person" er algjörlega áhrifalaus í íslensku menningarelítunni og tel ég mig þó þokkalega stofufæra í umræðum um bæði eitt og annað, sem snýr að listum, menningu, friðarmálum og annari pólitík.
Nú veit ég að þú hefur ábyggilega varið þína "doktorsritgerð" í poppfræðum, í andyri Dakótabyggingarinnar, en trúðu mér, ef þú horfir t.d. á Kiljuna hans Egils og aðra menningarþætti, þá átt þú "in person" ekki séns í helvíti að komast með tærnar, þar sem liðið hans Egils, að honum meðtöldum, hafa hælana, í menningarlegu innsæi. Sama hvar borið er niður.
Ég "in person" hef hugsað mér að grilla kótilettur úti við Köllunarklett að kvöldi 9. október og glápa öfundaraugum, út í eyjuna þar sem eðlar manneskjur, mér og þér miklu æðri, munu standa og kveikja í súluhelvítinu hennar Yoko. Ég er reyndar frekar höll undir þessa tilteknu súlu, en það er sú eina súla sem ég skrifa upp á, á þessum síðustu og ógeðslegu.
Ég hef ekki efni á gullnu boðskorti svona "in person" en ég nota veraldarvefinn til að bjóða þér í andskotans lambakjötið úti í rignarsuddanum á þriðjudagskvöldið.
Vinsamlegast sendu svarmeil á www.famouswannabees.com fyrir mánudagskvöld.
Hlakka til að sjá þig karlinn.
Hef ekki hangið sjálf fyrir utan Dakótabygginguna en hef nærri því drekkt mér í ánni Mersey.
Þangað til þá.
Ég "in person"
![]() |
Dr. Gunni fékk ekki boðskort |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt 6.10.2007 kl. 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fimmtudagur, 4. október 2007
Íslenskir rasistar
Rasistar snúa við í mér maganum. Hvar sem ég rekst á þá. Ég er hrædd við manneskjur sem hafa andúð á fólki á þeim hæpnu forsendum, að það komi langt að, úr öðruvísi menningu, sé með annan litarhátt osfrv.
Við hvað er þetta fólk hrætt?
Ég tala varla orðið við manneskju nú orðið sem ekki kvartar undan útlendingum í búðinni, á elliheimilinu hjá mömmu og á leikskólanum.
Er einhver annar sem bíður hangandi á húninum eftir að fá að annast þessi störf?
Nær væri að hækka launin hjá þessum stéttum, og gera íslenskukennsluna meira aðgengilega.
Ég er svo þreytt á þessu nöldri.
Hvernig væri að læra að meta fjölbreytnina sem fylgir fjölmenningarsamfélagi og nýta hana til góðra hluta?
Arg og þvarg.
Ójá
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 3. október 2007
Skádóttir, Hillary Swank, kjúklingabringur og sár vonbrigði.
Ástrósin, skádóttir mín, var hjá okkur í afmælisdinner, þessi elska, en hún varð 16 ára um helgina. Jesús minn hvað tíminn líður. Hún var ekki nema tæpra þriggja ára, þegar hún kom inn í líf mitt, snúllan sú arna. Núna er hún sum sé orðin stór stelpa, samt minnsta barnið í barnahópnum okkar Einars.
Hún fór með pabba sínum út á vídeóleigu, þegar við höfðum snætt kjúklingabringur, með ofnbökuðum gulrótum, kartöflum og blómkáli, ásamt karrýlegnum eplum og dúndur sósu, allt framreitt af mér, eðalkokknum (ég er heitur aðdáandi sjálfrar mín eins og þið sjáið).
Ég hef húsbandið grunaðan um að vera að venja mig af því að horfa á dvd-myndir. Eins og hann er naskur að finna góðar ræmur, þá hafa undanfarin tvö skipti verið skelfileg törnoff í áhorfsdeildinni. Núna leigðu þau hroðbjóð sem heitir "The Reaping". Með Hillary Swank. Ég veit ekki hvort ég muni nokkru sinni fyrirgefa Hillary fyrir þennan bömmer að leika í svona lélegri mynd, um hinar sjö biblísku plágur. Myndin innihélt; Hillary, kaþólskan prest, svartan rannsóknarmann, myndarlegan son Satans og blóði drifið stúlkubarn , sem hljóp um allt, grunuð um að vera handbendi Satans en reyndist svo hlaupa um á Guðs vegum, þegar allt kom til alls. Það voru pöddur og blóðá, engisprettur og bólusótt sem skreyttu myndina enn frekar. Ójá, klígjulega spennandi.
Ég varð fyrir sárum vonbrigðum.
Þar áður leigði minn heittelskaði, ævintýramynd um víkinga og indíána, með miklu vopnaglamri, blóði og öðrum viðbjóði. Nei annars, ég hef hann ekki lengur grunaðan um að vera að venja mig af myndaglápi á kvöldin, hann ER að því.
Úje
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Miðvikudagur, 3. október 2007
Syngdu - syngdu!
Geir Haarde er að fara að syngja inn á plötu. Hann ætlar að syngja "Walk The Line" (Johnny Cash lagið). Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst þetta lag svo viðeigandi. Nú eru þeir í stjórn með höfuðandstæðingnum, eins og Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur skilgreindi Samfylkinguna á vordögum. Mér segir svo hugur að Geir eigi eftir að þurfa að stunda töluverðar jafnvægisæfingar sem milligöngumaður milli flokkanna.
Mér finnst Geir voða dúlla. Landsföðurlegur og svona. En hann er ekki sexí eins og Johnny Cash, né er hann prakkaralegur. Hann var ekki í BÆNUM þegar Guð úthlutaði prakkaraskapnum. Það finnst mér töluverður mínus. En hann getur sungið er mér sagt. Það er alltaf gott þegar fólk hefur húmor.
Hvaða lag myndi Pétur Blöndal velja sér? Hugmyndir?
Eða Sturla?
En Kristján Möller?
En... okokok, ég er hætt.
Cry me a river!
Úje
Miðvikudagur, 3. október 2007
Af frumburði - reykingum og fugli með persónuleikaröskun
Frumburðurinn minn hún Helga Björk reykir. Ekki mikið en samt. Þegar ég las færsluna hennar Röggu vinkonu minnar um að sonur hennar væri farinn að reykja, mundi ég eftir einum stærsta blekkingarleik sem hefur verið leikinn í minni familíu af öðrum en mér sjálfri auðvitað. En ég hef sögu um miklar blekkingar og sjónhverfingar allt fram til októbermánaðar á síðasta ári, þegar ég haskaði mér í meðferð og hætti að ljúga.
Nú. Eins og svo margir foreldrar var ég dedd á því að stelpurnar mínar myndu ekki reykja. Þorgrímur Þráinsson er frjálslyndur og kærulaus í sinni reykingapólitík miðað við mig á þessum tíma, en þó skilur á milli feigs og ófeigs þar, vegna þess að ég reykti sjálf eins og vitfirt kona. Það var uppeldisaðferðin "gerðu eins og ég segi, ekki eins og ég geri" sem ég keyrði á í reykingarfyrirlestrunum.
Helga Björk byrjaði að reykja í menntó. Ég hafði ekki hugmynd um það. Hún fór í lögfræðina og reykti, sat á kaffihúsum og reykti, reykti heima hjá sér og ég vissi ekki neitt. Þegar hún var að útskrifast úr lögfræðinni, kom hún til mín að kvöldi til og sagði mér, náföl í framan, að nú gæfist hún upp. Væri orðin þreytt á að fela myndaalbúm (myndir þar sem hún hélt á síunni), fela öskubakka, bursta tennur (eins og ég hefði fundið lykt, angandi sjálf), í hvert sinn sem von var á mér í heimsókn, og gera aðrar ráðstafanir sem nauðsynlegar voru, til að halda móðurinni fastri í alsælu blekkingarinnar. Ég datt nærri því af stólnum svo hissa varð ég við játninguna Saklausa dóttir mín, var harðsvíraður blekkingarmeistari. En mikið var ég stolt yfir því að hún skyldi leggja svona mikið á sig, til að gera mömmuna ekki leiða.
Hvað um það. Bördí Jennýjarson, er með persónuleikaröskun. Hann er alveg sjúr á því að hann sé örn. Sá grunur var staðfestur eftir að hann fór að hnita hringa hér yfir höfðum okkar í kvöld og hann gerði sig, svei mér þá, grimman í framan. Svo skipti hann um hlutverk, endasentist um allt gólf var í stökkstöðu og það var ljóst að hann upplifði sig sem kött.
Ég verð að setja hann á bekkinn hjá sála, hm.. eða láta höfuðbeina- og spjaldhryggsjafna vængberann. Segi sonna.
Úje
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Sunnudagur, 30. september 2007
Frá einum sjálfsdýrkanda til annars!
Elton John er sjálfsdýrkandi, um það er engum blöðum að fletta, þó segja megi að hann hafi látið fara minna fyrir sér undanfarin ár, enda maðurinn kominn á "aðlaðan" aldur tónlistarmanns. Áður en einhver missir sig þá er ég ekki að gagnrýna músíkina hans, sem mér þykir verulega vænt um.
Madonna er virkur sjálfsdýrkandi. Hún gengur langt til að fá athygli og henni finnst ekki leiðinlegt að láta tala um sig. Ég er ekki hrifin af músíkinni hennar, en ég dáist að mörgu í fari hennar samt. Hún er kventöffari og fer ekki troðnar slóðir. Henni fyrirgefst minna en Elton, þar sem hún er kona.
Nú hafa þau sæst, skötuhjúin Elton og Madonna. Þau munu jafnvel vinna saman í nánustu framtíð. Þetta er flott ókeypis auglýsing fyrir þessa tvo narsisista. Fyrst móðgar Elton hana (umtal), svo biðst hann afsökunar (umtal) og svo eiga þau mögulega eftir að vinna saman (umtal).
Omg er enginn endir á þessu?
En þau eru bæði voða kjút.
Ég vildi ekki vera í sama herbergi og þau tvö með einn spegil. Baráttan um spegilinn yrði blóðug.
Æpromiss!
Úje
![]() |
Bað Madonnu afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 30. september 2007
Umboðsmaður Íslands
Ég er ekki sérlega hrifin af umboðsmönnum, fasteignasölum, tryggingarsölumönnum og öðrum milliliðum sem nútíma þjóðfélag hefur komið sér upp. Einu sinni handsalaði fólk samninga, virti þá og viðskipti voru gerð milliliðalaust og báðir aðilar högnuðust ef um hagnað var að ræða.
Ðe umboðsmaður, eða Einar Bárða, er að koma út á bók, það er trixin sem hann notar til að ná árangri í bransanum.
Ég hef ekki smekk fyrir þeirri "list" sem hann er umboðsmaður fyrir, ef undan er skilinn Garðar Cortes, en Einar Bárðarson er duglegur í vinnunni og býr í mörgum löndum. Amk tveimur. Hann halar líka inn peninga, en það hafa aðrir gert á undan honum, þ.e. hagnast feitt á tónlistarmönnum.
Hefur Jón Ólafsson komið út á bók?
Fyrir mér er samasem merki á milli umboðsmannsins og commercial-músík.
Er þetta metsölubókin í ár haldið þið?
Verðum við einhverju nær?
Ædóntþeinksó.
![]() |
Bók um Einar Bárðarson |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 29. september 2007
Je-je-je-je
Fyrir dálítið mörgum árum hefði ég misst fótanna, tapað áttum, komið af fjöllum, villst af vegi, vaðið í villu og svíma og eitthvað fleira sjálfsagt, ef Bítlarnir hefðu verið á leið til landsins. Ég hefði fríkað út, ég sver það. Kona sem missti sig í móðursýkiskasti yfir "The hard days night" og "Help", veinaði og grét í Tónabíó, hefði ekki haft taugakerfi til að þola hetjurnar "live". Nú stendur í Mogganum að Bítlarnir séu á leið til landsins og ætli að vera á Borginni. Þetta er auðvitað kjaftæði, nema að Lennon og Harrison, séu uppvakningar og það eru þeir örugglega ekki.
Það eru sum sé eftirlifandi helmingur Bítlanna sem eru á leiðinni hingað. Lélegri helmingurinn, þó þeir séu auðvitað flottir. Ringo er krútt. Ég meina, þegar hann var í Atlavík og íslensku gestgjafarnir buðu honum flottasta humar sem hægt var að fá og þriggja stjörnu koníak, þá harðneitaði hann að borða eitthvað sem skriði og blandaði guðaveiginn í Pepsí. Svona menn eru krútt.
Ég hlýt að vera orðin gömul, af því ég hef engan áhuga á að berja þessar fyrrum hetjur mínar augum. Jafnvel ekki þó það eigi að kveikja á "Súlunni" og að Lennon hefði átt afmæli.
Bítlaæðið er í fjarlægri fortíð og nú hlusta ég bara á þá í græjunum mínum og fer í nostalgíukast þegar ég er í stuði. Þeir geta svo henst út um allt fyrir mér.
Ég er gömul. Það er á hreinu.
Hví hefur tíminn flogið svona frá mér?
Je-je-je
Föstudagur, 28. september 2007
Ég elska hana Diddu..
..en hún er ein af hljómsveitinni "Minä Rakasta Stinua" og þau voru í Kastljósinu í kvöld. Ég get svarið það, að það er sama hvað hún Didda tekur sér fyrir hendur, það klikkar aldrei. Hún er svo mikill karakter þessi stelpa, að það skiptir engu hvort hún syngur, skrifar eða talar. Hún kemur alltaf skemmtilega á óvart. Smellið og hlustið. Didda er flott á Presley.
Úje!
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4355266/3
Föstudagur, 28. september 2007
Á ís(l)-ensku
Bubbi leitar að stjörnu í raunveruleikaþætti. Hann er að leita að næstu stjörnu Íslands undir heitinu "Bandið hans Bubba". Flott framtak, Bubbi leitar nýliða og það er flott. Það eru ekki svo mörg tækifæri í boði fyrir unga tónlistarmenn.
En auðvitað fást þarna "aðalleikendur" fyrir engan pening og kannski er það ástæðan fyrir síendurteknum raunveruleikaþáttum, sem auðvitað njóta gífurlegra vinsælda. Ég kalla svona X-Faktor - Idolþætti, aumingjahrollsprógrömm, því ekki eru allir þátttakendur beinlínis að kafna úr hæfileikum. En að lokum er auðvitað einhver flottur sem stendur eftir sem sigurvegari. Eða hvað?
Það er bannað að syngja á ensku. Bubbi er hræddur við að íslenskan deyi út. "Ég veit ekki hvort þetta er ótti við tungumálið, getuleysi eða hvort það er auðveldara að bulla á ensku, en með þessu áframhaldi er sú hætta fyrir hendi að íslenskt tungumál í dægurtónlist deyi út. Hverfi bara!"
Skelfing er ég þreytt á þessari tungumála forsjárhyggju. Af hverju í ósköpunum ætti íslenskan að deyja út? Ég hefði haldið að það væri tónlistin sem skipti máli, ekki hvort hún er sungin á íslensku, dönsku eða ensku? Mér finnst íslenskan yndisleg og það eru ekki allir sem fara í skóna hans Megasar, t.d. í þeim efnum, en ungir listamenn ættu að fá að ákveða sjálfir hvernig þeir flytja sín verk.
En nú er þetta ekki spurning um frumflutt efni sýnist mér. Það er áhyggjuefni. Það er alltaf verið að fá fólk til að fremja annarra manna músík. Engar áhyggjur á því, ónei. Bara hvort ábreiðurnar eru sungnar á ylhýra.
Minn áhugi á "raunveruleikaþáttum" af þessu tagi er að "hverfa bara!"
![]() |
Bubbi býður þrjár milljónir fyrir íslenskuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.9.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 2988421
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr