Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Miðvikudagur, 19. nóvember 2008
Siðblindustefnan
Það eru líkur á að Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, hafi búið yfir innherjaupplýsingum um hlutabréf Landsbankans þegar hann seldi bréf sín í bankanum.
Til þess að fá málið nákvæmlega á hreint þarf að komast að því hvað var rætt á fundi með Darling viðskiptaráðherra Breta þ. 2. sept. s.l. en þann fund sat ráðuneytisstjórinn.
Hálfum mánuði seinna seldi hann bréfin.
Kommon, maðurinn er ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu.
Af hverju gengur hann ekki úr starfi á meðan málið er rannsakað?
Á meðan minnsti vafi leikur á því hvort þarna orki eitthvað tvímælis á hann auðvitað ekki að vera að vasast í vinnu á meðan.
Það á ekki að þurfa að segja fólki svona.
Þetta virðist sér íslenskt fyrirbrigði. Að sitja sem fastast eins lengi og stætt er.
Það er þessi nananabúbú stefna. Siðblindustefnan. Ég fer ekki rassgat nema þið getið sannað eitthvað.
Ég ætlast til að maðurinn fari að minnsta kosti í launalaust leyfi þar til málið hefur verið rannsakað.
Ég er algjörlega að tapa mér yfir þessari siðblindu í stjórnkerfinu.
ARG.
Ráðuneytisstjóri hugsanlega innherji | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Að láta blekkjast, aftur og aftur
Samfylkingin fundaði í tvo tíma um Davíðsvandræðin en viðurkennir það samt ekki, það voru hjól atvinnulífsins sem voru til umræðu.
Össur segir ekkert. Ég hélt að hann myndi hjóla í málið.
Ég er á því að það sé eitthvað stórkostlega mikið að mér og þeim sem láta blekkjast aftur og aftur.
Ég sverða, ég hélt að það myndi eitthvað koma út úr þessum fundi í kvöld.
Hélt að Davíð hefði með ræðu sinni farið endanlega yfir mörkin.
En nei, ekki aldeilis.
Ætlar enginn í ríkisstjórninni að krefja Davíð svara varðandi það sem hann segist vita, þ.e. hvað varð til þess að hryðjuverkalögin voru sett á Ísland?
Það liggja allir ráðherrar undir grun þangað til þetta hefur verið upplýst.
Hvað er í gangi, hvernig stendur á því að það er ekki hróflað við Seðlabankastjóra sama hvað hann gerir?
Hvaða tangarhald hefur hann á ríkisstjórninni?
Fundi Samfylkingar lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Frussssssssss
Mér líður stundum eins og það séu þetta fimm - sex ríkisstjórnir í landinu. Svona fjölríkisstjórn.
Allt eftir því við hvern er talað hverju sinni.
En nú gæti Össur skorað feitt, hann neitar ábyrgð á Davíð, segir hann á ábyrgð forustu ríkisstjórnarinnar.
Vill ekki lengur taka þátt í sjúklegri varnarpólitík íhaldsins á Davíð.
Annars er það hlægilegt um leið og það er hræðilega sorglegt og dýrkeypt hvernig Davíð öslar áfram eins og krakkaandskoti sem aldrei hlýðir.
Hann veit að pabbi elskar strákinn sinn og finnst hann alltaf krúttlegur, líka þegar hann brýtur og bramlar og hann þarf að borga brúsann. Gússí, gússí elsku drengurinn segir hann væminn í andlitinu.
Sko, fyrst Össur er búinn að fá nóg af Davíð og reynir ekki að fela það eins og í meðfylgjandi myndbandi má sjá þá er stjórnin tæknilega fallin. Hún á þá bara eftir að aktjúalísera fallið, segja nó mor þið vitið.
En í alvöru.
Eftir nýjasta útspil Seðlabankastjóra þar sem hann gasprar eins og mófó líkt og í Kastljósinu forðum þá hljóta jafnvel klíkubræður hans að sjá að hann er beinlínis hættulegur í ræðustól.
Er hann á fjallagrösum eða hvað? Gingseng? Hvað vera?
En samkvæmt Sigmundi Erni þá er mögulegt að málið sé að leysast.
Davíð á ábyrgð forystu ríkisstjórnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Prédikun dagsins
Davíð hefur talað.
Hann messaði yfir Viðskiptaráði í morgun.
Fjölmiðlar í heljargreipum eigenda sinna.
Hann ætti að kannast við það maðurinn, með Seðlabankann í sínum heljargreipum.
Annars er þetta væntanlega kveðjuræðan. Já ég veit voða bjartsýn.
Annars kom Davíð ekki á óvart.
Hann tíundaði nákvæmlega hverjum má kenna um ástandið.
Og ekkert er honum að kenna.
Hann hefur varað fólk við þar til hann var orðinn blár og bólginn í framan.
En eins og við vitum þá hlustaði enginn á hann.
Það er af því að Davíð er og hefur verið algjörlega valdalaus í íslensku þjóðfélagi.
Jafn valdalaus og ungabarn í vöggunni.
Afsakið á meðan ég skrepp og garga mig hása.
Fjölmiðlar í heljargreipum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 16. nóvember 2008
Hafliði á útsölu
Dýrasta "lausn" Íslandssögunnar hefur litið dagsins ljós.
En hvað, við látum ekki kúga okkur.
Svo á eftir að sjá skilyrðin.
Getur verið að þetta sé versti díll ever?´
Hvenær verða spilin lögð á borðið?
Hafliði þú getur snætt hjarta og ert á pjúra úsöluverði.
Skilaboðin voru skýr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 16. nóvember 2008
Spurningarmerkisheilkennið
Hafið þið tekið eftir því hversu margar fréttir nú orðið, þ.e. eftir að kreppan skall á, eru með spurningamerki?
Þetta gerir mig friggings óða.
Af því það lýsir ástandinu, ástandinu sem er að fara með okkur almenning.
Icesave lausn í sjónmáli?
Lán IMF afgreitt í næstu viku? (Spurt í gær).
Klofningur í Sjálfstæðisflokki?
Er Geir hræddur við Davíð?
Kosningar í janúar?
Auðvitað eru spurningamerkin tilkomin vegna þess að enginn veit neitt.
Allt byggt á leka, getgátum og stundum spuna.
Svona hlýtur þetta að vera í ríki þar sem lýðræði er ekki í hávegum haft.
Þeir sem vita halda kjafti í lengstu lög, múginn verður að hemja, lama, eða svæfa.
Þegar ég fer að sjá fréttir af ástandinu án spurningamerkja þá tel ég víst að nýir tímar séu að renna upp.
Jeræt Jenný, láttu þig dreyma.
Er mig að dreyma?
Heldur þú það?
Farin?
Nei komin.
Icesave: Lausn í sjónmáli? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 15. nóvember 2008
Afsakið á meðan ég drekki mér í baðinu
Ég fer að trúa því sem einhver sagði um daginn að í hvert skipti sem Geir Haarde opnar munninn þá segi hann ósatt.
Nú segir Geir að "þeir" óttist ekki kosningar og hafi aldrei gert. "Þeir" munu vera hann og flokkurinn.
Afsakið á meðan ég drekki mér í baðinu og sker mig á háls.
Þvílík djöfuls lygi. Íhaldið er skjálfandi á beinunum vegna mögulegra kosninga.
Þeir eru skelfingu lostnir við hugsunina um að Samfylkingin hlaupi úr skaftinu og kosið verði á ný.
Auðvitað vita "þeir" að væri kosið nú eða fljótlega væri Sjálfstæðiflokkurinn enginn föðurflokkur, hryggstykkið í íslenskri pólitík eins og var þegar kjósendur kusu hann á átópælot.
Þ.e. án þess að velta fyrir sér fyrir hvað flokkurinn stæði.
Hrutu í friggings kjörklefanum.
Það er ótrúlegt hvað þessir pólitíkusar dagsins í dag eru gjörsamlega blindir á púls samfélagsins.
Að þeir kjósi að hafa að engu reiði almennings og sitja sem fastast.
Ég er eiginlega sammála Andra Snæ, að það sé flott að enginn vilji lána okkur við þessar aðstæður.
Ekkert hafi breyst. Allir sitja sem fastast.
Það hvarflar ekki að nokkrum manni að segja af sér.
Hysja upp um sig og segja fyrirgefið ég brást.
Nema Bjarni Harðar en hann hefur svo sem ekkert gert af sér svona kreppuwæs. Hann hefur meira verið að ofsenda svona Valgerðarvæs.
Segið af ykkur og við viljum kosningar á nýju ári.
Óttumst ekki kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 15. nóvember 2008
Hroki og afneitun 101
Lára Hanna setti saman myndband mánaðarins.
Nema að hún eigi eftir að toppa sjálfa sig.
Það eru spennandi tímar framundan hjá Sjálfstæðismönnum segir Þorgerður Katrín.´
Hjá almenningi eru framundan tímar óvissu, atvinnuleysis, eignamissis og er þá ekki allt upp talið.
Í hvaða andskotans raunveruleika dvelst þetta fólk?
Geir er orðinn sami hrokagikkurinn og forveri hans.
Það er akkúrat það sem við þurfum núna Íslendingar.
Einn Davíð Oddsson í Seðlabanknaum og lærisvein hans í ríkisstjórninni.
Sveiattann.
Ekki góð byrjun á degi.
Myndbandið hér og það er skylduáhorf.
Föstudagur, 14. nóvember 2008
Kæru opinberu starfsmenn; Finnur, Birna og Elín
Ég legg til að strax á mánudaginn verði bankastjórum ríkisbankanna tilkynnt um að þeir hafi unnið í launahappdrættinu.
Þeir munu fá að vita að störf þeirra séu jafn mikilvæg og forsætisráðherra landsins sem er jú kollega þeirra þar sem hann, sorphirðar, hjúkrunarfræðingar og leikskólakennarar eru líkt og þeir opinberir starfsmenn.
Launin þeirra munu þá verða þau sömu og forætisráðherra. Um ellefuhundraðþúsundkróna.
Ótrúlega vel boðið finnst mér.
En af því að illa árar í samfélaginu munu þau þurfa að taka á sig 20% launaskerðingu, svona eins og verið er að gera víða um land í fyrirtækjum.
Af sömu orsökum, þ.e. kreppufjandanum, munu öll snobbfríðindi eins og bílar og annað gerð óvirk með sama.
Ég vil að þeim sé gefin kostur á ókeypis strætókorti enda allra hagur að sem flestir keyri kommúnalt.
Síðan má taka hvert opinbera fyrirtækið af öðru og bjóða toppunum sama díl.
Ég er auðvitað að reikna með að þessi laun sem komið hafi í fjölmiðlum undanfarið, þ.e. laun bankastjóra ríkisbankanna séu tæknileg mistök sem hafi orðið í öllu ruglinu inni í bönkunum. Þar hefur ekki staðið steinn yfir steini.
Það getur nefnilega ekki verið að það sé metið nærri helmingi meira en þau laun sem forsætisráðherra fær til að stjórna landinu.
Ég neita að trúa því.
Sko, kæru ríkisstarfsmenn, Finnur, Elín og Birna, það er kreppa í landinu og við fólkið viljum að allir taki þátt í að bera byrðarnar með okkur.
Við erum öll í sama pottinum Íslendingar, eða er þaeggi?
Svo minni ég á að launapukur opinberra starfsmanna á ekki að eiga sér stað.
Heyrið þið það?
Laun Elínar Sigfúsdóttur 1.950 þúsund á mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 13. nóvember 2008
Það meiðir mig
Það meiðir mig margt þessa dagana.
Það meiðir mig að ég ásamt öðru venjulegu fólki skulum þurfa að lifa við óvissu upp á hvern einasta dag.
Það meiðir mig að sitja í djúpum skít vegna einhvers sem ég hef ekkert haft með að gera.
Það meiðir mig að framtíð barnabarnanna minna lítur út fyrir að verða strembin vegna þess að þau hafa blásaklaus verið sett í vonlausa stöðu vegna græðgi sumra og doða og ábyrgðarleysis annarra.
Þeirra sem áttu að vernda hagsmuni þessarar þjóðar. Það er blettur sem seint hverfur.
Það meiðir mig að treysta ekki kjafti í þessari ríkisstjórn.
Það meiðir mig að það skuli endalaust bætt í hörmungarnar.
Eitt er að vera skuldugur upp fyrir haus annað er að vera neyddur til að standa með sama höfuð undir hendinni og dæmast til undirlægju án þess að geta nokkuð að gert.
Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill ekki breska hervernd.
Ég er hætt að botna í nokkrum sköpuðum hlut lengur. ISG er töff stjórnmálamaður og ég hef lengi litið upp til hennar því hún hefur gert kvennasöguna áhrifaríkari en ella.
Þess vegna skil ég ekki þegar hún lætur það í hendur Breta hvort þeir komi hingað með helvítis hertólin sín í jólamánuðinum til að "vernda" okkur. Þeir eiga að ákveða það.
Bretar hafa nú þegar í hendi sér hvort við fáum lán frá alþjóðasamfélaginu og þeir ætla að sjá til þess að svo verði ekki nema að uppfylltum afarkostum sem munu koma Íslandi endanlega á hausinn.
Nú hafa þeir í hendi sér hvort þeir komi og berji endanlega niður sjálfsmynd þessarar þjóðar.
Svo getur Össur Skarphéðinsson býsnast yfir því að hann kyssi ekki á vönd kvalaranna.
Hann gerir það nefnilega samt með því að sitja sem fastast og láta Bretana koma eða ekki koma, allt eftir því hvort þeim þóknast.
Þvílík andskotans þjónkun.
Ég skammast mín niður í hrúgu.
Og það meiðir mig.
Kyssir ekki á vönd kvalaranna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr