Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Laugardagur, 4. apríl 2009
Nagli á höfuð hjá Lúlla
Lúðvík Bergvinsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar sagði að Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, væri orðinn nokkurs konar yfirgjammari þingsins.
Þið vitið hver hún er, þessi sem hló eins og bjáni yfir eigin skemmtilegheitum í málþófinu á "hinu háa Alþingi" eins og Sjálfstæðismenn segja í annarri hverri setningu.
En hvað um það.
Lúðvík Bergvinsson, þú hittir naglann á höfuðið.
Sjaldan hafa jafn stórkostlegir gjammhæfileikar opinberast í húsinu við völlinn.
Vildi bara hnykkja á þessu.
Og góðan og blessaðan daginn.
![]() |
Yfirgjammari þingsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 3. apríl 2009
Eins öruggt og amenið í kirkjunni
Mér finnst Bjarni Harðarson flottur kall.
Hann er líka einn af örfáum sem hafa tekið ábyrgð á gjörðum sínum í pólitík og sagt af sér.
Hvað um það.
Það er eftirsjá að Bjarna Harðar. Þekki ekki til hinna í L-listanum.
Vonandi skellir hann sér með VG bara, nú eða Samfó.
En...
Haldið þið ekki að það komi maður í manns stað?
Látið mig vita það, þráfaldlega gift konan.
Já ég er að klæmast enda við hæfi, Súlugeiri er farinn í framboð með Ástþóri!
Vó, nú mega allir flokkar fara að skjálfa á beinunum.
Fyrir utan súlubúskapinn sem hann hlýtur að berjast fyrir af öllu afli, því það eru mannréttindi að fá að kaupa sig inn á konur og slefa yfir þeim, þá ætlar hann að berjast fyrir því að tónlistarhúsið verði gert að skemmtistað með spilavítum og svoleiðis.
Gott að einhver hugar að svona málum.
Tónlistarhús er auðvitað glatað. Listin sökkar nú nema ákveðin tegund "danslistar".
Reyndar eru skilin milli súludanslistar og klassísk balletts nánast engin, að minnsta kosti örfín.
Í klassískum er súlan lárétt í hinum lóðrétt. Hva!
Nú koma hinir flokkarnir til með að tapa hryllilega yfir til Ástþórs og Geira.
Það er eins örugg og amen í kirkjunni.
Átstór heldur örugglega áfram að draga til sín fleiri mektarmenn.
![]() |
Hættir við þingframboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 3. apríl 2009
Get ég brotið bankaleynd?
Fjármálaeftirlitið virðist vera ríki í ríkinu.
Þeir lúta sínum eigin lögmálum.
Þeir gefa ekki upplýsingar, sama hvort í hlut á ráðherra eða aðrir sem ætla mætti að væru til þess bærir að spyrja.
FME gerir hina harðlokuðu frímúrarareglu með öll sín leyndarmál eins og opin og utanáliggjandi samtök með munnræpu.
Nú þegar Egill Helgason, Þorbjörn Þórðarson, Agnes Bragadóttir og Kristinn Hrafnsson hafa sem blaðamenn lagt mikla vinnu í að upplýsa þjóðina um hvað gerðist (og er að gerast) bak við tjöldin og hafa reynt að ná til botns með hvað olli hruninu og þeirri staðreynd að við séum nánast gjaldþrota þjóð, þá rífur FME sig upp á rassgatinu og sýnir frumkvæði.
Nú þykir mér skörin vera farin að færast upp í bekkinn.
FME að sýna frumkvæði er eitthvað svo stórkostlegt að það verður skráð í sögubækur.
Verst að frumkvæðið beinist í alveg kolvitlausa átt.
Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að viðskiptaráðherra leiði þá ekki frá villu síns vegar.
Ég er alveg til í að fara með hávaða á götum úti ef það hjálpar.
Það er nefilega stórkostlega mikið í húfi að blaðamenn verði ekki kúgaðir til þagnar.
En svo ein heimskuleg spurning sem ég er að velta fyrir mér hérna.
Getur maður brotið bankaleynd verandi ekki bankastarfsmaður?
Get ég þá brotið bankaleynd?
Hvílir bankaleynd á hinum almenna borgara og hinum almenna blaðamanni?
Halló, eruð þið viss um að við séum á Íslandi?
Rugl.
![]() |
Viðskiptaráðherra vill blaðamenn úr snörunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 3. apríl 2009
Sjálf stjórnarskrá íslenska lýðveldisins - dæs
Ég er hérna krakkar mínir.
Ykkar maður á málþófsvaktinni. Jájá, bregst ekki frekar en fyrri daginn.
Eftirfarandi er í gangi á hinu háa og mjög svo virðulega Alþingi:
"Það er vanvirðing við þjóðina, að þessi, hinn og þessi séu ekki viðstaddir umræður okkar Sjálfstæðismanna um stjórnarskrána".
"Það er vanvirðing við Sjálfstæðismenn að þessi, hinn og þessi séu ekki viðstaddir umræður okkar Sjálfstæðismanna um .stjórnarskrána".
"Það er vanvirðing við Alþingi, hið háa Alþingi að þessi, hinn og þessi séu ekki viðstaddir umræður okkar Sjálfstæðismanna um stjórnarskrána".
"Það er vanvirðing við FRAMSÓKNARFLOKKINN að þessi, hinn og þessi séu ekki viðstaddir umræður okkar Sjálfstæðismanna um stjórnarskrána".
"Það er vanvirðing við STJÓRNARSKRÁNA að þessi, hinn og þessi séu ekki viðstaddir umræður okkar Sjálfstæðismanna um stjórnarskrána".
"Það er verið að ræða stjórnarskrána".
"Það er verið að ræða sjálfa stjórnarskrána".
"Það er verið að ræða sjálfa stjórnarskrá íslenska lýðveldisins".
Hvern þessara frasa má nota allt upp í þetta þrjátíu sinnum og það er í hnotskurn það sem Sjálfstæðisflokkurinn er að gera á Alþingi í kvöld.
En núna talar flokkaferðamaðurinn Jón Magnússon, og eftir eru 25 á mælendaskrá.
Ekki misskilja mig stjórnarskráin er merkilegt plagg.
En fólkið er merkilegra.
Ég vil að plaggið sé til fyrir fólkið.
Ekki fólkið fyirir plaggið.
Yfir og út frá Alþingi Íslendingar þar sem fjörið er.
![]() |
26 sjálfstæðismenn á mælendaskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 2. apríl 2009
Það var kátt...
Þar sem ég sat og reytti hár mitt yfir málfundaæfingum þingmanna Sjálfstæðisflokks í gærkvöldi og nótt, var ég að hugsa um að það þyrfti dauðan mann til að þola fíflaganginn í þeim og að missa ekki eitthvað miður fallegt út úr sér.
Dauðir menn tala ekki og þeir finna heldur ekki til í eyrunum svo vitað sé.
Svo eftir að Árni söng, Arnbjörg hló að eigin hnyttni og krúttlegheitum (jeræt) kom Katrín í ræðustól, og sagði það sem ég hefði viljað segja.
"Hættið svo þessu helvítis væli".
Ég var reyndar búin að segja þessa setningu stundarhátt hér í stofunni heima og fleira miður fallegt og ég fann til mikillar samkenndar með Katrínu.
Það voru sem betur fer engin vitni að einræðum mínum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Eins gott.
Katrín baðst síðan afsökunar á orðbragðinu en sjálfstæðismenn fóru nánast á límingunum vegna orðavals þingmannsins.
"But no worry".
Það er búið að ræsa út búsáhaldabyltinguna.
Allir sem vettlingi geta valdið rjúka nú niður á Austurvöll.
Sjálfstæðiflokkurinn fær ekki leyfi frá þjóðinni til að koma í veg fyrir breytingarnar á stjórnarskránni.
Og svo mega þeir væla hver um annan þveran þegar þeim verður það ljóst.
Þeir geta grátið fljóti, en ég vil að þeir geri það heima hjá sér.
![]() |
Hættið þessu helvítis væli" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 2. apríl 2009
Búsáhaldabyltingunni er ekki lokið!
Ég sat og horfði á málfundaræfingar Sjálfstæðismanna þangað til að þeir gáfust upp um hálf þrjú leytið í nótt.
Þeir þæfðu og þæfðu, og það var grátlega sorglegt að fylgjast með þeim þæfa því sem þeir voru allir sammála.
Meira að segja Árni Johnsen var skáldlegur í þæfingunni.
Það er hægt að grípa til málþófs og hefur oft verið gert. En fyrr má nú aldeilis fyrr vera.
Allt undir merkjum lýðræðislegrar umræðu.
Ég veit núna um hvern einasta íslenskan kvikmyndaleikstjóra, hverja kvikmyndanefnu sem gerð hefur verið á Íslandi frá upphafi vega og alls kyns fyrirkomulag í kringum kvikmyndagerð.
Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins fer fram eins og hryðjuverkamaður í þinglegum skilningi.
Svo gekk vitleysan og málþófið fram af henni sjálfri og hún hló eins og fífl í pontu.
Gaman, gaman hjá henni og félögum en við sem heima sitjum, stór hluti okkar Íslendinga erum ekki að grínast þegar við segjumst vilja sjá breytingar, og okkur finnst þetta ekkert fyndið.
Tilgangurinn með málþófinu er að koma í veg fyrir að haldið verði hér stjórnlagaþing og að gerðar verði breytingar á stjórnaskránni. Sjálfstæðismenn mega ekki til þess hugsa að fulltrúar almennings hafi um málið að segja.
Stjórnarskrármálið og stjórnlagaþingið í beinu framhaldi er ekki umsemjanlegt að mínu áliti og almenningur vill að það nái fram að ganga.
En gefist hinir flokkarnir upp, sem er ekki ólíklegt miðað við að íhaldið tekur hvert málið á fætur öðru í gíslingu, þá lofa ég, að ég og margir fleiri erum með búsáhöldin ný fægð og brýnd og alveg til í að mæta og láta í okkur heyra.
Mér var sagt af manni sem vel þekkir til hjá íhaldinu að þeir kunni ekki að vera í minnihluta, það gerist eitthvað.
Þetta eitthvað mátti sjá í sjónvarpinu í nótt.
Það var fróðlegt og eftirminnilegt.
Horfum og fylgjumst með.
Búsáhaldabyltingunni er ekki lokið - það ríkir einungis vopnahlé.
Bara svo það sé á hreinu gott fólk.
![]() |
Vilja vísa stjórnarskrármáli frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 2. apríl 2009
Íslensk þjóð kann sig ekki
Já sæll Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings.
Auðvitað kemur okkur ekkert við um þín persónulegu veð í þinni persónulegu sumarhöll.
Djöfuls frekja og hnýsni í þeim sem vilja velta sér upp úr strangheiðarlegum, gagnsæjum og lágmarks siðspilltum fjármálaferli þínum.
Segðu þeim að halda kjafti og hugsa um sínar eigin sumarhallir, þessum nörðum sem eru að bögga þig með eilífum spurningum.
Ég meina það, má maðurinn ekki eiga sér sín persónulegu fjármálaumsvif í friði?
Má hann ekki skulda VÍS 200 milljónir króna gegn veði í hálfbyggðri sumarhöll?
Ekkert að því.
Djöfuls hnýsni.
Láttu þá heyra það Sigurður minn.
Þessi íslenska þjóð kann sig ekki.
![]() |
200 milljóna veð í sveitasetri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 1. apríl 2009
Góðir í greininni
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar með öllum ráðum að koma í veg fyrir að stjórnarskrárfrumvarpið nái fram að ganga.
Valgerður Sverrisdóttir sagði áðan í þinginu að þeir hefðu hótað málþófi.
Bara svona grímulaust beint yfir borðið skilst mér, ha?
Það er náttúrulega ólíðandi að virkja lýðræðið finnst þeim vænti ég.
Ég persónulega ætla að fylgjast vel með í 2. umræðu þegar þeir byrja að þæfa.
Það sem ég hef séð af málþófi sjálfstæðismanna eftir að þeir fóru í skammarkrókinn og settust í stjórnarandstöðu hafa þeir staðið sig svo vel að VG sem hafa áður sýnt góða takta í greininni eru eins og kettlingar við hliðina á vaskri sveit valhallarfélagsins.
Ég held að sá hluti almennings sem hlustar, er áttaður og veit núorðið að guð er ekki sjálfstæðismaður, komi til með að kunna þeim litlar þakkir fyrir að reyna að koma í veg fyrir breytingar á stjórnarskránni.
Breytingar sem eru svo löngu tímabærar.
Ajöss.
![]() |
Stjórnarskrárfrumvarp úr nefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 31. mars 2009
Hámark lágkúrunnar
Satt best að segja þá er ég löngu hætt að horfa á Ísland í dag. Ég hreinlega gafst upp.
Svo ég segi það beint út; ég fékk orðið grænar bólur við að sjá Séð og heyrt parið birtast á skjánum með andskotans nærmyndirnar og annað ámóta yfirborðskennt efni.
En svo las ég Heiðu vinkonu mína áðan. Hún var að blogga um nærmynd sem hafði verið sýnd í kvöld af Björgólfi Thor.
Henni var ekki skemmt.
Þetta varð ég að sjá.
Ég byggði mig upp andlega og lét vaða í þáttinn.
Fyrirgefið, en er verið að gera tilraun til að gera fólk brjálað úr reiði?
Eða aulahrolli.
Björgólfur Thor er svo mikið krútt, segja vinir hans. Hann fer á skíði, er stundum alveg blankur á matsölustöðum eins og vinirnir og svo fer hann með börnin sín í dýragarð um leið og hann stjórnar símafundum.
Svooooo mikið krútt.
Hvað er að þeim þarna á Stöð 2?
Hafa þeir tekið leynilega ákvörðun um að eyða sjálfum sér með lélegu efni?
Hrista hreinlega af sér áhorfendur með ofbeldi, svei mér þá.
Ég er að minnsta kosti glöð yfir einu, eða varð um leið og ég var búin að hrista af mér aulahrollinn og reiðina (þetta er einn af mönnunum sem eru búnir að skuldbinda okkur Íslendinga nokkrar kynslóðir fram í tímann, lifir ljúfa lífinu í London og er enn á fokkings Forbes listanum, þó hann hafi færst eitthvað neðar), þá gladdist ég smá.
Ég horfi ekki lengur á þá þarna á stöðinni.
Ég þarf ekki að liggja í krampakenndum aulahrolli með óbragð í munninum frekar en ég vil.
Ég mun ekki misbjóða mér aftur.
Hér er upphafningin af peningamógúlnum Björgólfi Thor sem fór og skildi þjóðina eftir með reikninginn.
En er dásamaður eins og Jesús í kirkjunni hjá þeim á tyggjókúlustöðinni.
Og nú segi ég:
Fyrirgefið á meðan ég æli OG kasta mér í vegg.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 31. mars 2009
Skelfilegar fréttir
Við erum í Nató, illu heilli.
Ef við látum þessi nýju lög Hamid Karzai, forseta Afganistans, sem banna konum að fara út úr húsi og lögleiða jafnframt nauðgun í hjónabandi, sem felst í því að kona megi ekki neita eiginmanni sínum um kynmök, sitjum við uppi með skömmina.
Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson skráðu okkur í stríðið í Írak í skjóli nætur, sú skömm verður aldrei af okkur máð.
Sá gjörningur hefði haft alvarlegar afleiðingar í för með sér í siðmenntuðum löndum.
Við megum ekki láta þetta gerast án þess að sporna við fæti.
Ofbeldi á konum og börnum er ærið fyrir í landinu.
Þetta eru skelfilegar fréttir.
![]() |
Karlar fá meiri völd yfir konum sínum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 2988594
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr