Leita í fréttum mbl.is

Ekki full en aldrei edrú

Þegar ég sá þessa frétt og tilvitnuna í hana Valgerði Rúnarsdóttur, lækni, hugsaði ég; noh, ég bara uppi á töflu á ráðstefnunni hjá SÁÁ en samtökin eru þrjátíu ára um þessar mundir.  En ég er auðvitað bara smásteinn á alkaströndinni.   

Valgerður segir:

"Á sama tíma sjáum við breytingu sem felst í því að það hefur orðið tvöföldun á dagdrykkju hjá þeim sem eru að koma í meðferð," sagði Valgerður. "Það hefur ekki verið dæmigert fyrir Íslendinga að drekka þannig. Við höfum drukkið um helgar og farið á fyllirí, en þessi hópur er að sulla í áfengi flesta daga. Það er aldrei edrú, en kannski aldrei drukkið heldur. Þetta skapar mikil félagsleg vandamál. Fólk getur ekki keyrt, ekki passað barnabörnin og ýmislegt annað." Samkvæmt tölum frá SÁÁ hefur dagdrykkjufólki í sjúklingahópi Sjúkrahússins Vogs fjölgað hlutfallslega undanfarin ár. Árin 2005 og 2006 fór þetta hlutfall dagdrykkjufólks í sjúklingahópnum yfir 30% hvort ár um sig en tímabilið 1994-1996 var það rúm 15%.

Þarna er mér og mínum drykkjuvenjum lýst nákvæmlega.  Auðvitað er ég í hópi fjölda fólks sem hefur haft sama drykkjumynstur og því er það svo algengt þegar hlustað er á fyrirlestrana á Vogi að fólki finnst eins og verið sé að skrifa það persónulega upp á töflu.  Alkarnir alltaf samir við sig, halda að heimurinn snúist um þá og enga aðra. Hmmmm...

Ég var a.m.k. sjaldnast edrú og sjaldan full, bara þarna mitt á milli.  Það segir sig sjálft að þegar drykkja er orðin að vandamáli, þá er hún ekki framin til þess að fara á fyllerí með gleðilátum upp á gamla mátann.  Það er einfaldlega drukkið (dópað) til að deyfa tilfinningar og koma í veg fyrir að horfast í augu við lífið.

Á föstudaginn er ár liðið frá því að ég fór inn á Vog.  Þar fékk ég lífið mitt til baka, svei mér þá.  Mikið rosalega erum við Íslendingar heppnir að eiga aðgang að frábærum sérfræðingum hjá SÁÁ.  Það er dýrmætara en margir eru meðvitaðir um.  Við sem höfum notið þessarar þjónustu og þeir sem að okkur standa eru að sjálfsögðu óendalega þakklátir. 

 


mbl.is Áfengisvandi breiðist út meðal eldra fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Bjarndís Helena Mitchell, 2.10.2007 kl. 09:32

2 identicon

Innilega til Hamingju með Edrú mennskuna hingað til og alltaf

Steinþór

Steinþór Ásgeirsson (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 09:41

3 Smámynd: krossgata

Einu sinni tók ég svona rispu í nokkrar vikur.  Var þá alvarlega þunglynd.  Svo hætti ég að nenna þessu, þegar hausarinn og lyfin voru farin að vinna sæmilega saman.  Ég býð ekki í hvernig fyrir mér væri komið núna hefði nenna ekki dugað.    Þú ert sérlega dugleg og gangi þér ætíð sem best. 

krossgata, 2.10.2007 kl. 09:51

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

SÁÁ vinnur stórkostlegt starf sem og aðrar meðferðarstofnanir, því finnst mér synd að ekki skuli vera stutt betur við bakið á þeim

Huld S. Ringsted, 2.10.2007 kl. 10:18

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég varð vitni af hræðilegri uppákomu í gær, þegar ég fór út að borða miðsvæðis. Ég veit ekki hvort umrædd er útigangs-kona, en hún er allavega mjög virkur alki...og fyrrverandi fegurðardrottining! Mér leið illa lengi á eftir ...hún var eitthvað ósátt við að fá ekki afgreiðslu og til að gera langa sögu stutta...sveið mig í hjartastað þegar þjónar og gestir staðsins, hlógu af henni  þegar hún dröslaðist út...púff! Missti matarlistina. fólk er svo andstyggiegt oft á tiðum!

Heiða Þórðar, 2.10.2007 kl. 10:40

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

SÁÁ er ómissandi og eru að gera góða hluti svo er ég alveg sammála þér.

Kristín Katla Árnadóttir, 2.10.2007 kl. 11:00

7 identicon

Dugleg Jenný.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 11:11

8 Smámynd: Kolgrima

Þú ert eiginlega bara hetja, Jenný. Það hvernig þú ræðir þessi mál, svo blátt áfram, gefur öðrum kraft. Skemmir ekki fyrir hvað þú ert skemmtileg

Veistu það, Heiða, svona virðingarleysi gagnvart fólki, jafnvel þótt það hafi drukkið meira en góðu hófi gegnir, getur gert hvern mann brjálaðan! 

Kolgrima, 2.10.2007 kl. 11:31

9 identicon

Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Til hamingju með þinn áfanga Jenny,það mættu margir taka sér þig til fyrirmyndar varðandi skrif og þá hreinskilni sem er í bloggi þínu.

                                             kv jobbi

jobbi (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 12:07

10 Smámynd: Karl Tómasson

Þú stendur þig vel Jenný og ég óska þér til hamingju með það. Það er engin vafi á að umræða þín svo opinská sem hún er um þetta er mörgum hvatning.

Sú aðferðarfræði sem fólk notar í lífinu hittir það alltaf aftur og þá á þann hátt sem það notar.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 2.10.2007 kl. 12:44

11 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Hjartanlega til hamingju með "eins árs afmælið" á föstudaginn, kæra Jenný 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 2.10.2007 kl. 13:29

12 identicon

Ég er ein af þeim sem finnst ég standa í þakkarskuld við SÁÁ. SÁÁ hefur bjargar miklu fleiri mannslífum en fólk getur líklega ímyndað sér. Hópurinn sem ég tilheyrði er aðstandendahópurinn, þessi sem fer ódeyfður í gegnum alkóhólismann, þessi sem stendur vanmáttugur hjá og horfir á ástvininn, bróðurinn, systurina, foreldri, barnið sitt kveljast af þessum andstyggilega sjúkdómi sem engu eirir. SÁÁ hefur gefið svo mörgu af þessu fólki nýja von, nýtt líf. Það er óskandi að starfið fái að vaxa og dafna sem best og sem lengst.

Til hamingju með þig í dag og alla daga. Smjúts frá bloggvinkonu (sem er komin hálfa leið til baka í bloggheima)

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 13:51

13 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Jahá keddling, það standa fáir þér snúning! haltu áfram að vera stabil krúsindúlla, já og skemmtileg! 

Edda Agnarsdóttir, 2.10.2007 kl. 13:53

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lalalala gaman hjá okkur.  Hehe, takk fyrir mig krúttin mín. 

Anna: Er sjálf aðstandandi svo maður hefur komið víða við í "víninu" eins og sagt er.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.10.2007 kl. 14:18

15 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Held að við séum öll meira og minna aðstandendur, þó okkur hafi sjálfum tekist að sigla fram hjá vímuefnavofunni.  Ég er aðstandendi og skil þig vel þegar þú skrifar um að þér finnist alltaf verið sé að "fjalla um þig" prívat og persónulega!  Man enn þegar ég gerði mér grein fyrir "helsjúku" fjölskyldumunstri alkóhólistans í minni fjölskyldu.  Skyldi ekkert í því, hvernig sænskum doktori tókst að "njósna" um mig og mína familíu, og skrifa svo heila bók um....án þess að ég yrði hans nokkurn tímann vör.

Sigríður Sigurðardóttir, 2.10.2007 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 2985894

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.