Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Menning og listir

Gangandi rekstrareining

bb

Ég stefni að hugarjafnvægi.  Það hefur í för með sér að utanaðkomandi áreiti truflar mig lítið.  Sko það er ætlunin en ég er svo sannarlega ekki búin að ná þessu jafnvægi svo vel sé, enda þarf ég stöðugt að æfa mig.

Bubbi þarf athygli og núna er ég t.d. að gefa honum hana.  Hann vill auðvitað meira áhorf á þáttinn sinn Rokkstar Bubbanóva.  Ein lélegast eftirlíking á útlendum þætti sem ég hef séð.  Þetta er auðvitað ekkert annað en karókíkeppni og mér sýnist á öllu að þetta sé sérhannað utan um kónginn og að hans hátign beinist sviðsljósið.  Allir aðrir eru propps og aukaleikarar.

Og mér væri slétt sama..

..ef ég væri ekki stöðugt að heyra utanað mér einhverja palladóma um menn sem Bubba er uppsigað við.

Dæmi:

Siggi Lauf var látinn fara með skömm úr þættinum og sendur í grafhýsi frægðarinnar.  Ég er viss um að Siggi, sem svaraði kóngi fullum hálsi í þættinum, hlaut í beinu framhaldi ekki náð fyrir augum hans hátignar.  Og þá gerðist Bubbi andstyggilegur.  Nokkrum dögum síðar má lesa á bloggsíðu Bubba að Siggi Lauf hafi verið látinn fara út þættinum vegna þess að hann er "hræddur við lífið".  Ég hélt að viðkomandi þáttur gengi út á sönghæfileika ekki hugrekki í lífsslagnum. 

Hvað þýðir annars að vera hræddur við lífið?

Nú er Bubbi kominn í rifrildi við Bigga í Maus.  Biggi er laglaus.  Hm... Ætlar Biggi að fara að syngja einhversstaðar?  Ég held ekki en hann skrifaði grein um þátt kóngsins í Íslenskri tónlistarsögu og hlaut ókeypis gagnrýni að launum frá kóngi.

Ég nenni ekki að velta mér upp úr þessu til allra hliða en þessi fyrirferðarmikli maður sem Bubbi er, (ekki hægt að opna blað án þess að fá ítarlegar fréttir af degi Bubba), mætti nú aðeins fara að taka til í eigin garði.  Hann er ekki hafinn yfir gagnrýni og ætti að sýna smá aðgát í nærveru sálar.

Svo gef ég 0,0 fyrir "listamennina" sem láta sig hafa það, viku eftir viku, að sitja með Bubba og "gagnrýna" þátttakendur í Bubbanóva.  Hversu desperat getur fólk verið sem fær sig til þess að taka þátt í þessum ljóta leik, þar sem ungar manneskjur eru notaðar sem rammi í kringum kónginn og þær oft teknar og gagnrýndar á miskunnarlausan hátt.

Nú segi ég...

Afsakið meðan ég æli lifur og lungum.

Og hér er umfjöllunin í Kastljósi gærkvöldsins

Guð gefi mér æðruleysi

Farin í meðferðina mína.

Úje

P.s. Eins gott að það komi fram að mér hefur alltaf fundist Bubbi flottur tónlistarmaður.  Ok, ekki svo mikið´eftir að hann varð gangandi rekstrareining, en fyrir þann tíma, algjör B-O-B-A/BOMBA

og ég meina það


Elvis Karlson og fleiri hetjur

Nú er hér frétt um hversu margar mæður í nýjum sænskum barnabókum eru alkar, veikar á geði, uppteknar af sjálfum sér eða dauðar.

Pabbarnir eru að hverfa.

Halló, mina svenska vänner, þetta heitir að sofna á verðinum og vakna seint og illa upp af martröðinni.

Próblemin með foreldra hafa lengi verið einkenni sænskra barnabóka.

Þetta byrjaði í raun með Línu Langsokk (kannski fyrr) þar sem fullorðnir eru meira og minna stórbilað lið, nema pabbi hennar Línu, sem var skrýtinn eins og hún.  Löggan, foreldrar Tomma og Önnu og flestir aðrir, er allt meira og minna illa gefið lið, barnslega saklaust og auðvelt að blekkja.

Svo dettur mér í hug Elvis Karlson, drengurinn sem á drykkfelda og sjálfsupptekna mömmu sem klínir nafni uppáhalds söngvarans á blessað barnið og veldur því að honum er strítt ferlega.  Mig minnir, bara minnir, að pabbi Elvisar hafi verið að heiman eða svo mikill velúrmaður að ég hafi gleymt honum.  Eina fullorðna manneskjan sem fútt er í er afi Elvisar.

Og ég tek annað dæmi.  Uprreisnin á barnaheimilinu sem Olga Guðrún Árnadóttir las, svo eftirminnilega, í útvarpið 197tíuog eitthvað.

Það varð allt vitlaust í þjóðfélaginu.  Þarna var verið að hvetja til uppreisnar.  Börnin í sögunni tóku fóstrurnar gíslingu og heimtuðu að réttindi þeirra væru virt.

Stórhættulegar bækur.Whistling

Hm...

Svíar eru raunsæir en þeir mættu stundum hafa meiri húmor.  Samkvæmt þessum bókum sem greinin fjallar um er ekki gaman að vera barn í Svíþjóð.

Hvað er nýtt spyr ég?

En sem betur fer eru sænskir krakkar eins og önnur börn.  Þau gefa litteratúrnum einfaldlega langt nef og skemmta sér konunglega. 

Kom igen!

Úje


mbl.is Hættulegt líf mæðra í barnabókum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju stelpur...

7

Með alþjóðlegan baráttudag kvenna.  Þetta verður bleikur dagur, sjokkbleikur alveg.

Nú á að nýta kvenorkuna, eins og Ingibjörg Sólrún segir réttilega í viðhengdri frétt.

Brettum upp ermarnar stelpur.

Þetta kemur, hægt og bítandi, en örugglega.

Njótið dagsins.


mbl.is Kvenorkan virkjuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alkinn ég...

 ..vaknaði á mínútunni átta og skondraði augunum um mitt sérhannaða svefnherbergi, þar sem stækkaðar myndir af Mér prýða alla veggi.

Taka tvö..

..ég vaknaði kl. 08,00 eins og ég hef fyrir sið og fann að ég var í flottu formi.

Flottari en ég á skilið, miðað við aldur, reynslu og fyrri iðjur. 

Ég fékk mér te og sígó.

Las blöðin og var ánægð eins og geðgott ungabarn.  Agú!

Ég las..

..um ný-útnefndan kandídat Rebúplikana og Bush þegar þeir fóru í sleik fyrir utan norðurdyrnar (þær eiga að vera bigtæm important) í Hvíta húsinu.  Alltaf gaman að sjá liff í öldungunum.W00t

..að Gilzenegger ætli að koma út úr skápnum hjá Jóni Ársæli fljótlega.  Og ég brosti og hugsaði blíðlega (ok, ekki blíðlega, en skilningur tók sig upp); æi dúllan, þetta skýrir margt, ef réttt reynist.Devil

..um þetta leiðinlega fokk í Júróvisíjón, sem alla jafnan kemur út á mér pirrunum.  Ég reyndar las það ekki til enda, (þannig að þið verðir að klikka á fréttina ef þið hafið áhuga) og hugsaði:  Æi dúllurnar í Júró og nærri klappaði skjánum.

..það var þá sem það rann upp fyrir mér, að í dag, amk. væri ég í andlegu jafnvægi og ég ætla að halda því áfram þar til ég leggst á koddann minn í kvöld.

Annars er þetta einn dagur í einu, í jafnvæginu og edrúmennskunni.

Ekki að ég stefni að Nirvana hérna.  Ég verð aldrei svo þroskuð að ég hætti að verða reið og  misþyrma lyklaborðinu reglulega, en það er dásamlegt að geta lesið í gegnum búllsjittið án þess að verða svo pirraður að maður reyni að berja sig til blóðs með ullarpeysu, ef ekkert haldbærara barefli er innan seilingar.

Annars er mælikvarðinn á jafnvægi hjá mér þessa dagana, Bandið hans Bubba.  Nenni ekki að segja hversvegna núna en það verður spennandi að sjá hvort ég lifi það af, annað kvöld.

Er í önnum.

Bara góð.

Farin í göngudeildina, ljósin mín.

Bætmítúðebón.

Úje!

 

 


mbl.is Eurobandið fær uppreisn æru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver liggur á bæn og spilar einhver Bingó?

01 

Ég er í víðtæku rusli.

Ég má ekki spila Bingó 24/7 á ákveðnum tíma um páskana og væntanlega ekki leggja kapal heldur.

Ég efast meira segja um að það megi gera það í Dymbilvikunni.  Allt bannað.

Ég man eftir að hafa smyglað mér inn í Glaumbæ í páskavikunni í denn og þá voru stólarnir uppi á borðum og lokað kl. 23,30.  Það mátti ekki dansa.  Það mátti liggja á barnum en alls ekki dansa.  Það hefur örugglega verið bannað að spila Bingó en það var í lagi, það voru ekki Bingóspilandi ungmenni þá frekar en nú.

Spilar einhver Bingó núförtíden?

Ætli að það sé reiknað með því að meirihluti fólks liggi hýsterískur á bæn, heima hjá sér yfir páskana?

Úff hvað þetta er mikil tímaskekkju reglugerð.

Ólafur F getur sett þetta sem forgangsverkefni, að laga þessar hallærislegu reglur um opnunartíma skemmtistaða yfir "hátíðarnar".

Ekki það að ég sé á leið á djammið.

Ónei, verð heima að lesa.

Mér er bara uppsigað við svona skinheilagheit.

Afsakið á meðan ég garga.

Má ekki láta fólkið sem fær greidd laun fyrir að biðja, sjá alfarið um það og halda þjóðfélaginu í eðlilegum rythma á meðan þessi ósköp ganga yfir?

Annars góð,

Later

 


mbl.is Bingó bannað á ákveðnum tímum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki er ráð....

..nema í tíma sé tekið og allur sá ballett, börnin góð.  Bubbi veit a.m.k. hvað hann verður að gera þ. 18. október n.k., þ.e. að svo miklu leyti sem maður ræður sínum næturstað.

Ég hef, hins vegar, ekki græna hugmynd um hvað ég verð að gera þennan dag og mér finnst það fúlt.

Annars er ég enn í flensubarningi og það er hálf slökkt á mér.

Samt er ég algjör snjóruðningabíll.

Bensínlaus snjóruðningabíll.

Bensó næsta.

Ég get ekki einu sinni verið með attitjúd út í Bubba, þessa dagana, úr mér allur vindur. 

Bubbi er líka dúllurass, þannig að ég óska honum til hamingju með þ. 18.10.08.

Lofjúgæs.

 ..í framhjáhlaupi og nokkurs konar péessi.

Hvað á það að þýða að fara svona með ungar manneskjur eins og gert er í "Bandinu hans Bubba" sem ég því miður, horfði á s.l. föstudagskvöld, í eymd minni og veikindum.  Fólkið syngur og fær svo niðurrífandi gagnrýni sem þarf ansi sterk bein til að þola.

Ég fékk alveg sting í hjartað vegna þessarra krakka sem voru tekin fyrir þarna. 

Hefur enginn heyrt talað um uppbyggjandi gagnrýni?

Og hvern andskotann meinar maðurinn með "grafhýsi frægðarinnar"?

Ég kem af fjöllum!

Gat verið, gat ekki haldið aftur af mér.

Mér er greinilega að batna.

Sjúkkit og úje. 


mbl.is Bubbi með tónleika í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf í minnihluta

Ég er alltaf í minnihluta.

Ég er fædd með þessum ósköpum og mér er farið að leiðast það.

Ég sé ekki leið út úr þessu, ég á samleið með örfáum hræðum svona skoðanavæs, þ.e. ef mark er takandi á niðurstöðum kosninga og skoðanakannana.

Flokkurinn minn er alltaf í minnihluta á Alþingi.

Þeir eru aftur í minnihluta í borginni.  Dem, dem, dem.

Mér leiðist Spaugstofan.

Ég nenni ekki Arnaldi Indriðasyni.

Mig langar ekki í jeppa.

Ekki heldur plasmaskjá.

Mér finnst ítalskur matur frekar leim.

Orðið Shusi snýr við í mér maganum.

Ég er á besta aldri og keyri ekki bíl.

Og nú kom þetta mér algjörlega úr jafnvægi.

Ég tilheyri þessum 20% sem ekki horfðu á úrslit Laugardagslaganna á laugardaginn.  Var að vísu inni á Vogi en hefði ekki horft þó ég hefði verið með sjónvarpið í fanginu.  Alveg er ég viss um að restin af þessum 20% voru í útlöndum, höfðu skroppið í leikhús eða var beinlínis haldið frá sjónvarpinu með valdi.

Af hverju líður mér eins og ég sé geimvera?

Æmsóalón!


Vér prímadonnur

 p

Það er þetta með prímadonnurnar.  Ég tengi við þær.  Er með dass af prímadonnu í mér (ofan á geðveikina sem ég var greind með um daginn í athugasemdakerfinu).  

Friðrik Ómar er búinn að skrá sig úr símaskránni.  Prímadonna?  Halló! Á ekki að henda sér í vegginn bara og hoppa út um kjallaragluggann?

Ég hef skráð mig úr símaskránni, Óli frændi, Guðbjörg frænka, Sigga systir, Vladislav pennavinur minn og fleira merkilegt fólk sem ég þekki.  Meira að segja mjög náið.

Ekki kjaftur sem hafði eitthvað um það að segja.

Mér er stórlega misboðið.

Bætmítúþebón!

Úje

 

 


"Much to do about nothing"!!

Þar sem ég hef verið fjarverandi s.l. 11 daga eða svo, algjörlega fréttalaus, hef ég verið að kíkja yfir atburði síðustu daga, í Íslandsheiminum. 

Ef það er eitthvað sem vekur ekki áhuga minn, en hefur hjálpað mér margoft til að fá útrás fyrir pirrurnar, þá er það Júróvisjón.  Arg, hvað mér finnst það leim dæmi.  En ég er orðin svo þroskuð að ég er búin að ná þessu eftirsóknarverða hallokajafnvægi.  Ég held samt að þeir séu farnir að skrapa botninn í plebbisma nú nýliðin ár.  Sko, hér heima og í aðalkeppninni. 

Í fyrra nennti ég ekki að horfa nema á Eika nottla.

Núna hef ég séð tvo þætti af Laugardagslögunum, þann fyrsta og annan.  Það er Jóni Gnarr að þakka.

Svo fattaði ég að ég gat rúllað yfir allan pakkann á netinu daginn eftir og séð minn mann og látið hitt eiga sig.

Þegar ég sá "fréttina" um ummæli Friðriks Ómars, tékkaði ég á Kastljósinu og skoðaði um hver "ummælin" sem vöktu svona mikla athygli voru og allur styrinn stóð um.  Hélt kannski að FÓ hefði kallað einhvern ræðismann rasista eða þaðan af verra.

"Hæst bylur í tómri tunnu" sagði maðurinn!!! Er það nema von að allt verði vitlaust?  Þetta er með ólíkindum að láta þetta út úr sér.  Verra er að það er ekki alveg á hreinu hver átti sneiðina en það getur ekki verið Gilzenegger, hann er bæði orðvar og mjög greindur náungi.

Alveg er mér nákvæmlega sama hver fer í þessa keppni, hver vinnur hana, hver fær 16 stig eða engin.  Það truflar mig ekkert.

En þetta með tunnuna og sándið í henni verður lengi í minnum haft. 

Skelfilegt!

Hér kemur hins vegar ein af dásamlegustu tónsmíðum og príformansi Júróvisjónsögunnar.

Hlustið, horfið og njótið.

OMG

Friðrik Ómar hvað?

Súmí (þetta fer að verða ónothæft, einhver gæti tekið mig á orðinu).

Úje

 


mbl.is Mikil umræða um ummæli Friðriks Ómars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hreinilega elska ekki Valentínusardaga

Haldið þið ekki að minn ástkæri hafi komið stormandi með Rimlar Hugans sem ég bloggaði um í gær, að mig langaði svo í.  Hann er svo afspyrnu næmur á hvað ég er að hugsa (ekki orð um að hann hafi lesið það á blogginu, engin rómantík í því).

Varðandi bókina, þá er mér nánast lífsins ómögulegt að leggja hana frá mér, svo mögnuð er hún.

Hún fjallar um alkahólisma frá mörgum hliðum.  Þessa dagana veitir mér ekki af að lesa mér ítarlega til.

Meira um það seinna.

Þessi er "must read" fyrir þá sem hafa gaman af lestri.

Ójá, lífið er svo skrýtið stundum, að það gæti verið skáldsaga og ég skáldsagnapersóna.

En

Ég er á lífi upp á gott og vont.

Lovejúgæs.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.8.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2988404

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.