Færsluflokkur: Fjölmiðlar
Sunnudagur, 1. febrúar 2009
Flott en fúl
Það var svo flippað og krúttlegt að sjá þrjátíuára gamla Volvóinn hans Steingríms þegar hann renndi upp að Bessastöðum. Reyndar lítur þessi sjógræni litur ekki vel út og er þar að auki eins og skipamálning - en þvílíkur "entré" hjá manninum.
Þetta var einstaklega dúllulegt vegna þess að hver glæsibifreiðin á fætur annarri með "caufförum" og fyrirkomulagi hafði runnið með alþingismenn Sjálfstæðisflokksins að inngangi Bessastaða áður en Steingrímur kom höktandi á gamla.
Burtséð frá því þá fer Sjálfstæðismönnum ekki vel að yfirgefa valdapóstana.
Sennilega vegna þess að þeir hafa ekki fengið að æfa sig nóg.
Ég hvet þjóðina til að gefa þeim góðan tíma til æfinga, það er grátlegt að fylgjast með kergjunni í þeim sem þeim gengur afspyrnu illa að fela þessa dagana.
"Gamalt vín á nýjum belgjum", segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður. Illa pirruð sko.
Var fráfarandi stjórn félagshyggju - og jafnréttisstjórn?
Ekki? Nei, einmitt.
Svo lét Sigurður Kári hafa eitthvað álíka hallærislegt eftir sér í DV.
Björn Bjarna illa pirraður á Jóhönnu, hún hélt einhverju fram um alþingismanninn sem hann var ekki sáttur við.
Lokakergja dagsins (enn sem komið er) kom frá ÞKG sem varð að orði þegar búið var að slá hana til alþingismanns af forsetanum, að hún væri farin út í frelsið.
Halló, rosa fegin bara?
Látið ekki svona Sjallar góðir, þetta eru bara stólar, það er líf eftir háborð.
En bara svo það sé á hreinu þá er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í nokkrum metum hér á kærleiks.
Hún hefur nefnilega verið ágætis menntamálaráðherra.
Ég óska ÞK góðs gengis í framtíðinni og vona að henni gangi allt í haginn.
(Djöfull er ég góð manneskja, oh af hverjur sæmir mig enginn einhverju?).
Jabb, góð og væn, það er ég.
![]() |
Farin út í frelsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Sunnudagur, 1. febrúar 2009
Bláskjár fer - Rauðka kemur inn
Í dag mun að líkindum stjórnin hennar Jóhönnu verða til.
Hér eftir kölluð Rauðka á þessari síðu til aðgreiningar frá Bláskjá sem er farinn í naflaskoðun. Megi hann leita vel og lengi og ekkert finna fyrr en í haust.
Sko, stjórnir eiga það til að mæta á flotta staði til að skrifa undir stjórnarsáttmála, til að geta orðið sér út um hátimbruð nöfn sem verða skráð í sögubækur framtíðarinnar.
Þingvallastjórnin s.k. liggur nú í valnum með CV upp á dauða og djöful.
Ekki allt þeim að kenna, en andskoti margt samt.
Að minnsta kosti ætti hún að heita eitthvað annað þegar maður lítur til baka á merkin og verkin.
Hvað verk? Ók,ók,ók, þeir gerðu milljón hluti að eigin sögn, en unnu samkvæmt lögmálinu;
Það sem fólk veit ekki - meiðir það ekki.
Viðreisnarstjórnin var að mörgum álitin algjör bjargvættur.
Ég minnist hennar sem stjórnar þar sem atvinnuleysið var skelfilegt.
En án gamans, þá hefur ný stjórn 83 daga til að gera eitthvað.
Hún er ekki öfundsverð.
En það erum við almenningur ekki heldur.
Og þó, við erum vöknuð og verðum á vaktinni.
Búsáhaldabyltingin er "work in progress" og rétt byrjað.
Í morgun ákvað ég að láta prenta á skilti til að stinga niður á Seðlabankalóðinni öðrum til varnaðar,
"Varúð - glæpur í framkvæmd - út af lóðinni".
En ég hætti við það af því mér var of kalt.
Sé til á morgun. Farin að hvíla mig.
Jabb, það ætla ég að gera.
![]() |
Ingibjörg á Bessastaði í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 30. janúar 2009
Búsáhöld og búggamál
Það er varla að ég þori að segja það upphátt, en það virðist vera tekið mið af vilja fólksins við gerð þessarar bráðabirgðaríkisstjórnar.
Haldið þið að það sé?
Búsáhaldabyltingin með búgganum hans Guðmundar Andra er að skila bæði einu og öðru.
Allt þetta fólk sem á undanförnum mánuðum hefur komið og sagt okkur sagt, hef ég kynnst í gegnum fjölmiðla, aðallega Silfur Egils.
Fólk sem var þarna allan tímann og maður vissi hvorki haus né sporð á, vegna þess að það var ekkert verið að nota það.
Fólk sem virðist kunna til verka og á engra meiri hagsmuna að gæta heldur en ég og þú.
Mikið skelfing er ég glöð með að Gylfi verði ráðherra í nýrri stjórn þegar og ef (ekki móðga Framsókn) hún verður til.
Og fjölmiðlar fá plús í kladdann (aðallega sumir fjölmiðlar) fyrir að hafa talað við fullt af fólki sem ég persónulega þori að trúa og treysta.
Gylfa (og Lilja Móses, svo ég nefni dæmi) má treysta er ég viss um.
Og vonandi þarf ég ekki að éta ofan í mig að þessu sinni.
Góðan daginn annars, ormarnir ykkar.
![]() |
Gylfi tók ráðherraboði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 29. janúar 2009
Rasisti fyrir allan peninginn
Sjitt, þarna slapp ég fyrir horn.
Hef kallað bloggara rasista, sá reyndar ansi mikið eftir því, ég gerði það í hita leiksins.
Nú er komið veiðileyfi á óvildarmenn ólíkra kynþátta (flott orðað hjá mér, ekki hægt að súa mér fyrir þetta?).
Nú verður það rasisti, rasisti, helvítis rasisti fyrir allan peninginn á blogginu.
Nei það verður óvildarmaður ólíkra kynþátta alla leið.
Segi svona.
En svona án gríns þá er algjörlega á huldu hvar mörkin eru á netinu.
Maður verður að passa sig og fara varlega, en í raun veit enginn nákvæmlega hvar mörkin liggja.
Vandlifað.
Ekki að mig langi neitt að fara að kalla einhvern ónöfnum...
en það gæti runnið upp sú stund.
Annað eins hefur nú gerst.
![]() |
Sýknaður af ummælum í bloggi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 29. janúar 2009
Byggja þjóð - halló!
Ég get ekki á mér setið.
Sigmundur Ernir ætlar í póltík.
Gott hjá honum.
En hann verður að taka númer, röðin er löng. Margir kallaðir fáir útvaldir, æi og allt það kjaftæði.
En kommon maður, hvaðan kemurðu með þetta uppskrúfaða málfar?
Hvernig ætlarðu að höfða til fólks með svona yfirborðstali og hátimbruðu orðalagi?:
Ég hef haft gaman af að smíða úti í garði, sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 rétt í þessu, en nú ætla ég að byggja þjóð.
Á ekki að fara í kosningabaráttuna með stuðla og höfuðstafi að vopni bara?
Íklæddur vaðmáli og suðskinnsskóm? Ha?
En ný stjórn er í burðarliðnum það er næsta víst.
![]() |
Fundað um stjórnarmyndun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 29. janúar 2009
Skítlegt eðli
Hér er "frétt" yfir persónur og leikendur þeirra sem sitja og æfa fyrir nýja leikverkið "bráðabirgðakreppustjórnin".
Það telst kannski fréttaefni að sumir hafi verið lengi í pólitík.
Það væri gaman að sjá lista yfir íhaldsþingmenn. Þeir eru þaulsætnari en árinn sjálfur.
Annars vill ég reglulega endurnýjun í pólitík.
Annars fer allt í bölvaða stöppu.
Svo finnst mér enginn koma til greina í dómsmálin í nýrri stjórn ef af verður, annar en Atli Gíslason. Hann nýtur víðtæks, þverpólitísks stuðnings og fólk treystir honum.
En..
Eruð þið ekki eins og ég að fylgjast með hvað starfstjórnarráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru að bardúsa núna á síðustu metrunum?
Einar K. Guðfinnsson sýndi sitt skítlega eðli með að gefa út hvalveiðikvóta á tíma sem hann á bara að halda ráðuneytinu gangandi.
Flestir og eiginlega allir sem ekki hafa beinna hagsmuna að gæta varðandi hvalveiðar eru gapandi yfir þessu hefndarbragði ráðherrans sem kemur nýrri stjórn í töluverðan vanda.
Slægvitur maður sjávarútvegsráðherrann á plani.
Hvað er svo Gulli að bedrífa?
Ég ráðlegg öllum að fylgjast vel með.
Já þið lásuð rétt, ég kalla þetta skítlegt eðli.
HÉR ER SVO MARTRÖÐIN HENNAR KATRÍNAR
![]() |
Nýtt verk, sömu leikarar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 28. janúar 2009
Bölvaðir vinstri mennirnir
Hugmyndaauðgi Moggans á sér engin takmörk þegar þeir eru komnir í kosningabaráttu fyrir sinn flokk.
Það er Ögmundi Jónassyni að kenna að það er erfitt að losna við Davíð Oddsson.
Ögmundur talaði nefnilega fyrir réttindum forstöðumanna opinberra stofnanna.
Sem er í sjálfu sér stórundarlegt er það ekki, maðurinn verandi formaður stéttarfélags opinberra starfsmanna!
Hvað er svoleiðis maður að vilja upp á dekk og semja um kaup og kjör?
En Davíð barðist með kjafti og klóm til að minnka þessi sömu réttindi.
Ergo: Davíð er skjólstæðingur Ögmundar.
Það er því helvítinu honum Ögmundi að kenna að Davíð situr sem fastast.
Fastar heldur en sjálf ríkisstjórnin sem féll á sverðið fyrir Davíð á endanum.
Svona eru þessir vinstri menn. Alls staðar til óþurftar.
Frussssss
![]() |
Davíð undir væng Ögmundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Miðvikudagur, 28. janúar 2009
Kom, sá og gjörtapaði
Það er ekki oft sem maður fær tækifæri til að sjá viðbrögð Sjálfstæðisflokks þegar hann verður af völdunum.
Reyndar ættu fræðingar af öllum tegundum um mannlegt eðli að hanga á húni Vallhallar þessa dagana og fylgjast með fyrirbrigðinu "fúll Sjálfstæðismaður".
Þeir eru eins og umskiptingar eftir stjórnarslitin.
Þeir segjast sjálfir vera fúlir, sem er auðvitað kurteist orðalag yfir bandbrímandibrjálaðir.
Samfylkingin hefur tekið frá þeim það sem þeir telja sig réttborna til - að stjórna íslenskum lýð.
Í viðtölum við Þorgerði Katrínu á báðum stöðvum í gær var hún ekki að skafa utan af því.
En Ragnheiður Elín í Kastljósinu í gær kom sá og gjörtapaði - konan var bitur. B-i-t-u-r!
Það krúttlegasta og jafnframt besti vittnisburðurinn um veruleikafirringu íhaldsins sést best í "áhyggjum" þeirra af mögulegu klúðri nýrra ráðherra á fjármálum þjóðarinnar.
Hverjir hafa haft ábyrgðina á fjármálum íslenska ríkisins s.l. 15 ár eða lengur?
Nú nema hvað, hinir réttbornu.
Miðað við hvernig fyrir okkur er komið þá er það æði skondið að þeir skuli trúa því að það séu skelfileg örlög íslenskrar þjóðar að missa þau úr peningamálunum.
Það er til eitthvað sem heitir að horfast í augu við raunveruleikann.
Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að drífa í því.
Ragnheiður Elín í Kastljósi gærkvöldsins.
![]() |
„Ótrúlega ómerkilegt“ af Samfylkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þriðjudagur, 27. janúar 2009
Ekki tala maður!
Eftir að hafa séð Kastljósið Sigurður Einarsson, kvartandi um atlögur að íslensku bankakerfi, hef ég aðeins eitt við þig að segja og það er stutt og laggott.
Hættu að tala maður og steinþegiðu!
Kappíss?
![]() |
Atlaga felldi íslenska kerfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Þriðjudagur, 27. janúar 2009
Kynhneigð hvað?
Ég hef mikið álit á Jóhönnu Sigurðardóttur sem stjórnmálamanni og hef alltaf haft. Það er afstaða sem ég hef tekið þverpólitískt með sjálfri mér.
Það lýsir af henni heiðarleikinn, einurðin og hún hefur aldrei verið tekin í bólinu við að hygla sjálfri sér.
Það er nóg fyrir mig. Kynhneigð hennar skiptir ekki máli en ég get skilið að talsmönnum samkynhneigðra þykir þetta skref í átt til jafnréttis.
Ég kannast líka við Jónínu Leósdóttur, blaðamann og rithöfund. Hún skorar fullt hús hjá mér líka.
Um kynhneigð fólks stendur mér á sama.
Athugið eitt. Ef Jóhanna verður forsætisráðherrra þá er hún fyrsti íslenski kvenforsætisráðherrann.
Pælið í því og það algjörlega án tillits til kynhneigðar.
Hvað varðar samkynhneigða forsætisráðherra þá ætti fólk ekkert að missa sig í yfirlýsingunum.
Málið er að við gætum hafa átt fleiri en einn og fleiri en tvo hommíska forsætisráðherra án þess að við hefðum hugmynd um.
Bara í skápnum offkors.
Mikið er annars merkilegt hvað umræðan getur þvælst út í smáatriði sem engu skipta.
Kannski verður þetta þannig eftir nokkur ár að kynhneigð og smekkur í kynlífi yfirleitt verður skráður á umsóknareyðublöð þegar við sækjum um vinnu.
Allt upp á borðinu en aðeins öðruvísi en ég hafði séð það fyrir.
Já kannski.
![]() |
Jóhanna vekur athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (52)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.8.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 2988398
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr