Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Þriðjudagur, 14. apríl 2009
"Less is more"
Ég horfði auðvitað á borgarafundinn í sjónvarpinu í kvöld.
Tvennt stendur upp úr.
Katrín Jakobsdóttir sló strákunum við og hún hreinlega massaði panelinn.
Þetta segi ég ekki af því nú vill svo til að ég muni líklegast kjósa VG, þetta er einfaldlega ískalt mat.
Hitt sem stendur upp úr er að strákarnir í pólitíkinni tala of mikið.
Það verður að rífa af þeim orðið með ofbeldi, svei mér þá.
Þeir tapa big time á þessu drengirnir, því maður hættir að hlusta og hugsar í sífellu; ætla þeir aldrei að hætta?
Þráinn var fínn, kurteis og gagnorður.
Annars var þetta þvílíkur kjaftaklúbbur og strákapartí að það hálfa væri ráðstefna.
Æi, en Helgi Hjörvar er krútt.
En kæri Helgi; less is more, less is more.
Látum ljótu strákana um bullið.
Annars góð bara og í startholunum fyrir kosningarnar.
Þ.e. þegar ég fer að geta talað.
Er enn hljóðlaus.
Húsbandi finnst það leiðinlegt.
![]() |
Tvöföld atkvæðagreiðsla slæmur kostur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 14. apríl 2009
Þar sem góða og gáfaða fólkið er
Sjálfstæðisflokkurinn hrynur í Reykjavík norður samkvæmt nýrri könnun sem Capacent Gallup hefur gert fyrir RÚV og Mogga. (Könnun gerð nú um páskana).
Fylgið er 22% en árið 2007 fékk flokkurinn 36% atkvæða.
Ég er ekki hissa og auðvitað þykir mér ekki leiðinlegt að þetta skuli gerast.
En það er eins gott að slaka hvergi á fyrr en kjörstöðum er lokað á kjördag og muna að þetta er bara könnun ekki atkvæði úr kassa.
En ég var svona að velta því fyrir mér í byrjun þingsins í dag, þegar Bjarni Benediktsson kom í ræðustól og hreinlega gargaði á Steingrím J. í óundirbúnum fyrirspurnartíma, að það væri um tvennt að ræða hvað væri að gera hann svona snakillan.
A. Að hann væri svona frústreraður yfir ástandi Sjálfstæðisflokksins vegna styrkjamálsins að hann beindi reiðinni bara að Steingrími þessu krútti sko.
B. Að hann væri að glefsa í Steingrím til að draga fjöður yfir óviðunandi ástandi í flokknum og þarna væri svo kölluð yfirbreiðsla fundin.
Svo benti einhver mér á að það virtist eins og honum væri att fram, að hann stæði ekki fyrir þessu sjálfur.
Að hann væri ekki á eigin vegum.
Ég veit ekkert um það.
En Sjálfstæðismenn eru í þófinu um stjórnarskrána bara "buisness as usual" og Björn Bjarnason ætlar að tala eins og hann mögulega getur til að koma í veg fyrir að almenningur fái að fara með puttana í stjórnarskrána.
Rétt hjá honum.
Hinn andlitslausi massi er beinlínis stórhættulegur og svo er hann ódannaður, illa menntaður og gott ef ekki óhreinn líka.
Fyrir nú utan þá staðreynd að almenningur vinnur á daginn og grillar á kvöldin og getur ekki staðið í svona veseni til viðbótar.
Um að gera að halda stjórnarskrárbreytingum á Alþingi.
Þar sem góða og gáfaða fólkið er.
![]() |
Samfylking stærst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 14. apríl 2009
Sannleikurinn er sagna bestur
Ég varð dálítið hissa þegar ég sá að Guðlaugur Þór ætlaði að fara fram á það við Ríkisendurskoðun að þeir skoðuðu störf hans hjá Orkuveitu Reykjavíkur.
Ég hélt að það væri ekki hægt að panta rannsóknir hingað og þangað að eigin geðþótta.
Svo sættist ég á að Guðlaugur Þór vissi þetta betur en ég, enda í djobbinu, ég ekki.
Fólk hefur auðvitað verið að gera krúttlegt grín að þessu, eins og maður sem ég les en kýs að nafngreina ekki (fyrsti stafur Illugi Jökulsson) en hann ætlar að biðja Ríkisendurskoðun um að rannsaka greiðslur sem hann fékk sem blaðburðardrengur 1970. Dúllan hann Illugi.
Auðvitað er sorglegt þegar öll spjót beinast að mönnum en hver verður víst að liggja eins og hann býr um sig, þannig er nú það.
Ég og vel flestir hafa fundið sig í þeirri aðstöðu.
En hvað á það að þýða að menntaður maður eins og Guðlaugur Þór, alvanur pólitíkus, skuli koma fram með svona beiðni?
Hann hlýtur að vita að maður pantar ekki svona rannsóknir bara sisvona af því manni dettur það í hug eða hvað?
Maður spyr sig.
Þetta er orðin einn alherjar farsi sem virðist engan endi ætla að fá.
Er ekki hægt að einfalda hlutina og segja bara gamla góða sannleikann?
Ég mæli með því.
![]() |
Ríkisendurskoðun hefur ekki heimild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 14. apríl 2009
Ávísun á vandræði
Það eru innan við tvær vikur til kosninga.
Ástandið er vægast sagt óhefðbundið og undarlegt.
Þingið starfar ennþá. Hvað verður um stjórnarskrármálið?
Á Sjálftökuflokkurinn að hafa þar sigur yfir vilja stórs hluta almennings, um breytingu á stjórnarskrá og stjórnlagaþing?
Ég vill ekki trúa því.
Skítabomban sem féll um stóru styrkina fyrir páska er enn að senda frá sér ólykt og ekkert lát á.
Ég veit ekki með ykkur, en ég er löngu hætt að skilja hver sagðist hafa sagt hvað við hvern og gert hvað og látið annað ógert, hvenær og hvernig (hér kem ég upp til að anda).
BB hinn nýi formaður íhaldsins ætti nú að fara að fá þetta á hreint í eitt skipti fyrir öll.
Við erum mörg sem höfum ekki smekk fyrir löngum sápuóperum.
Hvernig sem þessu máli er snúið, þá er það svo vont fyrir Sjálfstæðisflokkinn að ég finn nærri því til með þeim.
Svo er ég enn á því að það sé út úr korti að fyrirtæki séu yfirleitt að halda stjórnmálaflokkum gangandi.
Það er ávísun á vandræði og hagsmunaárekstra.
Svo ég tali nú ekki um mútur.
Jabb, þingið hefst í dag.
Heldur fjörið áfram?
![]() |
Var í beinu sambandi við bankastjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 13. apríl 2009
Pokahlaup á Sóandsógötu
Ég bý á Sóandsóteigi nr. 23 hér í borg.
Á laugardag fyrir páska var haldið pokahlaup hér á Sóandsóteig fyrir fimmtíuogtveggjaára og eldri.
Í verðlaun var strætómiði vestur í bæ báðar leiðir.
Nokkuð kalt var við rásmarkið en keppendur létu það ekki rassgat á sig fá.
Margir unnu, fáir töpuðu og allir voru glaðir.
Datt í hug að segja ykkur þetta af því það stendur ekki stafur um þennan merkilega atburð í andskotans Mogganum.
Góðan daginn annars villingarnir ykkar og gleðilega súkkulaðihátíðarrest.
Lalalala
![]() |
Góð þátttaka í páskaeggjaleit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 11. apríl 2009
Guð fyrirgefi mér
Bjarni Ben er á því að allar upplýsingar um "styrkjamálið" séu komnar fram og þá er hægt að pakka málinu saman finnst honum.
Allt á borðinu.
Bíddu, bíddu, bíddu.
Ekki alveg svona snöggur karlinn.
Steinþór og Þorsteinn, sem fáir kannast við, eru svona nánast utan úr bæ, ókei, annar í stjórn FL og hinn starfsmaður Landsbankans öfluðu styrkjanna eftir hvatningu Gulla Þórs.
(Bara venjulegir Sjálfstæðismenn eins og það er kallað af formanni flokksins).
Þessir menn eru göldróttir!
Svona upphæðir fær ekki hver sem er út á sitt heiðvirða andlit, blá augu eða blautlegar varir.
Og það án þess að nokkuð komi í staðinn.
Eða hvað?
Ég er klökk hérna.
Ég hef verið að hneykslast á þessum félögum, FL-Group og Landsbanka.
Fyrir sukkið og svínaríið offkors.
Og allan tímann voru þeir í bullandi góðgerðarstarfsemi.
Guð fyrirgefi mér.
![]() |
Söfnuðu fé fyrir flokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Laugardagur, 11. apríl 2009
Leitið og þér munuð finna
Þingmenn Sjálfstæðisflokkisins, svo krúttlegir eitthvað, ætla að mæta í páskaeggjaleit á vegum sjálfstæðifélaganna í Reykjavík.
Almáttugur Jésús á galeiðunni!
Ég ætla rétt að vona að þeir séu duglegri við eggjaleitina en þeir eru við að finna þá sem tóku á móti styrkjunum frá Landsbanka og Enron FL-Group.
Jæja hvað um það.
Ég óska þeim góðs gengis.
Súmítúðefokkingbón.
Úje.
![]() |
Þingmenn í páskaeggjaleit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 10. apríl 2009
Hvað er í bókunum?
Gott hjá Samfylkingu að opna bókhaldið, enda ekkert annað að gera í stöðunni Fólk er búið að fá nóg af allri spillingunni og leyndarmálunum.
Upphæðin sem Samfó fékk var 36 milljónir.
Slagar ekki upp í Sjálfstæðisflokkinn en samt eru þetta miklir peningar.
Finnst engum nema mér að það sé ankanalegt að flokkar skuli reka sig á fyrirtækjastyrkjum?
VG hefur verið með opið bókhald frá byrjunn og þeirra stærsti styrkur 2006 var ein milla frá Samvinnutryggingum.
Þeir hafa ekki mikið að skammast sín fyrir VG og ég er stolt af þeim.
En hvað með Framsókn?
Ég kalla þá hugrakka, jafnvel fífldjarfa að þora að segja kjósendum á þessum tíma að þeir ætli ekki að opna bókhaldið fyrir 2006.
Skynja þeir ekki tímann, óróann og þá sérstaklega núna eftir að Sjálfstæðisflokkurinn varð uppvís að styrkjahneykslinu?
Er þeim ekkert sérstaklega í mun að draga til sín kjósendur? Kannski að það sé málið.
Allir aðrir flokkar láta vaða og leggja allt á borðið, Framsókn þarf að halda trúnað við fyrirtækin sem gefa þeim peninga. Vá, skrýtinn forgangur.
Nú fyrst verð ég forvitin.
Hvað er þarna sem ekki má sjá?
Hm.....
![]() |
Samfylking opnar bókhaldið 2006 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 10. apríl 2009
Límsetuþráhyggja
Peði fórnað.
Bakari hengdur fyrir smið.
Bakaríinu skellt í lás, bakari hengdur.
Smiður glottir út í annað, bullandi sekur.
Heldur þessi flokkur að fólk sé hálfvitar?
Þeir hefðu allt eins getað hring í Jóa á hjólinu bara og beðið hann um að taka ábyrgðina á málinu.
Ég held að Sjálfstæðisflokknum sé ekki við bjargandi.
Þvílík límsetuþráhyggja.
![]() |
Andri hættir störfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 9. apríl 2009
Er mig að dreyma?
Ég var svona nett pólitískt skotin í Þorgerði Katrínu sem menntamálaráðherra sko áður en ferðagleðin greip hana og hún myndaði maníska loftbrú á milli Reykjavíkur og Peking á Ólympíuleikunum.
Að sjálfsögðu var ég ekki sammála henni í pólitík en hún kom mörgum ágætis málum í gegn í skólamálum. Fólk má eiga það sem það á.
En svo greip Pekingæðið og ferðagleðin konuna og hún setti þar með niður sína síðustu kartöflu í mínum garði.
Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar.
Það er rétt sem mér hefur verið sagt, að það fer Sjálfstæðisflokknum ekki vel að vera í minnihluta.
Þeir umhverfast og miður fallegir eiginleikar koma í ljós.
En hvað um það, nú er að koma í ljós fleira en einstaka skapgerðarbrestir og valdaleysisfýla hjá þessum elskum í Sjálfstæðisflokknum.
Sumir eru illir, aðrir segja ekki ég, svo eru þeir sem klóra í bakkann og ættu heldur betur að láta það eiga sig.
Hvernig er hægt að vera svona "sókndjarfur" og fullur afneitunar á ömurlegu ástandi í kringum flokkinn sem hér hefur öllu stjórnað s.l. sautján ár?
"Þorgerður Katrín segir að um leið og menn hætti að beina spjótum sínum að Sjálfstæðisflokknum, hætti að einblína á uppgjör við fortíðina og athugi hvaða lausnir flokkarnir hafi fram að færa til þess að koma þjóðinni úr erfiðleikum muni umræðan fara á annað stig. Fólk þarf að spyrja sig hvaða lausnir flokkarnir hafi fram að færa. Lausnin er ekki fólgin í því að setja eignarskatta á eldri borgara og svo framvegis, segir Þorgerður."
Heyrið það börnin mín á galeiðunni?
Hættið að velta ykkur upp úr þessu hneykslismáli upp á fimmtíuogfimm millur frá FL og Landsbanka.
Það hefur ekkert upp sig að grafa stöðugt í fortíðinni betra að gleyma þessu og treysta gamla flokksa fyrir heimilinu og landinu.
Horfið fram á veginn.
Þá væntanlega með Sjálfstæðisflokknum.
Halló, er mig að dreyma hérna?
![]() |
Hvítþvegin bleyjubörn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 2988593
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr