Leita í fréttum mbl.is

Með gigg í Vesturbænum

Þessa sumars verður minnst sem ferðasumarsins mikla hér á þessu heimili.

Og það án þess að farið hafi verið í eitt einasta alvöru ferðalag.

Ferðirnar eru á milli bæjarhluta ofkors en í því liggur öll þessi móbilisering.

Í síðasta mánuði vorum við á Leifsgötunni að passa íbúð og kött meðan Sara og fjölskylda voru í Sverige hjá tengdós.

Og nú er það Vesturbærinn.  Á mánudaginn ætlum við að flytja á ákveðna götu hvar við munum halda elsta barnabarninu honum Jökkla selskap á meðan móðir plús kærasti spássera um götur bæja og borga á Ítalíu.

Minn heittelskaði segir að við séum með gigg í Vesturbænum og mér finnst það vel til fundið að nota bransamál um verkefnið.

Mér finnst sko ekki leiðinlegt að vera á leiðinni í minn elskaða Vesturbæ, hvar ég dvaldist stóran hluta ævi minnar.

Mér líður hvergi betur í þessari borg.

Og svo er Jökull góður félagsskapur, lyktin er góð, útsýnið fallegt og lífið eitt eilífðar kertaljós.

Er hægt að biðja um meira?

Ég veit það ekki en ég er farin að útbúa giggið.

Síjúgæs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bouncy 2  Bouncing Hearts Bouncy 2 

Ásdís Sigurðardóttir, 23.8.2008 kl. 23:44

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha gigg í Vesturbænum. Góður. Kysstu hann, sem þvælist með kellu um allar jarðir í misvel borguð gigg, frá mér

Jóna Á. Gísladóttir, 23.8.2008 kl. 23:53

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Er Jón Arnar þá að tala um að mútta vinni í vesturbæjarlauginni? Nú fer ég að skoða

Jóna Á. Gísladóttir, 23.8.2008 kl. 23:54

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Þetta er ótrúleg nægjusemi Jenný mín en alveg nýtt gig...I love it.

Verst hvað ég er byrjuð að fá mikið flashback á black light, eftir að þú breyttir um lit. En mér finnst samt alveg jafn vænt um þig og er á leiðinni í hvíldina eftirviðburðaríkan góðan dag.

Eva Benjamínsdóttir, 23.8.2008 kl. 23:59

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Við verðum þá grannar í gigginu... Ég sé ýmsa möguleika í stöðunni! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.8.2008 kl. 00:16

6 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 24.8.2008 kl. 01:52

7 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Góð, flott að geta brotið svona upp hversdagslífið.

Ester Sveinbjarnardóttir, 24.8.2008 kl. 03:31

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 24.8.2008 kl. 06:12

9 Smámynd: María Guðmundsdóttir

gott gigg hljómar vel , efast ekki um ad thid hafid thad gott.

María Guðmundsdóttir, 24.8.2008 kl. 06:31

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég með mitt heilsufars-og megrunar,,kjaftæði" á heilanum .. hélt sem snöggvast að Lára Hanna væri að segja að þið væruð báðar mjóar í gigginu  .. en þið hafið s.s. verið (ná)grannar í gigginu..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.8.2008 kl. 07:37

11 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús á þig og þínaáttu góðan sunnudag mín elskulegust

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.8.2008 kl. 08:43

12 Smámynd: Helga Dóra

Gangi þér vel í flutningunum.... Alltaf  gaman að fá gigg....

Helga Dóra, 24.8.2008 kl. 08:51

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Alltaf í boltanum ?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.8.2008 kl. 08:53

14 Smámynd: Laufey B Waage

Velkomin í vesturbæinn. Hann er klárlega bestibærinn. Skil ekki af hverju þú flytur ekki alveg.

Laufey B Waage, 24.8.2008 kl. 08:56

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já stelpur mínar er á leiðinni vestur í bæ.

Kannski rekst ég á ykkur.

Lára Hanna: Við hringjumst á.

Jóna: Kyssi hann frá þér honní.

Laufey: Það endar með því að ég flyt heim. Hehe ofan úr Gólan.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.8.2008 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2985786

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.