Leita í fréttum mbl.is

Að lesa fólk

Takk Sjálfstæðismenn fyrir að stunda eigin sjálfseyðingu frá ræðustól Alþingis þar sem allir geta fylgst með.

Ég er reyndar komin með upp í háls, þannig að ég tek hljóðið af sjónvarpinu og horfi bara á þau í mynd.  Taugakerfi mitt getur ekki tekið við meiru.

Ég skil málþóf, það er nauðsynlegt að grípa til þess og hefur löngum verið gert þannig að Sjálfstæðismenn eru ekki höfundar að því og þeim er sannarlega leyfilegt að nýta sér þessa aðferð eins og minnihlutar gera gjarnan.

En núna erum við ekki að upplifa neina venjulega tíma og "venjuleg" hegðun og fíflagangur á Alþingi er eins og blaut tuska í andlit okkar sem sitjum heima og erum óttaslegin vegna framtíðarinnar.

Af hverju er Sjálfstæðisflokkurinn svona hræddur við fólkið í landinu?

Ég tel mig vita af hverju og ég tel mig líka vita að Sjálfstæðiflokkurinn þekkir ekki almenning, getur ekki lesið hann og er ekki búinn að átta sig á að gamla kjaftæðið og yfirborðsmennskan fyrir kosningar blekkir ekki nokkurn mann.

Þegar fólk hefur setið of lengi við kjötkatlana hættir það að geta lesið venjulegt fólk.

Við viljum fá stjórnlagaþing, krafa fólksins er skýr.

Samt eyða Sjálfstæðismenn dýrmætum tímanum þar sem hver dagur getur skipt sköpum um örlög fólks, í að fara með gamanmál, söngva og þvælu úr ræðustólnum á Alþingi.

Þeir eru ekki enn búnir að ná því, þrátt fyrir allt sem yfir hefur dunið að það er ekkert andskotans samasemmerki milli Sjálfstæðisflokks og almennings.

Í hvernig málum er flokkur sem skynjar ekkert nema eigin vilja?

Er ekki kominn tími á að hann dragi sig í hlé og skerpi hjá sér forgangsröðunina.

Ég hefði haldið það.

En auðvitað eru allir dauðfegnir að Sjálfstæðismenn skuli sjá um að reyta af sér fylgið algjörlega hjálparlaust.  Mér persónulega finnst það í sjálfu sér ekki leiðinlegt.

Reyndar er hér mætur Sjálfstæðismaður sem bloggar um málþófið og hann er ekki mjög uppveðraður.  Hér.


mbl.is Þingfundur til hálf þrjú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þeir segja okkur að þeir séu að bjarga lýðræðinu í landinu með þessu og trúa því sjálfir.  Þeir gangast upp í þessu eins og krakkar í sandkassa.  En á meðan þá þurrkast út allt fylgi sæmilega hugsandi fólks, svo litlu me me-in verða bara eftir sem kjósa flokkinn no matterwhat

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2009 kl. 13:06

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Jenný kannski eru þeir að reyna að bjarga okkur frá 10.000 síðana stjórnarskrá pólitískrar rétthugsunar íslensku blog elítunar.

Einar Þór Strand, 8.4.2009 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 2985823

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband