Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Fimmtudagur, 13. nóvember 2008
Á pjúra móðurmáli
Ég vakna á morgnanna og þori tæpast að líta á forsíður blaðanna vegna þess að nánast á hverjum morgni nú orðið stendur þar að lesa eintóma bömmera.
Ég held að það hafi ekki sést jákvæð frétt á forsíðu eftir hrun.
Hvað sem því líður þá er ég einfaldlega haldin kreppustressi.
Það er of mikið í gangi, tilgátur, álit, allir með munnræpu nema þeir sem eiga að tjá sig.
Þeir grjóthalda kjafti.
Við stöndum frammi fyrir gjaldþroti samkvæmt þessari frétt Moggans.
Hvað þýðir það á pjúra móðurmáli?
Súpueldhús?
Svöng börn?
Langar raðir eftir lífsnauðsynjum?
Í guðanna bænum íslenskir ráðamenn, horfist í augu við getuleysið og játið ykkur sigraða.
Þið náið ekki utan um ástandið.
Þjóðstjórn og svo kosningar á næsta ári.
Þetta gengur ekki lengur.
Ísland stendur frammi fyrir gjaldþroti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Jafnaðarmennska?
Mér finnst ekki mikil jafnaðarmennska í niðurskurðarblöndu ISG.
Þróunaraðstoð er skorin niður um 1,6 milljarða en varnarmálin 257 milljónir.
Halló, er allt í lagi á heimilinu?
Ég verð að segja að niðurskurður á þróunarsamvinnunni fer verulega fyrir brjóstið á mér.
Var ekki hægt að skera niður frekar í hinum svo kölluðu varnarmálum og í sendiráðssukkinu?
Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að taka ábyrgð í samfélagi þjóðanna og við eigum að leggja okkar af mörkum til þeirra þjóða sem þjást vegna fátæktar og þeirrar óáran sem eru fylgifiskar hennar.
Það er svo nánast hlægilegt, þ.e. væri það ekki svona helvíti grátlegt að þetta gerum við á sama tíma og við liggjum á skeljunum biðjandi um lán víða um heim.
Svona gera jafnaðarmenn ekki. Eða gera þeir það?
Jú hinir íslensku jafnaðarmenn í sambúð með steingeldum Sjálfstæðisflokki.
Sveiattann.
Kostnaðurinn 25 milljónir - ekki 50 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Mér er allri lokið
Pres er orðinn reiður. Honum finnst bræður vorir á Norðurlöndum hafa gefið skít í oss.
Kannski.
En steininn í maganum á mér stækkar og stækkar.
Ég er komin með upp í kok af lygum, undanslætti og blekkingum ráðamanna.
Hvar er helvítis lánsumsóknin til IMF?
Er hún læst ofan í skúffu Seðlabankastjóra?
Í gær sagði Geir að forseta ASÍ kæmi ekki afturenda við hvernig ríkisstjórnin starfaði.
Halló, er maðurinn ekki enn búinn að ná því að hann starfar í umboði þjóðarinnar.
Djöfuls hroki og heimska. Já, ég blóta bara, engin ástæða til að gera neitt annað.
Og svo skil ég breskan, hollenskan og þýskan almenning sem hefur verið tekinn í görnina af íslenskum ómerkingum og í framhaldi af því spyr ég? Af hverju eru menn sem hafa stolið sparnaði fjölda manna í útlöndum ekki á bak við lás og slá?
Er það nema von að við séum ekki á jólagjafalista þessara þjóða.
En helvítis Gordon Brown og Allister Darling gengu aðeins of langt þegar þeir settu á okkur hryðjuverkalögin. Svoleiðis gerir maður ekki nema maður vilji standa í illvígum leiðindum.
Solla sagði í gær að það væri ekki víst hvort Bretarnir kæmu að passa okkur í desember. Það ætti ekki að magna þessa deilu.
Þá var mér eiginlega allri lokið. Það er varla hægt að ganga lengra í að gera allt vitlaust en að beita hryðjuverkalöggjöfinni. Ef það er ekki að kasta stríðshanskanum þá veit ég ekki hvaða skilaboð geta verið skýrari. Þetta er svona næsti bær við að hertaka landið.
Við þurfum ekki að magna neitt. Bretarnir hafa gefið tóninn. Að sjálfsögðu afþökkum við vernd frá þeim.
Það breytir ekki því að breskur almenningur á samúð mína alla.
En til að gera langa sögu stutta þá treysti ég ekki ríkisstjórninni fyrir horn.
Það er búið að ljúga nóg. Svíkja nóg og láta skeika að sköpuðu fyrir lífstíð.
Ég nenni ekki lengur að hlusta á ekki neitt.
Kjósum!
Forsetinn gagnrýndi nágrannaríki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 11. nóvember 2008
Afsagnir og axlanotkun 101
Bjarni Harðarson brýtur blað með afsögn sinni í morgun.
Almenningur hefur krafist breyttra tíma og nýrra vinnubragða stjórnmálamanna.
Mér finnst Bjarni Harðarson svara því kalli og hreinskilningslega þá finnst mér að einhverjir aðrir hefðu átt að sjá sæng sína útbreidda og það fyrir löngu.
Margir með öllu svartari "afrekaskrá" en Bjarni Harðarson.
Bjarni telur að honum hafi orðið á alvarleg mistök og hann tekur ábyrgð í samræmi við það.
Ég kann ekki að dæma um hversu alvarleg mistök Bjarna voru en ég þori að hengja mig upp á að svona leynisendingar til fjölmiðla ásamt öðru baktjaldamakki hefur verið ástundað af mörgum stjórnmálamanninum og það um langa hríð. Það hefur einfaldlega ekki komist upp um þá.
En Bjarni Harðarson gefur línuna hérna og ég er þakklát fyrir það.
Málið er að hann hefur siðferðiskennd. Eitthvað sem mörgum í ríkisstjórninni ásamt sumum Seðlabankastjórum og auðmönnum greinilega skortir.
Mér finnst að Bjarni gæti haldið fyrir þá námskeið.
Afsagnir og axlanotkun 101.
Kominn tími til að stjórnarherrarnir fái vitneskju um til hvers axlirnar á þeim voru skapaðar.
Takk Bjarni, þú ert búinn að setja tóninn.
Arg.
Guðni: Bjarni axlar ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 11. nóvember 2008
Hannes Smárason: Þegiðu!
Ég átti þá ósk heitasta áður en ég sofnaði í höfuðið á mér í gærkvöldi að ég myndi vakna upp við það að niðurstaða hefði fengist í lánamálum, afsagnarmálum eða hreinlega kosningamálum þjóðarinnar.
Ég var að vona að kraftaverk hefði gerst "í nóttinni" og einhverri óvissu væri eitt.
Sillímí. Láttu þig dreyma Jenný.
Ég las hins vegar að erindi Íslands hefði ekki borist inn á borð hjá IMF og hér í Mogganum segir að enn vanti upplýsingar fyrir það batterí. Hér ætti að standa; eruði ekki að fokking kidda mig, en ég er orðin leið á að segja svoleiðis, það gagnast ekkert.
Svo las ég að ríflega helmingur þjóðarinnar treysti Geir Haarde og þá fór ég að hlæja brjálæðislega og ætlaði aldrei að geta hætt.
Þá rann upp fyrir mér að ég er annað hvort hluti af þrælslundaðri þjóð eða þá ljúgandi. Ég veit ekki hvort er verra. En þessi ríflega helmingur sem talað er um tengist mér ekki, ég þekki engan sem ekki er kominn með upp í kok af Geir og félögum bara svo það sé á hreinu.
Jákvæði punkturinn er Kristófer Jónsson hjá VR. Þessi maður sem talar í fullyrðingum. Hann og félagar hans ætla að koma formanni stjórnar VR og formanninum frá. Þar kemst enginn efi að. Ég kann að meta svona fólk.
Hvernig væri að prufa þetta. Ég geri tilraun. Einn, tveir, einn, tveir.
Geir, við almenningur ætlum að koma þér og vini þínum í Seðló frá. Víktu!
Ríkisstjórn, boðið til kosninga á nýju ári og skiptið ykkur út fyrir neyðarstjórn þangað til. Gerið það núna!
Hver einasti ykkar útrásarvíkinga og bankamógúlæ sem settuð Ísland á haus; Hunskist til að hætta störfum og lútið í gras. Núna!
Hannes Smárason: Þegiðu!
Björgólfur og þið hinir: Borga og mér er sama hvort þið brosið. Gera núna!
Þetta var æfing. Asskoti gott fyrir sálartetrið að tala í boðhætti.
Ég er farin að gráta morgungrátinn.
Tárin hrynja.
En ég kem aftur þegar ekkinn er orðinn viðráðanlegur.
Verið þið til friðs á meðan.
Finnar vilja meiri upplýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Mánudagur, 10. nóvember 2008
Er það sléttlendið sem rúlar?
Ég var að dúlla mér hérna heima við, dusta ryk hér, raða þessu þar. Bara svona húsmóður eitthvað.
Ég gekk hér um sönglandi, ansi sæl svona með mig enda búin að pakka mér innan í hnausþykkan blekkingarvef til að geta haldið sönsum.
Satt best að segja er ég með stein í maganum. Ég er svo óttaslegin yfir því sem á eftir að dynja á okkur.
Ég hef bara ekki haft svo mikla orku eða getu til að horfa yfir sviðið vegna þess að það eru eilíft nýir bömmerar að skella á.
Og þegar ég las viðtengda frétt um fjármála- og viðskiptaráðherra sem n.b. hvorugur vissi um að það gengi erfiðlega að koma Icesave reikningum Landsbankans yfir í dótturfélag, þá var mér allri lokið.
Það læddist að mér illur grunur.
Hann gekk út á það að kannski er góður hluti ráðamanna alsendis ófær um að standa sig í djobbinu. Kannski eru þeir vanhæfir vegna skorts á reynslu og ættu að vera að gera eitthvað annað. Eitthvað datt mér í hug að sumir þeirra væru ekki miklar mannvitsbrekkur en það segi ég ekki upphátt.
Kannski er það bara sléttlendið sem rúlar í hópnum sem ræður landinu mínu. Hvergi þúfu að sjá í ríkisstjórninni.
Sussusussu.
Kannski er hægt að vera ráðherra á góðæristímum, bæði ímynduðum og raunverulegum, af því þá er auðveldara að fela vanhæfnina.
Svo reynir á og þá væflast þeir um eins og Þórður húsvörður eða Skúli rafvirki hvor um annan þveran og segja með uppglennt augu af undrun: Ég visseggertumetta.
Geta live.
Og gætum við fengið að kjósa sem fyrst plís.
Mig langar ekki að enda á fjandans Jótlandsheiðum.
Later.
Ráðherrarnir koma af fjöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 10. nóvember 2008
Hvað gerðist?
Ég er hætt að skilja þetta IMF mál, þ.e. ef ég hef nokkurn tímann botnað í því.
Er íslenska þjóðin ábyrg fyrir þessum Icesave reikningum? Það er það sem er að vefjast fyrir mér.
Það virðist álit manna út í heimi sem vit eiga að hafa á málum.
Það virðist að minnsta kosti vera raunhæfur möguleiki.
En þá þætti mér gott að fá svar við því hvernig í andskotanum stendur á því að hægt að var að skuldbinda almenning í landinu á þennan hátt án þess að nokkur spyrnti við fæti.
Já og ég veit að Landsbankinn var að undirbúa stofnun dótturfélaga en náði ekki að gera það fyrir bankahrun.
En af hverju gátu þeir farið á þennan markað með almenning á Íslandi að veði "in the first place"?
Það er það sem stendur í mér.
Var algjörlega opið upp á gátt fyrir barónana, sóma Íslands, sverð og skyldi?
Ég geri þá ekki endilega ábyrga, amk. ekki fyrst og fremst. Peningamenn reyna að græða og eru ekki endilega vandir að meðulunum. Það er bara þannig.
Ég sé ekki betur en að ábyrgðin hljóti að liggja hjá Fjármálaeftirlitinu, viðskiptaráðuneyti og fjármálaráðuneyti.
Og hvað er með þessa stofnun sem heitir Fjármálaeftirlit? Hvern fjandann hafa þeir verið að sýsla alla þessa mánuði?
Og af hverju situr þetta lið sem fastast þar með talin Seðlabankastjórnin?
Er einhver hissa þó við fáum ekki lán?
ARG
Fáum ekki lán nema Icesave deila leysist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Mánudagur, 10. nóvember 2008
Tröllin sem stálu jólunum
Þeir sem lesa þessa síðu vita að ég segi aldrei frá draumum sem mig dreymir.
Það er örugg aðferð við að drepa alla úr leiðindum.
Svona álíka skemmtilegt og að fá lýsingar á kvefsjúkdómi einhvers - í smáatriðum.
Ég var í Barcelona, en það var samt ekki Barcelona heldur Reykjavík og með manninum mínum sem var samt ekki maðurinn minn heldur Prad Pitt og þið vitið ruglið.
En í nótt dreymdi mig draum. Ég er enn á valdi hans, hann var svo raunverulegur djöfullinn á´onum. Ég vil fá að vera í friði í verkamannsins kofa lúllandi á mínu græna.
Draumurinn innihélt Davíð Oddsson, Geir Haarde, Danann frá IMF og Hannes Smárason ásamt mér í lautarferð í Heiðmörkinni.
En þetta voru samt ekki þeir, þeir voru allir tröllin sem stálu jólunum.
Þeir drukku kampavín og borðuðu kavíar, ég fékk flatköku með hangikjöti og ekkert að drekka.
Ætli þeir viti að ég sé alki?
Enginn sagði orð, allir störðu tómum augum út í loftið.
Nema ég, ég horfði á þá.
En eins og ég sagði þá segi ég aldrei frá því sem mig dreymir.
Aldrei.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 9. nóvember 2008
Fúleggið og fréttamaðurinn
Ég veit ekki hvað er að verða með fréttastöðvarnar.
Þær skiptast á um að ganga fram af mér þessa dagana.
En núna held ég að þeir séu endanlega að flippa út.
Í fréttunum var rætt við félagsfræðing sem hafði áhyggjur af reiði almennings vegna skorts á svörum. Hann hafði áhyggjur af því hvernig sú reiði gæti gæti endað ef ekkert yrði að gert.
Sem sagt fullkomlega alvarlegt umfjöllunarefni á skelfilegum tímum kreppu.
Gísli brandarakarl og fréttamaður sá ástæðu til að krydda þessa frétt með gamanmálum svona eins og hann hefur sennilega gert á Þorrablótum lífs síns, eða á töðugjöldum og hvað þau nú heita öll þessi fyrirkomulög úti í sveitum þar sem praktíseruð er lókalfyndni sem enginn nema innvígðir fá nokkurn botn í.
Með þessu er ég ekki að ráðast á landsbyggðina.
Öllu heldur er ég að ráðast á sveitamennskuna í fréttamanninum og skort hans á innsæi. Hvenær er tími til að hlæja og hvenær er smekklegt að láta það eiga sig.
Í enda fréttarinnar át hann eggið.
Er einhverjum hlátur í hug?
Ég held að fjölmiðlarnir ættu að senda þá verst höldnu af starfsmönnum sínum í krísuviðtöl hjá sérfræðingunum. Sumum virðist alls ekki sjálfrátt.
Og í lokin Gísli: Þetta með gapastokkinn og lýðinn. Ekki fyndið. Bara alls ekki.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Laugardagur, 8. nóvember 2008
Mótmælum rænt um hábjartan
Rosalega er ég orðin illa pirruð yfir þessu hædjakki á laugardagsmótmælunum.
Einhverjir örfáir bjánar með athyglissýki stela mótmælunum og hanga eins og apar uppi á þaki Alþingishússins.
Hvaða illskiljanlegi brandari er þetta með bónusfánann? Var ekki til fáni banaanalýðveldisins Íslands eða hvað?
Í staðinn fyrir almennilega umfjöllun um þann atburð sem nokkur þúsund manns sáu ástæðu til að sækja beina fjölmiðlarnir kastljósinu að þessum eggjakastandi krökkum sem eru að hafa fun, það mótmælir enginn með svona fíflalátum nema sá sem er að flippa sér til skemmtunar.
Kannski var fólkinu alvara, en er ekki hægt að tjá reiði sína með aðeins hreinlegri hætti?
Með þessari frétt eru fjórar myndir af eggja- og jógúrthluta mótmælanna, ekkert frá hinum eiginlega fundi.
Andskotans leiðindi.
Og sjá hann Geir Jón frelsaða, hann lét eins og þessu og engu öðru mætti búast við af mótmælendum.
Hann var hokinn af sorg yfir borgaralegri óhlýðninni.
Jájá, þetta mun vera byrjunin kallinn. Jájá.
ARG
Eggjum kastað í Alþingishúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (74)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr