Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Fimmtudagur, 9. apríl 2009
Það er þetta með hænuna
Ætli það sé vegna páskana sem ég losna ekki við söguna um "litlu gulu hænuna" úr höfðinu á mér?
Varla er það Guðlaugur Þór sem beinir hugsunum mínum á þá braut haldið þið?
Ég veit það ekki en það er "ekki ég" alla leið í flokknum þessa dagana.
Ekki kjaftur komið nálægt þessu.
Nema fyrrverandi formaður sem vegna alvarlegra veikinda er horfinn úr pólitík.
Segið mig vantrúarmanneskju en mér finnst þetta ekki hljóma trúlega.
Bara alls ekki.
![]() |
Guðlaugur Þór: Ég óskaði ekki eftir styrk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 9. apríl 2009
Fyrir hvað var verið að borga?
Það þurfti efnahagshrun heillar þjóðar til að innviðir flokksins eina færu að bresta.
Að hið rétta andlit Sjálfstæðisflokksins kæmi í ljós.
Ég bloggaði um það í gær að spillingin væri rétt að byrja að koma upp á yfirborðið.
Því miður hafði ég rétt fyrir mér.
Fyrst komu þessi algjörlega siðlausu styrkir (lesist mútur) fram í dagsljósið.
Í dag kemur í ljós að Guðlaugur Þór hafði milligöngu um peningana.
Hvers lags forarpyttur er þessi flokkur eiginlega?
Nú stendur eftir spurningin um fyrir hvað var verið að borga?
Eitthvað var það svo mikið er víst.
P.s. Höfundur þessa frábæru merkja er bloggvinur minn hann Guðsteinn Haukur og mér leiðist ekki þetta frábæra framtak hans.
![]() |
Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 8. apríl 2009
Af altmuligmanninum
Vá hvað Geir altmuligmaður Haarde var öflugur formaður, forstætisráðherra, gjaldkeri, bókahaldari, sendill og fjáröflunarmaður árið 2006.
Ekki nóg með að hann hafi tekið við fimmtíuogfimm milljónum frá FL-Group og Landsbanka, kortéri áður en lög um fjárframlög til stjórnmálaflokka gengu í gildi. Nei hann lét ekki þar staðar numið.
Hann hefur gengið með bókhaldið í vasanum, skroppið í banka og skipt peningunum og lagt þá inn á reikning flokksins án þess að kjaftur yrði þess var.
Altíeinu margir peningar á reikningi flokks - púmm, pang. Gaman að því.
Öllu þessu stóð hann í meðan hann stjórnaði landinu.
Ég er nánast viss um að hann hefur haldið utan um félagaskrána líka.
Trúir fólk þessari útskýringu?
I don´t think so.
Íhaldið er farið að ljúga út í eitt.
Og ég, kæru vinir, er algjörlega raddlaus.
Kem ekki upp hljóði.
Jamm.
![]() |
Geir segist bera ábyrgðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 8. apríl 2009
Húrra!
Trú mín á mannkynið (lesist fólkið í Kraganum) hefur aukist til mikilla muna.
Húrra!
![]() |
VG tvöfaldar fylgið í Kraganum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 8. apríl 2009
Askja Pandóru ekki opin enn
Ég er komin með upp í kok, fyrir löngu, af spillingarfréttum.
Ekki að ég vilji hætta að fá þær, ekki misskilja mig.
Hvers lags fólk höfum við alið við Íslendingar?
Siðlausa peningamenn sem gera það sem þeim sýnist, án tillits til laga og reglna?
Þrátt fyrir að ekkert lát sé á fréttum af alls kyns sukki og svindli hef ég sterklega á tilfinningunni að askjan hennar Pandóru sé rétt að opnast.
Svo mikið meira á eftir að koma í ljós.
Er það nema von að maður sé hvekktur?
Nei, auðvitað ekki.
Ég vil gera þá stjórnmálamenn ábyrga sem gerðu þetta mögulegt.
Munið að þetta bitnar fyrst og síðast á okkur almenningi, ekki sukkbarónunum.
Munið það þegar þið steðjið á kjörstað.
![]() |
Fyrrum starfsmenn Askar Capital grunaðir um lögbrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 8. apríl 2009
Mútur?
Fl Group veitti Sjálfstæðisflokknum 30 milljón króna styrk í desember 2006.
Skattrannsóknarstjóri hefur þennan styrk til rannsóknar en hann rannsakar nú bókhald FL Group.
Fengu fleiri flokkar svona glaðning?
Mútur?
Maður spyr sig.
![]() |
30 milljóna styrkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 7. apríl 2009
Að lesa fólk
Takk Sjálfstæðismenn fyrir að stunda eigin sjálfseyðingu frá ræðustól Alþingis þar sem allir geta fylgst með.
Ég er reyndar komin með upp í háls, þannig að ég tek hljóðið af sjónvarpinu og horfi bara á þau í mynd. Taugakerfi mitt getur ekki tekið við meiru.
Ég skil málþóf, það er nauðsynlegt að grípa til þess og hefur löngum verið gert þannig að Sjálfstæðismenn eru ekki höfundar að því og þeim er sannarlega leyfilegt að nýta sér þessa aðferð eins og minnihlutar gera gjarnan.
En núna erum við ekki að upplifa neina venjulega tíma og "venjuleg" hegðun og fíflagangur á Alþingi er eins og blaut tuska í andlit okkar sem sitjum heima og erum óttaslegin vegna framtíðarinnar.
Af hverju er Sjálfstæðisflokkurinn svona hræddur við fólkið í landinu?
Ég tel mig vita af hverju og ég tel mig líka vita að Sjálfstæðiflokkurinn þekkir ekki almenning, getur ekki lesið hann og er ekki búinn að átta sig á að gamla kjaftæðið og yfirborðsmennskan fyrir kosningar blekkir ekki nokkurn mann.
Þegar fólk hefur setið of lengi við kjötkatlana hættir það að geta lesið venjulegt fólk.
Við viljum fá stjórnlagaþing, krafa fólksins er skýr.
Samt eyða Sjálfstæðismenn dýrmætum tímanum þar sem hver dagur getur skipt sköpum um örlög fólks, í að fara með gamanmál, söngva og þvælu úr ræðustólnum á Alþingi.
Þeir eru ekki enn búnir að ná því, þrátt fyrir allt sem yfir hefur dunið að það er ekkert andskotans samasemmerki milli Sjálfstæðisflokks og almennings.
Í hvernig málum er flokkur sem skynjar ekkert nema eigin vilja?
Er ekki kominn tími á að hann dragi sig í hlé og skerpi hjá sér forgangsröðunina.
Ég hefði haldið það.
En auðvitað eru allir dauðfegnir að Sjálfstæðismenn skuli sjá um að reyta af sér fylgið algjörlega hjálparlaust. Mér persónulega finnst það í sjálfu sér ekki leiðinlegt.
Reyndar er hér mætur Sjálfstæðismaður sem bloggar um málþófið og hann er ekki mjög uppveðraður. Hér.
![]() |
Þingfundur til hálf þrjú |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 7. apríl 2009
"It was the best of times. It was the worst of times"
Gaman að sjá blússandi siglingu VG í NV-kjördæmi í skoðanakönnun, vel að merkja.
Það sem skiptir máli er þó það sem er talið upp úr kjörkössunum.
Ég horfði á borgarafundinn frá Ísafirði á RÚV í kvöld.
Það var mikið um frasapólitík og svona, en þannig eru valdaflokkarnir vanir að tala.
Ég var ánægð með Gunnar hjá O og svo auðvitað stórdúlluna hann Jón Bjarnason, minn mann á vettvangi.
Að horfa á Sjálfstæðisframbjóðendann var hins vegar aulahrollsvekjandi lífsreynsla sem mig langar ekki að endurtaka í bráð.
Þrátt fyrir kokhreysti mannsins, sem sagði "það er klárt mál", "algjörlega kristaltært" og "alveg á hreinu" í hvert sinn sem hann opnaði munninn, þá dauðvorkenndi ég honum.
Það er ábyggilega ekki auðelt að vera á framboðslista fyrir Sjálfstæðismenn á þessum síðustu tímum.
Sá frjálslyndi var ágætur.
Framsókn, já Framsókn. Af þeim er ekkert að frétta bara.
Svo er best að skella sér í eina frábærustu byrjun á bók sem ég þekki til.
It was the best of times. It was the worst of times. It was the age of wisdom. It was the age of foolishness. It was the epoch of belief. It was the epoch of incredulity. It was the season of hope. It was the season of despair.
Þetta er nefnilega málið.
Í þessu línum kristallast það ástand sem við búum við núna.
Gerum það besta úr því.
![]() |
Vinstri græn stærst í NV-kjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 6. apríl 2009
Ég er fífl
Gott á Darling. Úje og snæddu innmat með darlínskum kveðjum frá íslenskri þjóð.
Rosalega er eitthvað háhallærislegt við að heita Darling og vilja láta taka sig alvarlega.
Ég myndi getað lifað með Smith, Jones, Montgomery eða Rafferty, en Darling við skulum ekki ræða það.
Eins vonlaust að láta taka sig alvarlega með svona nafn eins og að ætlast til að fólk hlýði á mann af áhuga þegar maður er með stóra sultuklessu á nefinu.
Þú getur reynt að vera ábúðarfullur, ábyrgur og jafnvel alvitur, en klessan gerir það að engu.
Þú ert einfaldlega fífl sem mætir og talar við fólk með jarðaberjasultuna hennar ömmu á nebbanum.
Fólk hættir að hlusta eða fær raðköst af hlátri.
Niðurstaða: Líttu í spegil bjáni áður en þú ferð út úr húsi.
Reyndar kippa Bretar sér ekki upp við svona nöfn og ekki Kanar heldur.
Amy Winehouse sem er núna stödd í Karabíska, hagar lífi sínu þannig að nafn hennar gefur henni á kjaftinn í hvert skipti sem hún opnar munninn. Kommon er alltaf undir áhrifum og heitir brugghús.
Amy Winehouse don´t come near me woman, you smell like a Winehouse.
Meira ruglið í mér. Hef ekkert betra að gera.
Segi svona.....
En..
Ég byrjaði daginn svo dásamlega. Gleymdi að loka sturtuhenginu almennilega og stóð við langt fram eftir morgni við að ausa upp af baðherbergisgólfinu.
Rétt nafn á mér væri Jenný Anna Absent Minded.
Flott!
Ég veit ekki með ykkur, en ég persónulega er rakinn hálfviti.
![]() |
Skýrslan þungur dómur yfir Darling |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Mánudagur, 6. apríl 2009
Gluggaperrar
Ég er alfarið á móti álverum og það er ekkert nýtt.
Ég sé enga ástæðu til að selja erlendum auðhringjum rafmagnið okkar á útsöluverði og láta þá menga og eyðileggja náttúruna í kaupbæti.
Hvað er að, af hverju geta Íslenskir ráðamenn (flestir) ekki hugsað aðeins út fyrir kassann.
Af hverju kviknar ljós í augunum á þessu fólki þegar minnst er á álver?
Hefur einhver reiknað út fórnarkostnaðinn við þessi tiltöulega fáu störf sem skapast og af hverju ekki er hægt að nýta auðlindirnar okkar á mann- og náttúruvænni hátt?
Eftir Silfrið í gær þar sem John Perkins útskýrði "the evil empire" er ég vissari en áður.
Ég vona að það renni upp sá dagur, áður en Össur og hinir strákarnir ná að gera landið mitt að stærsta álveri í heimi, að það eru aðrir möguleikar og við eigum sjaldgæfan fjársjóð sem sem er orkan okkar og önnur landgæði.
Samt virðast margir stjórnmálamenn ekki getað beðið eftir að setja Ísland í hendurnar á erlendum álrisum sem er skít sama um íslenska náttúru og fólkið sem byggir landið.
Það er svo hryllilega 2007 eitthvað að hanga með slefuna í munnvikunum eins og gluggaperri á gluggunum hjá Alcoa og hvað þeir heita allir saman og hreinlega grenja í þeim að fá að vera með.
Djöfuls bilun.
Skamm.
![]() |
Alfarið á móti álverssamningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 6
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 2988593
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr