Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Þriðjudagur, 23. september 2008
Fyrir Láru Hönnu
Eins og má lesa í færslunni hér fyrir neðan, var ég að ræða skólamyndir. Nú eða bekkjarmyndir.
Ég hef grátið það að hafa týnt mínum í einhverjum flutningum.
En Lára Hanna sem hefur ráð undir rifi hverju á bókina um Melaskóla og hún sendi mér viðkomandi bekkjarmynd.
Auðvitað skoraði hún á mig að birta hana.
Só..
hér kemur fyrirmyndarbekkur Melaskóla, árgangur 1952 og kennarinn sá sem ég hafði frá byrjun til enda og af mörgum tilbeðin, Þóra Kristinsdóttir.
Og hvar er yors truly?
Hér er hún stelpan, held nú það.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
Laugardagur, 20. september 2008
Pabbi er í Rúmení
Ég næturmanneskjan var sofnuð klukkan ellefu í gærkvöldi.
Það tekur á taugarnar að setja upp nýtt menningarheimili get ég sagt ykkur.
Svo er hún Jenný Una í gistingu og hún vaknar fyrir allar aldir enda þriggja plús og nennir ekki að bæla fletið.
Í gærkvöldi áttu eftirfarandi samræður sér stað milli ömmu og barns hér við hirðina.
Amman: Hvað fékkstu að borða á leikskólanum í dag Jenný mín?
Barn (ákveðin): Ekkert neitt.
Amman: Ha, fékkstu ekkert að borða?
Barn: Nehei.
Amman: Jenný það er alltaf matur í leikskólanum, ertu búin að gleyma hvað þú borðaðir?
Barn: Ókei, ég fékk hrökkbrauð.
Skammskamm Njálsborg.
Pabbi hennar Jennýjar er farin til Rúmeníu til að spila inn á plötu.
Amman: Hvert fór pabbi þinn?
Barn: Hann er fluttur í annað hús.
Amman: Ha, er hann fluttur (alveg að drepast úr hlátri yfir hugmyndaflugi viðkomandi barns)?
Barn: Já hann er fluttur til RúmenÍ og það þarf að keyra þangað lengi, lengi, lengi, lengi. En svo kemur hann aftur eftir marga, marga........... daga.
Amman: Ég held að hann hafi flogið í flugvélinni.
Jenný: Þá er pabbi minn í útlöndum.
Lærdómurinn sem má draga af þessu samtali í samgöngumálalegum skilningi er að það eru ekki allir með áhyggjur af innanlandsflugi og hafa ekki endilega heyrt talað um Flugfélag Íslands.
En annars er ég farin að sinna barni og kem sterk inn síðar.
Elska ykkur börnin góð og verið þið til friðs bölvaðir villingarnir ykkar.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 07:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 17. september 2008
Í minningu Arons Arnar
Í dag hefði dóttursonur minn hann Aron orðið 11 ára hefði hann lifað.
Tíminn hefur liðið ótrúlega hratt og ég sem hélt á tímabili í sorginni að hann myndi standa í stað.
En lífið heldur áfram þó enginn verði samur eftir.
Ég skrifaði einhvern tímann um að sársaukinn minnki og eftir sitji lítið ljós í hjartanu á okkur sem kynntumst og elskuðum þennan litla dreng þá tæpu þrjá mánuði sem hann var hjá okkur.
María Greta mamma hans Arons á núna lítinn gullmola sem heitir Oliver og er rúmlega þriggja ára.
Þessa dagana eru þau í Hong Kong þar sem hún er að vinna ákveðið verkefni og tók þann stutta með sér ásamt afanum til að passa.
Maya mín, ég veit að þessi dagur er þér alltaf þungur í skauti og ég hugsa til þín af öllum mínum kærleik.
En þú hefur haldið ótrauð áfram og tekist á við lífið og notið þess til fullnustu þegar versta sorgin var að baki. Mér finnst þú hafa höndlað þína sorg afskaplega fallega og með fullri reisn. Ég er ákaflega stolt af þér.
Nú er komið kvöld í Hong Kong og dagurinn bráðum að baki.
Góða nótt ljósið mitt. Knúsaðu Oliver frá okkur.
Amman og mamman.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Miðvikudagur, 17. september 2008
Laufin í vindinum
Unglingurinn í "Bjargvættinum í grasinu" vildi óður komast að því hvað yrði um endurnar á tjörninni í Central Park þegar hún frysi. Hann spurði leigubílstjórann og sá varð ógeðslega pirraður á spurningunni og líka maðurinn sem hann hitti á göngu. Þeir urðu pirraðir af því þeir vissu ekki hvað yrði um fjandans endurnar. Annars er Bjargvætturinn ein af perlunum í bókahálsfestinni minni.
Og núna í dag, nánar til tekið, er ég með svipað vandamál og unglingurinn Holden í bókinni.
Á trjánum eru milljónir laufa. Það er ekki þverfótað fyrir þeim á þessum árstíma og á reyndar eftir að versna. Látin lauf út um allt.
Eftir veðrið í nótt er allur garðurinn hjá mér þakin laufum en nóg eftir á trjánum samt.
Miðað við allan þennan hóp af laufum er það stór undarlegt að þau skuli yfirleitt hverfa. Mér fyndist mun rökréttara að þau væru í hrúgum og breiðum fram á næsta vor.
Hvert fara þau? Hvernig geta þau horfið á svona stuttum tíma?
Kannski á ég að vita þetta. Ég þekki jafnvel ekki rétta fólkið. Má vera að ég hafi verið alin upp af fólki sem lét sér á sama standa um laufin á trjánum þegar þau voru fölnuð? Var hún amma mín tilfinningaköld gagnvart afdrifum laufa og annarra náttúruafurða?
Held ekki en þetta kom aldrei upp í samræðum. Hún kenndi mér hins vegar allt um blóðberg og fjallagrös ásamt því að setja mig inn í líf alþýðufólks í byrjun síðustu aldar. Laufin urðu útundan af einhverjum ástæðum.
Segið mér hvað verður um laufin. Ég er ónýt til allra verka þar til málið hefur verið til lykta leitt.
Annars góð.
P.s. Ætli það sé hugmynd að kveikja í þeim? Ég meina lyktin hlýtur að vera góð.
Neh
Mörg útköll vegna óveðursins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 16. september 2008
Leirtauságreiningur
Úff mér koma í hug blóðugar upplifanir úr eigin lífi.
Varðandi uppvaskið sko, hvort ég eða þeir sem ég hef verið gift eigi að þvo upp leirtau.
Þessi kona í Texas er í vondum málum, hún barði kærastann út af leirtauságreiningi.
Í mínu fyrsta hjónabandi þegar Rauðsokkuhreyfingin var upp á sitt besta og kvennabaráttan var í algleymingi þá var ágreiningurinn á heimilunum í kringum mig ásamt mínu eigin um grunnskilgreiningar á hlutverkaskiptingu.
Hver þvær upp?
Hver neglir nagla?
Hver þrífur klósett?
Hver skiptir um dekk?
Hjónabandið var eldfimt heima hjá mér af þessum sökum. Karlinn var sprengjusérfræðingur (vá hann hefði getað sprengt mig í tætlur við eldhúsvaskinn, sjúkkit eins gott að við skildum) og ég var í bókabúðinni.
Ég eldaði og þvoði upp svona oftast. Þegar réttindabaráttan var komin til að vera gekk ég stundum að honum þar sem hann sat eins og saltstólpi og horfði á fréttir og ég sagði blíðlega;
elskan, nú er ég búin að þvo upp fyrir þig, hvað ætlar þú að gera fyrir mig?
Hjónabandið entist í tæpt ár. Jájá.
Baráttan hefur síðan færst af heimilunum að einhverju leyti og út í samfélagið þar sem konur berjast fyrir jafnrétti í launum.
Hvað tefur?
Launamunur kynjanna eykst. Það er ekki spurning um að rífast um uppvaskið lengur, nú er þetta spurning um að hífa launin upp til jafns við karlana.
Ef þú ert hjúkrunarfræðingur, skrifstofustjóri, deildarstýra, sálfræðingur eða almennur starfsmaður hjá hinu opinbera þá ertu metin til launa eftir kynferði.
Hvenær stýrir maður deildum með kynfærunum?
Ég lifði sæl í þeirri trú hérna í denn að þegar stelpurnar mínar væru komnar út á vinnumarkað væri launajafnrétti löngu orðin staðreynd.
Það er heldur betur ekki þannig.
Það er svo jafnréttisbaráttunni ekki til framdráttar að konur séu að keppast við að afneita því að mismununin sé til staðar. Það er öllum til góðs, konum, körlum og börnum að fólk fái sömu laun fyrir sömu vinnu.
Arg ég leysti málin einu sinni með uppþvottavél, til að setja þau hjónaband sem á eftir komu í lágmarkshættu út af leirtausmálum.
Hvað er hægt að gera í launamálunum?
Kaupa jafnréttisvél?
Hmm....
Ákærð fyrir líkamsárás í kjölfar rifrildis um uppvaskið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 15. september 2008
Athugata
Það gerist margt skemmtilegt í flutningum.
Við hlógum mikið ég og dætur mínar er karlarnir voru í ábúðarfyllri kantinum hoknir af þunga málsins.
Þeir voru krútt - ekki að því að spyrja.
Ég tók diskóhoppið í tómri stofunni þegar verið að bera út húsgögn og dansaði um allt eins og hálfviti við mikla kátínu dætra minna. Ég greip ryksuguslönguna og tók "Hooked on a feeling" og var í villtri sveiflu þegar flutningabílstjórinn steðjaði inn.
Hann leit á mig eins og ég væri brjáluð.
Vottðefokk hugsaði ég, ég sé hann aldrei aftur og svo hélt ég áfram að syngja og nú var það friggings Títanikk lagið
En Jenný Una var hér í gær með mömmu sinni og henni fannst þetta mjög spennandi, þ.e. umstangið í kringum flutningana.
Hún var að bíða eftir að sjónvarpið kæmist í lag.
Hún kom hlaupandi eftir ganginum....Amma, sagði hún, er búið að laga sjónvartið?
Amman: Ég veit það ekki Jenný mín.
Sú stutta: Villtu athugata fyrir mér, ég er upptekin.
Ákaflega bissí ung kona.
Jésús hvað lífið er ljúft.
Kem að vörmu.
Og í dag hef ég legið í krampa yfir þessum. Þið verðið að sjá hann, algjör birilljans.
Fimmtudagur, 11. september 2008
Prinsessumál
Jenný Una kom í heimsókn í gær.
Hún er á kafi í prinsessufaraldrinum og ég held að hann sé að ná hámarki þessa dagana.
Jenný neitar að fara í buxur, bara pilsa og kjóla. Reyndar keypti mamma hennar á hana kuldagalla, bleikan á lit og fékk hann til að samþykkja hann með því að benda henni á að hann væri prinsessugalli. Það small.
Nú byrjar hún á því þegar hún kemur heim af leikskólanum að klæða sig í 3-4 kjóla hvorn yfir annan. Það finnst Jennýju Unu alveg extra prinsessulegt. Mamma hennar fór með hana ofan í bæ í gær í prjónapilsi sem náði niður á ökkla, stutt gallapils, leggings og peysu. Barnið var eins og niðursetningur sagði mamman en ekki ætlar hún að kæfa sköpunargleði barns og frumleika með því að banna henni að fá hugmyndir.
Ég sagði við mömmuna að þetta væri á mörkunum. Barn liti út eins og gömul farandsölukona, en ákaflega krúttleg slík með fléttur og bros frá eyra til eyra.
Svo kom hún í gærkvöldi og lék sér mikið og vasaðist bæði í einu og öðru.
Síðan var komið að lúlli og hún burstaði og þvoði eins og vera ber.
Yfir náttkjólinn klæddi hún sig í gallapilsið.
Amman: Jenný mín maður sefur ekki í pilsinu (af hverju ekki hugsaði ég svo, ofsalegar reglur setur maður sér og öðrum í kringum sig).
Jenný: Júbb, éggeriða og líka prinsessunar í bókunum. Þær sofa alltaf í prinsessufötunum sínum, það má ekki vera bara í náttkjól. (Hér skrökvaði sú stutta án þess að hika, frjósemi þriggja ára huga eru ekki takmörk sett).
Og svo sofnaði hún í prinsessuátfittinu sem amma tók hana úr þegar hún var komin í draumaheima.
Í morgun byrjaði sú stutta á að tilkynna eftirfarandi.
Ég fer á leikskóla mín í fínum kjól og ekki í úlpu. Ér prinsessa og verð að vera mjög fín.
Amman reyndi að hjálpa henni við að fara í fötin.
Sú stutta sagði blíðlega þegar amman lenti í basli með hnappa á kjól: Amma þú ert alveg vonlaus ég geriettabara sjálf.
Mamma barns harðneitar að hafa notað orðið "vonlaus" um nokkurn hlut í návist barnsins.
Þá eru það fóstrurnar á Njálsborg.
Skamm.
Hehe.
Þriðjudagur, 9. september 2008
Sorgarblogg
Það er helmikið að gerast í kringum mig og ég segi ykkur nánar frá því seinna.
En eins og fram hefur komið þá hef ég verið að taka skápana í gegn, flokka, gefa og henda.
Ég er búin að skemmta mér stórkostlega í allri vitleysunni eins og þið vitið sem lesið bloggið mitt.
En það eru ekki allir hlutir skemmtilegir.
Á þessum árstíma, fram til 17. september er ég alltaf dálítið meyr.
Aron Örn sonur hennar Mayu minnar fæddist þennan dag en lést svo 3. desember sama ár.
Tíminn hefur tekið burtu sársaukann að mestu en það stingur af og til í hjartað.
Þegar ég fór í gegnum skápana áðan fann ég teppið hans og gallann sem hann fór heim í af fæðingardeildinni.
Í sorginni var allt látið í burtu, skiljanlega en amman stakk þessu undan.
Þegar ég hélt á þessum smáhlutum hentist ég ellefu ár til baka í tíma í smá stund.
Auðvitað er það sárt en oftast er minningin um þennan yndislega litla dreng bara eins og lítið ljós sem lýsir í hjartanu.
Nú á hann bróður, litla Oliver sem nú er með mömmu sinni í Hong Kong þar sem hún er að vinna í augnablikinu og lífið heldur áfram.
Það þýðir ekki að dvelja í sorginni en það má ekki afneita henni heldur.
Ég elska Emilíönu Torrini. Hún er frábær listakona auðvitað og ég hvet alla til að kaupa nýju plötuna hennar.
En þegar Aron dó hafði þessi bráðunga stúlka nýlega sungið þetta dásamlega lag inn á disk.
Við Maya og reyndar öll fjölskyldan fundum huggun í þessu fallega lagi. Emilíana treysti sér ekki til að flytja það sjálf í jarðaförinni, hún var svo ung og tilefnið svo sorglegt að hún treysti sér ekki. En lagið var til og hér er það.
Og nú held ég áfram að taka til.
Love you
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Mánudagur, 8. september 2008
Þættir úr hjónabandi
Í mér takast á öflugar andstæður, plúsar og mínusar á hverjum degi. Jájá, ég held ekkert að ég sé svona rosalega sérstök og öðruvísi ég er bara að tala um hvernig ég upplifi sjálfa mig.
Sko ég er ekki munasjúk. Ég þarf ekki að eiga alla hluti, mér líður vel með mitt tiltölulega fábrotna líf og nú sé ég alveg fyrir mér herbergi með hvítum kalveggjum, trébekk og kolli með einu lásí kerti á borðinu og ég að hrynja niður úr næringarskorti en æi þið vitið hvað ég meina.
En ég hef skrifað um svarta veikleikann minn áður. Fötin mín, hópinn af þeim sem fylla fataskápinn og eru, eftir því sem minn heittelskaði heldur fram, öll eins en úr mismunandi efnum.
Í dag réðst ég sem sagt á þau helgu vé sem fataskáparnir eru og dagsskipun mín frá mér til mín var að láta frá mér allt sem ég hef ekki notað í svona eitt ár.
Ef hægt væri að sjá hégómagirndina og fatasýkina berum augum þá hefði blætt úr báðum. Þetta var hreinlega alveg helvíti erfitt.
Ég grandskoðaði gamlar svartar dragtir og aðeins nýrri dragtir og ég skildi að í augum leikmanns eins og húsbands þá er þetta allt eins - en við sérfræðingarnir sjáum stóran mun.
En mér tókst ætlunarverkið og nú verður afreksturinn látinn áfram til þeirra sem eru með tóma fataskápa. Húsband brosti sínu breiðasta yfir hrúgunni á gólfinu þegar hann kom heim.
Er þetta gámahrúgan?
Ég: Nei, þetta er skápahrúgan á bara eftir að hengja upp aftur (var að ljúga sko).
Hann (skelfingarsvipur): Ha, hvar er gámahrúgan?
Ég (benti á tvo aumingjalega boli sem lágu á hjónarúminu og ég var að fara að þvo): Þarna.
Hann: Ha????
Ég: Já - og???
Hann stundi: Já ég get svo sem alveg haldið áfram að geyma fötin mín í íþróttatöskunni.
Þarna var ég búin að missa húmorinn, hann í kasti og ég rótaði gámahrúgunni frekjulega ofan í nokkra poka, límdi fyrir og henti út á svalir og ég fann til í hjartanu. Fötin mín, sem ég nota ekki, vekja með mér öryggiskennd og ég veit að það er smáborgaralegt og allt það en þegar klæði eru annars vegar þá blómstra brestirnir mínir. Ég átti verulega bágt þarna.
Hann bauðst til að kveikja á kerti og spurði mig hvort ég vildi fylgja pokunum síðasta spölinn - svo rétti hann mér tissjú.
Hmrpf....
Mánudagur, 8. september 2008
Hendingadagur
Ég rak upp stór augu þegar ég sá þessa frétt núna áðan þar sem ég vafraði um í rólegheitunum með kaffibollan minn nývöknuð.
Vá hugsaði ég, hvert er þetta þjóðfélag að fara eiginlega? Núna eru dagmæðurnar farnar að týna börnum í stórum stíl.
Nei, nei, fréttin fjallar um samdrátt í greininnni sem hlýtur að þýða að það er auðveldara að fá leikskólapláss nú um stundir eða það vona ég.
Ef þið vinir mínir lítið út um gluggann á þessum mánudagsmorgni þá sjáið þið væntanlega og sannfærist um að haustið er komið. Eða hvað?
Ég ætla að eyða deginum í hendingar.
Það þýðir einfaldlega að ég ætla að losa mig við alla þá hluti sem ég er löngu hætt að nota.
Ég er eins og laumusankari ég sver það. Sífellt geymandi allskonar - ef ég mögulega þyrfti á því að halda.
Mér hefur verið sagt að það þurfi að grisja í kringum sig reglulega, til að hleypa að nýju stöffi sko, hvort sem það er marktæk speki eður ei.
Því mun ég búa til tvær hrúgur (í huganum) og setja hendingar í aðra og dýrgripi í hina.
Ég held að þetta sé nauðsynleg grisjun.
Nokkurs konar rýmingarsala á andlegu nótunum með áþreifanlegu ívafi.
Þetta verður merkileg upplifun hjá mér skal ég segja ykkur.
En í dag eru enn hundraðogeitthvað dagar til jóla.
Góð.
Later.
Dagforeldrar lýsa eftir börnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr