Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Einhverju við að bæta?

Er einhverju við þessa frétt að bæta?

Já auðvitað.

Eins og t.d. þessu.

Nú eða þessu.

Þessi hérna er svo skyldulesning.  Til að halda okkur í raunveruleikanum.

Ég held að ég láti þetta duga í bili.

Farin að sýsla við verkefni.

Súmítúðebón.

Later.


mbl.is Mótmæli á Austurvelli í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk Pólland.

Geir vissi ekki um pólska lánið í hádeginu, nú veit hann af því.

Það er út af því að Pólverjar höfðu samband við Svía um málið eða eitthvað svoleiðis ladída.

Fyrirgefið en ef þetta er ekki til þess fallið að maður fái raðtaugaáföll þegar forsætisráðherrann veit ekki það sem flestir aðrir vita þá veit ég ekki hvað.

Og til ykkar allra sem eruð búin að vera að röfla yfir Pólverjunum sem hér hafa unnið skuluð lúta í gras.  Skammast ykkar.

Pólska þjóðin er að reynast Íslendingum öllu betur en mörg okkar reyndust henni.

Úff ég gæti talið upp hluti en ég sleppi því.

Man eftir bloggfærslum og athugasemdum sem gerðu mann grænan í framan.

Segi einfaldlega í auðmýkt minni við ykkur sem voruð eins og viti fyrt vegna veru fólksins hér þegar enginn annar fékkst í störfin;

Nananafokkingbúbú!

Já og ég blóta að vild ykkur kemur það ekki afturenda við.

Takk Pólland.


mbl.is Geir staðfestir pólska aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt með spillingarliðið

Félagar úr VR stóðu fyrir utan skrifstofur VR í hádeginu.

Þeir voru að mótmæla siðleysinu í formanni og stjórn félagsins.

Þeir ætla að halda því áfram þangað til að liðið segir af sér.

Mikið rosalega er ég ánægð með þetta fólk.  Ég er reyndar ánægð með fullt af fólki þessa dagana, það er nefnilega vöknun í gangi.

Þyrnirósarsvefninn hefur verið rofinn, fólk er að vakna og því líkar ekki það sem blasir við enda ekki ástæða til.

Á morgun verður mótmælt á Austurvelli kl. 15,00.  Ég er þess fullviss að fleiri og fleiri munu mæta, þetta er bara byrjunin.

Borgarafundir verður í Iðnó á laugardag kl. 13,00.  Það er að mæta þangað fyrst og svo beint á völlinn kl. 15,00.

Svo var tölvuóða tónskáldið með hugmynd, kíkið á hana.

Farin að þvo upp, taka til á lóð og vinna álfur.

Later!

Allir saman nú, burt með spillingarliðið.


mbl.is Klanið burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hníg ekki til jarðar í aðdáunarkrampa en..

Ráðuneytin hafa gripið til sparnaðaraðgerða.

Það hefur meira að segja verið dregið úr utanlandsferðum eins og kostur er.

Og nú eiga allir að henda sér á skeljarnar, horfa til himins og klappa fyrir batteríinu.

Fyrirgefið en ég er ekki að missa mig í hysteríu vegna eðlilegra hluta eins og sparnaði í ráðuneytum, það er svo löngu tímabært. 

Þannig að ég sit hér hrifningsvana og hugsa með mér, loksins lyfti einhver rassi í ráðuneyti.  Hvað ferðalög varðar finnst mér útstáelsið á "sumum" duga íslensku þjóðinni vel fram á næsta áratug.

Og nei, ég er ekki skilningsvana á þeirri staðreynd að ákveðin ferðalög um heiminn eru nauðsynleg.

Það er einfaldlega þannig að við erum ríkið og við sem fyrirtækiseigendur þurfum að draga saman rétt eins og við herðum sultarólina á heimavelli.

Reyndar hefur bullað í mér heilbrigð reiði vegna einkaþotuleigu og annars hégóma fyrr á árinu.

En kannski var flottræfilshátturinn og neysluhyggjan smitandi, hvað veit ég?

Ég er með allskyns sparnaðaruppástungur fyrir starfsfólk mitt/okkar í ráðuneytunum.

Við erum bláfátæk þjóð af efnahagslegum gæðum og höfum ekki efni á bruðli.

Ódýrari ráðherrabíla og fólk flytur sig sjálft á milli staða. 

Bæbæ utanlandsferðir og Björn Bjarnason situr heima það sem eftir lifir árs.  Maðurinn er búinn að vera eins og landafjandi út um heim á þessu ári.

Fækka sendiráðum all verulega.  Við erum þrjúhundruðþúsund manna þjóð.  Get a live and a grip.  Þetta sendiráðsbruðl er út úr öllu korti.

Niðurskurður í veislum á vegum hins opinbera og út með áfengið.  Kostar peninga.  Kaffi dugar fínt, en það má gera á þessu ákveðnar undantekningar.

Aðstoðarmenn út, ég held að þeir hafi allir fimmhundruðþúsundkall á mánuði.  Ég efa ekki að það eru full not fyrir þessa starfsmenn en nú er kreppa við höfum ekki efni á svona fíneríi.  Umboðsmaður Íslands er orðinn opinber starfsmaður til aðstoðar einhverjum íhaldsþingmanni.  Ráðinn í miðri kreppu. Draga til baka takk.

Nú hefur einhver grafið upp laun konunnar í Landsbanka, en hún er með tæpar tvær á mánuði (1.950).  Bæði hún og Birna Glitnis eru með afnot af glæsibifreiðum.

Ætla ráðamenn, í þessu tilfelli viðskiptaráðherra, aldrei að læra?

Við höfum ekki efni á þessum flottræfilshætti bankatoppa. 

Arg.


mbl.is Dregið úr ferðum ráðuneyta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lifi ég eða dey?

Geir Haarde virðist hafa tröllatrú á leyndarmálum, feluleikjum, og ósannsögli, því miður.

Nú er IMF búinn að fresta fyrirtöku lánabeiðninnar frá Íslandi.

Geir var að hósta þessum frábæru fréttum út úr sér á Alþingi rétt í þessu.

Ég sit reyndar og hlusta á umræðurnar á þinginu en í hvert skipti sem ráðherrar koma í pontu fæ ég óslökkvandi löngun til að lækka í sjónvarpinu.  Svo leið er ég á stöðlum ekkisvörum, undanslætti og réttlætingum.  En, ég er sterk kona, ég hlusta.

Ég garga (í hljóði reyndar) í hvert skipti sem þeir tala um bakahrunið í heiminum eins og það sé eina ástæðan fyrir því hvernig komið er fyrir landinu, vegna þess að þó alþjóðlega krísa sé staðreynd þá erum við að upplifa öllu verri hluti til viðbótar við það, við erum að horfast í augu við gjörspillt banka- og stjórnkerfi sem er séríslenskt fyrirbrigði.

Við heyrum að Bretland og jafnvel Holland beiti sér gegn lánveitingu IMF til Íslands.

Má þá ekki segja það beint út?

Má fjandinn hafi það, ekki segja sannleikann?  Við erum sjóuð þjóð eftir hamfarirnar undanfarið.  Við þolum að heyra hvernig málin standa.

Mér líður reyndar eins og sjúklingi með alvarlegan sjúkdóm sem bíður eftir niðurstöðum.

Lifi ég eða dey?

Úkraínumenn og Ungverjaland sóttu um lán hjá IMF á eftir okkur.

Báðar þjóðirnar hafa fengið lánin.

Illugi skrifar um þetta.

Þessi óvissa er farin að taka örlítið á taugarnar.


mbl.is IMF-beiðni frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðleysingjaflokkur stofnaður?

Hvern fjárann er formaður stéttarfélags að gera sem stjórnarmaður í Kaupþingi?

Hvað veit ég en ég er svo skyni skroppin að finnast stéttarfélagsforysta og stjórnarseta í banka passa illa saman.

Reyndar vil ég skjóta því að hér í morgunsárið þar sem ég sit bálill við tölvuna að ég er reyndar löngu búin að missa virðingu fyrir stéttarfélögum, þau orðin jakkafatavædd fyrir löngu og ekki í neinum tengslum við það fólk sem þau eru að gæta hagsmuna fyrir.

Hluti af mér fann örlítið til með Gunnari Páli Pálssyni þegar ég horfði á hann í Kastljósi í gær.

Ekki misskilja mig, það blindaði mér ekki sýn en ég uppgötvaði þarna að jakkafatamafíustrákarnir (og stelpurnar) eru búnir að vera að leika sér með peninga bankanna eins og væru þeir Matadorpeningar og svo þegar allt er komið í óefni þá er valin önnur siðlaus leið af tveimur.

Og ég hugsaði; þessi maður verður að segja af sér.

Hann sagði: Ég mun ekki segja af mér, ég fékk persónulegan stuðning í þessu máli.

Gunnar Páll eins og allir hinir sem eru að bíða af sér þennan netta pirring almennings sér ekki alvarleikan í málinu.

Svo kom bomban.  Stjórn VR styður Gunnar Pál og gefur út um það yfirlýsingu.

Þá varð mér ljóst að krakkarnir í sandkassanum standa þétt að baki hvort öðru og gerast í leiðinni jafn siðlaus og formaðurinn þeirra.

Er þetta ekki orðið helvíti gott bara?

Ónei, Gunnar Páll vill andskotans svigrúm (Ólafur Ragnar, þú mátt hafa svigrúmskjaftæðið á samviskunni) til endurvinna traustið.

Bíddu, bíddu, hvað töpuðust margir milljarðar í Kaupþingi?

Hundruðir milljarða?

Jájá, auðvitað átt þú að fá tækifæri og andrúm til að endurvinna traustið. Tap bankans var svo lítið og löðurmannlegt.  Ákvörðunin sem þú og félagar þínir tóku um að skuldhreinsa toppana svo lítið siðlaus eða þannig.

Ég er nú hrædd um það.

Af hverju stofna bankatopparnir og allir hinir sem eru að víkja sér undan ábyrgð þessa dagana ekki nýjan stjórnmálaflokk?

Siðleysingaflokkinn?

"#$$%%&/(/()=/(/(=/=(/&/&%%&

Burt með spillingarliðið.


mbl.is Nýtur trausts stjórnar VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigurjón enn í bankanum - eruð þið að grínast í mér?

Ef ég væri ekki svona vel upp alin og algjörlega laus við ofbeldishneigð þá væri þessi stund, þessi mínúta þegar ég sá þetta hér fyrir neðan mitt móment til að versla mér heykvísl.

Orðið á götunni segir:

Sigurjón er enn í bankanum

Orðið á götunni er að Sigurjón Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans, sé enn að störfum í bankanum á nýrri skrifstofu, sem hafi verið sérstaklega innréttuð fyrir hann. Hann er enn sagður leggja í gamla bankastjórabílastæðið sitt eins og ekkert hafi í skorist og spígspora um bankann eins og sá sem öllu ræður.

Einum starfsmanna bankans ofbýður þetta svo að hann getur ekki orða bundist lengur: “Svo virðist sem í raun hafi ekkert breyst í Landsbankanum þrátt fyrir fall hans. Sigurjón Árnason er ennþá allt í öllu þar. Hann virðist stýra öllu í gegnum konuna sem enginn veit hvað fær í laun. Samkvæmt fréttatilkynningu sem gefin var út þegar Sigurjón og Halldór létu af störfum var sagt að þeir myndu verða hinum nýja banka til ráðgjafar einhvern tíma.

“Staðreyndin er sú að ennþá kemur Sigurjón á sínum bíl og leggur í stæði bankastjóra. Hann fékk undir sig heila hæð yfir Reykjavíkurapóteki sem bankinn er með á leigu. Þar var allt innréttað uppá nýtt fyrir hann í hvelli og þar starfa honum til aðstoðar hátt í 10 starfsmenn!!!!!!!!!!! Hvað skyldi gerast þar???? Um þetta má ekki tala í bankanum og mikið pukur er í kringum þessa starfsemi Sigurjóns. Ég hef grun um að enginn geri sér grein fyrir hversu fyrirferðarmiklir gömlu stjórnendurnir eru enn þann dag í dag. Í það minnsta gengur Sigurjón um ganga eins og maðurinn sem öllu ræður.

Því miður hefur lítið sem ekkert breyst.”

Þið vitið hver Sigurjón er gott fólk, þessi sem var látinn fara og kennir öllum um nema sjálfum sér.

Björgvin viðskiptaráðherra og hinir í ríkisstjórninni hljóta að hafa verulega einbeittan brotavilja þegar kemur að því að fara á bak við almenning, ljúga að honum og setja upp blekkingarsjó.

Leikhús fáránleikans hvað?

Burt með spillingarliðið!
 


Illugi er með´etta

Allt sem maður heyrir ótrúlegt þessa dagana og vikurnar virðist hafa þá tilhneigingu að reynast vera satt.  Að minnsta kosti ansi margt.

Ég hef velt því mikið fyrir mér hvers vegna Geir Haarde er svona dedd á því að halda Davíð í Seðlabanka.  Þrátt fyrir að landið, miðin, löndin og álfurnar vilji hann frá.

Ég var að velta fyrir mér hvort Dabbi hefði eitthvað á Geir, en mér fannst það ótrúlegt af því Geir er ógeðslega streit náungi og ekki líklegur til að vera með eitthvað hanky panky í pólitískum eða persónulegum skilningi.

Svo datt mér í hug að ástæðan gæti verið einhver Frímúrarabinding, að þeir hefðu gengið í klíkubandalag á sellufundi þar, hvað veit maður.  Ég var farin að hallast á  eitthvað svona Bræðraband í þessari endalausu undrun minni á langlundargeði Geirs sem jafnvel hefur logið eins og sprúttsali hvað eftir annað, að fjölmiðlum sko.

Og svona er ég búin að fabúlera um Geir og Dabba bandalagið alveg út í eitt.

En nú hefur Illugi komið með skýringu sem mér sýnist muni vera sönn.

Gvöð hjálpi okkur öllum.

Eða hvað?


Jess á markaði

Ég er algjörlega sammála menntamálaráðherra um að allt varðandi bankana verði að koma upp á yfirborðið.

Henni er auðvitað málið skylt þar sem hún tengist persónulega Kaupþingi og vill auðvitað vera hafin yfir allan vafa og ég skil það vel.

Mér finnst bara almennt og yfirleitt að almenningur verði að fara að fá óhroðann á borðið og að tekið verði á allri spillingunni sem virðist hafa grasserað bæði í bönkum og annarsstaðar.

Við getum tekið því, það er óvissan og margföldu skilaboðin sem eru að fara með okkur.

En.. svona í förbifarten..

hafið þið tekið eftir því að "útrásarspekingarnir" arkitektar bankahrunsins eru eilíflega að tjá sig í fjölmiðlum?  Ég meina sem ráðgjafandi aðilar.

Þeir taka alveg þennan kall: Menn þurfa að átta sig á.  Menn þurfa að gera sér ljóst.  Menn verða bregðast við sí eða svo.

Björgólfur Thor Forbes, Hannes Útflytjandi Smárason og fleiri af þessum köllum eru alltaf að ráðleggja.

Er það ekki svolítið merki um að við erum afskaplega firrt þjóð?

Eru ekki einhverjir betur til ráðgjafar í efnahagsmálum fallnir en þessir menn?

Mar spyr sig.

Úje og ég held áfram að lesa af því ég er að bíða eftir vinkonu minni sem ætlaði að koma upp úr tólf.

Ég held að hún sé búin að týna úrinu sínu þessi elska.  Nei, nei, hún er bara bissí í vinnunni.

Búið í bili.

Jess á markaði.


mbl.is Óþolandi að líða fyrir tortryggni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta satt?

Ég birti yfirleitt ekki bænaskjöl, auglýsingar eða annað efni umbeðin utan úr bæ.

Þannig er það bara.

En stundum geri ég undantekningu.

Fékk þetta sent frá einum bloggvini og var beðin um að birta og senda áfram.

"Er skuldhreinsað við bankastarfsmenn?

Og reiðin magnast !!!

Talið er að yfirmaður áhættustýringar Kaupþings hafi tapað 2 milljörðum (mest tekið á láni) og allar skuldir hreinsaðar við hann og mörg hundruð aðra bankastarfsmenn sem tóku lán frá 10-1000 milljónir til að kaupa hlutabréf, sumir fengu sér Cruiser 100 jeppa, fjármögnuðu heimsreisur og lúxus heimili. Allar skuldir hreinsaðar upp svo þeir geti hafið störf í nýju ríkisbönkunum.  Rökin sem FME og ráðamenn færa fyrir þessu er að það sé ómögulegt að manna yfirmannastöður í nýju bönkunum nema þetta sé gert, því lögum samkvæmt mega gjaldþrota einstaklingar ekki starfa fyrir banka.

Margir telja þetta stríðsyfirlýsingu við venjulegu borgarana í þessu landi enda
flestir með lán í þessum bönkum. "

  

Þessar sögur hafa verið í umræðunni undanfarið og mér finnst að nú sé kominn tími á að farið verði í málið og það kannað.

Þetta má ekki líðast ef rétt reynist.

Er þetta satt?  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband