Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Mánudagur, 27. október 2008
Úrglí - Gúrglí
Þessi litli kútur hann Hrafn Óli, a.k.a. Lilleman og Lillebror, kom í pössun í morgun á meðan mamma er í skólanum, Jenný systir á leikskólanum og pabbinn á æfingu.
Hrafn Óli veit ekkert um neina kreppu og honum finnst lífið æðislegt.
Hann skríður um allt, gengur með og talar mikið.
Ömmunni finnst ekki leiðinlegt að hann er mjög sammála henni um flest.
Amman: Það er alveg ferlega kallt úti Lilleman, nú verður amma að klæða þig vel í vagninn.
Lilleman: Gurglígúrglí, enní detta, pabbi, mamma, ai spúlelímúgelí. Amma.
Amman: Einmitt.
Villtu koma að lúlla núna?
Lilleman: Gurlglí detta dadaeda mabiglalanda babba sdklsigo enní.
Auðvitað - blessuðu barninu er ekki eitt um að finnast óvissan í landsmálunum íþyngjandi en hann ráðleggur svefn undir beru lofti sem góða leið til andlegrar heilsu.
Það ráð er hann sjálfur að iðka í þessum skrifuðu orðum.
Dúllan.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 24. október 2008
Engin kreppa
Veðrið er í stíl við kreppuna, togari losnar frá bryggju, þakplötur fjúka og það hvín og syngur í öllu.
Ég vakna á óguðlegum tíma þessa dagana og ég skrifa það algjörlega á reikning spennu og óvissu í samfélaginu.
En áður en ég geysist af stað í ástandsbloggi þá er hérna smá kreppujöfnun.
Barnabörnin mín Jenný Una og Oliver Einar eru ekki í kreppu heldur þvert á móti.
Hjá þeim er lífið dásamlegt eins og sjá má af þessari mynd.
Hún er tekin í síðustu viku áður en Oliver fór aftur heim til Englands.
Ég held að taka mér þau til fyrirmyndar og reyni að hafa gaman af lífinu.
Blessuð börnin hafa auðvitað engar forsendur til að skilja að þau eru flokkuð með hryðjuverkamönnum né heldur hafa þau grænan grun um að á þeim muni hvíla skuldir sem gerir hverju stórfyrirtæki í slæmum rekstri skömm til.
Annars les ég mikið sem endranær og ég ætla að dunda mér við það um helgina.
Farið varlega í veðurhamnum krúttin mín.
Ég kem aftur tvíefld eftir morgunbænir.
Jájá.
Togari slitnaði frá bryggju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 07:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 15. október 2008
Fordyr hvelvítis stækkaðar?
Þvílíkur dagur og ég er lifandi.
Var að klára að rýma geymsluna á gamla heimilinu. Tók mánuð að hafa mig í það, ég er með frestunaráráttu dauðans.
Það var varla að ég gæti slitið mig frá miðlunum. Hvað ef eitthvað/einhver rúllaði á meðan?
En...
Ég er ennþá bálill. Jafn ill og í morgun. Ekkert hefur orðið til þess að slökkva í mér og það er komið kvöld.
Nú er byrjað að manga um stækkun Álferlíkisins í Straumsvík. Stækkum, stækkum segja þeir sem vilja fá þessar fordyr helvítis stækkaðar, þrátt fyrir að Hafnfirðingar hafi hafnað því í lýðræðislegri íbúakosningu.
Á ekki að nauðga náttúrunni bara?
Djöflast á hverri sprænu, virkja hvern bæjarlæk sem finnst á landinu?
Sökkva fjöllum og dölum, eitra andrúmsloftið?
Ha, það eru nú meiri skammsýnissjónarmiðin sem eru að hrjá stóriðjuaðdáendurna, virkjanasinnana og áfram veginn í vagninum ek ég.
Ég hef þetta fólk grunað um að klökkna af hrifningu þegar það kemur auga á álver.
Tárast, verða orðlaust vegna fegurðarinnar sem er að finna í rauðköflóttu strompunum.
Ég er ekki að grínast enda geðbrigðin ekki í gleðifasanum.
Iss, farin að sparka í veggi, bíla og ruslatunnur.
Lalalalala.
Niðurstaða íbúakosninga verði virt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 7. október 2008
Hamstranir og afmælisbarn dagsins
Ég vakna alltof snemma.
Klukkan rúmlega sex var ég komin fram og farin á netmiðlana.
Nú tek ég á þessu rugli í sjálfri mér. Ég breyti engu með þessari óbeinu þátttöku í efnahagsmálum.
Mér væri nær að fara og eyða peningum.
Segi svona.
Hvað var Bónusmaðurinn að hvetja fólk til að hamstra?
Er ekki í lagi hjá manninum? Þetta er nú beinlínis framlag til hóptaugaáfalls.
Ekki að ég hafi hlaupið út og keypt inn í gámum en ég get ímyndað mér að barnafjölskyldur hafi orðið órólegar. Það þarf að vera til matur handa blessuðum börnunum og þetta er illa gert.
En að dásemd þessa dags.
Fyrir 28 árum síðan fæddist litla barnið mitt hún Sara Hrund.
Hún er með hjarta úr gulli, hún er fyndin, skemmtileg og dugleg í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur.
Ég er svo stolt af þessari stelpu sem hefur sigrast á lesblindunni sinni og er nú í einu og hálfu námi til stúdentsprófs með tvö lítil börn. Reyndar á hún yndislegan mann sem tekur sinn hluta af pakkanum, en Saran lætur ekki stoppa sig í að ná markmiðum sínum, það er nokkuð ljóst.´
Elsku Saran mín, við óskum þér innilega til hamingju með daginn.
Mamma þín þarf áfallahjálp. "Litla barnið" hennar er komin fast að þrítugu.
Það gerir mig hundgamla.
Enn og aftur, til hamingju með daginn þinn elskan mín.
Ég er farin í rúm.
Heimurinn verður að klára sig rétt á meðan ég hvílist.
Dæs.
Bankar verða opnaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 4. október 2008
Hégómagirni
Af ástæðum sem ekki verðar gefnar upp hér fór ég að hugsa um ákveðið lag, eða réttara sagt textann við það. Það er einn af frábærari textum sem ég hef heyrt.
En áður en ég segi ykkur um hvaða lag er að ræða þá er ég líka búin að vera að hugsa um hégómagirni.
Hégómagirni er rosalega erfiður löstur, skapgerðareinkenni, persónuleikabrestur. No?
Ég er hégómagjörn. Viðurkenni það alveg og myndi meitla í stein ef ég væri beðin um það. Ég er samt ekki heltekin af henni eins og sumir sem ég þekki.
Það eru ákveðnir hlutir sem ég kalla hégóma í mínu fari. Æi ég held ég fari ekki út í það, viðkvæmt mál.
Er það ekki hégómagirnd að vera mjög upptekin af fötum?
Ef svo er þá er ég beisíklí ógeðslega hégómagjörn.
Þegar ég var 12 og 13 var ég speglasjúk. Ég mátti ekki sjá spegil þá stillti ég mér upp fyrir framan hann og fór ekki nema að mér væri ýtt frá með valdi.
Amma mín sagði við mig að það væri hættulegt að hanga sífellt fyrir framan spegil. Fjandinn gæti komið í hann.
Krúttið hún amma mín að reyna að terrorisera sjálfsdýrkandann sem lét ekki segjast. Ekki hrædd fyrir fimm aura.
Er það ekki hégómagirnd í dóttur minni (segi ekki hver) sem var með mér í IKEA um daginn og við kveiktum okkur í sígó þegar við komum út.
Hún alveg: Mamma komdu á bak við stóra bílinn þarna. Það er svo hvítahyskislegt að reykja fyrir utan Ikea, Bónus og sollis verslanir.
Ég: Ókei, stillum okkur upp með naglana fyrir framan Sævar Karl eða eitthvað.
Síðan small ég í jörð. Hégómi? Ég veit það ekki. Hún hefur þetta ekki frá mér (djók).
En þetta lag með frábærari texta sem ég man eftir er um hégómagjörnu gæjana, sem halda að jörðin snúist ekki kringum sjálfa sig heldur þá.
"Þú ert svo hégómagjarn að ég er viss um að þú heldur að lagið sé um þig" Carli Simon.
Er ég nokkuð ein um að vera svona breysk?
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Laugardagur, 4. október 2008
Til hamingju Hilma og Gummi
Ég stend á haus. Hér eru bæði börnin með ælupest. Það er kastað upp í öllum herbergjum.
Það er þessi tími, hver pestin rekur aðra.
Ég er að bíða með að hringja í foreldra barnanna og leyfa þeim að sofa aðeins.
Hér vöknuðum við klukkan sex og köstuðum upp saman. Sætt.
En þessi færsla er ekki tileinkuð uppköstum dagsins.
Hún er tileinkuð systkinum mínum þeim Hilmu og Gumma.
Hilma er sóandsó gömul í dag.
Gummi er fertugur.
Til hamingju dúllurnar mínar.
Skrýtið þegar systkini taka upp á því að fæðast sama daginn. Bömmer að geta ekki átt afmælisdaginn sinn í friði.
Okei, ekki þeim að kenna, það er örugglega mömmu að kenna.
Kem að vörmu.
Úje.
Þriðjudagur, 30. september 2008
Úlputerror
Brrrrrrrrrrrrr veturinn er kominn. Gaman samt, en það er búið að vera kalt í dag.
Varðandi kulda þá dettur mér í hug að úlpur eru góðar til að klæða sig í þegar kalt er.
Só?
Það er nefnilega þannig að þetta er úlpufærsla. Úlpur hafa verið örlagavaldur í lífi mínu og enn er ekki lát á.
Ég þoli ekki úlpur. Ég veit vart ljótari klæðnað nema ef vera skyldu bomsur og bleyjur fyrir fullorðna.
Þegar ég var ellefu fékk ég þessa forláta kuldaúlpu, þ.e. forráðamenn mínir voru svona líka glaðir með þetta bláa útblásna fyrirbæri sem gerði mig að litlu ellefu ára Michelinbarni.
Í úlpufjandann skyldi ég með góðu eða illu. Þarna gerðist eitthvað. Einhver aðkenning að gelgju og mér blæddi undan ofbeldinu sem beindist að líkama mínum en ég var hlýðin og klæddi mig í úlpuna. Þegar ég var komin að Meló klæddi ég mig úr henni og faldi undir steinahrúgu.
Og var svo að deyja úr kulda úti í frímó. Lúkkið var allt hjá litla Michelinbarninu.
Svo leið og beið. Úlpurnar voru komnar til að vera.
Konur í úlpum klæða af sér allan elegans. Já fáið þið kast, þetta er mín síða og ég segi það sem mér finnst.
Systur mínar eru líka úlpuhatarar eins og ég. Úlpurnar með skinnkantinum á hettunni, bæði síðar og stuttar voru skírðar bangsaúlpur af okkur og þróuðust síðan út í að vera kallaðar bomsuúlpur. Þær voru svo helvíti bomsu-eitthvað.
Ég man eftir því þegar maður sá flottar konur í þröngum pilsum um hné, stígvélum eða hælaskóm og í friggings mittisúlpunni við, að það gerði manni hluti.
Ekki var það minna sárt fyrir fegurðarskynið þegar maður sá flotta stráka í Klúbbnum og rakst síðan á þá fyrir utan í úlpufjandanum, það var törnoff sem entist ævina út.
Ég man líka eftir því lettdáni sem fólst í því að fara á ball með spariskóna í poka. Ekki að það sé ekki skiljanlegt vegna veðráttu en það er eitthvað svo lítið hipp og kúl að vera með skóna í poka.
Það er ekki hægt að vera með sannfærandi attjúd íklæddur í bomsur. Ekki frekar en þú sláir fólk sem fótnett og glæsileg í viðkomandi ógeðisskóm.
En það er útidúr. Ástæðan fyrir þessu úlpuflippi er sá að Sara dóttir mín var að gefa mér eina bosmamikla, hnésíða og með hettu.
Ég byrjaði á því að hugsa henni þegjandi þörfina en þakkaði fyrir með hundshaus.
Síðan hef ég farið í henni út að reykja, út að ganga, að vísu eftir myrkur og mér hefur aldrei verið svona hlýtt.
Ég lít út eins og fífl í flíkinni en það er í lagi, ég er hálfgert fífl hvort sem er.
Ég sé mig og Hljómsveitina í anda þegar við steðjum í leikhúsið í vetur.
Ég í dragtinni, hælaskónum og friggings úlpunni.
Hljómsveit með hauspoka en...
Þá má með sanni segja að ég sé loksins orðin fullorðin.
Víða éljagangur og hálka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 30. september 2008
Buisy, buisy day
Úff, framundan er bissí, bissí dei.
Ég kíkti á stjörnuspána og að vanda smellpassar hún við dagskrá þessa þriðjudags.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 29. september 2008
Ég sofnaði í lýðræðisríki
Ég sofnaði í lýðræðisríki
Svohljóðandi bréf frá Hallgrími Helgasyni fer eins og eldur um sinu um netheima:
Kæru viðtakendur.
Atburðir morgunsins segja manni að hér starfi hvorki þing né ríkisstjórn. Eitt stærsta fyrirtæki landsins er þjóðnýtt í nafni ríkisstjórnar Íslands en forsætisráðherra er ekki í aðalhlutverki heldur situr í farþegasætinu og fjármálaráðherra í aftursætinu ... Og Alþingi er einhverstaðar víðs fjarri. Bara hóað í nokkra þingmenn til að vera vitni að aðgerðinni.
Hver fer með æðsta vald á Íslandi?
Ein stærsta aðgerð okkar daga er framkvæmd án umræðu, án sýnilegrar aðildar annars ríkisstjórnarflokkanna. Hvar er Samfylkingin? Í Bandaríkjunum hefur umræða um svipaða aðgerð staðið látlaust í tíu daga. Fyrir opnum tjöldum. Hér er allt í leyni. Og svo er ákvörðun tekin af ... já, af hverjum? - á lokuðum fundi seint um nótt. Minnir óneitanlega á aðra stóra ákvörðun, sem tveir menn tóku fyrir nokkrum árum.
Til hvers vorum við að kjósa fyrir rúmu ári síðan?
Geir gufaði endanlega upp sem forsætisráðherra um helgina. Hér er hvorki starfandi þing né ríkisstjórn. Við erum bara með Seðlabankastjóra, sem ræður, og Silfur Egils, fyrir umræðuna.
Svo bætast við sögur um að Glitnir hefði beðið um aðstoð Seðlabanka í síðustu viku en DO neitað honum um það, nema hann fengi að yfirtaka bankann. Davíð yfirtekur banka Baugs ... Hversu traustvekjandi aðgerð er það? Ekki mjög, eftir að stjórnarformaður Glitnis talar í viðtali við Stöð 2 eins og bankanum hafi verið rænt af sér. Á meðan birtist viðskiptaráðherra dreyrrauður í viðtali við sömu stöð og talar eins og hlutlaus áhorfandi. Með þessu er ríkisstjórnin að sýna að hún lætur ekki banka fara í þrot. Hann hefði fremur átt að segja: Með þessu sjáum við að Samfylkingin hefur engin áhrif í ríkisstjórn sem að auki er í vasa Seðlabankastjóra.
Í hádegisfréttum RUV sagði svo Davíð: Seðlabankanum verður svo bætt þetta upp með ákvörðun Alþingis, væntanlega. Já, væntanlega. Hver ræður á Íslandi í dag?
Ég get ekki betur séð en að ríkisstjórnin sé ónýt. Seðlabankinn hefur eignast 75% hlut í henni.
Ég sofnaði í lýðræðisríki í gærkvöldi en vaknaði í konungsríki í morgun.
Með kveðju - HH
Sunnudagur, 28. september 2008
DD át kökuna mína!
Í gær var hér fullt af skemmtilegu fólki.
Það var mikið hlegið og svo voru sumir sem gúffuðu í sig innflutningsgjöfinni sem HÚN kom með fyrir okkur húsband. Hugsið ykkur móralinn. Alveg: Ég ætla að gefa vinkonu minni þessa girnilegu frönsku súkkulaðiköku af því mig langar ógeðslega í hana og hef ekkert borðað í allan dag.
Ég er ekki að spauga. Svona vini á ég. Hvað hef ég gert til að verðskulda þetta hvíta hyski? DJÓK, ég á bestu vini í heimi. Já þetta var hún DD.
Jabb.
Og hér var Jenný Una Eriksdóttir ásamt bróður sínum honum Hrafni Óla sem skríður um allt á maganum eins og ormur og ryksugar allt upp af gólfinu. Dúllubarn!
Jenný Una varð hér eftir og ætlaði að sofa hjá okkur en eftir kvöldmatinn tók hún skyndilega þá ákvörðun að sofa heima. Það var auðsótt mál og Hljómsveitin keyrði prinsessuna heim.
Þegar hún var á leið út kallaði sú þriggja ára yfir öxlina á sér:
Amma, villtu hringja í FORELDRANA mína og láta vita að ég kemur heim!
Halló, hvað ertu gömul barn guðs og lifandi?
Næst heldur hún ábyggilega fyrirlestur fyrir mig um nýjungar í skammtafræðinni.
Í gær var hún svo að bisa við að teikna eitthvað og hún var ekki ánægð með afraksturinn.
Ég get ekki gert´etta, þett´er VONLAUST!
Jájá við hér við hirðina verðum að vera gætin í tali þegar sumir eru viðstaddir.
Allir út að hlaupa á meðan ætla ég að reykja mér til vansa.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr