Færsluflokkur: Menning og listir
Sunnudagur, 13. apríl 2008
Með attitjúd
Hún Brynja vinkona mín og sam-amma á afmæli í dag (sunnudag). Til hamingju elsku dúllan mín. Það er svo bara bónus á herlegheitin, að hún er á leiðinni til London, til að hitta barnabarnið okkar hann Oliver og þá tekur hún eins og venjulega grilljón myndir af prinsinum fyrir ömmuna sem heima situr. Konan bjargar lífi mínu vegna þess að dóttir mín (já þessi á myndinni) hún Maysa og Robbinn eru með myndavélalatari fólki. Myndavélin sem þau fengu í jólagjöf hefur verið óhlaðin í einhverja mánuði. Sennilega síðan þau fengu hana. Arg.
Ég hef verið með hangandi haus í allan dag, algjörlega orkulaus. Ég er alveg að horfast í augu við að ég er, samkvæmt kjarnyrtri vinkonu minni, letipíka, svokölluð. Ekki fallegt. En ok, það er skárra að verða letipíka eftir að hafa verið ofvirk mest alla ævina, ég hefði ekki viljað byrja á letidæminu. Þá ætti ég kannski ekki þrjár stelpur, marga eiginmenn (ekki alla í einu samt) og alls kyns hluti sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Hm...
Ég ætla að verða gömul kona með attitjúd. Enn er ég ekki orðin one bad mama, er of ung til þess enn, en það kemur að því. Ég held að margir gangi út frá því sem vísu að gamalt fólk sé allt eins, skaplausar geðluðrur með engin sérkenni.
Trúið mér, það verður enginn lognsjór í kringum undirritaða á elló.
Farin að lúlla.
Og Brynja mín, góða ferð og ég hringi svo.
Nigthy.
Fimmtudagur, 10. apríl 2008
Að vekja upp dauða
Ég er að þvo og ég er geðvond. Órjúfanleg heild, þ.e. skapferlið og verkefnið. Ég rembist við að ná sátt við alla hluti sem snúa að mér, en þetta andskotans sullumbull sem þvottur er, reynist mér erfiður ljár í þúfu.
Og þá er alveg yndislegt að fá pirringstækifæri úr Mogganum. Sá sömu umfjöllun á visi.is í gær, en þá var mér sama, sléttbölvað sama.
Magni í krísu. Hann er fetandi í fótspor eins og motherfucker. Skjús my language. Skil krísuna 100%.
Af hverju er sífellt verið að vekja fólk upp frá dauðum?
Þá meina ég, af hverju er alltaf verið að hala inn peninga á að gera hluti sem aðrir hafa gert betur?
Ég veit að ég er óþolandi en þessi tribjút öllsömul eru algjörlega ekki fólki bjóðandi.
Tinusjóvið, Queensjóvið, Bítlasjóvið og listinn er óendanlega langur.
Með allri virðingu fyrir þessu fólki sem dustar rykið af sjálfu sér, hendist upp á svið og tekur Bítla, Jagger, Mercury, Turner og allt hvað það heitir, er aumkunarvert í tilraunum sínum til að endurskapa það sem verður ekki toppað. A.m.k. ekki á hinu íslenska Broadway, þar sem skemmtiatriðin eru svipuð að gæðum og matseðillinn. Útúrleiðinlegur og flatur.
Elskurnar mínar, þetta er einfaldlega ekki í ykkar deild.
Og ég leyfi mér að láta það fara í taugarnar á mér. Alveg án þess að skammast mín.
Samt hafði ég gaman af Magna í Rockstar. En það var þá.
Annars er ég ekki á leið neitt nema í þvottahúsið. En ég er með skoðun og það er dásamlegt að geta sett hana fram á minni bloggsíðu.
Fólk sem hefur ekkert að syngja (frumlegt og sjálfsprottið) á að þegja.
Og hana helvítis nú.
Veit að allur hópurinn sem mætir á þessi fyrirkomulög er ósammála mér. Só????
Farin að setja í þurrkara.
Arg í boðinu.
![]() |
Magni syngur lög Freddy og Mick |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Þriðjudagur, 8. apríl 2008
Dyggð undir dökkum hárum?
Ég las á Eyjunni að ríkustu menn heimst giftust yfirleitt dökkhærðum konum. Merkilegur fjandi, eða ekki, þar sem aðeins 1,8% af fólki í heiminum er alvöru ljóshært. Restin er með Clarol eða eitthvað annað litunarefni í hausnum.
En af hverju ætli þetta sé? Þar sem ég reikna með að konur eigi þátt í að byggja upp samband og koma sér í það líka (já ég veit, róttæk kenning) getur verið að dökkhærðar konur viti betur hvað þær vilja? Að þær miði út mennina með seðlana?
Auðvitað ekki. Flestar konur eru dökkhærðar inni við beinið, þó við sem svoleiðis er ástatt um, séum úthrópaðar í öllum ævintýrum og frásögum gegnum aldirnar.
Engin dyggð undir dökkum hárum í sögunum, nema í ævintýrinu um Mjallhvíti, auðvitað, en hún bætti úr því með því að vera albínói, með gegnsæa húð, hvíta sem mjöll. Svo var hún rjóð í kinnum, en þar held ég að hún hafi bara sólbrunnið þessi elska, því albínóar þola illa sól.
Svo vil ég koma því að, að Mjallhvít er með glataðan stílista. Kjóllinn hefur aldrei gert sig í mínum bókum.
Af mínum 6 systrum er ein 100% blondína, hinar nærri því. Ein er rauðhærð og ég er eins og skrattinn úr sauðarleggnum í hópnum.
Ætli ég sé rétt mæðruð?
Segi sonna.
Úti er ævintýri,.
Mánudagur, 7. apríl 2008
Skítur úr ólíkum áttum
Þau kvöld sem klósettauglýsingar á milli frétta er ekki bókstaflega troðið upp í andlitið á manni, með grútskítugt klósett sem sölutrikk, þá kemur þessi viðbjóður með konurnar og LU-kexið.
Halda auglýsendur að konur séu hálfvitar? Svei mér þá, það hlýtur að vera, þeir geta amk. ekki þekkt konur með eðlilega heilastarfsemi.
Ég krullast upp í algjöran hnykil þegar þessu er nauðgað í andlitið á mér saklausri, þegar ég sit fyrir framan sjónvarpið.
Er enginn á sjónvarpsstöðvunum sem segir; nei, þetta gengur ekki, konur almennt verða band-klikkandi galnar.
Nei auðvitað ekki. Zero auglýsingin slapp í gegn, "sællar" minningar.
Þetta er svo helvíti paþettikk. Konur henda sér fyrir framan sjónvarpið eins og það eigi að fara að sýna eitthvað stórkostleg, en það er þá LU-kexið sem kallar á þessa hjarðhegðun kvennanna. Svo vælir ein, alveg búhú, mig langar svo að vinna´etta. Búhú.
Give me a break.
Kannski er ég að skrifa um þetta, frekar en að fara hamförum út af hinum hrokafulla forsætisráðherra sem telur það "dæmalausa lágkúru" að VG vilji fá gefið upp kostnaðarverð á einkaflugvélagaleigu. Svo er Geir Hilmar svo málefnalegur að hann kallar þingmenn VG gaggandi hænur.
Allir í vegg.
ARG
Miðvikudagur, 2. apríl 2008
Ég á ekki krónu
Mér líður 2,36% betur en í gær.
Vona að þið séuð ekki fljótandi í óvissuástandi börnin góð. Krónan er á uppleið. Eða á niðurleið. Hún fer allavega upp eða niður, það er nokkuð ljóst.
Líðan mín hefur satt best að segja ekkert með krónuna að gera, amk. ekki svona andlega.
En þannig hefur það ekki alltaf verið.
Í denn, þegar gjaldeyrishöftin voru allsráðandi og maður fékk skammtaðan gjaldeyri fyrir ákveðna upphæð gegn framvísun flugmiða (er ég að djóka? Því miður), reddaði maður sér með því að kaupa dollara af leigubílstjórum eða öðrum sem unnu á vellinum og svo tók maður 100 kr. seðla í kílóavís, með sér til útlanda. Það var eina íslenska myntin sem hægt var að skipta í gjaldeyri í útlöndum.
Og ég fór með nokkur kíló af hundraðkrónuseðlum til London 1972, eins og svo oft áður. Þegar farið var að minnka í pundunum og dollurunum, arkaði ég í banka niðri í Oxford Street og bað um að þær skiptu fyrir mig hluta af góssinu.
Ég man ekki hversu mikil upphæð þetta var, en hún átti að vera þó nokkur. Og gjaldkerinn taldi pundin fram á diskinn, og hann taldi og taldi og pundahrúgan stækkaði. Ég stóð opinmynnt hjá og velti því fyrir mér hvort viðkomandi teljari væri undir áhrifum áfengis- eða fíkniefna. Skít sama, hún skellti hrúgunni í umslag og sagði blíðlega; "have a nice day".
Við Jóna systir gengum út úr bankanum og kíktum í umslagið. Upphæðin var ótrúlega há, þó ég muni hana ekki nákvæmlega. Uppeldið neyddi okkur til að fara aftur í bankann, eftir að vera búnar að standa og gæla við hugmyndina um að hirða fenginn, dágóða stund. En inn örkuðum við, foreldrum okkar örugglega til mikillar gleði, og við fórum til þeirrar "mögulega-undir-áhrifum-vímuefna". Við útskýrðum að þetta væri amk. fimm sinnum of há upphæð. Konan brást hin versta við og sagðist ekki gera mistök. Hún bandaði okkur systrum út úr bankanum.
Ég er enn eitt stórt spurningarmerki. En gleðilætin voru mikil í verslunum Londonborgar. Yfirvigtin var ótrúleg og hefði sett okkur á höfuðið hefðum við þurft að borga hana.
Þetta var í hið eina sinn á minni löngu ævi, þar sem krónan hefur virkilega dugað og staðið undir nafni. Hvorki fyrr né síðar hefur hún gagnast mér ótvírætt í hag.
Á kvittun gjaldkerans sá ég að hún taldi sig vera með sænskar eða danskar krónur. En af hverju hún vildi ekki leiðrétta þetta, er mér enn hulin ráðgáta.
Those were the days.
Úújeeeeeeeeeeeeeeeeeeee
![]() |
Krónan styrkist um 2,36% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 2. apríl 2008
Draumaborgin
Eftir daginn í gær hef ég komist að ýmsu sem ég hafði ekki hugmynd um áður.
Ég hef komist að því að:
..íslenska þjóðarsálin er manísk, því það voru fleiri en eitt og fleiri en tvö aprílgöbb í gangi í gær per fjölmiðil.
..að besta aprílgabbið var ekki gabb. Solla og Geir á einkaþotu upp á hóp af peningum er blákaldur raunveruleiki. Fyrirgefið á meðan ég hendi mér fyrir björg.
Í gær las ég í einhverju blaðanna að "gámahúsin" fyrir útigangsmenn í Reykjavík sem eru á vegum Reykjavíkurborgar og hafa staðið tilbúin síðan í janúar, amk. eru ekki enn komin í gagnið, af því að það vantar staðsetningu fyrir þau. Björk Vilhelmsdóttir frá Samfylkingu var með þetta á teikniborðinu í janúar, en svo var skipt um meirihluta og nú er verið að leita að staðsetningu þar sem hægt er að hafa þau öll saman. Það er auðvitað erfitt í þessari draumaborg sem Reykjavík er, að koma niður húsnæði fyrir fólk sem enginn vill vita af.
Á meðan Jórunn Frímannsdóttir dúllar sér við að stara í gaupnir sér, afsakið, leita að "hentugri" staðsetningu fyrir hús handa útigangsfólki, þá getur þetta lið legið í görðum borgarinnar, eða í einhverri slömmlordahöllinni. Öllum virðist standa á sama.
En mér er ekki sama. Sem betur fer er til fullt af fólki sem vill gera eitthvað í málinu, en við höfum enga prókúru á félagslegar úrbætur. Minnihlutinn í borginni, sem er tekniskur meirihluti sálna sem enginn hefur trú á, sér ekki ástæðu til að flýta sér.
Ég er óvenjulega seinþroska, hlýtur að vera, því ég skil ekki hvernig fólk sem er í aðstöðu til að framkvæma hlutina, getur lifað með sjálfu sér, vitandi af eymd þeirra sem hvergi eiga heima.
Ég mun væntanlega aldrei skilja það.
Og mig langar í byltingu.
Hafið þið það.
Þriðjudagur, 1. apríl 2008
Við getum ekki öll fallið í stafi
Nú er ég andvaka.
Þá er að blogga. Er nefnilega með hálfgildings móral yfir pirrufærslunni um Júróbandið og Bubba karlinn. Ætlaði ekki að subba út skjaldarmerkið hérna, en svona getur maður misst sig.
Bubbi er alveg fínn. Það er bara offramboð af honum þessa dagana.
Júróbandið er hins vegar helvítis pein og ég fer ekki ofan að því. Má maður hafa skoðun?
Sennilega er þetta angi af borgaralegri óhlýðni hjá mér, að þurfa að vera upp á móti því sem er "main stream". Veit það ekki og er ekki mikið að velta því fyrir mér.
Stór hluti þjóðarinnar er yfirkomið vegna Júróvisjón. Hinn hlutinn sirkabát er í tilfinningalegri alsælu þegar kóngurinn heldur stór-tónleika.
En það geta bara ekki allir fallið í stafi!
Þorrí, ég skal vera góð og gr. halda munninum á mér saman um íslenskar þjóðargersemar.
Og svo ræðst ég á einhvern karlakór næst. Þá verður skellurinn minni. Bæði fyrir mig og kórinn.
Karlakórinn Geysir - hír æ komm.
Og nú fer ég að sofa í hausinn á mér.
Sunnudagur, 30. mars 2008
Nostalgíukast
Ég fékk nostalgíukast þegar ég las þessa frétt. Þið megið klikka ef þið nennið.
Sjötíuogeitthvað réðu plattaraskórnir lögum og lofum í tískunni, í nokkur ár, meira að segja. Ég, tískuþrællinn sem ég var (og er), fór ekki úr skónum á þessum árum, nema þegar engin vitni voru til staðar, vegna þess að maður minnkaði um 10 cm. eða svo og buxurnar drógust á eftir manni.
Það var vita vonlaust að ganga í snjó og hálku, þess vegna var ekki gengið nema það allra minnsta, en ég hefði getað ráðið mig í sirkus, sem snúrulabbara, því jafnvægið sem ég náði var aðdáunarvert. Það er hægt að þjálfa sig í öllu, ég er lifandi dæmi.
Ég vann í Eymundsson í Austurstræti á þessum árum og eina Þorláksmessu eftir lokun, var kvalræði mitt í háum skónum, meira en ég gat afborið og ég skutlaði mér úr þeim. Það sló þögn á vinnufélagana, þeir störðu á mig undrunaraugum og var verulega brugðið. Þeir sögðu mér að þeir hefðu álitið mig frekar hávaxna fram að þessu. Hm.. ég er 163 á hæð. Þetta var hamingjutími svona stærðarlega séð.
Svo leið tíminn, skaðræðisskórnir duttu úr tísku og við tóku ljósabekkir nokkrum árum síðar. Ég gerðist brún, sólbrún, allan ársins hring. Ég þarf nú ekki mikið sólarljós til að verða svartari en sál skrattans, en ég gat ekki hætt.
Það er ekki mér að þakka að ég fékk ekki sortuæxli. Á öllum myndum frá áttatíuogeitthvað og fram á nítuogeitthvað, er ég svört. Aljgör ógeðiskona. Sem betur fer gengur flest svona yfir, ljósabekkirnir líka. Samkvæmt frétt þá fækkar þessum krabbameinshylkum greinilega. Ég færi ekki í ljós þó mér yrðu borgaðar fyrir það nokkuð háar upphæðir.
Skórnir æðislegu eru frá 1973 og eru framleiddir fyrir Biba, sem btw var æðislegast búð í heimi, staðsett í London á þessum mektarárum.
Hér er svo ljósabekkjafrömuður kvikmyndanna í bráðskemmtilegu atriði úr myndinn "Something about Mary".
Njótið sunnudagsins krúttmolarnir mínir.
![]() |
Ljósabekkjum hefur fækkað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 30. mars 2008
Rífa, rífa, rífa
Ég var að þvælast í miðbænum á föstudaginn, m.a. til að ná í Jenný Unu á leikskólann.
Það var svo sannarlega í frásögur færandi. Þegar ég keyrði niður Laugaveginn (hvar ég bjó til sex ára), sem ég elska að hata og hata að elska (blönduðu kórarnir fyrir neðan svefnherbergisgluggann minn sitja enn í minninu) fékk ég sjokk.
Nú skil ég hvað fólk er að tala um varðandi miðborgina. Að hún sé eins og slömm. Vissulega er langt síðan að kominn var tími á að lagfæra og breyta, en fjandinn fjarri mér hvað þessu hefur farið aftur.
Svo eru allar tómu búðirnar þar sem gluggarnir garga á mann og þeir segja; hér vill enginn vera, ekki nokkur kjaftur. Það er nefnilega sú tilfinning sem ég fékk við að skoða götumyndina.
Hvernig er það með meirihlutann í borginni? Ég hef þá tilfinningu að borgarstjórinn hafi mætt í vinnuna, tekið við lyklunum og farið heim og lagt sig. Þá sjaldan ég sé hann í fjölmiðlum þá er hann eins og nývaknaður og alveg; "jájá, ég er að vinna hérna minnir mig" fílingur. Núna segir hann að "efling" miðborgarinnar sé eitt af hans hjartans málum. Halló, drífa sig þá, vakna og hrista sig.
Birna Þórðar er góð, hún er skipuleggur gönguferðir á slóðir Slömmlordanna. Kjéllan flott. Eins dauði er annars brauð.
Ég vil að gömul hús séu vernduð. Þ.e. hús sem hafa menningarlegt gildi (Torfan), en þessi hús á Laugaveginum (man ekki númer hvað) sem fólk hefur verið að deila um og standa þarna forljót og ógeðsleg! Rífa, takk. Rífa, rífa, rífa.
Og svo er ekki í lagi með mig og suma aðra.
Við létum "Vini Hannesar" taka okkur í görnina. Samskotin eru djók. Mér fannst þetta trúverðugt, ég sver það. Hvað er að mér? Hvað er að Hannesi?
Setjum Magnús í málið - húsin á bálið.
Nú verður einhver súaður upp á aleiguna.
Dóntsúmítú.
Úje og gaman að liffinu.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Föstudagur, 28. mars 2008
Aljör B-O-B-A - BOMBA
Þrátt fyrir bágt heilsufar og almenna öldrun, sem ég stríði við af og til, þarf ég að fara í útréttingar. Lesist auðvitað; á leið til læknis, nema hvað?
Þá þarf að huga að áttfitti sem dregur fram fegurðina (sem kemur að innan, stendur í biblíunni), mála mig, og klæða mig til heilsu. Ég er góð í því.
Hugs, hugs, fyrir framan troðfullan fataskápinn, sem hefur beinlínis tútnað út eftir Londonferðina í janúar og góður hluti innihaldsins er enn með miðunum á. Hm.. í hvað skal fara. Onassissdragtin er tekin út og skoðun. Já það er hægt að skoða gaumgæfilega svarta dragt. Ætti ég að demba mér í Jackie? Húsbandið segir að þegar ég klæðist henni, líti ég út eins og kona sem seldi hlutabréfin sín í FL-Group ÁÐUR en þau féllu. Það gæti virkað.
Eftir að hafa farið í gegnum diverse klæðnaði verður Jackie fyrir valinu. Svartar sokkabuxur, svartir skór og okkurgulur klútur um háls, af því að frumburður segir að ég líti út eins og grísk grátkona, brjóti ég ekki upp svertuna.
Nú, ég steðja inn á bað. Blæs hár, blásí,blásí. Ég skoða mig gagnrýnin í speglinum. Ok, so far so good. Nú er það sparslið. Málí,málí. Ég mála augnahárin upp í heila, svo ég geti dinglað þeim framan í doksa. Varaliturinn er smurður á, ég fer í sleik, ok ég kyssi spegilmynd mína, yfirkomin af hrifningu. Kannski ekki alveg en sirka bát.
Svo bíð ég eftir einkabílstjóranum og reyki í rólegheitum. Ég er droppdeddgjorgíus"
Ég velti fyrir mér af hverju mér er fyrirmunað að klæðast öðru en gráu og svörtu. Oh ég er svo mikil týpa. Fólk er að segja mér að ég sé íhaldssamari en fjandinn fimmtugur. Og þá man ég að ég keypti mér einu sinni köflóttan kjól, úr höri í gömlu góðu Evu, guð blessi hana Mörtu, og ég fór í honum í afmæli. Hann krumpaðist upp í heila og það sáu það allir. Hefði hann verið svartur, þá hefði hann runnið saman við svörtu sokkabuxurnar og ég hefði haldið kúlinu. Fyrir utan að það er beinlínis glatað að geta ekki fengið tertur í fangið og allskyns drykki, án þess að þurfa að fara heim úr partíinu.
Nú eru allir karlkynslesendur mínir annaðhvort lagstir í rúmið af leiðindum eða þá komnir með meirapróf á blúndulagaðar hugsanir kvenna á Íslandi anno 1952-2008.
Meijúrestinpís.
Úje
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.8.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr