Leita í fréttum mbl.is

Tröllin sem stálu jólunum

Þeir sem lesa þessa síðu vita að ég segi aldrei frá draumum sem mig dreymir.

Það er örugg aðferð við að drepa alla úr leiðindum.

Svona álíka skemmtilegt og að fá lýsingar á kvefsjúkdómi einhvers - í smáatriðum. 

Ég var í Barcelona, en það var samt ekki Barcelona heldur Reykjavík og með manninum mínum sem var samt ekki maðurinn minn heldur Prad Pitt og þið vitið ruglið.

En í nótt dreymdi mig draum.  Ég er enn á valdi hans, hann var svo raunverulegur djöfullinn á´onum.  Ég vil fá að vera í friði í verkamannsins kofa lúllandi á mínu græna.

Draumurinn innihélt Davíð Oddsson, Geir Haarde, Danann frá IMF og Hannes Smárason ásamt mér í lautarferð í Heiðmörkinni.

En þetta voru samt ekki þeir, þeir voru allir tröllin sem stálu jólunum.

Þeir drukku kampavín og borðuðu kavíar, ég fékk flatköku með hangikjöti og ekkert að drekka.

Ætli þeir viti að ég sé alki?

Enginn sagði orð, allir störðu tómum augum út í loftið.

Nema ég, ég horfði á þá.

En eins og ég sagði þá segi ég aldrei frá því sem mig dreymir.

Aldrei.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

þú bloggar um draum og ég blogga gamlan draum og raunverulega martröð. Við erum alltaf öll sveimandi á svipðum slóðum!!! Dónar voru þeir að hafa ekki eitt mjólkurglas handa þér með flatkökunni!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.11.2008 kl. 09:43

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Martöð...Eigðu góðan dag samt

Jónína Dúadóttir, 10.11.2008 kl. 09:48

3 Smámynd: Laufey B Waage

"Draumurinn innihélt Davíð Oddsson, Geir Haarde, Danann frá IMF og Hannes Smárason"  - Og þú talar bara um draum en ekki martröð. Skil vel að þú hafir frekar viljað fá að vera í friði í verkamannsins kofa.

Laufey B Waage, 10.11.2008 kl. 10:05

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Tek undir með stelpunum hér að ofan - þetta er martröð, ekki draumur! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 10.11.2008 kl. 10:30

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Sonna, sonna .... allt í lagi (áfallahjálp netheima)

Guðríður Haraldsdóttir, 10.11.2008 kl. 11:39

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gurrí góð, ,,áfallahjálp netheima" .. er það ekki málið! Ég hef bæði skrifað drauma (og fengið ágætar ráðningar) og svo kvartað big time, sérstaklega undanfarið. Og það er einhver lækning í því að fá klapp og knús og allt þetta væmna. Sorry, svona er ég nú ótrúlega klikk!

En mér er á móti farið að þykja vænt um fullt af fólki sem ég hef nú bara aldrei hitt, sumt af því er svona næstum soul-mates, því mér finnst það hugsa líkt og ég. Erum við ekki alltaf hrifnust af "okkar líkum" ?  Að vísu hef ég stundum gaman af fæting, ef hann er ekki undir beltisstað.

Tek undir með stelpunum hér að ofan sem eru, by the way, allar hipp og kúl - að þetta er MARTRÖÐ!

Ef ég virka klikk þá kennum bara parkódíninu um það!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.11.2008 kl. 11:45

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Úff skelfileg samsetning, annars dreymdi mig stóran hóp af blindfullum sjálfstæðismönnum og var DO þar fremstur í flokki, ég var svo reið við manninn minn því hann var að bera vín í þá. Svona getur hversdagurinn dottið inn í draumheima sem eiga að vera friðhelgir.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.11.2008 kl. 11:49

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hljómar meira, í mínum eyrum, sem raunveruleiki liðinna ára en draumur.

Brjánn Guðjónsson, 10.11.2008 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 2985770

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband