Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Kreppuplús

 gull

Ég er að reyna að finna jákvæða hluti við kreppuna, það er alltaf verið að segja okkur að vera ekki svartsýn, það er svo vont fyrir andlega og líkamlega heilsu. 

Það er ýmislegt að gleðjast yfir, ójá.  Hér kemur örlítið.

Nú eru fíflaviðtölin ekki lengur í blöðunum.

Þegar teknar voru stöður á s.k. íslenskum stjörnum.

Vikulegir þættir í blöðum þar sem spurt var að heimskulegum hlutum eins og ; hvað ertu með í matinn í kvöld?

Ég bloggaði stundum um þetta.  Allir voru með eitthvað ótrúlega flott í matinn sem voru spurðir.  (Eða þóttust vera það, enginn mátti vera plebbalegur með eðlilega lifnaðarhætti).

Aldrei fiskur og kartöflur.  Alltaf hittist svo á að viðkomandi var með sexréttað frá fjarlægum menningarheimum.  Þó á mánudegi væri.  Svo gróðæris.

Og jólagjafaauglýsingarnar.

Demantasími fyrir frúna.  Algjört möst fyrir nýríka fólkið.  Demantsskreyttur gemsi með sjálfvirkum nefklórara, eggjasuðutæki og einkaþjálfara.  Allt í símanum.  Nauðsynlegt í hverja tösku.

Fólk fór ekki til Þingvalla í sunnudagsbíltúra, það fór í glataðasta lagi til Köben um helgar, þessir plebbalegu, hinir skruppu til Kína í kaffi.

Starfsmenn Sorpu höfðu ekki undan að reyna að koma í lóg nýjum sófasettum, heimilistækjum og öðrum nauðsynjum sem fólk henti á haugana þegar það skipti út úr "litlu" sætu húsunum sínum upp á skitna 800 fermetra eða svo.

Fjandinn hafi það, ég man að það komu blaðamenn til að fjalla um "ruslið" sem Íslendingar nenntu ekki að nota og þar með talið fínu bílana sem enginn nennti að eiga og enginn vildi kaupa og fóru því á haugana.

Þetta er horfið.  Mikið skelfing er það ánægjulegt. 

Nú er fólk bara með hakk í matinn. Enginn á leið að að leigja pýramídana í Egyptalandi undir barnaafmælin.

Fólk er að lenda.

Svo óska ég Gallerí Fold til hamingju með velheppnað uppboð.

Dýrasta verkið sem seldist var upp á 4,4 milljónir.

Það hefði verið skiptimynt í gróðærinu, ekki til að nefna einu sinni.

Látum þetta aldrei gerast aftur.

Lærum af þessu krakkar.  Plís.

Annars góð.


mbl.is Svavar á 4,4 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki tala Óli!

Elífur misskilningur í gangi hjá Ólafi og viðmælendum hans.

En Óli, nú gengur þetta ekki lengur.

Þú ert kominn í fjölmiðlabann frá og með nú.

Ég er að setja þér stólinn fyrir dyrnar.

Hlýða!


mbl.is Viðtalið tekið úr samhengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tæknileg mistök?

Ef það er eitthvað sem ég og vel flestir í þessu þjóðfélagi höfum fengið nægju okkar af, fyrir utan landlægar þrásetur og pólitískt ábyrðarleysi, þá eru það leyndarmál.

Orðið "tæknilegt" hefur líka svipuð áhrif á mig og rauð dula á naut.

Ég sé - já rétt til getið rautt!

Eru þeir að vasast í frumvarpagerð hér uppi á Íslandi?

Ráða þeir meiru en við höldum?

Þessi frétt lítur sakleysislega út en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sendi "tæknilegar" ábendingar í trúnaði til Forsætisráðherra, varðandi Seðlabankafrumvarpið.

Þetta hringir öllum þeim ofsóknarbjöllum sem fyrirfinnast í hausnum á mér og þær hafa hátt.

Bing-bang-fokkings-bing!

Tæknileg afbrot, tæknilegar ábendingar, tæknileg mistök!

Ég fæ grænar bólur.

Svo er það leyndóið!

Ég segi nú eins og mafíósinn: Ef þú hefur eitthvað við mig að segja, segðu það í návist vina minna, hér ríkir fullkominn trúnaður.

Segið þjóðinni það kæru alþjóðagjaldeyrissjóðamenn.

Enda hefur Forsætisráðherra farið fram á að leyndinni sé létt af friggings skjalinu.

Sem er bara eins gott, nógu er maður paranojaður fyrir.


mbl.is Tæknilegar ábendingar í trúnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæti ég fengið að prufa...

..þetta sem Óli og Dorrit eru að taka inn?

Eða réttara sagt sem ég vona að þau séu að taka inn.

Það er ekki björgulegt ef þau láta svona á eigin safa.

Forsetahjónin í viðtali.


Götustrákar Seðlabankans

Geirnaglinn Óli Klemm, þessi sem varð fyrir "ofbeldinu" fyrir utan Borgina á gamlárs þið munið, þessi sem náðist upp á band með bróður sínum "verja" sig fyrir brjáluðum múgnum, hefur enn einu sinni lent í að á hann er ráðist, þar sem hann var blásaklaus að keyra á sinni sjálfrennireið til vinnu.

Hann segir að mótmælandi hafi barið bílinn hans að utan með kylfu.

Mótmælandinn segir Óla í Klemmu hafa keyrt á sig.

Hvorum á maður að trúa?

Fórnarlambinu Ólafi Klemenssyni eða

mótmælandanum Hermanni sem segir hið gagnstæða?

En til að hressa upp á gullfiska minni okkar almennings þá er hér myndband af Óla í Klemmu og bróður hans (Óli er þessi óframfærni með vindilinn), verjast árásum mótmælanda við Borgina á gamlárs.

Það er einfalt, klippt og skorið hvað mig varðar, mótmælandinn fær mitt atkvæði og ekki orð um það meir.

Óli er í Klemmu.  Það er nokkuð ljóst.

Það er götustrákabragur á Seðlabankanum, þessari stofnun sem tekur sig svona líka hátíðlega.

Davíð er í stríði, engu eirt, engir fangar teknir -púmm pang og sviðin jörð.

Moggaritstjórinn er meira að segja búinn að fá nóg af óþekktaröngum Seðlabankans.

Halló, er þá ekki fokið í flest skjól?


mbl.is Fækkar við Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að taka steininn úr

Samkvæmt þessar skoðanakönnun sem Frjáls Verslun gerði fyrir vefsvæðið heimur.is fengu Sjálfstæðismenn mest fylgi.

32%!

Klárinn leitar greinilega þangað sem hann er kvaldastur.

Langar fólk í meiri spillingu?

Vildarvina og flokksráðningu?

Aukna kosningaþátttöku sjúklinga með beinum greiðslum í heilbrigðiskerfinu?

Æi ég nenni ekki að telja upp, fólk er búið að upplifa íhaldið á eigin skinni.

Annars bendi ég þeim sem þegar eru búnir að gleyma síðustu fjórum mánuðum að fara inn á Alþingi og fylgjast með beinni útsendingu frá þingfundi.

Þar eru Sjálfstæðismenn eins og óknyttakrakkar og geta ekki hamið gremju sína og reiði.

Eiginlega má segja að þingið sé tæpast starfshæft, kjánaskapurinn er ótrúlegur.

Stundum á ég ekki orð yfir hegðun íslenskra stjórnmálamenn.

Í þetta skipti hafa Sjálfstæðismenn tekið steininn úr.

Ég hvet þá sem aðstöðu hafa til að fylgjast með þingfundum.

Ég held að það ýti fólki aftur út í raunveruleikann.

Annars má geta þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf reiknað með þrælsótta kjósenda og því miður ekki að tilefnislausu.

 


mbl.is Bjarni og Þorgerður Katrín oftast nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er satt og hvað logið?

Ég veit ekki hvað greiðslustöðvun inniber svona upp á punkt og prik en góð er hún ekki.

Allt að fara í hundana bara?

En ég sá að Jón Ásgeir heldur því fram að Davíð neiti að víkja úr Seðlabanka nema Baugur verði gerður gjaldþrota fyrst.

Stundum er það sem manni er sagt svo ótrúlegt að það tekur lélegasta reyfara langt fram.

Ef það er rétt að Davíð gengur svona langt þá er maðurinn stórhættulegur (sko hættulegri en þegar er borðleggjandi).

Ef Jón Ásgeir er að ljúga þá er hann stórhættulegur og mannorðsmorðingi í þokkabót.

Hvers lags heimur er á bak við tjöldin?

Æi ekki segja mér það í smáatriðum, það endar með því að trú mín á mannkyni bíður illilegan hnekki.

Eru engir góðir gæjar í viðskiptum?

Nú eða í Sjálfstæðisflokknum (djók, eða ekki)?

Meira ruglið.


mbl.is Baugur í greiðslustöðvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríki í ríkinu

Halldór Blöndal ásakar forsætisráðherra um einelti.

Mikið skelfing finnst mér það verndara Davíðs til minnkunar að grípa til þessarar lýsingar á eðlilegri kröfu forsætisráðherra sem er þarna að orða háværa kröfu meirihluta þjóðarinnar.

Það er ekkert óeðlilegt við að Seðlabankastjórarnir segi af sér.

Finnst öllum sem hugsa öðruvísi en á beinum flokksnótum.

Einelti er lýsing á skelfilegu ofbeldi sem beinist oftast að börnum og unglingum.

Mér finnst reyndar að þetta orð sé gróflega ofnotað í málinu og að það gengisfelli hina skelfilegu reynslu þeirra sem verða fyrir ofbeldinu.

Ríkisstjórnin gaf sig vegna þrýstings frá almenningi og með réttu.  Átti að gera það miklu fyrr.

En Seðlabankastjórarnir hopa hvergi.

Þeir eru eins og ríki í ríkinu. 

Svara ekki síma, tala ekki við nokkurn mann.

Í fleiri vikur hafa fréttamenn reynt að fá viðtal við Davíð Oddsson, á ögurstundu þjóðarinnar, en nei, maðurinn er ekki í stuði.

Svörtuloft virðast mér vera hin eiginlega valdastofnun í þessu þjóðfélagi.

Og eitthvað segir mér að það sé ekki nóg að reka Davíð úr vinnu.

Að um hann gildi aðrar reglur.

Svo er að bíða og sjá.


mbl.is Yfirlýsingar jaðra við einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haldið til haga hálfa leið

Það er best að halda til haga því sem máli skiptir.

Seðlabankastjórar hafa fengið bréf um að haska sér.  Tjéééééékk.

Frumvarp um endurskipulagningu  Seðlabanka lagt fyrir í ríkisstjórn á morgun. Tjékk.

Innlagnargjöldin ljótu á sjúkrahúsin afturkölluð.  Tjékk, tjékk, tjékk.

Menntamálaráðherra ætlar að einhenda sér í málefni stúdenta, bæði heima og að heiman.  Tjékk.

Jóhanna búin að skipta um ráðuneytisstjóra, ekkert endilega tjékk, en konan veit hvað hún vill.

En nú nenni ég ekki meiru í bili.

Hélt einhver að ég væri einhver friggings bókhaldari fyrir gesti og gangandi?

Teljið sjálf, ef þið viljið endilega fá þetta klippt út í pappa fyrir ykkur.

Þetta er eins og sagan um tjakkinn.  Jabb, nákvæmlega sami hlutur.

Nú getur Davíð farið að grilla kvölds OG morgna.

En ætlar enginn að reka Hannes Hólmstein?

Ó, hann er í stjórn Seðlabankans, hann hlýtur að fjúka.

Jabb, svona getur lífið verið djöfull grillað.


mbl.is Seðlabankastjórar víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konungsríkisvonabíisminn

Mér hefur alltaf fundist tilgerðar- og rembulegt fyrir íslenska þjóð að vera með forseta.

(Reyndar bakkaði ég með þetta á meðan Vigdís var í embætti.  En Vigdís mætti vera æviráðin sem talsmaður okkar, konan slær alls staðar í gegn, enda frábær).

Samt heldur það ekkert fyrir mér vöku, þetta með forsetann,  fyrir mér er þetta svona hégómi sem mætti alveg missa sig.

Það sem fer hins vegar illa í taugarnar á mér er áhengingarstarf forseta.   Það sem svoleiðis blikkdrasls afhendingarseremóníur geta lagst á viðkvæmt taugakerfi mitt er með hreinum ólíkindum.

Ef ég væri einhver annar en ég er, t.d. vinur minn, þá myndi ég ráðleggja þeim sama að leita sér hjálpar hið snarasta. 

Það er einhvers konar konungsríkisvonabíismi sem þjáir stundum þessa þjóð og forsetinn uppfyllir þessa kröfu okkar (ykkar).

Ég man þegar ég norpaði út við Melaskóla 7 ára gömul,  til að sjá Noregskonung eða þann sænska, man það ekki en kóngur var það.

Hefði betur sleppt því, stóð með íslenska fánann, í hnésokkum og kápu alveg að drepast úr kulda og kóngurinn reyndist vera venjulegur maður í jakkafötum.

Engin kóróna, engar orður, engir gylltir borðar.

Gott ef hann var ekki hattlaus.

Þá held ég að ég hafi orðið andkonungssinni og seremóníuhatari.

En að henni Dorrit.

Ég skil ekki hvað fólk er að pirra sig á þessari krúttlegu konu.

Hún er glaðsinna og áfram um að tala máli okkar.

En allt í einu má það ekki vegna þess að fólk er fúlt út í karlinn hennar.

Skilja á milli hérna. 

Maður - kona tveir óskyldar einingar sem eru og verða það að eilífu amen.

Muna það!

Áfram Dorrit.


mbl.is Dorrit: Ísland verði svalari útgáfa af Dubai
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2988397

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.