Leita í fréttum mbl.is

Frú, frú, frú

11

Ég lifi fábreyttu lífi.  Réttara sagt þá lifi ég því lífi sem ég sjálf hef kosið.  Svei mér þá, það er ekki langt síðan að ég lét berast með straumnum og líf mitt var eilíft "happening" allt eftir hvert mig rak hverju sinni.

Nú stjórna ég sjálf, fyrir utan hluti sem mér er fyrirmunað að ráða yfir, en í stórum dráttum er líf mitt eins og ég vil hafa það - rólegt og þægilegt.

Einhvertímann hefði mér fundist það þunnur þrettándi.  Fyrirsjáanlegir hlutir voru bara leiðinlegir, það átti að vera fútt og uppákomur í lífinu, þess meiri kaós því betra.

En sem betur fer þá hefur mér auðnast að breyta áherslum og ég hef lært að meta einfaldleikann.

En ég ætla ekki að verða væmin hérna - ónei!

En kjarni málsins er, að miðað við hversu stabilt líf mitt er orðið, þá lendi ég samt reglulega í ótrúlegum uppákomum.  Eins gott því annars gæti ég ekki bloggað um líf mitt eins og ég geri.  Ég elska nefnilega að gera grín að sjálfri mér.

Áðan slysaðist ég inn í verslun á Stór-Reykjavíkursvæðinu, til að kaupa örlitlar nauðsynjar og nei það var ekki Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins og ekki heldur Rómeó og Júlía (fyrir ykkur með aulahúmorinn).  Ég var í dragt og á háum hælum (ca. 10 cm.).  Ég liðaðist um búðina eins og snákur, í yndislegheitum mínum, skoðaði og spekúleraði, velti vöngum, gekk úr skugga um, kannaði og fiktaði.

Ég var með kreditkortið í höndunum og þegar ég hafði skoðað nægju mína óð ég að borðinu, skellti vöru á borð og rétti fram kortið.  Ég gekk síðan aftur innar í verslunina til að líta á fleiri skemmtilega vöruflokka.  Konan hafði kallað nokkrum sinnum; frú, frú, frú áður en mér hugkvæmdist að taka það til mín, enda hugsaði ég; hvern fjandann varð um fröken?

Jájá, sagði ég smá pirruð svona (ekkert mikið samt) hvað var það?  Jú, þetta var ekki kreditkort sem ég hafði fengið henni.  Skiptir það máli, debetkortið má nota líka, er það mál? Hm.. hún vesenaðist með kortið, smá feimin og hrædd við frekjudolluna og hálf stamandi sagði hún mér að þetta væri afsláttarkort sem ég hefði ætlað að borga með.

Æi, ég skammaðist mín smá, reif af henni eiturgrænt afsláttarkortið og tók á rás út í bíl meðan ég gargaði yfir öxlina á mér; ég kem að vörmu (eða eitthvað álíka hallærislegt), og þegar hér var komið sögu þá voru svona tíu manns komnir með verulegan áhuga á málinu og höfðu gefið dauðan og djöfulinn í að sjá það til lykta leitt.

Ég hljóp, léttstíg eins og kona í dömubindaauglýsingu, að bílnum og sjá, fyrir mér varð upphækkun, einhverskonar kantur sem kolfelldi mig í svörðinn og ég get eiginlega ekki sagt ykkur hvernig mér líður í fótunum og bakinu, en ég get hins vegar alveg frætt ykkur á að andskotans glápararnir í búðinni hlógu eins og fífl.

A.m.k. staðfesti húsbandið það, þegar hann kom aftur út í bíl eftir að hafa greitt fyrir vöruna með kreditkorti.

Sínu kreditkorti.

Er það nema von að ég sé ánægð með líf mitt?

Eintómar skemmtilegar uppákomur.

Ég held að ég fari að læra að kunna fótum mínum forráð.

Farin í rúmið.

Ójá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það er nú alltaf plús ef maður getur skemmt öðrum eða vakið athygli til að hafa hlutina með einhverju fútti!

Hefði nú alveg viljað hitta þig, var í búðum áðan fyrir sunnan, n.t.t. á Smáratorgi!

Edda Agnarsdóttir, 18.3.2008 kl. 16:13

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knúsídúlla

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2008 kl. 16:17

3 Smámynd: Ragnheiður

ó

gott að það varð ekki stórslys úr þessu. Af þessu má sjá að kreditkort eru af hinu illa ..hoho (nú skilur mig enginn hehe)

Ragnheiður , 18.3.2008 kl. 16:42

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ef þú hefðir keypt þér skemmtilegt dót í bænum gætir þú bara haldið þér innan dyra að leika yfir páskana:) ......en þú myndir ábyggilega ná að slasa þig...batteríin leitt út eða eitthvað

Heiða B. Heiðars, 18.3.2008 kl. 16:43

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Jenný mín svona gerist bara ekki ef maður plampar um í fótlagaskóm í það minnsta hefði lobba( lopapeysa sko) tekið af þér mesta fallið

er annars bara góð..fer hamförum í tiltekt

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.3.2008 kl. 17:14

6 Smámynd: Einar Örn Einarsson

haha

Yndisleg ertu.

Kveðja frá Pattaya THailandi, hvar hvergi í heimi finnast fleiri barir og sölufólk sem selur lomber á lífið á sér, ehemm (vændi).

Frábært að vera edru hérna og þurfa ekki að vera kúnni hjá ofantöldum. Hér er yndislegt fólk ef maður heldur sig á réttum stöðum í borginni, eins og hvar annars staðar í þessum heimi.

Kveðja úr 38°hita.

Einar Örn Einarsson, 18.3.2008 kl. 17:22

7 Smámynd: Tiger

ÆÆ.. ég vona nú að þú hafir ekki slasað þig við byltuna en svona uppákomur geta verið endalaust vandræðalegar. Það væri nú lítið gaman af lífinu ef stanslaust logn væri í kringum mann, ekkert á hreyfingu og ekkert líf. Þú er mikil uppspretta kímni og kátínu og ég er handviss um að það er ekki dauð og leið stund í kringum þig yfirleitt... farðu varlega inn í dagana framundan.

Tiger, 18.3.2008 kl. 17:36

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Déskotans pakk, að hlægja bara að þér.  Sorry, annars brosti ég út í annað yfir frásögninni, dálítið skondin færsla  Vona að þér hafi ekki orðið meint af byltunni. Vertu svo ekkert að dressa þig upp næst þegar þú ferð í verslunarleiðangur, þá losnarðu  við það kallað sé á þig frú, frú..... hvað varstu annars að þvælast frá kassadömunni? Shopping Spree 

Ía Jóhannsdóttir, 18.3.2008 kl. 18:05

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert frábær þú segir svo skemmtilega frá

Kristín Katla Árnadóttir, 18.3.2008 kl. 18:16

10 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Stórskemmtileg saga! Annars dettur maður miklu síður í flóka- eða sauðskinnsskóm, Jenný... gott ef ekki aldrei ef maður er í úlpu líka. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.3.2008 kl. 18:20

11 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Átti einu sinni erindi í snyrtivöruverslun til að kaupa hreinsikrem fyrir feita og óhreina húð. Sjálfri mér samkvæm rakst ég í þröskuldinn og rann á maganum inn í búðina. Skammaðist mín svo mikið að ég labbaði að afgreiðsluborðinu og bað um hreinsikrem fyrir feitt og óhreint fólk. Bjargaði deginum hjá afgreiðsludömunum sem hlógu eins og froskar.

Sko bara, Jenný mín, þú ert ekkert ein um þetta.

Helga Magnúsdóttir, 18.3.2008 kl. 18:28

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Farin í rúmið ?

Jónína Dúadóttir, 18.3.2008 kl. 18:57

13 Smámynd: M

Heyrði því hent að þetta kallaðist yndisþokki, svona brussubínur

M, 18.3.2008 kl. 20:05

14 Smámynd: Vertu með á nótunum

óóó æææææ......en skemmtilegt samt :-)

Vertu með á nótunum, 18.3.2008 kl. 20:25

15 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha nú var skrattanum skemmt. Takk fyrir stórkostlega lýsingu á þínum hversdagsleika

Jóna Á. Gísladóttir, 18.3.2008 kl. 20:33

16 identicon

Ha ha ha ha ha ha!  Snilldarfrásögn eins og allar þínar frásagnir!   Ég sé þig alveg fyrir mér, eins og dama í dömubindaauglýsingu!!! 

Ég er svona álíka mikill skemmtikraftur en ég var að koma úr atvinnuviðtali og var ráðin á staðnum.  Svo var gengið með mig um deildina.  Svo þegar ég og yfirmaðurinn göngum í burtu heyri ég hlátrasköll í einhverjum kellum!  Ég strýk niður peysuna og viti menn, ég var með opna buxnaklauf!  Og mín nýbúin að heilsa öllu samstarfsfólkinu
Það er nú ekki leiðinlegt að skemmta öðru fólki svona, ha ha ha!

Heiða (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 20:40

17 identicon

Snillingur yndisleg ertu líka

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 20:50

18 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Farðu vel með þig einn dag í einu.

Guðjón H Finnbogason, 18.3.2008 kl. 21:15

19 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Ha ha þú ert dásemd.

Eyrún Gísladóttir, 18.3.2008 kl. 21:33

20 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kisses  Kisses

Ásdís Sigurðardóttir, 18.3.2008 kl. 21:41

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið fáið mig undantekningalaust til að skella uppúr.  Stundum elska ég bloggið, en þið eigið eftir að ganga af mér dauðri einhvern daginn.  Ómægoddddd

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.3.2008 kl. 22:25

22 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Frábær !   

Marta B Helgadóttir, 18.3.2008 kl. 23:31

23 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Til hamingju með fermingardrenginn fallega...gott að þú dasst ekki á hann ofan úr háhæluðu skónum þínum í kirkjunni.

Hvenær ætlar þú svo að koma niður til byggða og þiggja kaffitár?? 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.3.2008 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2985887

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband