Leita í fréttum mbl.is

Þegar hamingjan slær mig í hausinn

 hopp

Stundum, á venjulegum degi, þegar ekkert er að gerast sem ætti að hífa mig upp eða draga mig niður, verð ég fyrir upplifunum.

Ég verð óstjórnlega hamingjusöm yfir lífinu og því sem ég hef.  Finnst ég heppnust á jarðríki.

Þetta gerðist í dag, óforvarandis og ég varð algjörlega alla leiðina steinhissa.

Áður fyrr, í gamla lífinu, var ég stöðugt hrædd.  Mismikið en ég óttaðist stöðugt að eitthvað slæmt myndi gerast.  Ég eyddi tímunum saman í að raða því upp í höfðinu á mér hvað gæti gerst og hvernig ég ætti að bregðast við.  Þetta tók tíma, ég gerði fátt annað enda ekki til stórræðnanna bullandi veikur alki í alvarlegu þunglyndi.

Það er alveg svakalegur ágangur á orkubúskapinn að vera hræddur, svo ég tali nú ekki um skelfingu lostinn.  Algjörlega full vinna að standa í því.

Að lifa stöðugt í skelfingu er merki um að viðkomandi upplifi sig algjörlega varnarlausan fyrir öllu, litlu sem stóru.

En..

Svo varð ég edrú og mér til mikillar furðu hætti ég að vera hrædd, hætti að reikna með því versta og það merkilega gerðist - hamingjan fór að slá mig í hausinn nokkuð oft og reglulega.

Nú mætti maður ætla að ég væri beisíklí orðin vön því að gleðin yfir lífinu hertaki mig upp úr þurru - en nei - ég er alltaf jafn hissa.

Og það var sem sagt í dag, þegar ég var að þvo upp og tuða inni í mér um klikkunina í borginni þessa dagana, að ég var nálægt því slegin í gólf af eintómri lífsgleði.

Kannski er þetta fyrst mögulegt þegar vistin í skugganum er búinn að vera svo löng að það virðist ekki vera afturkvæmt þaðan.

Ég veit það ekki en mikið rosalega er hipp og kúl að vera glaður.  Vont samt að hafa náð þessum selvfölileghet svona seint.

En á morgun ætla ég að vaða á minni gleðigöngu milli rekkanna á friggings IKEA gott fólk.

Og þessi viðkvæmni sem hér hefur verið skráð og vottfest verður ekki sýnd aftur í bráð.

Ekki láta ykkur dreyma um það.

Ég segi eins og kerlingin; you cought me at a week momentDevil

Væmnisjöfnun verður birt síðar.

Úje


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hvað er að þessari hamingju? Þarf hún að slá þig í hausinn? Hvað varð um appelsínur í poka?

Hrönn Sigurðardóttir, 20.8.2008 kl. 00:17

2 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

þetta er ekki væmni, þetta er auðmýkt og hún kemur þegar maður missir kúlið og hættir að vera óttasleginn og hrokafullur (sem eru í minni bók tvær hliðar á sama peningi ... alkapeningnum) ... sárt fyrst, en svo venst það smátt og smátt ... takk fyrir að minna mig á

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 20.8.2008 kl. 00:18

3 Smámynd: Linda litla

Mig vantar slatta af hamingju.... ekki fæst hún í Bónus..

Góða nótt.

Linda litla, 20.8.2008 kl. 00:22

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hamingjan er gjöf til þeirra sem ekki leita eftir henni

Hrönn Sigurðardóttir, 20.8.2008 kl. 00:40

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hamingja er hugarástand og hefur lítið með annað að gera, ég er þó ekki að gera lítið úr erfiðleikum, mín reynsla er sú að það er hægt að vera happý þrátt fyrir erfiðleikana.....Ég eyddi árum í að hlúa að áhyggjunum eins og þær væru fjöregg....alveg þangað til ég áttaði mig á því að áhyggjur sjá um sig sjálfar....Jenný mín til hamingju með lífið.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 20.8.2008 kl. 02:13

6 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Betra er seint en aldrei og ég vona að þú fáir mörgum sinnum högg í hausinn af hamingju og gleði.

Ég ætla líka að leyfa mér að dreyma um fleiri svona ógeðslega væmnar færslur.

Elísabet Sigurðardóttir, 20.8.2008 kl. 02:40

7 identicon

Been there!

Skil þig 100%

Edruknús á þig.

Einar Örn Einarsson (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 02:55

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

uss, stórvarasöm þessi hamingja og gættu þín líka á guði. hann getur verið lúmskur sá

Brjánn Guðjónsson, 20.8.2008 kl. 02:57

9 Smámynd: Tína

Megir þú hreinlega rotast af hamingju hjartans Jenný mín. Guð einn veit að þú átt það fullkomlega skilið.

Sé þig fyrir mér eins og tjellingin í Sound of music, dansandi og syngjandi milli fríggens rekkana í IKEA  SHIT

Skemmtu þér vel í dag yndislega kona.

Tína, 20.8.2008 kl. 05:56

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta að vera ekki búin að glata "hissunni" yfir "rothöggunum" er mjög gott og heilbrigt

Jónína Dúadóttir, 20.8.2008 kl. 07:25

11 Smámynd: Dísa Dóra

ohhhhh hvað ég þekki mig í þessum skrifum.  Held líka að ég njóti hamingjunnar í dag svo mun betur vegna erfiðu áranna sem ég upplifði hér áður - munurinn er svo greinilegur og gígantískur að maður verður bara hamingjusamur af því að uppgötva hann

Dísa Dóra, 20.8.2008 kl. 08:30

12 Smámynd: Brynja skordal

Til hamingju með hamingjuna knús inn í þennan Hamingjudag

Brynja skordal, 20.8.2008 kl. 08:53

13 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Mér finnst þetta bara ekkert væmið Jenný mín.  Gott að finna til hamingjunnar innra með sér öðru hvoru.  Til hamingju með það!  Veit ekki hvort þú ættir að hlaupa í friggings IKEA í dag, alla vega mundi það skemma daginn fyrir mér. 

En þú sterka kona lifir það af eins og allt annað ekki satt. 

Ía Jóhannsdóttir, 20.8.2008 kl. 08:55

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk öll fyrir fallegar kveðjur.  Þær gleðja mig.

Ía: Ég verð að fara í Ikea í dag, engin undankoma.  Þannig að ég geri mér mat úr því bara.

Og Brjánn: Guð þvælist ekki fyrir mér í dagsins önn.  Híhí.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.8.2008 kl. 09:19

15 Smámynd: Hulla Dan

Hamingjan er besta víman

Elska þegar þú verður "væmin"

Knús og kossar.

Hulla Dan, 20.8.2008 kl. 09:21

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.8.2008 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 2985770

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband