Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Snúra

SNÚRUBROT

snuraStundum á ég erfitt með að snúrublogga.   Það tekur á ef mér líður ekki nógu vel og auðvitað langar mig stundum til að horfa fram hjá líðan minni og hvorki skrifa né segja um hana eitt einasta aukatekið orð.

Í gær var erfiður dagur, fyrir margra hluta sakir.  Ég bloggaði reyndar um það og náði meira að segja að snúa vörn í sókn þegar leið á daginn.

Frá því ég kom úr meðferð í fyrra, get ég í fullri einlægni sagt, að ekki einu sinni hefur mig langað í áfengi, róandi- eða svefnpillur (úff að vera svona mikill fíkill ég roðna).  En stundum hefur það hent, að mig hefur langað í breytt ástand, þ.e. að líðanin hefur ekki verið nógu góð, og þá hef ég fallið í þann fúla pytt að vilja eitthvað annað en ég hef.  Það getur reynst hættulegt.  Í gær langaði mig í breytt ástand.  Ég var ekki einu sinni meðvituð um það fyrr en eftirá.  Þessi hugsunarháttur, ef ég væri heilbrigðari, ríkari, hamingjusamari, þá væri allt fullkomið.

Ég eins og allir aðrir, hef aðeins augnablikinu yfir að ráða og það er eins gott fyrir mig að muna það.  Annars er ég heppin kona, að hafa siglt svo lygnan sjó eftir að ég kom úr meðferð.  Ég veit að það er ekki sjálfsagt.  

Ég frétti af manni vinkonu minnar sem var að falla.  Það kippti mér óþægilega niður á jörðina.  Hver einasti alkóhólisti er jafn langt frá glasinu, í raun, þó tíminn vinni auðvitað með okkur.  Það var mér sagt í meðferðinni og hingað til hefur fólkið á Vogi ekki klikkað á einu atriði, hvað alkahólismann varðar. (Né nokkru öðru ef út í það er fariðWhistling)

Með hægðinni hefst það, er þaeggibara?

Úje 


MÁNUDAGAR ERU GÓÐIR..

..hef ég sönglað í allan morgun og auðvitað náði ég að sannfæra sjálfa mig um það.  Ég neita nefnilega alfarið að beygja mig undir þann útbreidda misskilning að mánudagar séu í eðli sínu þunglyndisvekjandi.

Þessi mánudagur, þ.e. tilhugsunin um hann, vakti mér þó kvíða að þessu sinni.  Það hittist þannig á að ég þurfti að sinna erfiðum verkefnum akkúrat í blábyrjun vikunnar.  Verkefnin eru að hluta til leyst, án þess að það kostaði náttúruhamfarir innan í mér, en ég hef komist að því að hlutirnir eru sjaldnast eins erfiðir í raunveruleikanum og þeir geta orðið í hausnum á mér,  fái þeir tækifæri til að vaxa og dafna, eins og núna um helgina.

Þetta er sum sé mánudagur eins og þeir gerast bestir, að mínu mati.  Vindurinn gnauðar, og ég þarf hvorki að fara lönd né strönd, frekar en ég kæri mig um.

Aðeins eitt stórmál er að bögga mig núna.  Fékk músakk í eyrað áðan meðan ég beið eftir manni í símanum.  Það var músakk útgáfan af "He ain´t heavy he´s my brother".  Nógu væmið er þetta lag í sinni upprunalegu mynd, en sem lyftu/símatónlist getur það drepið hvern meðal mann, og farið létt með það.

Bridge over touble water, lalala

Úje

P.s. Þetta er hálfgerð snúra.  Á hverjum degi tekst ég á við raunveruleikann, ódeyfð og alsgáð og ég finn að ég styrkist með hverju verkefni. 

Það er svo rífandi gaman að vera edrú.

 


MARGRAMANNASNÚRA

 1a

Þegar ég blogga um mína edrúmennsku þá kalla ég skriftirnar snúru.  Edrúmennskan mín heitir s.s.  snúra, þannig að það sé á hreinu hvað ég á við með hugtakinu.  En mín snúra er ekki hér til umfjöllunar heldur allt það fólk, í baráttunni við sjúkdóminn alkahólisma, hvort sem áfengi eða vímuefni, eiga í hlut. 

Sama hvort það rýkur, rúllar eða rennur, sagði ráðgjafinn minn á Vogi, sem er sérlega mætur maður og góður í sínu starfi.  Ergo; það er í raun aukaatriði hvort fólk reykir dóp, tekur það í pillu-eða sprautuformi eða drekkur það.  Afleiðingarnar eru alltaf skelfilegar fyrir alkahólista.

Samhjálp hefur haldið úti kaffihúsi sem mikið er sótt af utangarðsmönnum en einnig öðrum aðstöðulausum.  Nú hefur henni verið lokað og ekkert húsnæði hefur fengist í staðinn. Mikil aukning hefur verið í aðsókn að kaffihúsinu (veitingastaðnum).  Heimsóknir kvenna hafa t.d. aukist gífurlega.

Íslendingar byggja og byggja og stæra sig stöðugt af auðlegð sinni, bæði prívat og sem þjóð.  Samt er það svo einkennilegt að þegar kemur að börnum, skólamálum, fjölskyldumálum almennt, sjúklingum og eldra fólki, svo ég tali nú ekki um þeim sem eiga við fíknisjúkdóma að stríða, þá verður þjóðarsálin nísk og allar opinberar hirslur skella í lás.

Mín ráðlegging til þeirra sem ráða er einföld.  Hysjið upp um ykkur.  Þessi litlu mál sem eru samt svo stór geta auðveldlega verið í lagi.  Finnið húsnæði fyrir þessa bráðnauðsynlegu kaffistofu og það strax í gær, ef ekki fyrr.

Komasho.

ója


mbl.is Kaffistofu Samhjálpar lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2987243

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband