Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Áföll í hita leiks

 ofbrún

Jössess hvað maður er búinn að vera intúitt í pólitíkinni.  Varla getað sofið, borðað eða hugsað. Eða svona næstum því.

Og þegar þannig er ástatt þá gerast hlutir og ég er að segja ykkur satt og alls ekki að ljúga.

Í gærkvöldi var ég á hlaupum, man ekki af hverju en sennilega hef ég verið að passa mig á að missa ekki af fréttum úr borginni í sjónvarpinu.

Og hendurnar á mér voru ó svo þurrar að það brakaði og brast í þeim vegna næringarskorts.

Ég stökk inn bað og makaði kremi á mínar fögru meyjarhendur og það sem umfram var af kremi fór í andlitið á mér.

Svo stökk ég inn í stofu mundi að ég var búin að lofa að hringja á ákveðinn stað, greip símann (eða það hélt ég) og það tók dálítinn tíma fyrir mig að fatta að það er ekki hægt að hringja með fjarstýringunni. Hm..

Og í morgun voru hendurnar á mér brúnflekkóttar og andlitið líka.

Hver í andskotanum fékk mig til að kaupa brúnkukrem? 

Já og ekki orð...........


Er hann alki?

 p

Eftir að ég fór í meðferð og ákvað að fara ekki með það eins og mannsmorð, lenti ég nokkrum sinnum í að missa mig í þá regin vitleysu að reyna að svara fólki sem bar það undir mig hvort þessi eða hinn, sem drykki svona eða hinseginn, gæti verið alki.

Það er nefnilega þannig að margir halda að óvirkir alkar séu sérfræðingar í alkóhólisma.

Eins og það sé alkóhólismi 201 áfangi á Vogi og í eftirmeðferðinni.

Ég sem sé steig inn á þetta sprengjusvæði fyrstu misserin eftir að ég varð edrú og reyndi að svara eftir bestu getu.

Það leið ekki langur tími þangað til að ég áttaði mig á að þetta var pottþétt leið til að losna við vini og kunningja, þ.e. að segja þeim hvað mér fannst um drykkjumynstur þessa og hins af því ég var þráspurð og svo var ég pínulítill og hrokafullur meðferðarfulltrúi í hjartanu.  Var svolítið í því að trúa að ég væri fullnuma í þessu lífsverkefni (vá hvað ég var úti á túni).

Og ég hætti að svara. Sem betur fer segi ég því ég veit ekkert um alkaóhólisma annars fólks og rétt svo að ég nái utan um minn eiginn.  Ég næ því sem ég þarf að ná, ég get ekki drukkið, ekki tekið lyf eða önnur efni sem virka á miðtaugakerfið og ég veit að ég þarf að gera ákveðna hluti til að vera í bata og þarf að vinna að batanum á hverjum degi.

Lengra nær mín kunnátta ekki, enda dugir hún mér einn dag í einu. Fólk á brauðfótum á að læra að ganga áður en það fer að hlaupa víðavangshlaup.

Til að gera langa sögu stutta þá er ég ekki til viðtals um hvort þessi eða hinn sé alki.  Bara alls ekki.

En sumir eru ekki á því að gefast upp.

Dæmi: Ring-ring.

Hæ, gússígússi þetta er Lúlla Lalla (eða þannig) heldurðu að kallinn minn sé alki?  Hann drekkur sóandsó, svona oft og er sóandsó eftir fyllerí.

Ég: Ég bara veit það ekki.  Það sem skiptir máli er hvort honum finnist það sjálfum.  Ekki hvað mér eða þér finnst.

Lúlla Lalla (æst): Og á ég að bíða eftir því að hann ákveði að hann sé alki, það verður aldrei hvað er að þér kona, ertu ekki alki sjálf, ætlarðu ekki að leiðbeina mér??????

Ég: Nei ég veit ekkert meira en þú.  Maðurinn þinn er sá eini sem þarf að svara þessari spurningu fyrir sjálfan sig held ég. (Segi síðan konunni frá göngudeild SÁÁ og leynisamtökum fyrir aðstandendur).

Lúlla Lalla (farin á límingum og raddböndum):  Jájá, er ÉG vandmálið?  Á ÉG að leita mér hjálpar?Svona eruð þið þessir alkar, alveg eins og helvítið hann Lalli og nú þú.  Þið eruð að drepast úr eigingirni, hugsið bara um ra..... á sjálfum ykkur.  Djöfull sem alkahólistar eru leiðinlegt og sjálfsupptekið fólk. 

Skellir á.  Búmm Pang.

Einhvernveginn svona getur þetta gert sig- en slétt sama boðskapur færslunnar er sá að maður á ekki að vasast í annarra manna alkóhólisma.

Það kann ekki góðri lukku að stýra.

Æðruleysi, æðruleysi.

Lalalalalalala  er meirihlutinn sprunginn rétt á meðan ég bloggaði þennan vísdóm?

Nefndin.

 

 


Nálgunarbann án dóms - já takk

main 

Ef kona verður fyrir heimilisofbeldi og hringir í lögreglu þá getur lögreglan boðið upp á einn möguleika.

Hún getur boðið konunni að fara með hana (og börnin þar sem þau eru inni í myndinni) í kvennaathvarf eða til ættingja/vina.

Svo getur konan auðvitað verið áfram heima með ofbeldismanninn inni á heimilinu því það er ekki til siðs í flestum tilfellum að fjarlægja þá enda eru þeir margfrægir fyrir rólegt og yfirvegað fas rétt á meðan að laganna verðir eru á staðnum.

Því miður er það oft þannig að kona treystir sér ekki út af heimilinu vegna barnanna eða að hún er ekki tilbúin að leggja harma sína á borðið fyrir einn né neinn.

Ég get bara reynt að ímynda mér þá erfiðu stöðu að þurfa að rífa börnin sín upp að kvöldlagi (oftast) og rjúka með þau út í nóttina til viðbótar við þá skelfingu sem ofbeldið er.

En í Austurríki byrja þeir á réttum enda.  Þeir fjarlægja ofbeldismanninn af heimilinu og svo er honum boðið upp á aðstoð við að gera eitthvað í sínum málum.

Auðvitað á ofbeldismaðurinn að víkja.  Ekki spurning.

Nálgunarbann á að setja á manninn þar til dómur gengur og bara eins lengi og þörf er á.

Þessu er Kolbrún Halldórsdóttir þingkona VG búin að vera að reyna að breyta í nokkur ár en hún hefur hingað til talað fyrir daufum eyrum.  Það hefur verið hlegið að henni.  Hahahaha, svo klikkuð hún Kolbrún að láta sér detta í hug að svona aðgerðir þurfi hér í landi hamingjunnar.

Og nú er hindrunin sjálfur dómsmálaráðherrann Björn Bjarnason.  Hann er á móti austurísku leiðinni.  Er ég hissa?  Ónei.

BB er myndbirting hins karllæga valds sem mikið var rætt um hér í gær.

Vér konur munum fylgjast grant með örlögum frumvarpsins um austurísku leiðina.

Vanda sig, framkvæma og það án tafar.

Áfram Kolla!

Hér er færsla um málið.

Hér.

Svo ég tali nú ekki um þetta.

 

 


mbl.is Vill nálgunarbann án dóms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglissýki eða húmor?

Ég er ekkert sérstaklega upptekin af því hvað verður um eftirstöðvarnar af mér þegar ég er öll.

Ég held að þetta hylki sem við skiljum eftir skipti litlu eða engu máli upp á framhaldið sem ég vona að sé í ljósinu, án þess að ég ætli að fara að missa mig í að segja hvað ég held um þau mál öll.

En lík fólks er kannski fyrst og fremst mikilvægt fyrir þá sem eftir lifa.  Fólk leggur mikið á sig við að kveðja ástvini sína með virðingu og viðhöfn.

Þess vegna gapti ég þegar ég sá þessa auglýsingu.

lík

Kanski er þetta húmor "listamannsins" sem hann er að borga fyrir í formi auglýsinga en ég sá viðtal við hann í gær á RÚV og þar var hann allur einn bissniss í framan og sagði að ef hann fengi ekki aðgang að líkum þá myndi hann leita annað.  Þá væntanlega út fyrir landsteinana.

Svo hjó ég eftir að hann ætlar að skila líkunum til útfararþjónusti strax eftir notkun í SAMA ástandi.

Halló, ætlar hann að fara að fikta í líkunum, sminka þau, klæða þau í furðuföt?

Það fer um mig hrollur.

Frekar ósmekklegt af manninum þykir mér.  Kannski er hann athyglissjúkur.  Þetta vekur að minnsta kosti eftirtekt.

Ætlaði hann ekki að bjóða sig fram til forseta þessi fýr?

Úff.


Klígjufærsla - varúð, ekki fyrir viðkvæma

 fishshoes

Gvöð og Ésús það eru allar lífverur í hættu vegna kynsjúkdóma.  Ostrurnar í Frans eru með herpes.  Deyja í milljarðatali.  Stundum langar mig ekki til að fá fréttir af vissum hlutum, ég er svo klígjugjörn. Það kallar á dúndrandi þankastorm yfir það sem gerir mig græna að innan og utan.

Og eitt leiðir af öðru.  Nú verð ég að blogga um klígjugirnina sem ég þjáist af og hef fengið í arf frá föður mínum.  Þessi löstur er að ná sjúklegum hæðum þessa dagana.  Ég er í alvöru að hugsa um að leita mér hjálpar.

Ég hef reyndar bloggað um klígjugirni áður.

Innmatur fær mig til að flytja mig milli bæjarfélaga ef ég frétti af sláturtöku á Reykjavíkursvæðinu.

Soðin ýsa gerir mig græna í framan, hún hristist öll eitthvað svo djellólega.  Og lyktin ómæómæ.

Klósett í öðrum húsum nema hjá fólki sem ég treysti - ég fer ekkert út í  það hér.

Lýsi, þið sem lesið síðuna mína vitið að ef húsband skellir flöskunni í ísskápinn þá - skipti ég um fjandans ísskáp eða allt að því.

Kokteilsósa, veinveinvein, hafið þið séð þegar maður setur disk í vaskinn og það kemur á hana vatn?  Ekki það nei?  Sleppið því.

Borðtuskur liggjandi notaðar á glámbekk - don´t get me started.

Svo eru aðrir hlutir sem eru svo geðveikislegir að ég get ekki sett það á blogg.  Hélt einhver að ég færi að opinbera mínar verstu klígjur?  Nei, látið ykkur ekki detta það í  hug.

En undanfarnar vikur hefur verið fiskátak í gangi hér og það hefur innborið bakaðan og soðinn lax.  Namminamm og ég komst framhjá klígjunni. 

Steikt rauðsprettuflök jájá, nokkuð góð þar.

Steikt ýsa upp á gamla mátann ekki spurning, rann ofan í hirðina alveg vandræðalaust.

En nú eftir lestur þessarar fréttar um ostrufararaldurinn er gamla fiskiklígjan kominn í hálsinn.

Ferlegur viðbjóður er þetta.

Saltfiskurinn er næstur.  Baccalo með lekanda og Steinbítur með sárasótt.

Ég er að segja ykkur að þetta er að myndbirtast fyrir augunum á mér.

Annars bara góð.

Later í regnbogans litum.


mbl.is Franskar ostrur deyja úr herpes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spenna og tilhlökkun - úje

Stundum þegar eitthvað stendur til er ég eins og barn á jólunum.  Að kafna úr spennu og tilhlökkun.

Það er í gangi núna, ójá.

Lítill snáði kemur til landsins í kvöld með ömmu-Brynju og pabba sínum og hann ætlar að vera hér í viku og svo fer afinn með hann aftur til London.

20080729140824_0

Mayan kemst ekki að þessu sinni, en það verður ekki á allt kosið.

Jenný Una sagði við mig í símann áðan frá Svíþjóð að hún ætlaði að flýta sér í fluvvélina til að leika við OlivÉr og hann má alveg klappa kisan mín.  Þannig að það verður mikið fjör og læti þegar þau hittast Oliver og hún.

Amman er í spreng.

Farin að taka blóðþrýsting.  Nei, nei, farin að smóka.

20080729175158_11

Jökull getur farið að kenna frænda sínum á gítar. Jájá.


Morgunþula

Ég vaknaði klukkan sex alveg óforvarandis og skildi ekki hvað var að gerast.

Var þetta aldurinn, eða af því mig dreymdi vatnsmelónur og jarðskjálfta sem aldrei ætlaði að ganga yfir?  Nei, nei, það held ég bara ekki en ég vaknaði samt og mig langaði að lifa smá og eyða ekki tímanum til einskis.

Og ég hugsaði með mér hvað ertu að vakna svona kona fyrir allar aldir, ertu manísk eða hrædd við að missa af einhverju og já mér fannst það.  Allt getur gerst snemma að morgni eins og t.d. það að meirihlutinn í borginni gæti sprungið annað eins hefur nú gerst og þá væri leim að sofa það af sér en svo er hitt að hann gæti sprungið um miðja friggings nótt þegar ég svæfi hvort sem er og hann gæti líka sprungið á meðan ég pissa þannig að í kringum það verður ekki komist. Svo gæti ríkisstjórnin sprungið úr aðgerðarleysi og ég vil ekki missa af því heldur.

Og þá fór ég bara að blogga. 

Ég er alltaf svo meyr snemma að morgni ef ég vakna ekki útsofin.  Verð væmin og dramatísk.  Ég eyddi góðri stundu í að hafa áhyggjur af fólkinu í Kína sem var hent út heima hjá sér og ástandinu í Afríku sem ég get ekki gert neitt í.

Ég átti helvíti bágt þarna á tímabili ég sver það og það segir mér ákveðna hluti.

Að mér færi betur að sofa lengur í hausinn á mér í stað þess að mæla veggina og gera sjálfa mig sorgmædda algjörlega að nauðsynjalausu. 

Vá ég er biluð.  En það er til lækning við því.

Ég fer og sef aðeins meira og svo vakna ég og ríf kjaft fram eftir öllum degi.  Ég væmnisjafna, einfalt mál.

Úje og góðan daginn.


"Allt fínt bara"

Það eru skemmtilegir tímar framundan hjá mér.  Skemmtilegasta fólkið í lífi mínu verður allt saman komið á landinu í vikulok.

Jökull, elsta barnabarnið kom frá Króatíu og öðrum nálægum löndum, á sunnudaginn.

Oliver kemur frá London á fimmtudaginn í fylgd pabba síns og ömmu-Brynju og hann verður í viku.

Og á föstudaginn koma Jenný Una og Hrafn Óli (Lilleman) frá Svíþjóð með foreldrum sínum eftir hálfsmánaðar dvöl í heimalandi pabbans í jöfnunni.

Ég er öfundsverð kona.

Í dag ringdi lítil stúlka í ömmu sína frá Svíþjóð og hafði margt að segja.

Hún hafði veitt frosk (sko einn frosk amma) í morgun, týnt blóm og bakað súkkulaðiköku með farmor.  "Amma ég kann alveg að baka svoleiðs aþþí þú kenndir mér það".

"Ég get ekki komið heim alleg skrass amma ég þarf að vera líka hjá farmor og farfar". (Amman hlýtur að skilja að barn þarf að skipta sér á milli aðdáenda).

Og hún hélt áfram.

"Amma það var stór fluga sem reyndi að drepa mömmu mína".W00t

Amman: Og hvað sagði mamma þín þá?

Jenný: Allt fínt bara.

Og amma, það er vondur maður í skóginum sem stelir börnum.  Farmor sagði mér þa þegar við var að týna ber fyrir klukkutíma! (Klukkutími þýðir að það er mjög langt síðan).

Amman: Og varstu ekki hrædd?

Jenný: Nei bara smá ég skammar hann bara.  En amma ég kem bráðum heim með fluvvélinni.  Þú verður mjög glöð.  Þá ætla ég að vera hjá ykkur og fá nammi.  Ókei?

Amman kastaði sér í vegg haldin ólýsanlegu krúttkasti yfir öllu því smáfólki sem hefur komið inn í líf hennar yfirleitt.

Börn eru besta fólkið.


Þegar ég flutti inn mann

angel

Þar sem sumir lesendur þessarar síðu hafa borðið fram heitar óskir sínar um deitsögur þá læt ég í lítillæti mínu eina slíka fjúka hér á netið þrátt fyrir að ég muni aldrei verða söm eftir þá gjörð.

Ég geri bókstaflega allt fyrir vini mína og flest fyrir óvinina líka, eða myndi gera ætti ég þá og þeir bæðu mig.

Þegar er var tuttuguogeitthvað fráskilin, ung og síástfangin hitti ég minn BRETA.  Í London, nema hvað.  Hann var listamaður, málari, sætur og sexí, fannst mér þessi kvöld sem ég hékk með honum, en ég tek fram að klúbbarnir í London voru dimmir.  Þeir voru kertaljósadimmir.  Þið skiljið hvert ég er að fara.  Þetta varð nokkuð heitur rómans þarna í heimsborginni á milli búðarferða.

Og það var þá sem ég tók ákvörðun um að flytja inn mann.

Ók, ekki misskilja mig, við komum okkur saman um að hann kæmi til Íslands, byggi hjá mér til að byrja með og svona.  Maðurinn var ágætlega fjáður og gat séð um sig sjálfur sko.  Hann hét Choen en vissi ég að það nánast þýddi að maðurinn væri læstur sparibaukur?  Ónei.  Hann tímdi ekki að anda, maðurinn.  Ég get svarið það.

Og hann kom - sá og stórtapaði.  Ég þoldi ekki manninn í íslensku sólarljósi og var þar að auki búin að verða ástfangin tvisvar síðan ég kvaddi hann á flugvellinum hágrátandi vegna yfirvofandi aðskilnaðar.  Ég tek fram að ég elska dramatískar kveðjustundir á flugvellinum, minnir mig á Casablanca.

Og við settumst niður (lesist ég settist niður og grýtti honum í sófann á móti mér) og við ræddum saman. 

Til að gera langa sögu stutta þá gerði ég honum tilboð sem hann gat ekki hafnaðHalo

Hann fór svo að vinna í Ísbirninum, og síðan veit ég ekkert meira um þennan mann.W00t

Endilega ekki láta ykkur detta í hug að ég sé einhver Grimmhildur.

Þetta "varðaði" bara svona og æskan er grimm.

Nei og ég veit ekki hvers vegna hann valdi Ísbjörninn.

Guð fyrirgefi mér.

Ég er löngu búin að því.


Ég er ástfangin - púmm og pang - og?

 red-cupid

Ástarsorg er háalvarlegt mál.  Krísa sem er ekkert ósvipuð því að missa náinn ættingja, þ.e. þegar um löng sambönd er að ræða.

En..

það er ekki mín sérgrein þó ég hafi upplifað nokkrar svoleiðis þá voru þær eiginlega ekki alvöru með nokkrum sárum undantekningum.´

Þegar ég var ung og ör var ég ástfangin nánast á hverjum degi.  Af nýjum og nýjum sko.  Ástfengnin rann hinsvegar af mér jafn snögglega og hún heltók mig.  Búmm Pang.

Ég var að ræða það við gamla vinkonu (Eddu Agnars) um daginn hversu rosalega lítið þurfti til að ástarvíman rynni af manni þarna á upphafsárum fullorðinslífsins.

Svartir krepsokkar sem innihéldu líkhvíta og háruga spóaleggi hröktu hrifningarvímuna á brott eins og hendi væri veifað.  Viðkomandi ástarviðfang vissi þá ekki hvaðan á sig stóð veðrið, hafði verið tilbeðinn áður en hann lyfti buxunum upp svo sást í bífurnar og var snarlega hrakinn á brott.  Skýringalust.

Svona fór þessu fram í nokkur ár.  Asnalegar höfuðhreyfingar, klór í rasskinn, hallærislegur hósti, ótímabær söngur og danstaktar settu hvern drenginn á fætur öðrum á dauðalistann.

Og svo lenti maður í svona niðurskurði sjálfur, sem ég reyndar skil ekkert í enn þann daginn í dag, enda fullkomin þá sem nú.

En alvöru ástarsorgirnar og ævintýrin áttu svo sannarlega eftir að banka á dyrnar með sínum ljúfsáru upplifunum.

Og ég grét flóðum.

En ég tók mig í gegnum allan tilfinningaskalann með hjálp sjálfrar mín og vinkvennanna.

Mínar ófarir hefa sýnt sig verða mun alvarlegri þegar ég tek hana til fagmanna.  Þá fer ég nefnilega að bera virðingu fyrir viðkomandi upplifunum og þori ekki að kroppa í þær.  Ég held að það sé vegna þess að prísinn á faghjálp er á við meðal sófasett.  Algjör bilun.

En þetta á auðvitað ekki við þegar um alvöru krísur í lífinu er að ræða.  Þar hafa sálfræðingar og geðlæknar bjargað lífi mínu.

I´m in love.  Jájá, so what´s new?


mbl.is Aðstoð í ástarsorg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 2986904

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband