Leita í fréttum mbl.is

Hvað gerðist?

Ég er hætt að skilja þetta IMF mál, þ.e. ef ég hef nokkurn tímann botnað í því.

Er íslenska þjóðin ábyrg fyrir þessum Icesave reikningum?  Það er það sem er að vefjast fyrir mér.

Það virðist álit manna út í heimi sem vit eiga að hafa á málum.

Það virðist að minnsta kosti vera raunhæfur möguleiki.

En þá þætti mér gott að fá svar við því hvernig í andskotanum stendur á því að hægt að var að skuldbinda almenning í landinu á þennan hátt án þess að nokkur spyrnti við fæti.

Já og ég veit að Landsbankinn var að undirbúa stofnun dótturfélaga en náði ekki að gera það fyrir bankahrun.

En af hverju gátu þeir farið á þennan markað með almenning á Íslandi að veði "in the first place"?

Það er það sem stendur í mér.

Var algjörlega opið upp á gátt fyrir barónana, sóma Íslands, sverð og skyldi?

Ég geri þá ekki endilega ábyrga, amk. ekki fyrst og fremst.  Peningamenn reyna að græða og eru ekki endilega vandir að meðulunum.  Það er bara þannig.

Ég sé ekki betur en að ábyrgðin hljóti að liggja hjá Fjármálaeftirlitinu, viðskiptaráðuneyti og fjármálaráðuneyti.

Og hvað er með þessa stofnun sem heitir Fjármálaeftirlit?  Hvern fjandann hafa þeir verið að sýsla alla þessa mánuði?

Og af hverju situr þetta lið sem fastast þar með talin Seðlabankastjórnin?

Er einhver hissa þó við fáum ekki lán?

ARG


mbl.is Fáum ekki lán nema Icesave deila leysist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nei ég er í raun ekki hissa! Ég mundi ekki lána sömu einstaklingum og gátu klúðrar málum svona hressilega!

Ég mundi vilja sjá einhverjar breytingar áður en ég reiddi fram aurana! 

Hrönn Sigurðardóttir, 10.11.2008 kl. 12:56

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Eins og ég skil málið er íslenska ríkið ábyrgt aamkvæmt lögum fyrir endurgreiðslu upp að allt að 16.000 pundum á hvern einstakling sem lagði inn á Icesave reikningin eða sem nemur þeirri upphæð sem átti að vera til staðar í tryggingarsjóði reikningsins.

Brown lofaði aftur á móti öllum bresku innlánsaðilunum strax í upphafi og upp á sitt einsdæmi að allir mundu fá borgað að fullu. Síðan lagðist hann í aðgerðir sem áttu að tryggja að hann gæti staðið við loforð sitt sem var reyndar gefið í tilraun hans til að bæta pólitíska ímynd sína heimasfyrir.

Íslendingar telja þær aðgerðir ólöglegar og vilja aðeins greiða það sem þeim ber. Bretar nota áhrif sín í IMF til að setja pressu á íslendinga og neita þeim um lán nema að þeir borgi öllum bretum allt sem þeir lögðu inn á Icesave.

Svanur Gísli Þorkelsson, 10.11.2008 kl. 13:06

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Lögmaðurinn á mínu heimili er eitthvað efins um að Íslendingar séu ábyrgir fyrir öllum þessum reikningum, í Bretlandi og Hollandi, að vísu er þetta bara svona morgunkaffisspjall sem ég er að blaðra um hér.

Mér finnstann ætti að skoða þetta nánar!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.11.2008 kl. 13:18

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

p.s. að vísu skilst mér að Árni Matt hafi farið til Hollands og skrifað upp á eitthvað tengt ábyrgðum, eftir fallið - vona að hann hafi skoðað allar lagalegar forsendur áður en hann gerði það!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.11.2008 kl. 13:20

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það sem Bretar eru að gera er að setja þumalskrúfur á varnarlausa þjóð, með hjálp Hollendinga og kannski fleiri þjóða. Þetta eru fantar.

Svo er verið að tala um að fara í ríkjabandalag með þessum sömu þjóðum (ESB), maður sér á þessu hversu mikil sjálfsforráð við hefðum í reynd í slíku sambandi.

Sveimér, það er búið að króa okkur út í horn. Verst að það skuli ekki vera hægt að flytja landið hinum megin á hnöttinn.

Greta Björg Úlfsdóttir, 10.11.2008 kl. 13:21

6 identicon

Við erum ekki  ábyrg fyrir neinu af þessu Icesafe dóti heldur eigi að greiða það sem hægt er með því að greiða úr tryggingarsjóðnum sem er til að baki öllum bönkum. Það hefur marg oft komið fram að innlánstryggingarkerfin/sjóðurinn beri ábyrgð á skuldbindingum sínum með því fjármagni sem þar finnst en öðru ekki. Og ríkissjóði ber ekki að leggja sjóðnum til fé þrátt fyrir að innistæðan dugi ekki til að greiða allt upp. Það var hins vegar á ábyrgð ríkisins að sjá til þess að tryggingarsjóðurinn sé til staðar. Þetta var hins vegar ekki klárt og Björgvin viðskiptaráðherra ásamt félögum sínum úr ráðuneytinu voru búnir að skrifa undir við Hollendinga án þess að bíða eftir niðurstöðu frá þeim sem vildu skoða málið almennilega.

Hins vegar þykir mér undarlegt að FME skuli ekki láta viðskiptaráðherra vita þegar þeir gera athugasemd við starfsemi Icesave en segja bara að ráðherra hafi átt að vita þetta!( Maður kæmist nú ekki upp með svoleiðis svör í vinnunni!) Þegar það lá fyrir í byrjun árs að ábyrgð Tryggingasjóðs innistæðueigenda vegna Icesave væri orðin óbærileg kemur spánskt fyrir sjónir að Landsbankinn hafi fengið að hefja söfnun á innlánum í Hollandi í maí!

Solla (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 14:18

7 identicon

Þegar auðmenn, bankar og aðrir græddu hvað mest í "útrásinni" og gáfu sjálfum sér 2 - 30 milljónir í laun á mánuði, fengum við enga sneið af þeirri köku.

Hví dettur þeim nú í hug að við (sem aldrei fengum 2 - 30 milljónir á mánuði) höfum einhverjum skyldum að gegna gagnvart þeim skuldum sem mynduðust við greiðslur á slíkum ofurlaunum?

Hér er á ferðinni einhvers konar nútímaútgáfa af litlu hænunni. Við sem sögðum "ekki ég" við verðbréfabraski og uppskárum ekkert, eigum engu að síður að greiða fyrir áhættuna og tapið sem fylgdi í kjölfarið.

Verður ekki bara að setja einkaþoturnar á uppboð? Hvernig dettur mönnum í hug að láta auma skattgreiðendur, kennara, ellilífeyrisþega osfrv. borga fyrir tap bankanna? Hvenær hefur banki borgað fyrir okkar tap?

iu (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 14:22

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk öll fyrir athugasemdir.

Ég er að reyna að fá einhverja glóru í þetta.

Prógnósan ekki góð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.11.2008 kl. 14:53

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er eitthvert mesta bull sem ég hef fylgst með og verð alveg arfavitlaus að þessi fífl sem áttu bankana gátu hengt okkur hinn almenna Íslending fyrir lífstíð með þessu framferði. Hálfvitar

Ásdís Sigurðardóttir, 10.11.2008 kl. 14:54

10 identicon

Lítið upplýsingastreymi er eiginlega ofsagt, það eru engar upplýsingar!

Jenný bíð eftir glórunni ...............!

Ein sem skilur ekkert!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 14:58

11 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Styrinn stendur á milli Björgólfs Thors og Seðlabankastjóra, sá fyrrnefndi var á leiðinni að aflétta ábyrgð Seðlabanka Íslands af Ícesave, en það snerist í höndunum á honum vegna misstaka  SÍ. -   Ja, eða misstaka hverra ? !?!?! UM það er í raun barist. - Á meðan er ábyrgðin enn á Íslenska Ríkinu, skilst mér. - Því Seðlabankinn og Ríkið gengu í ábyrgð fyrir Landsbankann þegar þeir stofnuðu Icesave. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.11.2008 kl. 18:33

12 Smámynd: Heidi Strand

Hver fóru peningarnir sem þer stálu frá Bretum og hollendingum? Ekki hafa þeir bara gufað upp. Kannski hafa þeir farið í að kaupa verslanir i útlöndum? Hver veit?

Heidi Strand, 10.11.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2985698

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.