Leita í fréttum mbl.is

Á pjúra móðurmáli

Ég vakna á morgnanna og þori tæpast að líta á forsíður blaðanna vegna þess að nánast á hverjum morgni nú orðið stendur þar að lesa eintóma bömmera.

Ég held að það hafi ekki sést jákvæð frétt á forsíðu eftir hrun.

Hvað sem því líður þá er ég einfaldlega haldin kreppustressi.

Það er of mikið í gangi, tilgátur, álit, allir með munnræpu nema þeir sem eiga að tjá sig.

Þeir grjóthalda kjafti.

Við stöndum frammi fyrir gjaldþroti samkvæmt þessari frétt Moggans.

Hvað þýðir það á pjúra móðurmáli?

Súpueldhús?

Svöng börn?

Langar raðir eftir lífsnauðsynjum?

Í guðanna bænum íslenskir ráðamenn, horfist í augu við getuleysið og játið ykkur sigraða.

Þið náið ekki utan um ástandið.

Þjóðstjórn og svo kosningar á næsta ári.

Þetta gengur ekki lengur.


mbl.is Ísland stendur frammi fyrir gjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Tek undir þessa áskorun Jennýjar Önnu Baldursdóttur !!!

Jónína Dúadóttir, 13.11.2008 kl. 08:39

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Þjóðstjórn dugar ekki til. Það verður að fá utanað komandi algerlega óháða aðila inn í landið til að taka við stjórnartaumunum um stundarsakir. Ekki bara í rannsókn á ferlinu heldur líka inn í ráðuneytin og stjórnkerfið allt.

Soffía Valdimarsdóttir, 13.11.2008 kl. 09:04

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það er rétt hjá Soffíu....við þurfum mun öflugri verkfæri en þjóðstjórn.  Vandinn bara stækkar og vex og ráðamenn sitja sem fastast í sinni glerkúlu sem er á sveimi um tungl og allar aðrar plánetur en jörð...Mikið held ég að þau hræðist það að lokið verði tekið af spillingarpottinum....og "afrek" þeirra sl ár og áratugi blasi við öllum. Það getur ekki verið nein önnur ástæða fyrir að þau sitja svona fast..rosalega fast í stólunum okkar.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.11.2008 kl. 09:49

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Oh Katrín! Nákvæmlega!!!

Heiða B. Heiðars, 13.11.2008 kl. 10:31

5 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Stelpur mínar! Það þýðir ekkert að óska eftir einhverju sem er brot á stjórnarskrá. Það sem þið eruð að kalla eftir er einræði. Stjórnarskrá verður ekki breytt bara si svona og einhver "óháður" einvaldur fenginn til landsins.

Hvernig væri að halda sig frekar á jörðinni og leita að raunhæfum lausnum sem eru FRAMKVÆMANLEGAR?

Svala Jónsdóttir, 13.11.2008 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 2985718

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.