Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Snúra

Ekki full en aldrei edrú

Þegar ég sá þessa frétt og tilvitnuna í hana Valgerði Rúnarsdóttur, lækni, hugsaði ég; noh, ég bara uppi á töflu á ráðstefnunni hjá SÁÁ en samtökin eru þrjátíu ára um þessar mundir.  En ég er auðvitað bara smásteinn á alkaströndinni.   

Valgerður segir:

"Á sama tíma sjáum við breytingu sem felst í því að það hefur orðið tvöföldun á dagdrykkju hjá þeim sem eru að koma í meðferð," sagði Valgerður. "Það hefur ekki verið dæmigert fyrir Íslendinga að drekka þannig. Við höfum drukkið um helgar og farið á fyllirí, en þessi hópur er að sulla í áfengi flesta daga. Það er aldrei edrú, en kannski aldrei drukkið heldur. Þetta skapar mikil félagsleg vandamál. Fólk getur ekki keyrt, ekki passað barnabörnin og ýmislegt annað." Samkvæmt tölum frá SÁÁ hefur dagdrykkjufólki í sjúklingahópi Sjúkrahússins Vogs fjölgað hlutfallslega undanfarin ár. Árin 2005 og 2006 fór þetta hlutfall dagdrykkjufólks í sjúklingahópnum yfir 30% hvort ár um sig en tímabilið 1994-1996 var það rúm 15%.

Þarna er mér og mínum drykkjuvenjum lýst nákvæmlega.  Auðvitað er ég í hópi fjölda fólks sem hefur haft sama drykkjumynstur og því er það svo algengt þegar hlustað er á fyrirlestrana á Vogi að fólki finnst eins og verið sé að skrifa það persónulega upp á töflu.  Alkarnir alltaf samir við sig, halda að heimurinn snúist um þá og enga aðra. Hmmmm...

Ég var a.m.k. sjaldnast edrú og sjaldan full, bara þarna mitt á milli.  Það segir sig sjálft að þegar drykkja er orðin að vandamáli, þá er hún ekki framin til þess að fara á fyllerí með gleðilátum upp á gamla mátann.  Það er einfaldlega drukkið (dópað) til að deyfa tilfinningar og koma í veg fyrir að horfast í augu við lífið.

Á föstudaginn er ár liðið frá því að ég fór inn á Vog.  Þar fékk ég lífið mitt til baka, svei mér þá.  Mikið rosalega erum við Íslendingar heppnir að eiga aðgang að frábærum sérfræðingum hjá SÁÁ.  Það er dýrmætara en margir eru meðvitaðir um.  Við sem höfum notið þessarar þjónustu og þeir sem að okkur standa eru að sjálfsögðu óendalega þakklátir. 

 


mbl.is Áfengisvandi breiðist út meðal eldra fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steindur Georg!

Hm. það er eiins og ég hafi heyrt þennan áður.  Ég ætla að drekka/reykja/dópa aðeins minna.  Ég ætla að hætta að drekka Vodka og fara yfir í Breezer, þá verður drykkjan ekkert vandamál.  Ég ætla að fá mér sjaldnar í glas, bara um helgar og þá hættir þetta að verða vandamál.  Ég ætla að hætta í bjór og fara yfir í rauðvín (þessi er eign höfundar og var mikið notaður), ég hlýt að vera komin með ofnæmi fyrir bjór. Ég á ekki við áfengis/dóp vandamál að stríða, ég var bara svo þreyttur þegar ég rústaði íbúðinni, eða var það ekki ég sem rústaði henni?  Híhí.  Alkar í afneitun, svo viðbjóðslega magnaðir.

George Michael segist vilja nota minna marijúana, en hann kannast ekki við að neyslan sé vandamál hjá sér, þrátt fyrir að hafa lent í útistöðum við lögin, vegna neyslu.  Ónei, hann er mjög hamingjusamur maður með fulla stjórn á lífinu.  Merkilegt að hann skuli vilja minnka skammtinn þó allt sé svona líka í himnalagi.

Fíknisjúkdómar láta ekki að sér hæða.  Mið djö... fokka þeir upp heilanum á manni og steikja hann.

Æmsóberandklír.

Úje


mbl.is George Michael segist vilja nota minna marijúana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslandsvinur - GMG

Var að lesa á visi.is að "Íslandsvinurinn"Kiefer Sutherland gæti átt á hættu að lenda í fangelsi fyrir ölvunarakstur.  Það truflar mig nákvæmlega ekkert, hvort karlinn fer í fangelsi eður ei, enda fjarlægur mér og öðrum vegfarendum á Íslandi.  Þó óska ég þess að hann hætti þessum lífshættulega ávana.  Þó ekki væri nema vegna mögulegra þolenda í umferðinni, þar sem hann er.

En er maðurinn einn af þeim fjölmörgu sem lent hafa í Keflavík og með því stofnað til sterkra og ævarandi vinuáttutengsla við íslensku þjóðina?  Það vissi ég ekki.  Hann hlýtur að hafa gert það áður en ég fór í meðferð því ég man andskotann ekkert áður en af mér rann.

Leiðinlegt að hafa ekki tékk á vinum móðurlandsins. 

Jeræt!

 

 


Afneitun alkans - Snúrukorn

63

Það er með Britneyju, kjéddluna eins og okkur hina alkana, að á meðan afneitunin er í gangi, er enginn máttur á jarðríki sem getur fengið mann til að hlusta.  Ekkert sem getur fengið okkur til að sjá að það sé eitthvað að hjá okkur.  Við getum hins vegar, bent á milljón ástæður fyrir því, hversu bágt við eigum og hve heimurinn sé okkur vondur og óréttlátur.  Við erum fórnarlömb.  Afneitun alkans er svo sterk, svo yfirþyrmandi að hún myndar vegg á milli hugsunar og skynsemi.

Hvað annað en afneitun á ástandinu fær mann til að meiða sjálfan sig og særa alla sem maður elskar og þykir vænt um?  Það er ekki eins og þeir sem haldnir eru sjúkdómnum alkahólisma, séu svona illa innrættir, vilji meiða og skemma og láta allt hrynja í kringum sig. 

Ég er svo fegin að mér tókst, með góðra manna hjálp að horfast í augu við minn vanda og fá hjálp við honum.  Þvílíkur léttir sem það er að hætta að ljúga, að sjálfum sér fyrst og fremst og svo auðvitað að öllum hinum í leiðinni.

Ég ætla a.m.k. að óska þess að þessi kona, sem er á milli tanna okkar allra, ásamt öllum þeim sem enn þjást af sjúkdómnum alkóhólisma, nái í gegnum afneitunina og uppskeri edrú líf í staðinn.

Og ég er í þann mun að fara að sofa - allsgáð að sjálfsögðu.

Nigthy - Nigthy

 


mbl.is Vinir Britney ráðþrota gagnvart afneitun hennar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðkvæmir Íslendingar?

Ég gat ekki annað en hlegið þegar ég las þessa "frétt" í Mogganum.  Hún er um mikla umræðu á blogginu vegna ummæla hans þarna "hvaðhannnúheitir" (Pablo Francisco) í Blaðinu á þriðjudag.

"Miklar umræður fóru af stað á bloggsvæði mbl.is á þriðjudag vegna ummæla Francisco. Flestir voru ósáttir við ummælin og könnuðust fæstir við að drekka áður en þeir mættu í vinnu."

Ég bloggaði um þetta í fíflagangi, af því mér fannst þetta fyndið og mér gæti ekki staðið meira á sama hvað einhverjum dúdda úti í heimi finnst um drykkjuvenjur Íslendinga.  Ekki það, að þær (venjurnar) séu eitthvað til að hrópa húrra fyrir, þegar þær taka á sig sína verstu mynd.

Auðvitað klæðir fólk mis vel að drekka.  Ég hætti vegna þess að það fór mér illa.  Það eru ábyggilega nokkuð margir sem mættu gera slíkt hið sama, skella sér í meðferð og vera til friðs.  Megin þorri fólks getur hins vegar drukkið sér til ánægju og án þess að leggja allt í rúst í kringum sig, í öllum skilningi þess orð.  Það fólk sést og heyrist sjaldnast, enda ekki með hryðjuverkastarfsemi niðri í bæ.

Annars er það alveg stórmerkilegt hvað við Íslendingar erum enn viðkvæmir fyrir áliti útlendinga á okkur.  Það er merki um lélega sjálfsmynd þegar maður leitar stöðugt álits á sjáflum sér hjá öðru fólki.

Hættum því.

Komasho.


mbl.is Mikil umræða á blogginu eftir ummæli Francisco um drykkjuþol Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er dáðst að okkur víða um heim!

Ég dáist að drykkjuþoli Íslendinga.

Ég dáðist lengi að mínu eigin drykkjuþoli eða alveg þangað til að ég fór í meðferð, þá hafði stemmarinn fyrir því alveg horfið og síðan hefur mér ekki stokkið bros í málaflokknum.Whistling

Það eru ekki bara við sjálf sem dáumst að okkur í drykkjudeildinni - ónei- Pablo Francisco gerir það líka.

Who the f..k is Pablo Francisco?

Hann ætlar allavega á Goldfinger.

Landkynning er alltaf góð sagði einhver, en..

það var áður en Flugleiðir auglýstu "Dirty weekend ferðirnar".

Hádújúlækæsland?

Ójá.

 


mbl.is Dáist að drykkjuþoli Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útlitsþankahríð.

1 

Þegar ég var 13 ára, fannst mér ég hreint út sagt, ég vera ömurleg í útliti.  Mig dreymdi um að gera eftirfarandi breytingar:

1. Fá stórt arnarnef (mitt eigið svo lítið að það sást varla)

2. Vera ljóshærð með tægjuhár niður á bak (var svarthærð með hár niður á axlir).

3. Vera löng og hjólbeinótt (var dvergur þá og er enn, og var ekki viðstödd þegar Drottinn úthlutaði "hjólbeinum").

4. Að vera öðruvísi en ég var, svo einfalt var það.

Ég lét vinkonu mína, drátthaga mjög, teikna ofannefnda lýsingu á blað.  Ég á teikninguna ennþá.  Mikið skelfing er ég hrædd um að ef lýtalækningar hefðu verið í boði þarna á bítlaárunum væri ég öðruvísi en ég er í dag.  Ég hefði sleppt djúsglösunum á Hressó (11 kr.) í heilt ár og lagt inn á bók, til að komast í róttækt "makeover".

Svo hefur mér förlast með árunum að ég er fullkomlega sátt við sköpunarverkið.  En það er aldrei að vita, hvort maður skellir sér í augnumgerðisstrekkingu, ef edrúmennskan ásamt tilvonandi reykleysi, máir ekki út ólifnaðinn af fésinu á mér - fyrir jól.

Ég er nefnilega ekki ein af þeim sem "elska" hverja hrukku takmarkalaust. Mér nægir að vera hokin af reynslu, að innanverðu.

Ójá.

 


mbl.is Jennifer Lopez útilokar ekki lýtaaðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk fyrir mig frá edrúafmælisbarninu - Aukasnúra

61

Ég hef fengið yfir fimmtíu komment við afmælissnúruna hérna fyrir neðan.  Ég er hálf klökk og feimin, vegna allra fallegu kveðjanna, sumar frá fólki sem ég þekki ekki neitt.  Ég þakka ykkur öllum alveg kærlega fyrir mig.  Þetta gefur mér svo mikið og hvetur mig áfram.

Ég er búin að eiga góðan dag fram að þessu og ég efast ekki um að þannig muni dagurinn líða.  Sólin skín, það er ekki verra, en ég hefði ekki haft á móti rigningu og roki enda með sjúklegar hvatir þegar veður er annars vegar.  Þess meiri læti og hamagangur, því betra, finnst mér.

Þegar ég byrjaði að blogga, tók ég þá ákvörðun að blogga um batann minn og draga ekkert undan.  Ég gerði það vegna þess að ég var að baktryggja mig.  Leyndarmál og feluleikur hafa reynst mér hættulegir. Fyrir mig er þetta spurningin um að lifa af, ég á ekki neinn kvóta af endurkomum inni, í mínu tilfelli er þetta einfaldlega "do or die" dæmi.  Þessi ákvörðun hefur hjálpað mér fram að þessu.  Það eitt skiptir máli.  Öðrum henta aðrar aðferðir.  Ég er svo milljón prósent sátt við að leiðirnar að markmiðinu eru misjafnar og það sem meira er, mér gæti ekki staðið meira á sama, þó sumum finnist e.t.v. mín leið ekki vera hin rétta.

Nú á ég mánuð í eins árs edrúafmæli.  Það er heilmikill áfangi fyrir mig. 

Ég held að ég bjóði mér og familíu út að borða, þann 20. október, svei mér þá.  Hana, þá er það orðið skriflegt og löglegt.  Eins gott að standa sig.

Með hægðinni hefst það, einn dag í einu.

Takk aftur svo innilega fyrir mig. 

 

 

 


Edrúafmælið mitt - 11 mánaða snúra!

60

Tíminn flýgur.  Ég er ellefu mánaða edrú, takk fyrir.  Í raun gott betur en það, en ég ákvað að telja frá ákveðnum degi inni á Vogi.  Það skiptir ekki máli.  Það sem skiptir máli er að í tæpt ár hef ég tekist á við lífið án deyfingar af öllu tagi.  Ég hef ekki notað áfengi eða pillur til að slá á lífið og tilfinningar mínar.  Það sem meira er um vert, þá hefur mig ekki langað til þess í eitt einasta sinn, þrátt fyrir að eitt og annað hafi dunið yfir á tímabilinu, alveg eins og í lífinu yfirleitt þar sem skiptast á skin og skúrir.  Ég hlýt að hafa náð hinum margumtalaða botni.

Það er enn nýtt fyrir mér að vakna á hverjum morgni, geta horft framan í fólk, með góða samvisku.

Alkahólismi er sjúkdómur lyginnar, óheiðarleikans og reiðinnar.  Ég fæ enn kökk í hálsinn þegar ég hugsa til sjálfrar mín, sitjandi með glasið og pillurnar innan seilingar, starandi tómum augum út í loftið og það er eins gott fyrir mig að gleyma því ekki eitt augnablik, hvernig fyrir mér var komið.  Það er eins af aðalástæðunum fyrir því að ég blogga um sjúkdóminn eins og hann snýr að mér og mínum.  Svo veit ég líka að hér les fólk sem sækir einhverja huggun í að vita, að án tillits til hversu illa er komið fyrir alkanum, þá er til von. 

Þegar ég var búin að vera edrú í mánuð, leið mér eins og ég hafi unnið stórorustu.  Þann tuttugasta hvers mánaðar held ég upp á að er ég sigurvegari yfir sjálfri mér, og það er þó nokkuð afrek, því fram að því að ég varð edrú var ég vandræðagepill og erfið viðureignar, ekki síst fyrir sjálfa mig.  Ég hef líka góða hjálp og stuðning.  Frá fjölskyldu minni, vinum og öðrum sem vita hverjir þeir eru.

Einn dag í einu byggi ég mér nýja fortíð, ljúfa nútíð og ég legg drög að góðri framtíð.  Ég reyni að lifa í núinu, af því það er það eina sem ég hef til ráðstöfunar.

Í kvöld fer ég edrú að sofa.

Ójá!


Biluð spákona, bloggvinaþrif, undarlegheit og alkar.

 1

Ég var í rannsóknum í morgun og þá bíður maður á biðstofu.  Ég er voða glöð með að ég les aldrei glanstímarit nema á biðstofum, þannig að biðin verður ljúf.  Ég las völvuspána í Ísafold fyrir yfirstandandi ár og komst að því að völvan sú er ekki starfinu vaxin og ætti að skipta um djobb.  Fór Margrét Sverrisdóttir fram fyrir Samfylkinguna í vor? Eða dró Árni Johnsen sig af lista Sjálfstæðisflokks? Tók Frjálslyndi flokkurinn inn ógissla mikið fylgi frá Sjálfstæðisflokknum og það út á innflytjendamál?  Æ dónt þeink só.  Reka konuna.

Ég tók heldur betur til í bloggvinalistanum mínum í dag (Whistling).  Tók Ajax rúðuvökva á skjáinn og pússaði fésið á hverjum einasta bloggvina minna, þar til þeir glönsuðu allir.  Hí á ykkur sem hélduð að ég væri að henda út mínum eðal vinum í bloggheimum.  

Dagurinn hefur verið undarlegur eins og allir mínir dagar.  Ég bókstaflega á ekki til orð yfir skringileika þessa dags.  Ég týndi eiturgulu gúmmíhönskunum mínum, Bördí og veskinu mínu, en fann aftur fuglinn og veskið.  Hefur einhver rekist á gúmmíhanskana?  Þetta er aldurinn, eftir að ég varð miðaldra, man ég ekkert stundinni lengurW00t.  Var ég búin að spyrja ykkur (djók)?

Sáuð þið vitalið við hann Einar Ágúst í Kastljósinu í kvöld?  Mikið rosalega fannst mér hann flottur að koma fram með sína baráttu við alkahólismann og öllu sem því fylgir.  Flott fyrirmynd strákurinn.  Það þarf ábyggilega töluvert hugrekki til að koma fram fyrir alþjóð og tala af hreinskilni og heiðarleika um þennan hroðalega sjúkdóm.  Látið mig þekkja viðkomandi sjúkdóm. Já, já.

Annars er ég góð, bara. 

Úje 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband