Færsluflokkur: Menning og listir
Miðvikudagur, 26. mars 2008
Samdráttaruppskriftir
Íslenska ríkisstjórnin hefur sett niður sína síðustu kartöflu í mínum garði. Þeir ætla ekki að grípa til neinna aðgerða í efnahagsmálum og við meðaljónarnir fáum auknar byrðar að bera.
En af því að það er minnst á kartöflur.
Kartöflur voru fátækramanns matur í Svíþjóð í denn. Þær voru soðnar, steiktar, bakaðar og eimaðar, og í beinu framhaldi bæði étnar og drukknar.
Nú þegar stórmarkaðirnir hækka innflutta matvöru um 15% eða meira þarf að nota útsjónarsemina.
Við förum í kartöflurnar.
Ég kann að búa til kartöflubollur, kartöfluklatta, kartöfluköku plús allt hitt sem allir kunna. Maður var ekki búandi í Svíþjóð fyrir ekki neitt.
Ég er að hugsa um að opna neytendasíðu. Þar sem samdráttaruppskriftir verður að finna. Aldrei að vita nema það komi sér vel. Bónus jr. er búinn að segja okkur að herða sultarólina.
Öryrkjar, eldriborgarar og fólk á strípuðum töxtum; herðið, herðið, herðið. Það er verið að tala við ykkur börnin góð.
Ég er farin að stinga upp kartöflufjandann hans Geirs H. Haarde. Þessa síðustu sem hann setti niður í mínum garði.
Heyrurðu það kartöfluhöfuð?
Ælofitt.
Úje.
![]() |
Kartöflunni kippt inn í 21. öldina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt 27.3.2008 kl. 08:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Miðvikudagur, 26. mars 2008
Sorpsnepill
Hið danska Se og Hör leitar með logandi ljósi að 15 ára gömlu stúlkunni, sem Jeppe Kofod, þingmaður, misnotaði um páskana og leiddi til þess að hann sagði af sér talsmannadjobbinu. Se og Hör vilja fyrir hvern mun ná tali af stúlkunni til að setja lífsreynslu hennar í blaðið.
Það þýðir lítið að fá tryllingskast út í bölvuðekkisens sorpblöðin, því fólk kaupir þau og étur allt upp til agna sem í þeim stendur.
Ég sé stundum nokkurra ára gömul blöð á biðstofum hjá læknum og verð þá margs fróðari. Þar er ég sek.
Þar fyrir utan lít ég aldrei á Séð og Heyrt, hið íslenska. Hvað þá heldur að ég færi að kaupa það og styðja í leiðinni útbreiðslu kjaftablaðsins.
Svo veit ég um fólk sem elskar að vera í blaðinu, hringir meira segja og biður um að blaðamaður verði viðstaddur þetta og hitt. Þannig var það amk.
En það þýðir lítið að frussa af vanþóknun. Blöðin eru keypt og þess vegna koma þau út.
Þau uppfylla Leitisgróuelementið. Fuss og svei.
Ég lofa hér með, að skoða frekar Tímarit Mjólkurfræðinga, næst þegar ég þarf til læknis.
Algjört loforð.
Frrrrrrrrrrrrrrrrrussssssssssssss
Ég er í banastuði. Hvað á ég að taka næst?
Hm.. fer og tékka á hvað er að gerast í þjóðfélaginu.
Síjú.
![]() |
Framganga Se og Hør" fordæmd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Mánudagur, 24. mars 2008
Bjarni á hælinu, reykti í bælinu
Þetta mannabeinamál er að gera mig þræl taugaveiklaða hérna. Þetta er DRAUGALEGT fyrirkomulag.
Og hvað á svona ónákvæmni að þýða? Kona eða barn, 10 - 30 ára gömul kúpa.
Ég sit sem á nálum. Ég er ein heima og það hriktir í einhverjum fjáranum, eins og opinni hurð, en ég get ekki lókaliserað hljóðið.
Somone is out to get me!
Ég er ekki hrædd við drauga, ég er mikið hræddari við ákveðnar tegundir lifandi manna, bara svo það sé á hreinu. En nú bregður svo við, í vorinu og ekki orðið dimmt, að ég er með einhvern straum upp eftir bakinu á mér.
Muha
Ég meina, þetta er lítið land. Hefur nokkur týnst (barn eða kona) á s.l. 30 árum og aldrei fundist?
Ég held við myndum muna það.
Og rosalega er krípí að nota beinagrind sem öskubakka.
Þekki reyndar einu sinni mann (húsband 1) sem í denn notaði gervihauskúpu fyrir öskubakka, en sú var kölluð heilli setningu. "Bjarni á hælinu, reykti í bælinu".
Ójá. Ég er að fríka út úr ónotum. Ef þið sjáið mig ekki og heyrið fyrir miðnætti, hringið á lögguna. Ok, hringið ekki á lögguna en komið hingað og lítið til með mér á Sóandsógötu nr. sóandó.
Ókí,
Smá músík meðan þið sitjið í geðveikri spennu og bíðið eftir að heyra um skelfileg örlög mín.
OMG
..ég heyri hljóð, fótatak, labbilabbilabb... þungstígt... ésús minn......
![]() |
Mannabein fundust á víðavangi í Kjósarhreppi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Föstudagur, 21. mars 2008
Háhælar og blingbling
Þessi dagur hefur verið frábær. Hjá mér sko, en ekki svo mikið hjá sjoppueigendum í Breiðholtinu, en það er önnur saga.
Toppur dagsins var afmælisfundurinn í Laugardagshöll, sem var stoppuð með fólki. Mínu fólki.
Ef ég verð einhverntíma fyrir "trúarlegum áhrifum" eða "andlegri vakningu" þá er það á svona fundum.
Það er svo gaman að vera edrú megin í lífinu.
Í kvöld hef ég hitt fullt af skemmtilegu fólki, allir í hátíðaskapi.
Margir voru á leiðinni á tónleikana í Háskólabíó þar sem verið er að safna fyrir öflugri sendi fyrir AA-útvarpið.
En ég fór heim, ég er svo mikill heimavöndull stundum.
Ég skutlaði af mér þeim háhæluðu, slengdi blingblinginu ofan í skúffu, ruddi málningunni af andlitinu og nú sit ég hér, sápuþvegin í framan, með hárið í allar áttir og hamra á lyklaborðið.
Augun í mér eru geðveikisleg og starandi.
Ók það er ekki rétt, þetta með augun sko, en mig langaði til að tóna færsluna út í hryllingssögu.
En það má ekki.
Það er föstudagurinn langi.
Knús inn í nóttina.
Þessi alki fer edrú að sofa, jájá.
Cry me a river!
![]() |
Tónleikar fyrir 12 spora sendi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 21. mars 2008
Krossablæti????
Ég er trúuð kona á einkarekstursbasis. Það er eini einkareksturinn sem ég kem nálægt. Þetta þýðir að ég er blanda ekki saman trú og trúarbrögðum, hver sem þau eru. Trúarofsi hræðir mig, hefur alltaf gert og vísast hefur ofsatrúarelementið í mannfólkinu leitt okkur í blóðug stríð og útrýmingar á heilum þjóðum, allt í nafni málstaðarins. Þetta á auðvitað við um pólitískt trúarofstæki líka.
Ég er samt enn að verða hissa.
Ekki getur það verið pjúra heimska og fáfræði sem fær kaþólikkana á Filipseyjum til að negla sig á krossa? Er það? Nei, svarið getur ekki verið svo einfalt. Við eigum glás af trúarnötturum á Íslandi og mér vitanlega negla þeir sig ekki upp á krosstré á föstudaginn langa. Þeir gera það þá inni á sínum einkaheimilum í algjörri kyrrþey (omg, ég vona ekki).
Hvaða element er þetta þá ef ekki kemur til fáfræði eða knöpp heilastarfsemi?
Ég er, fjandinn hafi það, alveg KROSS-bit yfir þessu dýrkunarformi.
Blóð, sviti og tár, gerir ekkert fyrir mig, eflaust ekki fyrir Jesús (sem mér þykir vænt um) og alls ekki fyrir fólkið á Filipseyjum, eða hvað?
Er það endorfínrúsið sem verið er að sækjast eftir?
Hvað ætli Guði finnist um þetta hátarlag? Eða Jesús?
Hm..
Einhver??
Má ég þá heldur biðja um krúttlega Vantrúarbingóið á Austurvelli.
Svo dúllurassaleg gjörð!
Síjúgæs!
![]() |
Krossfestingar á Filippseyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Föstudagur, 21. mars 2008
Hinn massívi maður
Ég klikkaði á þessa frétt vegna þess að ég hélt að Michelin hefði verið að framleiða einhver voðadekk sem sættu gagnrýni frá fólki af öllum stærðum og gerðum. Hélt jafnvel að þetta væri ný uppfinning af settöppi sem myndi fljúga á þjóðvegum heimsins, án tillits til líkamsþunga bílstjóranna.
Michelin maðurinn á pláss í hjartanu á mér. Nokkuð stórt enda ekki mikið þar fyrir (djók).
Michelin maðurinn er þessi kraftalegi, stóri maður sem á erfitt með hreyfingar vegna mikils vöðvamassa. Hann er á sterum eða væri það ef hann kynni að afla sér upplýsinga eftir eðlilegum leiðum. Hann er traustur, þögull, massívur og þjónustulundaður. Það er hægt að senda hann eftir allskonar, út um allt, án vandræða. Hann spyr einskis.
Af hverju ætli ég sé búin að troða þessu frummanni inn í hjartað á mér? Jú, það er ástæða fyrir því. Ég á vinkonu sem lenti á séns með þessum manni fyrir margt löngu. Hann var alveg eins og að ofan greinir. Það var jafn auðvelt eða jafnvel auðveldara að vera með Michelin manninn í eftirdragi, heldur en handtösku eða regnhlíf. Hann fúnkeraði eins og lifandi innkaupavagn og flutningsfyrirtæki þessi elska, án þess að ég fari nánar út í það.
Margir hlutir voru keyptir og mikið var flutt á meðan hann stóð við. Auðvitað notaði ég tækifærið á meðan það gafst.
En ég vissi aldrei hvað hann hét, ef hann þá hét eitthvað og var ekki ímyndun ein.
En ég sannfærðist um að upplifun mín hafði verið raunveruleg því ég sá börnin hans í sjónvarpinu um daginn. Mig minnir að það hafi verið Júróvisjón. Allt strákar og allir tónlistarmenn. Ji hvað mér létti.
En fréttin er sem sagt ekki um Michelin manninn. Hún er um veitingahúsagagnrýnendurna Michelin.
Ójá.
![]() |
Gagnrýnendur Michelin af öllum stærðum og gerðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 19. mars 2008
Fjólublár viðbjóður
Ég hef ævarandi ofnæmi fyrir fjólubláa litnum sem var í tísku 196tíuogeitthvað þegar ég var gelgja. Ég átti kjól í þessum lit, skó, spöng, jakka, hárband, sólgleraugu, hring, úrfesti og ég veit ekki hvað og hvað. Þessu sló svo illa inn, að enn í dag get ég ekki á heilli mér tekið þegar ég sé þennan lit. Þetta er svona svipað ástand sem ég upplifi gagnvart fjólubláa viðbjóðnum og ég ímynda mér að naut gangi í gegnum tilfinningalega (músímúsí) þegar rauðri dulu er varpað framan í það.
Ég veit að það er ekki vinsælt, en ég ætla að blogga um Júróvisjón, af því ég þarf tilfinningalega útrás á því dæmi öllu. Þetta lag sem vann sá ég og heyrði einu sinni og ég er búin að gleyma því (guði sé lof) og ég var ekki gagntekin og heltekin. Þetta hefur ekkert með flytjendurna að gera, nema fjólubláa átfittið sem þau veifuðu framan í mig og gerðu sig um leið ódauðleg í huga mínum ().
Það sem ég sá og þoldi, var lag sem Pálmi söng, eftir Magga Eiríks og svo féll ég gjörsamlega fyrir stráknum hennar Andreu (man ekki nafn á honum eða nafn lagsins), en hann var með æðislega útgeislun strákurinn. Og mikið rétt, lag með Svölu Björgvins (Wiggle Wiggle song) var líka vel hlustandi á.
Upptalið og búið. Ég veðja alltaf á rangan hest.
Ég held ennþá með Silvíu Nótt og vildi hafa hana sem árlegan viðburð á Júróvisjón. Hún er svo sjarmerandi þessi stelpa.
En eins og maðurinn sagði þá er Júróvisjón til margra hluta nytsamlegt.
Kjötkaupmenn gleðjast.
Grillseljendur eflast.
Áfengis og tóbaksverslunin þarf að ráða meira fólk.
Auglýsendur fá raðfullnægingar yfir gróðanum.
Svo má blogga um þessa plebbaráðstefnu alveg endalaust og botnlaust. Bæði fólk eins og ég sem urlast upp af þessum viðburði og líka þeir sem elska að fylgjast með.
Að þessu samanlögðu er Júróvisjón þjóðþrifamál þrátt fyrir fjólubláa viðbjóðinn.
La´de svinge! Takið nú vel eftir þeim fjólubláa. Hann er greinilega ávísun á sigur.
Újeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeee
![]() |
Óljóst með Eurovision-myndband í ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 18. mars 2008
Ég er forhertur andskoti
Ég nennti ekki að hanga yfir afhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna. Ég sem er svo innntú mjúsikk. Það hefur eitthvað gerst með samskipti mín og sjónvarpsins, ég er hætt að nenna að horfa á nánast allt nema fréttir og Kastljós og tæpast að ég nenni því heldur. En auðvitað verður kona að fylgjast með fréttum á báðum stöðvum. Annars er það ávísun á þunglyndi að heyra ítarlegar umfjallanir um ástand efnahagsmála þessa dagana, ég er alveg komin með móral yfir að líða svona ósvífnilega vel, þrátt fyrir að allt sé greinilega í kalda kolum. En ég er forhertur andskoti.
En aftur að sjónvarpsdagskránni og Íslensku tónlistarverðlaununum. Ég byrjaði að horfa. Fyrirgefið á meðan ég veina af angist út í cypertómið! Dettur engum í hug að hafa annað form á svona verðlaunaafhendingum en þetta hallærislega Óskarsverðlaunaafhendingarform? Í svona míníútgáfu verður það eins og einkapartí. Hrmpf...
Guð hvað ég er þroskuð.
Og..
..stundum horfi ég á sjónvarp gagngert til þess að pirra sjálfa mig upp úr skónum. Er í lagi heima hjá mér? Jájá, síðast þegar ég gáði.
Þar er Bandið hans Bubba alveg að slá í gegn.
En smá leyndó..
..ég er húkkt á American Idol, já ég veit það, er algjör halloki en það er eitthvað við Simon vin hennar Maysu minnar, sem fær mig til að nenna þessu
og ég lifi mig algjörlega inn í atriðin. Þetta segi ég ykkur krúttin mín af því ég veit að þið eruð orðvör og farið ekki að hlaupa með þetta.
Ég er marin og blá á annari löppinni eftir fallið í dag, en ég næ mér á strik.
Háæluðu verða teknir fram á morgun.
10 cm. hækkun á persónu minni er áverkanna virði.
Farin aftur í rúmið.
Eða ekki!
Síjúgæs
![]() |
Páll Óskar og Björk söngvarar ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 18. mars 2008
Frú, frú, frú
Ég lifi fábreyttu lífi. Réttara sagt þá lifi ég því lífi sem ég sjálf hef kosið. Svei mér þá, það er ekki langt síðan að ég lét berast með straumnum og líf mitt var eilíft "happening" allt eftir hvert mig rak hverju sinni.
Nú stjórna ég sjálf, fyrir utan hluti sem mér er fyrirmunað að ráða yfir, en í stórum dráttum er líf mitt eins og ég vil hafa það - rólegt og þægilegt.
Einhvertímann hefði mér fundist það þunnur þrettándi. Fyrirsjáanlegir hlutir voru bara leiðinlegir, það átti að vera fútt og uppákomur í lífinu, þess meiri kaós því betra.
En sem betur fer þá hefur mér auðnast að breyta áherslum og ég hef lært að meta einfaldleikann.
En ég ætla ekki að verða væmin hérna - ónei!
En kjarni málsins er, að miðað við hversu stabilt líf mitt er orðið, þá lendi ég samt reglulega í ótrúlegum uppákomum. Eins gott því annars gæti ég ekki bloggað um líf mitt eins og ég geri. Ég elska nefnilega að gera grín að sjálfri mér.
Áðan slysaðist ég inn í verslun á Stór-Reykjavíkursvæðinu, til að kaupa örlitlar nauðsynjar og nei það var ekki Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins og ekki heldur Rómeó og Júlía (fyrir ykkur með aulahúmorinn). Ég var í dragt og á háum hælum (ca. 10 cm.). Ég liðaðist um búðina eins og snákur, í yndislegheitum mínum, skoðaði og spekúleraði, velti vöngum, gekk úr skugga um, kannaði og fiktaði.
Ég var með kreditkortið í höndunum og þegar ég hafði skoðað nægju mína óð ég að borðinu, skellti vöru á borð og rétti fram kortið. Ég gekk síðan aftur innar í verslunina til að líta á fleiri skemmtilega vöruflokka. Konan hafði kallað nokkrum sinnum; frú, frú, frú áður en mér hugkvæmdist að taka það til mín, enda hugsaði ég; hvern fjandann varð um fröken?
Jájá, sagði ég smá pirruð svona (ekkert mikið samt) hvað var það? Jú, þetta var ekki kreditkort sem ég hafði fengið henni. Skiptir það máli, debetkortið má nota líka, er það mál? Hm.. hún vesenaðist með kortið, smá feimin og hrædd við frekjudolluna og hálf stamandi sagði hún mér að þetta væri afsláttarkort sem ég hefði ætlað að borga með.
Æi, ég skammaðist mín smá, reif af henni eiturgrænt afsláttarkortið og tók á rás út í bíl meðan ég gargaði yfir öxlina á mér; ég kem að vörmu (eða eitthvað álíka hallærislegt), og þegar hér var komið sögu þá voru svona tíu manns komnir með verulegan áhuga á málinu og höfðu gefið dauðan og djöfulinn í að sjá það til lykta leitt.
Ég hljóp, léttstíg eins og kona í dömubindaauglýsingu, að bílnum og sjá, fyrir mér varð upphækkun, einhverskonar kantur sem kolfelldi mig í svörðinn og ég get eiginlega ekki sagt ykkur hvernig mér líður í fótunum og bakinu, en ég get hins vegar alveg frætt ykkur á að andskotans glápararnir í búðinni hlógu eins og fífl.
A.m.k. staðfesti húsbandið það, þegar hann kom aftur út í bíl eftir að hafa greitt fyrir vöruna með kreditkorti.
Sínu kreditkorti.
Er það nema von að ég sé ánægð með líf mitt?
Eintómar skemmtilegar uppákomur.
Ég held að ég fari að læra að kunna fótum mínum forráð.
Farin í rúmið.
Ójá.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Fimmtudagur, 13. mars 2008
Markaðstorg blebbismans
Ég þekki ekki marga sem sem segjast hafa gaman af Evróvisjón. Þvert á móti, þá virðist ég bara þekkja fólk sem telur þessa keppni mestu plebbaráðstefnu sem til er í músík. Þar er ég sjálf og mín fjölskylda meðtalin.
En getur verið að við séum öll að fokka með sannleikann, að við séum duldir aðdáendur keppninnar en þorum ekki að viðurkenna það? Að Dallas heilkennið margfræga vaði uppi? Við horfum en neitum að viðurkenna það? Hm...
Ekki ég...
Fyrr á árum sat ég límd yfir Evróvisjón. Það var áður en heimurinn opnaðist og músík varð aðgengilegri. Það var eiginlega fatatískan sem ég hafði mestan áhuga á. Fékk hugmyndir. "Those were the days".
Nú kemst engin plata með tærnar þar sem Evróplatan hefur hælana. Samt halda allir áfram að þverneita að þeir horfi á keppnina. Þekki ég þá eintóma kverúlanta sem eru með sjúklegan músíksmekk? Jeræt.
S.l. þrjú ár hef ég aðeins horft á tvö framlög, þ.e. Íslands og Svíþjóðar. Í fyrra var Eki flottur. Í ár er lagið svo leiðinlegt, uppstillt og fullt tilgerðar að ég fyllist aumingjahrolli. Ég ætla ekki að kveikja á sjónvarpinu nema til að hlusta á Sigmar tala, því hann er svo launfyndinn andskoti. Ég kem til með að setja á "mute" á meðan lögin eru flutt. Það er á hreinu.
Ég ætla að vaða á ættingja og vini og KREFJA þá um sannleikann. Eru þeir að kaupa Evróvisjónplötuna á bak við mig? Þekki ég bara laumunerði?
Má ég þá frekar biðja um Silvíu Nótt!! Ég er ein af þeim sem elskaði hana og hélt áfram að finnast hún megakrútt, líka eftir að hún setti Ísland í tómt tjón. Hræsnarar þið sem kusu stelpuna og afneituðu henni svo þegar djókið gekk ekki upp.
Eftir að hafa skrifað þennan pistil hefur sannleikurinn runnið upp fyrir mér.
Það eina góða við Evróvisjón er Gleðibankinn (af því hann var fyrstur) og þulirnir okkar í gegnum tíðina, því þeir hafa verið svo andskoti skemmtilegir að þeir ættu að vera á plötu.
Farin í meðferð dagsins.
Hér er móment sem ég vil ekki gleyma í Evróvisjón 1974
![]() |
Evróvisjónáhugi sem aldrei fyrr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr