Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Miðvikudagur, 26. nóvember 2008
Virðing
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það grundvallaratriði svo Alþingi fái viðhaldið virðingu sinni að rannsóknarnefndin sem rannsaka á bankahrunið taki til starfa sem fyrst.
Hvaða virðingu?
Miðvikudagur, 26. nóvember 2008
Andskotinn sjálfur
Afsakið á meðan ég garga mig hása.
Ég held að tilfinningum mínum sé best lýst á eftirfarandi hátt:
Andskotans, djöfulsins spillingarlið.
Fari það í fúlan pytt, eða réttara sagt; beinustu leið í svartholið þar sem það á heima.
Notuðu peningamarkaðssjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 26. nóvember 2008
Kiddinn er pólitískur dúllurass
Í Frjálslynda flokknum líkt og í öðrum hægri flokki á Alþingi er bannað að fara eftir sannfæringu sinni.
Kristinn H. er pólitísk dúlla að mínu mati. Gamaldags og ærlegur hefur mér sýnst. Það er ekki alltaf vinsæll eiginleiki í pólitík.
Ég er auðvitað gjörsamlega ósammála manninum og finnst ekki par huggulegt að hann skuli ekki hafa drattast til að kjósa með vantraustinu en ég virði hann fyrir að standa með skoðun sinni. Sem nota bene sumir kollegar hans í þinginu mættu taka sér tileinka sér.
Mér var sagt fyrir löngu af vísum manni að þingmönnum bæri fyrst og síðast að fara eftir sannfæringu sinni.
Í dag kallar það á fyrirtöku í flokki að láta slík ósköp henda sig.
Kristinn Sleggja þú verður væntanlega látinn út á guð og gaddinn enda held ég að þú hafir þarna lagt félögunum kjörið tækifæri í hramma.
Svei mér þá ef ég er ekki að sannfærast betur og betur um að flokkakerfi eru til óþurftar.
Í mörgum flokkum eru kollektívar skoðanir búnar til á flokksþingum.
Hver getur undirgengist þau ósköp svo vel sé?
Já ég veit margir.
Einn fyrir alla, allir fyrir einn.
Það er eitthvað svo "dagurinn í gær" finnst ykkur ekki?
Kiddi, þú ert boðinn velkominn í nýja stjórnmálaaflið á Íslandi. Grasrótina.
Jájá.
Afstaða Kristins tekin fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Mánudagur, 24. nóvember 2008
Höfum hátt svo það heyrist!
Það er sorglegra en tárum taki að stjórnarandstaðan komi með tillögu um vantraust á ríkisstjórnanna, segir Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar.
Árna Páli var stórlega misboðið, það var verið að trufla bráðnauðsynlega vinnu við björgunarstörf með þessum plebbalega lýðræðisgjörningi.
Það er skömm að þessu sagði Árni Páll og hann var gráti nær vegna þessara heimskulegu barnaláta í stjórnarandstöðunni.
Og hann barði margoft í borðið og ræðustólinn hristist af sömu vandlætingunni og þingmaðurinn.
Djöfullinn sjálfur, maður sofnaði þó ekki yfir asnalegum reiðilestri Árna Páls þó með ólíkindum væri og bæri lýðræðisást þingmannsins ekki mjög fagurt vitni.
Af hinum ræðum stjórnarmanna, bæði ráðherra og þingmanna varð mér ljóst að þetta fólk annaðhvort vill ekki eða er ófært um að skynja að þetta snýst ekki um það, stöðu þess, stóla, bíla eða launaseðla.
Það snýst ekki um flokka, hægri eða vinstri, upp eða niður. Þetta snýst um vilja fólks í þessu landi og rétt þess til að fá að tala með atkvæðinu sínu nú þegar meirihlutinn hefur ekkert traust á stjórninni lengur.
Stjórnarandstaðan er að hlýða kalli fólksins og fara fram á vantraustyfirlýsingu og beiðni um kosningar með þeirri lýðræðislegu aðferð sem í boði er.
Hún er að sinna hlutverki sínu.
Og fyrirgefið meðan ég bregð mér frá og æli þegar ég hugsa um helvítis montið og hrokann í iðnaðarráðherra, sem lét að því liggja að það væri eðlilegt að vera ungur og reiður, hehehe, hann var það sko sjálfur, en auðvitað ekki lengur því hann er fyrir löngu kominn á ríkisspenann og ekki á þeim buxunum að sleppa tökunum meðan kostur er.
Niðurstaða: Það er eins gott að við almenningur færumst nú í aukana. Ríkisstjórn Íslands er ekki að hlusta.
Höfum hátt svo það heyrist!
Allir í Háskólabíó kl. 20.00 í kvöld.
Stöðva þurfti þingfund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 25.11.2008 kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Sunnudagur, 23. nóvember 2008
Guði sé lof fyrir heila í lofttæmdum umbúðum!
Mér fannst ekki leiðinlegt að sjá þessa nýju skoðanakönnun til að fá það staðfest sem ég þegar vissi að ríkisstjórnin er að verða með óvinsælli ríkisstjórnum sögunnar.
Og það fjarar undan, meira og meira. 7 af hverjum 10 styðja hana ekki.
Svo segir Bjarni Ben eitthvað á þessa leið í fréttinni.
"Við erum á leiðinni með aðgerðarpakka fyrir heimilin og þá mun viðhorfið breytast".
Guði sé lof fyrir heila í lofttæmdum umbúðum!
Ég er alltaf að sjá það betur og betur að margt af þessu fólki í meirihlutanum er með lok og læs á púlsinn í þjóðfélaginu.
Það þarf svo mikið meira en einn aðgerðarpakka hér, oggulaunalækkun ráðamanna þar til að snúa viðhorfi fólks til ráðamanna. Ef það er þá ekki orðið of seint svona "alltogether".
Ég minni á að enginn hefur sagt af sér, enginn hefur verið látinn taka pokann sinn og verið rekinn frá borði og ekki kjaftur hefur stigið fram meinsstaðar og tekið ábyrgð.
Eftir situr bálreiður og sár almenningur með skuldir sem sífellt bætist í. Nú síðast frá Þýskalandi.
Löndin í kringum okkur og víða reyndar skilja ekki hvers lags barbarí er við líði hérna.
Hér er það "buisness as usual " og sömu skemmdarvargarnir sitja við völd og dingla augnhárunum.
Aðgerðarpakki fyrir heimilin minn afturendi.
Vaknið í guðanna bænum.
31,6% stuðningur við stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 22. nóvember 2008
Mér finnst
Ég vaknaði í morgun og mér fannst alveg heilmikið.
Og finnst enn.
Ef það er hægt að tala um móðgunarstuðul þá er minn orðin svo útbólginn og yfirkeyrður að hann er um það bil að springa.
Ég hreinlega þjáist af því hversu móðguð ég er.
Burtséð frá reiðinni, óttanum og vonleysinu sem grípur mig reglulega þá er móðgunin sú tilfinning sem ekki yfirgefur mig nokkra stund.
Ég get nefnt dæmi.
Mér finnst það móðgandi að einhver bölvaður hernaðarmógúll eða PR-maður skuli ráðleggja forsætisráðherra og hans (hyski) hvernig tækla eigi íslenskan almenning.
Eins og hann sé í stríði við fólkið.
Mér finnst það fokkings móðgandi.
Og ég sem hélt að blaðamannafundir, tími þeirra og atburðir væru happenings, ekki forplanaður viðbjóður með handriti.
Ég er þó nokkuð viss um að "fíflið og dóninn" fékk ekki þessa nafngift eftir ráðleggingum Sven Ingvars eller vad han nu heter.
En það sem er að móðga mig til tunglsins og til baka aftur akkúrat núna í augnablikinu eru þessir fyrirsjáanlegu föstudagsblaðamannafundir ríkisstjórnarinnar.
Þar sem ISG og GHH brosa allan tímann og hafa örugglega fengið um það stíf fyrirmæli.
Og af því hvorugt þeirra er búið að átta sig á því að almenningur er vaknaður af værum blundi og vill breytingar, af því ekkert verður aftur eins og það var, þá henda þau smá dúsu á borðið og eru að reikna með því að allir alveg:
Vá hvað þetta eru góðar fréttir, smá breytingar á eftirlaunakjörum æðstu manna, auðvitað hættum við að mótmæla og vera með bögg við þetta hjartagóða fólk.
Halló, það mun ekki gerast. Mér er til efs að það sé nokkurt mál svona eitt og sér sem dugi til að þagga niður í fólki.
Fyrir nú utan að þessar breytingar eru ekki stórkostlegar eða afgerandi.
Já, ég er móðguð, móðgari, móðguðust.
Ég er móðguðust í heimi og ég er greinilega ekki ein um það, Samfylkingarmenn margir eru alveg að tryllast.
Nú er það alvaran sem gildir.
Stjórnarsáttmáli heyrir sögunni til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 21. nóvember 2008
Safnast þegar saman kemur - úje
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Ellert B. Schram, Ágúst Ólafur Ágústsson auk ráðherranna Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra og Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra hafa lýst yfir vilja til að kosið verði á ný.
Nú hefur Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingar bæst í hópinn.
Aðspurð hvort yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar breyti nokkru um hennar skoðun segir Katrín svo ekki vera.
Það safnast þegar saman kemur.
Og nú hefur verið borin fram vantrauststillaga á ríkisstjórnina.
Er það nema von að ég úje-ist.
Það eru hlutir að gerast.
Ég segi ykkur það.
Argígargí.
Fimmtudagur, 20. nóvember 2008
Hatur?
Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra setti krumlurnar í giftingu forsetans sem var þó langt fyrir utan hans valdsviðs.
Ljótt að lesa. Auðvitað hefur maður heyrt sögur, hryllingssögur um hótanir og valdbeitingu úr þessari átt en ég er svo mikill bjáni að ég hef trúað því að þær hafi verið upplognar eða mikið færðar í stílinn.
Ég þekki engan sem hatar, kann það ekki sjálf og það virðist allt að því ótrúlegt að einhver geti lagt sig niður við svona bara í hefndarskyni.
Kannski er orðið hatur hérna óviðeigandi. Orðið hatur er nánast algjör vansögn eða "understatement" í þessu tilfelli.
Hvað veit ég?
En hér er bréfið frá Davíð til Ólafs.
"Forsætisráðherra þykir miður að þurfa að senda forsetanum þessa nótu en óhjákvæmilegt er að gera athugasemdir við framkvæmd hjónavígslunnar á Bessastöðum hinn 14. maí s.l. Sýslumaðurinn, sem framkvæmdi athöfnina að kröfu forsetans, þrátt fyrir að formskilyrða, sem allir verða að sæta að lögum,hafi ekki verið gætt, segist hafa gert ítrekaðar tilraunir til að fá rétt gögn í hendur, enda hefði forsetinn gefið drengskaparloforð um að slík gögn bærust strax dagana eftir hjónavígsluna,en nú er liðið á þriðja mánuð frá vígslunni! Ljóst er að sýslumanniurðu á mistök að verða við óskum forsetans um framkvæmd hjónavígslu, enda loforð af þessu tagi ekki tekin gild í tilvikum annarra. Naumast þarf að árétta að allir eiga að vera jafnir fyrir lögunum en þó verður að telja að enn gætilegar verði að fara þegar þjóðhöfðinginn sjálfur á hlut að máli. Þá er þess að geta að hagstofustjóri hefur einnig áhyggjur af málinu, enda hefur Þjóðskrá ekki getað framkvæmt viðeigandi skráningar tengdar brúðhjónunum og hefur hagstofustjóri tjáð hagstofuráðherra að auk framangreindra annmarkahafi ekki verið gerðar viðeigandiráðstafanir til að unnt sé að skrá lögheimili eiginkonunnar að Bessastöðum eins og brúðhjónin óskuðu eftir á hjónavígsluskýrslu. Hafa forráðamenn Þjóðskrár og sýslumaður margoft haft sambandvið hr. Sigurð G. Guðjónsson hrl., lögmann brúðgumans, án fullnægjandiárangurs. Er óskiljanlegt og óverjandi með öllu að ekki hafi verið bætt úr þeim ágöllum sem á vígslunni voru og því sem að öðru leyti á vantar til að ganga megi frá færslum Þjóðskrár með ágallalausum hætti. Verður að krefjast þess að úr öllum þeim ágöllum verði bætt án tafar, enda er þetta mál allt hið vandræðalegasta og óheppilegt hvernig til þess var stofnað.
Davíð Oddsson."
Það er eins gott að vera ekki með hávaða og læti, stíga varlega til jarðar.
Ómar Ragnarsson bloggar um þetta mál á svipuðum nótum. Hér.
Grein Fréttablaðs um málið. Hér.
Það fer hrollur niður eftir bakinu á mér.
Ég segi það satt.
Fimmtudagur, 20. nóvember 2008
Svartur dagur
Fyrir mér er þetta svartur dagur.
Við íslenskur almenningur höfum í dag tekið lán upp á svo stjarnfræðilegar upphæðir að mér er fyrirmunað að ná utan um þær.
Og þetta er bara byrjunin.
Eitt er að lenda í kreppu, annað að lenda í henni svona helvíti manngerðri eins og raunin er hjá okkur.
Lántakendurnir fyrir okkar hönd, ráðamenn með dyggri aðstoð Seðlabankans ætla að taka við þessum peningum sem sennilega koma í gámum (!) og þá væntanlega ráðstafa þeim fyrir okkar hönd.
Ég veit ekki með ykkur en hvað mig varðar þá er mér ekki rótt.
Mig minnir að þeir sem fá nú peningana til að sýsla með sé sama fólkið og hefur verið í brúnni á meðan allt fór til andskotans.
En það sem gerir mig verulega órólega hérna er að síðan allt fór í kaf hefur íslenskur almenningur verið meðhöndlaður eins og fífl.
Það hefur verið snúið út úr, hver hefur vísað á annan, það hefur verið logið að okkur og þjóðinni sýndur fádæma hroki og lítilsvirðing þegar við höfum viljað fá að vita hvernig mál standa.
Það er eins gott að halda því til haga að það erum við, fólkið í landinu, sem eigum að borga þessa peninga til baka.
Það er vegna bankahrunsins sem fólk missir vinnuna, jafnvel hýbýli sín og það er þetta sama fólk sem fær ekki nema útúrsnúninga eða lygar í andlitið þegar það biður um að fá að fylgjast með því sem er að gerast.
Ég er svartsýn í morgunsárið og sé ekkert gleðilegt við að IMF hafi samþykkt lán til Íslands.
(Já ég veit við urðum að biðja þá um lán, það var búið að koma okkur á kaldan klaka).
Það er nefnilega ég, börnin mín og barnabörn sem eiga að bera byrðarnar.
IMF samþykkir lán til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 19. nóvember 2008
Þetta er ekki revía
Áfram heldur ríkisstjórnarfarsinn.
ISG vil hafa einn faglegan og öflugan stjórnanda yfir Seðló og Fjármálaeftirliti við sameiningu. Sá öflugi stjórnandi á ekki að heita Davíð Oddsson.
Og Geir syngur sinn venjulega söng: Alls ekki gefið að Davíð víki.
Við vitum að Geir er með ofverndunarþreifarana á lofti þegar Davíð er annars vegar.
Við vitum líka að Samfó vilja Davíð burt.
Hversu lengi ætla ríkisstjórnarflokkarnir að halda áfram að syngja þennan söng?
Davíð burt - nei Davíð kjurt?
Á meðan kastar viðkomandi ofverndaða og ofvaxna dekurbarnið sprengjum út í loftið úr þessum eða hinum ræðustólnum. Hann veit að hann er ósnertanlegur.
Og að öðru þessu tengdu.
Mér finnst Sölvi hjá Íslandi í dag verða öflugri með hverjum deginum. Maðurinn er orðinn helvíti góður í að ganga á eftir svörum hjá liðinu með leyndarmálin.
Það er því ekki við hann að sakast að Björn Bjarnason lét eins og kjáni í þættinum áðan þegar Sölvi reyndi að fá svör við ýmsu sem á okkur brennur, eins og t.d. hvað það væri sem Davíð vissi um setningu hryðjuverkalaganna sem þjóðinni væri hulið.
Svo varð ráðherrann voða gingsenglegur í talhraða og hundskammaði Sölva fyrir að vera að heimta að ráðamenn kölluðu eftir svörum frá Bretum um hvers vegna á okkur hefðu verið sett hryðjuverkalög.
Blaðamenn eiga að fara á blaðamannafundi úti í Bretlandi og veiða þetta upp úr Brown og Darling. Nema hvað? Sami andskotans hrokinn og yfirlætið og í hinu liðinu.
Hvernig dettur einhverjum í hug að ríkisstjórn Íslands eigi að vera að vasast í upplýsingaöflun í útlöndum yfir svona smáræði eins og setningu hryðjuverkalaga á heila þjóð.
En nei, því miður þið sem lesið hér, þetta er ekki úr nýrri revíu í Borgarleikhúsinu.
Þetta er andskotans Ísland í dag.
En takk Sölvi fyrir að reyna.
Hugmynd forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr