Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Enn í vondu skapi - Só?

Ég er yfirleitt ekki í vondu skapi.  Það á það til að snöggfjúka í mig og svo er ég eins og gullfiskarnir, ég gleymi því nánast strax og held áfram að hafa gaman.

Einfalt og þægilegt.

En sumir dagar ættu ekki að vera til.  Þessi er einn af þeim.

Einhver sagði í athugasemdakerfinu mínu að ég ætti ekki að eyða tímanum í að vera reið.  Örugglega rétt, en ég hef tekið upplýsta og meðvitaða ákvörðun að vera bálill þar til þessi dagur er á enda runninn.

Það var kominn tími á smá túrbúlans.

Stundum þarf maður einfaldlega smá illsku til að dusta örlitið af uppsafnaða rykinu á sálinni.

Ég játa reyndar að ég missti mig í gamalt mynstur.  Ég lét utanaðkomandi fólk, að vísu töluvert nálægt mér, afa áhrif á líðan mína, þrátt fyrir að ég viti að ef ég ætla að láta stjórnast af framkomu annarra í minn garð þá get ég alveg eins flutt lögheimilið mitt í næsta rússíbana bara. 

Ég er búin að gera það sama og síðast þegar það fauk illilega í mig.

Ég þurrkaði af - var enn ill - ég setti í þvottavél - var enn ill - ég eldaði mat- það sauð meira á mér en friggings matnum - ég tók til á lóðinni - okokok, ég er hætt.  Þið hljótið að skilja hvert ég er að fara þaeggibara?

Hehe, svei mér ef ég er ekki öll að koma til.  Gott ef ég er ekki farin að brosa og blakta augnhárunum.

Æi lífið er sætt og súrt og heill hellingur þar á milli.

Og svo tók ég út færslu sem ég geri helst ekki. 

1-0 fyrir mér, ég gerði mistök.

En ég ætla að vera ill í 57 mínútur í viðbót.

Farin að einbeita mér að því.

Úje.


Enginn heima

 

Ég vaknaði í morgun og mér fannst veðrið frábært og lífið enn betra.

Það er ljúfur laugardagur.

Í dag kemur lítil stúlka til okkar og að sögn ætlar hún að vera lengi, lengi, lengi og alveg þangað til nóttin er búin.

Hún ætlar sem sé að gista.

Við húsband náðum í hana í leikskólann á fimmtudaginn og tókum hana með í vesturbæinn til Jökuls "stórafrænda minn".  Og svo kom Ástrós skádóttir mín elskuleg líka og Jenný Una elskar Ástrósu og kallar hana "Ástrús".  Hér ríkti mikið fjör yfir kvöldmatnum.

Og eftir matinn þurfti hún að fara heim.  Í bílnum reyndi hún að díla við húsband.

Jenný: Ég get ekki farið heim, mamma mín er í skólanum, pabbi minn að spila í Iðnó og Lilleman er úti að leikaW00t.

Hb: Nei Jenný mín, mamma og pabbi eru bæði heima að bíða eftir stelpunni sinni og Lilleman er enn svo lítill að hann getur ekki verið úti að leika.

JU: En ég á ekki heima á Leifsgötu tuttuguogátta, ég er flutt í nýtt hús langt í burtu.  Ég ætla bara að vera hjá ykkur.

Hb: Núna ferðu heim elskan en á laugardaginn kemurðu og þá er frí í leiksólanum og þá máttu gista.

JU: Það ER laufardagur kjáni, ertu búinn að gleymaðí?

Ég hef ekki áhyggjur af að þessi unga stúlka geti ekki komið fyrir sig orði í framtíðinni.

Og svo sagði hún mér á fimmtudaginn að Franklín Máni Addnason hafi "bint" hendina á henni og hún hafi fundið til en ekki lengur.

Amman: En þá verð ég að skamma hann Franklín er það ekki?

JU: Nei amma, fóstran gerðiða.  Hann er alveg orðinn góður núna.

Jájá, annars góð bara.

Gleðilegan laugardag.

Later.


Að hanga saman á munni eða mjöðm

Ef Baldur Guðmundsson, annar höfundurinn að mér hefði haft forsetaembættið til að bjóða sig fram í og komast þar með í leyniþjónustumenn til að gæta þeirra sjö dætra sem hann á heiðurinn af, þá bölva ég mér upp á að hann hefði gert það.

Svipurinn á honum þegar kæróarnir komu upp að húsinu var ekki blíðlegur.

Þannig að maður hætti  bara að taka þá heim að húsinu - ekki flóknara en það. 

Geymdi þá í næstu götu bara.

En nú er ég hér vestur í bæ með útsýni í allar áttir, þ.e. ef það væri ekki orðið svona fjári dimmt og ég sit hér vafin innan í teppi og er að reyna að venjast apple tölvu barnabarnsins.

Ég er í rauninni orðin afskaplega íhaldssöm.

Þegar ég fékk mína fyrstu tölvu 1986 eða 7, Makka auðvitað, þá hefði ég svarið fyrir að ég ætti eftir að nota annað.  En svona er lífið.

Og núna rembist ég eins og rjúpan við staurinn og reyni að láta mér lynda við mína fyrstu ást sem hefur auðvitað farið töluvert fram bæði í þroska og útliti og ég veit að það á eftir að smella.

Rétt eins og það gerði með mig og húsband sem héngum saman á munninum í denn, fórum í sitthvora og erum núna samvaxin á mjöðm.

Þess má geta í forbífarten að sama húsband lenti í Obama, ég meina föður mínum hérna um árið þegar honum var sagt að bíða úti eftir mér.  Mér fannst maðurinn hafa sloppið vel.

En hvað um það.

Þessi færsla var frá toppi tilverunnar í besta bæjarhluta Reykjavíkur.

Síjúgæs.


mbl.is Hótar að siga leyniþjónustunni á kærastana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djúpar samræður á dada-ísku

 krummi2

Í morgun hefur mér verið skemmt af litlum sjö mánaða kút sem heitir Hrafn Óli og þar sem skólinn hjá mömmunni er byrjaður og pabbinn á hljómsveitaræfingu, þá tók ég yngsta barnabarnið og passaði það.

Á því hef ég lært ýmislegt.

Ég veit núna að að það er í raun nóg að geta sagt dadada í hinum ýmsu tóntegundum til að gera sig skiljanlegan.

Dadada (rómablítt og smá væmið í fallegri merkingu þess orðs): Mér líður vel amma.

Dadada (ákveðið en samt með smá húmor): Amma, ætlarðu að knúsa mig í klessu, kommon ég er ungabarn!

Dadada (ergilegt og alveg á gargmörkunum): Ég hef ekki sofið síðan ég vaknaði kl. 7 kona, komdu mér í vagninn, núna! 

Dadada (yfirpáta pirringslegt og skerandi): Ég er svangur, hvað get ég sagt, mig vantar graut, nema auðvitað að það sé boðið upp á annað.

Og svo lékum við okkur, barn er kominn í skriðstellingu þ.e. að segja núna skríður hann afturábak.

Skelfing er ég heppin að eiga svona skemmtileg barnabörn.

Krúttkrampi

En nú er það Westurbærinn, elsta barnabarn bíður.

Hírækomm.

 


Með gigg í Vesturbænum

Þessa sumars verður minnst sem ferðasumarsins mikla hér á þessu heimili.

Og það án þess að farið hafi verið í eitt einasta alvöru ferðalag.

Ferðirnar eru á milli bæjarhluta ofkors en í því liggur öll þessi móbilisering.

Í síðasta mánuði vorum við á Leifsgötunni að passa íbúð og kött meðan Sara og fjölskylda voru í Sverige hjá tengdós.

Og nú er það Vesturbærinn.  Á mánudaginn ætlum við að flytja á ákveðna götu hvar við munum halda elsta barnabarninu honum Jökkla selskap á meðan móðir plús kærasti spássera um götur bæja og borga á Ítalíu.

Minn heittelskaði segir að við séum með gigg í Vesturbænum og mér finnst það vel til fundið að nota bransamál um verkefnið.

Mér finnst sko ekki leiðinlegt að vera á leiðinni í minn elskaða Vesturbæ, hvar ég dvaldist stóran hluta ævi minnar.

Mér líður hvergi betur í þessari borg.

Og svo er Jökull góður félagsskapur, lyktin er góð, útsýnið fallegt og lífið eitt eilífðar kertaljós.

Er hægt að biðja um meira?

Ég veit það ekki en ég er farin að útbúa giggið.

Síjúgæs.


Budda tæmd - "Say no more"

Ég var ekki búin að blogga um stórkostlega IKEA-ferð fjölskyldunnar í vikunni.

Helmingur okkar er ekki sérstaklega hrifinn af versluninni "þar sem heimilið á heima".

Sumar við tvær, Sara og ég eru hins vegar nokkuð hamingjusamar með sömu verslun.

Ég fór með miða, týndi honum en aldrei þessu vant mundi ég eftir að kaupa það sem hafði mótíverað ferðina. 

Og Hrafn Óli var með og þegar maður er 7 mánaða þá er IKEA-ferð "walk in the park".  Húsband sá um barn sem "talaði" hátt og skýrt dadada og sriggeliggelú alla leiðina í gegnum þessa endalausu verslun.

En auðvitað rataði hellingur ofan í körfuna sem ég hafði ekki haft grænan grun um að ég gæti ekki verið án fyrr en ég sá það.

En ég keypti gardínur og allskonar fyrirkomulög í búðinni hans Ingvars og kom hlaðin heim ansi mörgum þúsundköllum fátækari eins og lög gera ráð fyrir.

Ég ætla nefnilega ekki aftur í bráð.  Birgði mig upp af allskyns óþarfa.

Hvað er þetta með mig og búðir? 

Það er eins og að ferðast á milli landshluta gangandi að fara í gegnum þessa verslun.  Hún er stór, full af allskyns og það tekur orku.  Fleiri kílómetrar voru lagðir að baki þennan dag.

Svo var það vís kona sem sagði mér EFTIR að ég kom heim, að það væru til flýtileiðir.

Jájá, en ég keypti kerti.

Það eru akkúrat þau sem mig sárlega vantar núna þar sem ég vafinn inn í eitthvað IKEA-teppi, sjálfandi úr kulda.

Lífið gæti varla verið betra.  Þetta verður mín Menningarnótt og ég ræð tónlistinni.

Úje


mbl.is Tónlistin ómar á Menningarnótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástarjátning

 Á laugardagskvöldi í ágúst:

Jenný Una: Amma þú ert amma mín og Lilleman og Jökuls og Oliver en ekki amma hennar Söru Kamban?

Amman: Alveg rétt skottan mín.

JU: En amma ég er eina stelpan þín eþeggi?

A: Jú, alveg rétt.  Þrír strákar og ein stelpa.

JU: Ég er mjög góð stelpa og ég klípir ekki börnin á leikskólanum og ekki á róló. Ég hendir ekki sandi í Franlín Mána Addnason viljandi.  Bara óvart stundum!

A: Nei þú ert svo góð stúlka (W00t).

JU: Ég elska þér amma og líka Einar minn.  Mest í heimi!

A: Orðlaus aldrei þessu vant.  Úff.

sumarstúlkan Jenný

Ís og sænska sumarið - toppurinn

lilleman

Hrafni Óla finnst ekki leiðinlegt í sænska sumrinu!

pixupartí

Og við heimkomuna frá Svíþjóð var boðið í "píxupartí"

Og nú er amman þotin í IKEA.

Úff og lagó.


Þegar hamingjan slær mig í hausinn

 hopp

Stundum, á venjulegum degi, þegar ekkert er að gerast sem ætti að hífa mig upp eða draga mig niður, verð ég fyrir upplifunum.

Ég verð óstjórnlega hamingjusöm yfir lífinu og því sem ég hef.  Finnst ég heppnust á jarðríki.

Þetta gerðist í dag, óforvarandis og ég varð algjörlega alla leiðina steinhissa.

Áður fyrr, í gamla lífinu, var ég stöðugt hrædd.  Mismikið en ég óttaðist stöðugt að eitthvað slæmt myndi gerast.  Ég eyddi tímunum saman í að raða því upp í höfðinu á mér hvað gæti gerst og hvernig ég ætti að bregðast við.  Þetta tók tíma, ég gerði fátt annað enda ekki til stórræðnanna bullandi veikur alki í alvarlegu þunglyndi.

Það er alveg svakalegur ágangur á orkubúskapinn að vera hræddur, svo ég tali nú ekki um skelfingu lostinn.  Algjörlega full vinna að standa í því.

Að lifa stöðugt í skelfingu er merki um að viðkomandi upplifi sig algjörlega varnarlausan fyrir öllu, litlu sem stóru.

En..

Svo varð ég edrú og mér til mikillar furðu hætti ég að vera hrædd, hætti að reikna með því versta og það merkilega gerðist - hamingjan fór að slá mig í hausinn nokkuð oft og reglulega.

Nú mætti maður ætla að ég væri beisíklí orðin vön því að gleðin yfir lífinu hertaki mig upp úr þurru - en nei - ég er alltaf jafn hissa.

Og það var sem sagt í dag, þegar ég var að þvo upp og tuða inni í mér um klikkunina í borginni þessa dagana, að ég var nálægt því slegin í gólf af eintómri lífsgleði.

Kannski er þetta fyrst mögulegt þegar vistin í skugganum er búinn að vera svo löng að það virðist ekki vera afturkvæmt þaðan.

Ég veit það ekki en mikið rosalega er hipp og kúl að vera glaður.  Vont samt að hafa náð þessum selvfölileghet svona seint.

En á morgun ætla ég að vaða á minni gleðigöngu milli rekkanna á friggings IKEA gott fólk.

Og þessi viðkvæmni sem hér hefur verið skráð og vottfest verður ekki sýnd aftur í bráð.

Ekki láta ykkur dreyma um það.

Ég segi eins og kerlingin; you cought me at a week momentDevil

Væmnisjöfnun verður birt síðar.

Úje


Maya og árin þrjátíu

20080415134755_1

Í dag á þessi falleg stúlka afmæli.  Hún er þrítug.  Þarna er afmælisbarnið með manni og barni.  Hún ber ekki árin sín utan á sér hún María Greta, en það eru pottþétt 30 ár síðan hún kom í heiminn, nánar til tekið á Fæðingarheimilinu í Reykjavík.

Maya er sæt og góð, dugleg og ákveðin.  Hún er sennilega á leiðinni til Hong Kong í næsta mánuði til að opna nýja Arrogant Cat búð og Oliver og Robbi fara væntanlega með.

Elsku Maysa mín innlega til hamingju með daginn þinn.  Það er á svona dögum sem mamma þín er frekar ósátt við að hafa þig í London og geta ekki knúsað stelpuna sína á þessum stóra degi.

En ég elska þig ljósið mitt.

Kveðjur frá okkur á kærleiksheimilinu.

IMG_3619

Snökt.

 

 


Tóm í hjarta

Oliver flaug með afa sínum heim til London í gær.

Við amma-Brynja vorum sammála um að það væri tóm í hjartanu þegar þessi elska er farinn.

Ég talaði við hann áðan í símanum og hann var á leiðinni út með afa sínum.

Oliver kom og gisti hjá okkur ásamt Jenný Unu og þau frændsystkinin skemmtu sér (og okkur) konunglega.  Þau voru svolítið að prakkarast og þegar við fórum til langafa og langömmu í Snælandinu keyptu þau kók og prins til að gefa langafa.

Svo borðuðu þau prinsinn fyrir afann enda ekki á hverjum degi sem maður kemst í nammi og það á virkum degi.  Afinn var alveg sáttur við það.

Oliver sagði nefnilega við afann: I need this nammi, I´m actually very hungryWink.

Svo faðmaði hann langafa með súkkulaðismurðum höndum og það fannst Jenný Unu mjög sniðugt og hún hló og hló.

Hér eru svo nokkrar myndir frá vikunni sem leið af Londonbarninu.

olíolí 4

olí 3olí 5

gunnur

Maður fór í bað og svo kíkti maður við í Ikea með ömmu-Brynju og Gunni bestufrænku.  Jájá.  Nóg að gera.

Og í kvöld kemur Jenný Una og skemmtir hérna við hirðina.

En Oliver er "actually" farinn.  Því miður.  En svona er lífið.

Dæs.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband